Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Albeil Kemp ÞÁTTTAKENDUR í Landsbankahlaupinu á Fáskrúðsfirði ásamt hundinum Neró. Landsbankahlaup á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði - Hið árlega Landsbankahlaup var hlaupið á Fáskrúðsfirði laugardaginn 24. maí sl. Góð þátttaka var í hlaup- inu enda má segja að þetta hafi verið fyrsti dagur sumarsins með sól og 15 stiga hita. Að hlaupi loknu fengu allir keppendur viðurkenningu frá Landsbankanum og þrír fyrstu í hverjum aldursflokki fengu styttu. Með í hlaupinu í einum aldursflokknum var hundurinn Neró sem einnig fékk viður- kenningu. Landbúnaðarsýning haldin á Hvanneyri Kynning á skóla, land- búnaði og Borgarfirði LANDBÚNAÐARSÝNING verður á Bændaskólanum á Hvanneyri dagana 4. til 6. júlí næstkomandi. Sýningin verður haldin í tengslum við Landsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi og víðar um Borgarfjörð, meðal annars á Hvanneyri. „Sýningin er haldin til að kynna skólann, landbúnaðinn og Borgar- fjörð. Hún er á þessum tíma vegna landsmótsins," segir Jóhannes Sig- valdason, kennari á Hvanneyri, sem vinnur að undirbúningi sýn- ingarinnar. Vélar og búfé Vélainnflytjendur og einhveijir vélasmiðir sýna og kynna vöru sína á landbúnaðarsýningunni. Þar verður væntanlega allt það nýjasta. Gamlar búvélar verða einnig sýndar en á Hvanneyri er gott safn gamalla véla og tækja. Búfé verður sýnt í haga og í stíum og loðdýr verður hægt að skoða í húsi. Ýmsar stofnanir munu kynna starf sitt fyrir landbúnaðinn og þjóðina, meðal annars bændaskól- arnir, garðyrkjuskólinn, Bænda- samtök íslands, Rannsóknastofn- un landbúnaðarins, Búnaðarsam- tök Vesturlands, Hagþjónusta landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan. Þá munu nokkur fyrirtæki og stofnanir, fyrst og fremst úr Borgarfirði, kynna starf- semi sína. Keppt verður í nokkrum starfs- íþróttum Landsmóts UMFÍ á Hvanneyri, svo sem í dráttarvéla- akstiá, jurtagreiningu og að leggja á borð. Einnig verður brids-keppni Landsmótsins á Hvanneyri en á annað hundrað manns taka þátt í henni. Prjónakeppni Á vegum landbúnaðarsýningar- innar mun Ullarselið á Hvanneyri gangast fyrir pijónakeppni þátt- takenda úr Borgarfirði, af Suður- landi og Norðurlandi. Hefst keppn- in með þvi að rúin verður kind og síðan ullin unnin í fat. Þá er fyrir- hugað að keppa í gróðursetningu á vegum Skógræktar ríkisins. Ýmislegt fleira verður til gaman gert, að sögn Jóhannesar. Morgunblaðið/Egill Egilsson HERMANN Jónsson að störfum í sundlaug Flateyrar. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Eyrarlandsholti, pósthólf 280, 602 Akureyri, sími 461 1710, bréfsími 461 1148 INNRITUN Innritun til náms á haustönn 1997 lýkur föstu- daginn 6. júní. Skrifstofan er opin alla virka daga ld. 8-15. A Skólameistari. Hákarl í lauginni. Flateyri - Hætt er við að mönn- um bregði allnokkuð í brún þeg- ar þeir bregða sér næst í sund í sundlaug Flateyrar. Sundlaug- in hefur verið lokuð að undan- förnu vegna málningarvinnu, aðallega við sundlaugarbotninn. I grynnri enda sundlaugarinnar blasir nefnilega við mönnum hákarl einn með blóðugar tenn- ur, tryllt augnaráð og sveigðan sporð. Hér er þó ekki alvara á ferð og með öllu óhætt enn að bregða sér í sund, því hákarlinn er ein- göngu til sem myndverk á botni laugarinnar, dökkblár og með hvítan kvið. Það var hugmynd forstöðumanns sundlaugarinn- ar, Sigurðar Hafberg, að fá Hermann Jónsson, kennara við Grunnskóla Flateyrar og fjöl- listamann til að skreyta sund- laugarbotninn með þessu ógn- vænlegu dýri undirdjúpanna í Sundlaug Flateyrar. Til stendur að mála einnig merki það sem bannar revkinirar á botn sund- Jóhann Rafnsson gefur Stykkishólmsbæ ljósmyndasafn sitt Stykkishólmi - Jóhann Rafnsson afhenti nýverið Stykkishólmsbæ ljósmyndasafn sitt að gjöf.' Gjöfin er mikils virði fyrir Hólmara því safn Jóhanns geymir yfir 3.000 myndir og langflestar þeirra tengj- ast Hóhninum. Jóhann fæddist árið 1906. Hann byijaði snemma að safna ljósmynd- um og eftir því sem hann segir sjálfur hófst söfnunin fremur af hirðusemi en ásetningi. Jóhann hefur löngum verið vinamargur og það varð til þess að margir gáfu honum ljósmyndir strax_ þegar hann var ungur maður. Á fyrstu áratugum söfnunarinnar komst Jóhann yfir mörg fjölskyldusöfn. Það er talið að safn Jóhanns sé eitt merkasta persónumyndasafn á íslandi í einkaeign en í safninu eru þess utan margar staðarmyndir úr Stykkishólmi og víðar. Það er ósk Jóhanns að safnið verði varð- veitt í Stykkishólmi enda skuld- bindi Stykkishólmsbær sig til þess að varðveita frumsafnið í viðun- andi húsnæði og umsýslu. Hann vonar að ljósmyndasafnið verði hornsteinn miklu stærri ljósmynda- banka Stykkishólms þegar fram líða stundir. Stykkishólmsbær hefur þegar skipað framkvæmdanefnd til að hafa umsjón með safninu og koma því í það form að það verði að- gengilegt almenningi. Formaður nefndarinnar er Guðmundur Páll Ólafsson. Nefndin stefnir í að varð- veita frumsafnið í sýrufríum um- búðum. Einnig á að lesa myndirnar inn á tölvu með sérstökum mynd- lesa og síðan eru upplýsingar um myndina skráðar þannig að hægt verður að fletta upp á persónum eða bæjarheitum til að finna mynd- ir af ákveðnum einstaklingum eða ijölskyldum. Rúnar Gíslason, forseti bæjar- stjórnar, tók við gjöfinni fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Hann þakkaði Jóhanni fyrir þau verðmæti sem honum hefur tekist að forða frá glötun. Fyrir þessa gjöf og söfnun- arafrek sitt muni hann lifa um langa framtíð í hugum Hólmara. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason JOHANN Rafnsson afhendir Stykkishólmsbæ ljósmyndasafn sitt til eignar. Safnið inniheldur yfir 3.000 ljósmyndir og er eitt merkasta persónumyndasafn í einkaeign. Rúnar Gíslason veitti gjöfinni móttöku. Græna stjarnan á Skeiðflöt Fagradal - Þegar keyrt er um suð- urlandsveg taka margir vegfarend- ur eftir grænni stjörnu sem er í brekkunni sunnan við bæinn á Skeiðflöt í Mýrdal. Stjörnunni er haldið við með því að strengja band milli hæla sem alltaf er haldið við í brekkunni og borinn er á hana áburður á vorin. Þannig er hún grænni en annar gróður í brekkunni. Að sögn Eyþórs Ólafssonar, bónda á Skeiðflöt, var það frændi hans Kristófer Grímsson sem átti frumkvæðið að gerð stjörnunnar í kringum 1960 en hann var mikill áhugamaður um alheimsmálið esperantó og græna stjarnan er einmitt tákn esperanto-hreyfing- arinnar. Kristófer útbjó einnig stjörnu í Hamrahiíðinni í Reykjavík og í Vífilfelli. Að sögn Eyþórs hafa margir vegfarendur stoppað á þjóð- veginum og myndað stjörnuna og hafa einhveijir spurt hann hvort stjarnan sé virkilega máluð í brekk- una. Morgunblaðið/Jónas Ertendsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.