Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 27
1
I
MORGUNBLAÐIÐ______________________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 27 j
ERLENT
Urhellisrigning á Norður-Spáni
Milljarðatjón
í borginni
San Sebastian
Malaga. Morgunblaðid.
TJÓN sem talið er nema milljörð-
um króna varð í borginni San Se-
bastian á Norður-Spáni á sunnu-
dag þegar yfir gekk gífurleg úr-
hellisrigning. Borgarstjórn San
Sebastian hefur farið fram á að
lýst verði yfir neyðarástandi og
beðið stjórnvöid í Madrid um fjár-
hagsaðstoð.
Mikil rigning var á Norður-
Spáni á laugardag og einkum að-
fararnótt sunnudagsins. Mikið
hafði rignt í San Sebastian um
nóttina en ósköpin hófust um
klukkan níu á sunnudagsmorgun
þegar ægilegt úrfelli hófst. Á innan
við einni klukkustund féllu alls 80
lítrar af vatni á hverjum fermetra
lands. Á tólf klukkustundum rigndi
heilum 230 lítrum af vatni á hverj-
um fermetra.
Okumönnum bjargað
af þaki bifreiða sinna
Rafmagn fór af, hús fylltust af
vatni og hjálparsveitir, sem fóru á
bátum um götur San Sebastian
þurftu að bjarga ökumönnum af
þaki bifreiða sinna. Lestarferðir
féllu niður og loka þurfti hrað-
brautum sökum vatnselgsins.
Tjónið á Norður-Spáni er talið
nema milljörðum króna. Borgar-
stjórn San Sebastian sagði í gær
að allt benti til þess að tjónið sem
orðið hefði þar á opinberum mann-
virkjum næmi 500 miljónum króna,
hið minnsta. Ljóst væri að millj-
arðatjón hefði orðið í borginni þeg-
ar allt væri saman talið.
Mikil mildi þykir að hamfarir
þessar skyldu ekki kosta mannslíf.
Borgarstjóri San Sebastian hefur
farið fram á aðstoð frá Madrid í
samræmi við lög um bætur vegna
náttúruhamfara. Viðlíka óveður
reið síðast yfir árið 1992 og varð
þá einnig milljarðatjón í San Se-
bastian.
Spá batnandi veðri
Veður hefur verið heldur rysjótt
á Spáni á undanförnum vikum.
Mikið hefur rignt einkum í norður-
hluta landsins og þrumur og eld-
ingar verið tíðar. Veðrið hefur
verið skaplegra í suðurhlutanum
þótt þar hafi einnig rignt og fersk-
ir vindar blásið. Veðurfræðingar
spá batnandi veðri en spænskt
máltæki segir að sumarið hefjist
fertugasta dag maímánaðar og
þá fyrst geti menn hengt upp
kápu sína.
Reuter
IBUAR San Sebastian á Norður-Spáni virða fyrir sér bilageymslu
sem fylltist af aur og vatni í úrhellisrigningu í borginni um helgina.
Sátt um
landa-
mæri
Neptun í Rúmenínu, Reuter.
FÓRSETAR Rúmeníu og Úkraínu
skrifuðu í gær undir sáttmála sem
gæti aukið möguleika Rúmena á
að fá fljótan aðgang að Atlants-
hafsbandalaginu, NATO.
Emil Constantinescu, forseti
Rúmeníu, og Leoníd Kútsma,
Úkraínuforseti, skrifuðu undir
sáttmálann, sem kveður á um
lausn landamæradeilna sem staðið
hafa síðan þýskir nasistar og Sov-
étríkin gerðu með sjér samkomu-
lag fyrir um það bil 60 árum.
Sáttmálinn, sem skrifað var
undir í gær, hefur verið þijú ár í
smíðum. Gert er ráð fyrir að hann
bindi enda á deilur um land sem
Rúmenar urðu af þegar nasistar
og Sovétríkin sömdu, en enn er
ágreiningur um landamæri í
Svartahafi, þar sem báðir telja
vera miklar olíu- og gaslindir. J
Sækja hart
eftir aðild
1
Með því að setja niður landa-
mæradeilur við Úkraínu hafa Rúm-
enar aukið til muna mögleika sína
á aðild að NATO, að því er Const-
antinescu tjáði fréttamönnum í
gær.
Þess er vænst að Pólverjum,
Tékklendingum og Ungvetjum
verði boðin aðild að NATO á ráð-
stefnu í Madríd í næsta mánuði.
Rúmenar og Slóvenar sækja hart
eftir því að þeim verði einnig veitt
aðild.
„Faðir semtexms“ sviptir sig lífi
Fyrirfór sér með
öflugri sprengju
Prag. The Daily Telegraph.
TEKKNESKI sprengjusérfræðing-
urinn Bohumil Sol, sem var kallaður
„faðir semtexins", hefur svipt sig
lífi með heimasmíðaðri sprengju sem
innihélt þetta alræmda sprengiefni.
Sprengjan var svo öflug að tékk-
neska lögreglan var í fyrstu ekki
viss um hversu margir hefðu beðið
bana og það tók hana sólarhring að
finna allar iíkamsleifar Sols. Sex
manns eru enn á sjúkrahúsi eftir að
hafa orðið fyrir sprengingunni, sem
eyðilagði anddyri heilsuhælis í bæn-
um Jesenik. Eftir að hafa rannsakað
líkamsleifarnar telur lögreglan nú
fullvíst að Sol hafi verið sá eini sem
lét lífið í sprengingunni. „Þetta er
öflugasta sprengja sem við höfum
rannsakað," sagði sprengjusérfræð-
ingur tékknesku lögreglunnar.
Sol var 63 ára fyrrverandi starfs-
maðui' Semtin-sprengiefnisverk-
smiðjunnar, sem framleiðir Semtex-
sprengiefni. Þótt hann hafi ekki
fundið sprengiefnið upp, vann hann
við framleiðslu þess í þijá áratugi
og var kallaður „faðir semtexins"
vegna þekkingar sinnar.
Heltekinn af sprengjum
„Hvað sprengiefni varðaði var Sol
„ofursérfræðingur“,“ sagði einn
fyri'verandi starfsbræðra hans.
„Hann var ótrúlegt gáfnaljós en ein-
um of áhugasamur. Þetta var helsta
áhugamál hans og þráhyggja. Um
leið og Saxelfur fraus á veturna var
hann korninn út á ísinn til að
sprengja göt á hann.“
Sol var í meðferð vegna þunglynd-
is í Priessnitz-heilsuhælinu í norður-
hluta Mæris. Hann skildi ekki eftir
sjálfsmorðsbréf en lögreglan telur
að hann hafi valið anddyri heilsuhæl-
isins til að svipta sig lífi vegna
óánægju með forstöðumenn þess.
„Hann átti í deilum við starfsmenn-
ina þai' sem þeir urðu að segja hon-
um að hætta að angra aðra sjúkl-
inga með því að skjóta upp flugeld-
um í tíma og ótíma,“ sagði talsmað-
ur lögreglunnar.
Harðir dómar yfir
Bandidosmeðlimum
Kaupmannahöfn. Morgunblaöiö.
TVEIR meðlimir mótorhjólaklúbbs-
ins Bandidos hafa verið dæmdir í tíu
og ellefu ára fangelsi fyrir drápstil-
raun á Vítisengli á síðasta ári.
Sá sem fékk þyngri dóm var auk
drápstilraunar dæmdur fyrir brot á
vopnalögunum. Vinur þeirra fékk
fjögur ár fyrir að hafa aðstoðað þá.
Dómurinn þykir mjög þungur og er
álitinn skilaboð til annarra um að
dómskerfið taki ómildum höndum á
stríðandi gengjum mótorhjólaklúbb-
anna.
Á þessu ári er reiknað með að hið
opinbera greiði um 450 milljónir ÍSK
vegna sérráðstafana lögreglu í bar-
áttunni við gengin. Sérráðstafanirnar
eru ætíð sýnilegar, þegar réttað er
yfir meðlimum gengjanna, því þá
standa lögreglumenn vopnaðir vél-
bysslim og klæddir skotheldum vest-
um vörð í nágrenni dómshússins.
2-13 júní seljum við silkiblómin og trén
okkar á hreint frábœru verði. Falleg silki-
blómfegra og lífga upp á umhverfið hvaða
tíma árs sem er. Mikið og fjölbreytt úrval.
Komið og gerið góð kaup
Opið : Má til Fi 9-18
Föstudaga 9-19
Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 510 8020