Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Heldur meira um sumarlokanir í ár HELDUR meira verður um sumar- lokanir frystihúsa í sumar en í fyrra að sögn Arnars Sigurmunds- sonar, formanns Samtaka fisk- vinnslustöðva. Algengast er að fyr- irtækin loki í júlí eða ágúst, í 2-3 vikur. I kjarasamningum sem gerðir voru nú í vetur var gert ráð fyrir því að kæmi til samræmdra sumar- lokana í fiskvinnslufyrirtækjum þyrfti það að liggja fyrir í upphafi nýs orlofsárs. „Okkur sýnist að vegna þessa verði heldur meira um tímabundnar iokanir í framtíðinni sem tengjast sumarleyfum. Þannig að fyrirtækin reyna að skipuleggja rekstur sinn samkvæmt þessu og það hefur þær afleiðingar að minna er ráðið af sumarfólki en áður. Þá má búast við að einhver fyrirtæki loki þegar líða fer á kvótaárið. Yfirleitt hefur ríkt ánægja með sumarlokanir með þessum hætti en á næsta ári verður sú breyting á að fiskvinnslufólk tekur út sitt orlofsleyfi í dögum líkt og aðrir launþegar," segir Arnar. Vfnarborg Zurich Áællun í sumar Á sunnudögum:\ .6. -15.6. Á laugardögum :21.6. - 30.8. Til Vínar: 14.6., 28.6. og 5.7. FráVín: 21.6., 28.6., 19.7. og 26.7. Li'igmarksdvöl: 7 clngar. • Háninrksdvöl: I niJmiöur. Uqfið sambaml við söluskrifstofurcða símsöluilcilil Flugleióa í síma SO SO100 (svarað mánud. ■Joslmt kl. 8 -19 ogá laugard. kl. B-16.) VcfurFluglciða áIntcmettm: www.icelamlair.is Netfangfyriralmetmarupplýsingar.info@tcelamlair.is FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferÓafélagi ' Flugog flugvallarskattar. Sviss og Austurríki v Morgunblaðið/Golli ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, flytur ávarp sitt við Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn. „Gera allt til að hafa fé af sjómönnum“ JÓNAS Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sendi út- gerðarmönnum tóninn í ræðu sinni við hátíðahöldin í Reykjavík. Hann sagði suma þeirra beita valdi tii að arðræna sjómenn. Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, sagði að halda þyrfti áfram að þróa stjórn- kerfi fiskveiðanna á grundvelli markaðslögmála. „Krafan um nýjan sjávarútvegsskatt hljómar eins og öfugmælavísa um þessar mundir og við þessar aðstæður," sagði Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, í ávarpi sínu til sjómanna. „Það er lán þjóðarinnar að eiga heiðarlega og framsækna útgerðar- menn,“ sagði Jónas Garðarsson í ávarpi sínu. Það er því miður ekki hægt að segja um þá alla. Meðal útgerðarmanna er að finna menn sem gera allt sem þeir geta til að hafa fé af sjómönnum. Það, sem er enn verra, er að félagsskapur þeirra, LÍÚ, hvetur þá til að hafa rangt við. Það hafa fallið dómar og úrskurðir, þar sem ótvírætt hef- ur komið fram að kvótabraskið stenzt ekki lög, ekki samninga og alls ekki það siðferði sem er nauð- synlegt milli manna. Arðræna sjómenn Samt eru til menn, og það undir forystu heildarsamtaka útgerðar- manna, sem gefa sig hvergi og með valdi arðræna sjómennina. Það er von mín að þeir útgerðarmenn, sem hafa skömm á þeim félögum sínum, gangi í lið með okkut' sjómönnum í þeirri baráttu sem við eigum í. “ sagði Jónas Garðarsson. Hljómar eins og öfugmælavísa „Við þurfum að halda áfram að þróa stjórnkerfi fiskveiðanna á grundvelli markaðslögmála," sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, í ávarpi sínu til sjómanna. „Krafan um nýjan sjávarútvegs- skatt hljómar eins og öfugmælavísa um þessat' mundir og við þessar aðstæður. Slíkut' skattur veikir samkeppnisstöðu sjávarútvegsins í heild og myndi hafa lamandi áhrif á útflutningsframleiðsluna og á at- vinnulíf landsbyggðarinnar. Til þess að standast öðrum þjóð- um snúning í lífskjarabaráttunni þurfum við að standa öðrum þjóðum feti framar í rekstrarhagkvæmni. Til þess að skapa meiri þjóðar- tekjur þurfum við að gefa fyrirtækj- unum í sjávarútvegi meira svigrúm til þess að leggja fjármuni í vöruþró- un og markaðsstarfm," sagði Þor- steinn Pálsson. Margir sjómenn heiðraðir Jón Gunnar Kristinsson, sjómað- ur, hlaut afreksbikar Sjómanna- dagst'áðs fyrir bjöt'gunarafrek. Hann lagði líf sitt í hætt er hann kafaði undir kúfiskbátinn Æsu IS og náði að losa björgunarbátinn frá skipinu á um fjögurra metra dýpi, er æsa fórst 25. júlí 1996. Níu aldraðir sjómenn voru heiðr- aðir fyrir störf sín að sjómennsku. Það voru þeirGarðar Þorsteinsson, stýrimaður, Guðmundur Ibsen, skipstjóri, Hans Ragnar Sigutjóns- son, skipstjóri, Ingólfur S. Ingólfs- son, vélstjóri, Jóhann Magnússon, skipstjóri, Sigurbjörn Halldór Bernódusson, sjómaður, Skúli Ein- arsson, matsveinn, Stefán Guð- mundsson, skipstjóri og Stefán Nikulásson, skipstjóri. Þá fengu olíuskipið útgerðir olíu- skipsins Kyndils og frystitogarans Vigra viðurkenningar fyrir að sýna árvekni i öryggismálu áhafna. Halöu samband og fáðu bækllng og tilboð! Shoðaðu-verð og gaaði Schaofl. Ístraktor SMIÐSBÚÐ 2, GARÐABÆ #SÍMI: 565 65 80 SNUDU Afl KEPPINAUTJU MEÐ SCHAEFF Yfirburðir í afkastagetu og endingu eru árangur áratuga þróunar þýsku sérfræðinganna hjá SCHAEFF - enda er verið að uppfylla kröfur atvinnumanna sem vilja aðeins það besta. jfRAKTORSGAFA OLgoglipurmeSdrifi"'" Wrtsiýriáöllumhjólum hra«|0SS í"nnaS,ý'in9U (servó) rtaölengi aö iraman ogaftan’ °9 margt fleira. -GOTT VERÐ Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ Verkföll eru neyðarúrræði GUÐJÓN A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, flutti hátíðarræðu á ísafirði. Hann sagði vandræðagang stjórn- valda í hvalveiðimálum vera okkur til skammar. Þá veittist hann að stjórnvöldum fyrir að festa kvóta- kerfið óbreytt í sessi og sagði þá meðal annars: „í engu ríki í hinum svokallaða vestræna heimi er verið að hverfa aftur til lénsherraveldis miðalda með tilheyrandi forréttind- um sægreifanna og vaxandi stétt leiguliða í sjávarútvegi." Guðjón fjallaði einig um kjaramál og sagði þá: „Ég verð að segja það hreint út að verkföll eru algjör neyð- arúrræði og afar leitt að forysta LÍÚ skuli aldrei fást að raunveru- legu samningaborði án þess að þjóð- félagið beri af verulega skaða vegna verkfalls. I þessu tilfelli voru þeir fjölmörgu útgerðarmenn, sem alltaf hafa staðið rétt að málum, alltof vægir í gagnrýni sinni á þá félaga sína, sem héldu upp kvótabraski með þátttöku sjómanna. Ef samtök útgerðarmanna hefðu beitt sér gegn þátttöku sjómanna í kvótakaupum, en ekki varið þau óheillavinnu- brögð, hefðu þeir heiðarlegu ekki orðið af þeim tekjum sem raun varð á.“ Samningar án verkfalla „Ég ætla rétt að vona að næstu kjarasamninga fyrir fiskimenn um land allt megi gera án verkfalla. Á Vestfjörðum hefur að undanförnu staðið hörð deila verkafólks og at- vinnurekenda um kaup og kjör. Vissulega er það svo að deilur manna í milli geta valdið sárum sem gróa seint. Sá sem viðheldur ósætti vegna vinnudeilu inn í framtíðina hittir sjálfan sig fyrir að lokum. Við höfum öll það markmið að á Vestfjörðum megi á nýjan leik byggja upp betri framtíð. Góð sátt byggist á því að báðir gefí eftir. Starfskjör og afkoma fólks og fyrir- tækja á Vestfjörðum þarf til fram- tíðar að vera jafngóð og annarra landsmanna," sagði Guðjón A. Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.