Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 LEIÐIN Á TINDINN MORGUNBLAÐIÐ Suðurskarði var hvasst og mikil ís- ing í lofti. Við urðum fljótlega allir hrímaðir. Eftir klukkutíma gang var staðan þannig að við sáum ekkert til. Við sáum ekki leiðina upp tindinn og urðum því að snúa við. Þegar við lögðum af stað kvöld- ið eftir var veðurfarið allt annað. Það var mjög hvasst og raunar svo hvasst að maður stóð varla í verstu hryðjunum. Það var hins vegar mjög bjart og kalt. Þegar kom ofar í fjallið lægði vindinn og þannig hélst veðrið alveg þangað til við vorum komnir upp á Suðurtind, sem er í rúmlega 8.600 metra hæð. Þaðan liggur leiðin eftir mjög hvössum hrygg upp á tindinn og hann gengum við í hvössu veðri. Það skóf ísnálar af fjallinu,“ sagði Björn. Varasamur íjallshryggur Hryggurinn sem gengið er eftir skilur að Nepal og Tíbet og fallið af honum er 2.000-3.000 metrar niður. Einar sagði að það væri ekki hægt að ganga eftir hryggnum miðjum vegna þess hvað hann væri hvass heldur þyrfti að ganga utan í hon- um. Nokkrum dögum eftir að Is- lendingamir fóru þarna um fauk sherpi af hryggnum. Þeir voru þrír í GÖNGUNNI á tindinn þurftu fjallgöngumermirnir að krækja fyrir margskonar hættur. Neðan við Suðurtind var snjóflóðahætta og þeir reyndu að fara þannig yfir það svæði að sem minnnst hætta skapaðist. sherpar saman í mjög vondu veðri og reyndu að skýla sér fyrir vindin- um. Þeir snem baki í tindinn og allt í einu tóku tveir fremstu menn eftir því að félagi þeirra var horf- inn. „Rétt fyrir neðan Hillai-y-þrep gengum við fram á lík af ljósmynd- ara frá Suður-Afríku, sem fór síð- astur upp á tindinn síðastliðið vor. Þegar Indónesarnir fór upp í lok apiíl sl. sögðust þeir hafa séð mann í snjónum. Þegar við komum þarna upp lá líkið í leiðinni. Það er bara hægt að komast eina leið þarna upp og það var því ekki um það að ræða að við gætum krækt framhjá honum,“ sagði Björn. Eftir að þremenningarnir vom komnir niður var haft samband við ættingja mannsins og í samráði við þá var líkið skorið úr línunni og það látið falla niður fjallshlíðina. Mjög erfitt er að bera lík til byggða úr þessari hæð og ekki hægt nema að fara sérstakan leið- angur i þeim tilgangi. Suðurtindur mikilvægur áfangi Þremenningunum bar saman um að þegar þeir vom komnir upp á Suðurtind og sáu þá tiltölulega stuttu leið sem þeir áttu eftir upp á tindinn Everest hefðu þeir verið sannfærðir um að þeim myndi takast ætlunarverk sitt. Þeir urðu hins vegar að bíða alllanga stund á Suðurtindi vegna þess að einn sherpanna setti súrefniskúta, sem ætlaðir vom til notkunar fyrir nið- urferðina, á vitlausan stað. Hann var orðinn mjög þreyttur og sneri til baka við Suðurtind og fór einn síns liðs niður í fimmtu búðir í Suðurskarði. Hann lenti í erfiðleik- um á leiðinni og hrapaði m.a. 50 metra, en línan, sem hann var tengdur við, bjargaði lífi hans. Sherparnir sjá um að bera súr- efniskútana upp fjallið og aðstoða leiðangursmenn eftir föngum. Tveir þeirra notuðu súrefni á leið- inni upp, en Babu, sem var að fara í sína sjöundu ferð, gerði það ekki. Það er metnaðarmál hans að fara á fjallið án súrefnistækja. Vegna þessa fór hann ekki eins hratt yfii- og aðrir leiðangursmenn. Vegna mistakana við Suðurtind fóra Is- lendingarnir niður aftur til að ná í súrefniskútana og komu þeim íyrir á réttum stað. Veðrið, erfitt færi og töfin við Suðurtind olli því að ferðin á tind- inn tók lengri tíma en gert var ráð fyrir, eða u.þ.b. 13 klukkutíma. Með niðurferðinni tók ferðalagið sam- tals um 19 klukkutíma. Til saman- burðar má geta þess að hópurinn sem fór á tindinn á eftir íslending- unum var 7-8 tíma upp. Þá var veð- ur reyndar mun betra auk þess sem þeir gátu tengt sig við línur á leiðinni upp sem íslensld hópurinn lagði. Þessi langi tími leiddi til þess að ijallgöngumennimir eyddu miklu súrefni á leiðinni og leiðin niður einkenndist því af stöðugri baráttu við að eiga nóg súrefni. Súrefni á þrotum „Rétt fyrir neðan Hillary-þrep varð Nick aðstoðarleiðangursstjóri súrefnislaus og gat varla hreyft sig. Ég stoppaði og gaf honum súr- efni og við það minnkuðu súrefnis- birgðir mínar. Hallgrímur lenti í vandræðum með súrefnistækin sín. Á leiðinni niður vorum við Ein- ar því nánast á hlaupum niður til að komast í næstu súrefnisbirgðir og síðan aðstoðuðum við hver ann- an þannig að allir hefðu eitthvert súrefni," sagði Björn. Súrefnistæki Hallgríms biluðu Sú bilun sem varð í súrefnis- tækjum Hallgríms er ekki óal- geng. „Það komst raki inn í blöðra sem súrefnið fer inn í. Við vissum EFTIR að niður kom tók Björn sig til og rakaði Einar. BJÖRN setti sig í stellingar og ímyndaði sér hvernig Hillary hefði borið sig að fyrir framan ljósmyndarann. AFRAKSTURINN: Þetta er ekki sterkasta hlið Björns. að þetta gæti gerst, en menn hafa átt í erfiðleikum með að laga þetta. Við þetta þéttist súrefnið. Ég reyndi að mylja það úr og við það tapaði ég miklu súrefni. Af þessum sökum var ég svo að segja súrefn- islaus á leiðinni upp frá Hillary- þrepi,“ sagði Hallgrímur. Að- spurður sagði hann að það hefði ekki komist að í sínum huga að snúa við vegna þessara erfiðleika. Þetta vora ekki einu erfiðleik- arnir sem Hallgrímur átti í með súrefnistækin. Vegna misskilnings gleymdist að skrúfa frá súrefn- iskúti Hallgríms áður en hann lagði af stað frá Suðurskarði. Þetta leiddi til þess að hann átti í erfið- leikum með að fylgja félögum sín- um eftir. Eftir hálftíma gang var farið að kanna málið og þá kom í ljós að hann hafði verið að ganga súrefnislaus. Einar sagði að svona atvik gætu haft mikil áhrif á menn andlega. Það gæti verið erfitt að halda áfram upp þegar þeir uppgötvuðu að þeir héldu ekki í við félagana o.s.frv. Þeir hefðu hins vegar hald- ið vel saman allan tímann og raun- ar svo vel að aðrir leiðangursmenn hefðu litið á þá sem eitt. Hallgrím- ur bætti við og sagði að þetta væri ekki alltaf svona í öðram leiðangr- um. Kunn fjallgöngukona hafi t.d. í sinni sjöundu tilraun til að komast á Everest lent í erfiðleikum með höfuðljósið og stoppað til að laga það. Þegar hún ætlaði að halda áfram hafi hún ekki séð til félaga sinna þar sem þeir biðu ekki eftir henni. Hún hefði því ekki átt ann- an kost en að snúa við. Þess má geta að hún komst alla leið upp í sinni áttundu tilraun við tindinn. „Ég verð að viðurkenna að þetta með súrefnið varð til þess að mað- ur áttaði sig á hvað þetta er hættu- legt ferðalag og hvað það má lítið út af bregða. Þetta sannaðist á I I I ) I \ > > > i i S i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.