Morgunblaðið - 03.06.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 23
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Kr.Ben.
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Sævar Gunnars-
son, formaður SSI, virða fyrir sér bátslíkan, sem Grindvíkingar
færu forsetanum að gjöf.
*
Atelur seinagang
í kjarasamningum
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, heimsótti Grindavík á sjó-
mannadaginn og var viðstaddur há-
tíðahöldin þar. Grindvíkingar notuðu
tækifærði og færðu forsetanum lík-
an af gömlum bát að gjöf. Sævai'
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambands íslands flutti hátíðarræðu
dagsins og átaldi hann útgerðar-
menn harkalega fyrir seinagang í
samningamálum. Hann sagði jafn-
framt að breytingar á vinnulöggjöf-
inni fengju falleinkun.
„Kjarasamningar sjómanna hafa
nú verið lausir frá áramótum, og
ekki er í sjónmáli að nýir verði gerð-
ir á næstunni," sagði Sævar. „A síð-
asta vori var vinnulöggjöfinni breytt
og í tengslum við þá breytingu
reyndi félagsmálaráðherra að telja
fólki trú um að í breytingunni fælist
það, að kjarasamningagerðin yrði
skilvirkari. Reynslan hefut' orðið
önnut', og breytingar á lögunum fá
falleinkunn.
Útvegsmenn
ekki til viðtals
Eins og lög segja til um var lokið
við gerð viðræðuáætlana fyrir verka-
lýðsfélög sjómanna 10 vikum áður
en samningar runnu út. Samkvæmt
áætluninni fór málið til sáttasemjara
þann 16. desember síðastliðinn, þar
sem ekkert hafði gerst í samninga-
málum fyrir þann tíma. Síðasti fund-
ur í kjaradeilunni var haldinn 24.
janúar, og var sá fundur stuttur.
En á hvetju stendur í kjaraviðræð-
unum? Svarið er í sjálfu sér einfalt.
Fulltrúar útvegsmanna hafa ekki
verið til viðtals um þau atriði sem
helst brenna á sjómönnum. í kröfu-
gerð sjómanna er að finna kröfu um
löndunarfrí á loðnu og síldveiðum,
kröfu um hækkun á slysa- og ör-
orkubótum, og kröfu um að allur
afli sem seldur er til vinnslu innan-
lands verði seldur um fiskmarkaði.
Margt fleira mætti nefna úr kröfu-
gerðinni, en það verður ekki gert hér.
Krafan fæst ekki rædd
Kröfunni um að allur afli sem
seldur er til vinnslu innanlands verði
seldur um fiskmarkaði, hefur verið
hafnað af hálfu útgerðarmanna og
fæst hún ekki rædd. Á opinberum
vettvangi snúa útvegsmenn gjarnan
út úr kröfunni, og loka síðan eyrun-
um ef reynt er að leiðrétta málflutn-
ing þeirra. Engu að síður hafa út-
gerðarmenn sjálfir með hátterni sínu
komið því til leiðar að ekki verður
hægt að ganga frá samningum sjó-
manna fyrr en það stóra vandamál,
með hvaða hætti aflinn er verðlagð-
ut', hefur verið leyst. Eins og málum
et' háttað í dag á verðlagning að
heita ftjáls. Það frelsi hafa útgerðar-
menn túlkað með þeim hætti, að
þeir sem seljendur geti einhliða
ákveðið hvað þeir sem kaupendur
greiða fyrir fiskinn.
Þetta þýðir nteð öðrum orðum að
skilyrði til ftjálsrar verðlagningar
eru ekki fyrir hendi, þegar kaupandi
og seljandi er einn og sami aðilinn.
I kjarasamningi sjómanna og út-
vegsmanna er skýrt ákvæði um að
þessir aðilar eigi að semja sín í milli
um það fiskverð sem greitt er. Um
þetta fyrirkomulag var samið að
undirlagi LÍÚ í síðustu samningum,
en það hefur ekki gengið upp,
ástæða þess er lítill vilji útvegs-
manna til að koma í veg fyrir þátt-
töku sjóntanna í kvótakaupum, og
sífelldar hótanir um brottrekstur ef
menn reyna að fara eftir ákvæðum
kjarasamninga.
Virða lög að vettugi
Með öðrum orðum, sjómenn
greiða útgerðarmönnum gjald fyrir
það eitt, að fá að veiða aflaheimildir
sem hið opinbera hefur úthlutað út-
gerðarmönnum án endurgjalds. En
hver ber mesta ábyrgð á því, hvern-
ig þessum málum er nú komið? Það
er löggjafarvaldið, vegna þess að þar
hafa lögin um stjórn fiskveiða verið
sett. Lögin sem bjóða upp á þessi
vinnubrögð útgerðarmanna. En lög-
gjafarvaldið hefut' líka sett lög sent
banna að kostnaður við kaup á veiði-
heimildum sé dreginn ft'á heildar-
verðmæti afla áður en aflahlutir sjó-
rnanna eru reiknaðir. En því ntiður
hefur hluti útgerðarmanna virt þau
lög að vettugi og látið sjómenn
greiða auðlindaskatt til sín af sam-
eiginlegri auðlind þjóðarinnar.
Hér á landi hafa verið starfandi
fiskmarkaðir allt frá árinu 1987.
Samtök sjómanna telja eðlilegast að
verðmyndun á sjávarfangi eigi sér
stað á ftjálsum uppboðsmörkuðum.
Krafa samtaka sjómanna er sú að
annað hvort verði afli seldur um fisk-
markaði eða verðlagning tengd því
verði sem þar myndast, þannig verð-
ur verðmyndun með eðlilegum
hætti,“ sagði Sævar Gunnarsson.
Þrátt fyrir að íslendingar slái hvert bókunarmetið á fætur öðru
þessa dagana í ferðir til sólarstranda, þá eigum við þó enn
laus sæti í örfáar ferðir til Portúgals og Mallorca í sumar.
Bókunarstaða 31. maí
Portúgal
Mallorca
rigningu um mest allt land
hiti 4-11 stig,
hlýjast austanlands“
Lágmúla 4: st'mj 569 9300, grœnt tnírner: 800 6300.
HafnarfirÖi: sími 565 2366; Keflavík: sími 421 1353,
Selfossi: stmi 482 1666, Akureyri: sími 462 5000
- og hjá umboðsmönnum um land allt.
4. júní
11. júní
18. júní
25. júní
2. júlí
9. júlí
16. júlí
30. júlí
6. ágúst
13. ágúst
^ 20. ágúst
* laus sæti í aðrar ferðir
Ætlar
uppselt 4. júní
6 sæti laus 11. júní
9 sæti laus 18. júní
uppselt/biðlisti 25. júní
10 sæti laus 2. júlí
uppselt 9. júlí
17 sæti laus 16. júlí
16 sæti laus 30. júli
20 sæti laus 6. ágúst
uppselt/biðlisti 13. ágúst
örfá sæti laus 20. ágúst
uppselt/biðlisti
uppselt
uppselt/biðlisti
uppselt/biðlisti
13 sæti laus
9 sæti laus
uppselt
23 sæti laus
uppselt/biðlisti
uppselt
uppselt