Morgunblaðið - 03.06.1997, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kírkjulistahátíð
1997 lokið
Morgunblaðið/Kristján
ROAR Kvam stjórnanda, einsöngvurunum Þóru Einarsdóttur, Birni Jónssyni og Keith Reed og Pass-
iukórnum var vel fagnað í lok tónleikanna.
Verðugt
lokaverkefni
TÓNLIST
íþróttaskcmma á
Akurcyri
KÓRTÓNLEIKAR
Sköpunin eftir Joseph Haydn, ein-
söngvaran Þóra Einarsdóttir, Björn
Jónsson og Keith Reed. Passíukórinn
á Akureyri og hljómsveit undir stjórn
Roars Kvams. Sunnudagurinn 1. júní
1997.
LOKATÓNLEIKAR Passíukórs-
ins á Akureyri voru haldnir í
íþróttaskemmunni sl. sunnudag.
Kórinn var stofnaður af Roar
Kvam árið 1972 og var tilgangur-
inn með stofnun hans að flytja hin
stóru og þekktu kórverk tónbók-
menntanna en einnig að kynna ný
og óþekkt verk sem sjaldan eða
aldrei eru flutt á íslandi. Ef litið
er yfir starfsferil kórsins er ekki
hægt að segja annað en að tilgang-
inum með stofnun hans hafi verið
náð því að á sl. 25 árum hefur
hann haldið að jafnaði tvenna tón-
leika á ári og efnisval verið bæði
fjölbreytt og litríkt. Kórinn hefur
verið ríkur þáttur í menningarlífi
Akureyringa og víst er að einhver
söknuður grípi bæjarbúa, hins veg-
ar þurfa menn svo sem ekki að
kvíða framtíðinni hvað kórstarf-
semi varðar eins og þeim málum
er nú háttað á Akureyri.
Sköpunin eftir Haydn var verð-
ugt lokaverkefni, metnaðarfullt og
krefjandi. Hér er sögð sagan um
sköpun heimsins á sex dögum og
fund Adams og Evu. Verkið er
einstaklega vel samið og og upp-
byggt, tónlistin er fjölbreytt og
undirstrikar textann á myndrænan
hátt, verkið er frábærlega „orkes-
trerað" og gerir miklar kröfur til
hljómsveitarinnar ekki síður en til
kórs og einsöngvara. Fyrst og
fremst er það þó stjórnandinn sem
þarf að halda öllu saman og fór
Roar Kvam það vel úr hendi. Helst
mátti finna að í upphafi: óöryggi
í forleik og innkomum hljómsveitar
í resitatífum en í heild var flutning-
urinn góður og á köflum glæsileg-
ur. Kórinn stóð sig með mikilli
prýði og þrátt fyrir að hann væri
ekki mjög fjölmennur var hann var
þéttur og kraftmikill og eigi í fullu
tré við hljómsveitina. Hlutverk
erkienglanna sem segja söguna og
Adams og Evu voru í höndum ein-
söngvaranna; Björn Jónsson stóð
sig ágætlega sem Úríel, röddin
hæfði hlutverkinu vel og augljóst
að hér er á ferðinni mjög efnilegur
söngvari. Keith Reed söng hlutverk
Rafaels og Adams á áhrifamikinn
og sannfærandi hátt og var sam-
vinna hans og hljómsveitar oft til
mikillar fyrirmyndar. Þóra Einars-
dóttir söng hlutverk Gabríels og
Evu og í einu orði sagt þá var hún
frábær og bar ekki skugga á hvort
sem varðaði tækni eða túlkun.
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
TONLIST
Ilallgrímsklrkja
KÓRSÖNGUR
Skólakór Kái-sness, Dómkórmn og
einsöngvaramir Jóhanna S. Hall-
dórsdóttir og Magnea Tómasdóttir
fluttu íslensk og erlend kh’kjuverk,
undir stjóm Þómnnar Bjömsdóttur
og Marteins H. Friðrikssonar. Sumiu-
dagurinn l.júni, 1997.
KIRKJULISTAHÁTÍÐINNI
1997 lauk með kórtónleikum, er
hófust með söng Skólakórs Kárs-
ness sem flutti Stabat Mater eftir
Pergolesi. Þetta fallega verk var
mjög vel flutt af Skólakórnum en
einnig komu fram fyrrverandi
söngvarar í kórnum og sungu ein-
söngsþættina og ber þar fyrst að
nefna Magneu Tómasdóttur, sem
er að hefja sinn feril sem söng-
kona, eftir strangt nám erlendis.
Söngur hennar var mjög góður,
borinn uppi af góðri fagmennsku.
Hún söng ein tvo þætti og einnig
dúett með fyrrum söngfélaga, Jó-
hönnu S. Haraldsdóttur, sem lauk
7. stigi nú í vor. Jóhanna hefur
fallega rödd og söng sitt af þokka
og öryggi. Þarna er á ferðinni gott
efni, sem verður spennandi að fylgj-
ast með í framtíðinni. Skólakór
Kársness lauk svo verkinu með
glæsilegum söng sínum, undir
stjórn Þórunnar Björnsdóttur, við
undirleik Marteins H. Friðrikssonar.
Dómkórinn, undir stjórn Marteins,
söng fjögur íslensk kórverk, Ég hef
augu mín til fjallanna, eftir Þorkel
Sigurbjörnsson, Salutatio Mariae,
eftir Jón Nordal, Magnificat, eftir
Mist Þorkelsdóttur og Ave Maria,
eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Dóm-
kórinn var sérlega góður og flutti
t.d. Salutatio Mariae Jóns Nordals
og Ave Mariuna, eftir Hjálmar, sér-
lega fallega.
Skólakór Kársness flutti fimm
erlend kórverk, Lyftu þínum augum
upp, eftir Mendelssohn, sem var
mjög fallega sungið. Sama má segja
um Ave Maris Stella, eftir Grieg og
Ave Maríuna eftir Kodály. Ég er
heimsins ljós, eftir Nystedt, var
ágætlega flutt og einnig Synir Jak-
obs, eftir Pekka Kostiainen. Textinn
er upptalning á sonum Jakobs í tón-
leik, sem nefna mætti „skrækistíl"
, sem var frábærlega vel útfærður
af kórnum. Spyija má hvort höfund-
urinn hafi verið að leita sér herg-
bergisvistar í húsi fáránleikans en
sem betur fer eru í húsi Hans, marg-
ar vistarverur, og þá ekki rétt að
hneykslast, þó tignunin og tilbeiðsl-
an taki á sig hinar undarlegustu
myndir.
Dómkórinn, sem söng betur en
nokkru sinni fyrr, og flutti Jubilate
Deo, eftir Lassus, Ave verum corp-
us, eftir Mozart, Locus iste og
Christus factus est, eftir Bruckner,
Ákall, eftir Wolf og síðast eftirstríðs-
verkið, The Wall is Down, eftir
Nystedt. Öll voru verkin mjög vel
flutt, þó flytja hefði mátt stríðsverk-
ið eftir Nystedt aðeins hraðar og þar
með af meiri ákafa og styrk, þó það
að öðru leyti væri mjög skýrlega
mótað, undir öruggri stjórn Marteins
H. Friðrikssonar.
Þar með lauk Kirkjulistahátíð
1997 og fór vel á því að tengja lok-
in við þann söng er í kirkjunni finnst
og þeirri framtíð sem er í ungum
söngvurum barnakóranna. Það sem
í heild hefur einkennt tónlistarflutn-
ing á þessari Kirkjulistahátíð, er að
sótt er til margvíslegra átta, lögð
áhersla á nýsköpum verka en þar
ber hæst frumflutning orgelkon-
serts, eftir Hjálmar H. Ragnarsson,
og fitjað er upp á tilraunum alls
konar, ásamt því sem tilheyrir söng-
starfi innan sjálfrar kirkjunnar. All-
ur flutningur var mjög góður, enda
sótt til þeirra er fremstir teljast á
sínum sviðum. Þá ber einnig að geta
þess, að aðsókn að tónleikum var
mjög góð, jafnvel þó sólin reyndi að
tæla menn til útivistar, eins og átti
sér stað síðastliðinn sunnudag.
Jón Ásgeirsson
Ógleymanlegur Schubert
FLUTNINGUR Schuils á lokakafla þriðja þáttar G-dúr sónötunn-
ar var hápunktur Schubert-hátíðarinnar segir m.a. í umsögn.
TONLIST
Kirkjuhvoli
PÍ ANÓTÓNLEIKAR
Gerrit Schuil lauk Schubert-tónlist-
arhátíðinni í Garðabæ með þremur
verkum eftir Franz Peter Schubert.
Laugardagurinn 31. maí,1997.
SCHUBERT-hátíðinni í Garðabæ
lauk sl. sunnudag, með því að Gerrit
Schuil flutti þrjú píanóverk eftir
meistara Schubert. Þar með lauk
mjög sérstæðri hátíð og sá sem
hélt henni saman, skipulagslega og
listrænt, var Gerrit Schuil, með því
að leika með íslenskum og erlendum
söngvurum á sjö tónleikum og ljúka
svo hátíðinni með einleikstónleik-
um. Gerrit Schuil er mikill listamað-
ur er kom sérlega skemmtilega
fram í mótun hans á þremur píanó-
verkum meistarans. Fyrsta verkið,
16 þýskir dansar op 33, er sérkenni-
legt samsafn smáverka en þar er
að finna margar iagperlur meistar-
ans. Margt í þeim minnir á Chopin
og ekkert líklegra en að hann hafi
kynnst þessum smáverkum,sem
gefin voru út 1825, þegar hann
dvaldist í Vínarborg 1830-31. Það
mætti svo sem halda því fram, að
þessir dansar Schuberts séu í þeim
stíl, sem var ráðandi á þessum tíma,
undir nafninu þýskir dansar og því
séu tengsl Chopins ekki tiltökumál.
Gerrit Schuil lagði mjög mikla
áherslu á sterkar andstæður í styrk
og mótun, með kraftmiklum og
hrynsterkum leik á móti fínlegum
syngjandi línum og náði á þann
máta að skapa þessum 16 dönsum
sterka heild, svo þeir í raun urðu
meira en röð af smádönsum.
Tvær sónötur voru næstu við-
fangsefni, fyrri í A-molI, sem gefin
var út 1839, sem opus 143 en sam-
kvæmt D merkingum er verkið nr.
784. Sú seinni, í G-dúr, var gefin
út 1827, sem opus 78 og er í D
listanum merkt nr. 894. A-moll
sónatan hefst á dapurlegu stefi og
strax í 9. takti birtist mjög þungbú-
in tónhugmynd, sem hvað snertir
tónblæ gæti hljómað vel í hljóm-
sveitarbúningi. Gerrit Schuil, sem
er lærður hljómsveitarstjóri, náði
einmitt að undirstrika þetta baksvið
verksins, eins og t.d. í ítrekuninni,
þar sem leikið er með snögg styrk-
leikaskipti og tónhugmyndin birtist
í leik með þríólur og jafnan hryn,
eitthvað sem sérlega gæti verið
áhrifamikið í Iitbrigðum hljómsveit-
ar, en var einstaklega áhrifamikið
hjá Gerrit Schuil. Söngurinn er aldr-
ei fjarri í túlkun Gerrits, eins og í
hæga þættinum, þar sem sérkenni-
legar andstæður hugmynda ráða
ríkjum og blómstra í útfærslu aðal-
stefsins, sem leikið er í bassanum
en yfir því sindrar sama stef útfært
í þríólum, tveimur áttundum ofar. Á
eftir þessum ljóðræna þætti sem var
afburða vel leikinn, kom hraður
kafli, ákaflega „orkestral" en söng-
lagið er þá aldrei ijarri og var þessi
„svarthvíti“ þáttur glæsilega fluttur.
G-dúr sónatan er mun viðameira
verk en a-moll sónatan og upphaf
hennar minnir á upphafshljóma
fimmta píanókonsertsins eftir Beet-
hoven, ekki að stefið sé eins, heldur
sú stemmning sem þar ríkir, að
byrja verkið mjög veikt með „me-
diant“ í efstu rödd. Verkið er á
köflum vel samið fyrir píanó, þó
bæði bregði fyrir hljómsveitarrit-
hætti og sönglagaútfærslu, syngj-
andi laglínu með undirleik, sem er
aldrei fjarri í hljóðfæratónsmíðum
Schuberts. Þriðji þátturinn er hinn
frægi menúett, með sínu und-
urfagra tríói og þarna var Gerrit
Schuil upp á sitt besta. Lokakaflinn
er mjög erfiður og þar var leikur
píanistans sérlega glæsilegur. Án
þess að tilgreina eitthvað sérstakt,
var flutningur hans á þessum kafla,
hápunktur Schubert-hátíðarinnar.
Haft er eftir Spaun, vini Schu-
berts, að líklega verði hljóðfæra-
tónlist Schuberts ekki metin til jafns
við sams konar tónlist eftir Haydn,
Mozart og Beethoven en á sviði
sönglagagerðar sé hann óumdeilan-
legur meistari. Víst er að hljóðfæra-
tónlist hans átti erfitt uppdráttar
og enn eru menn að leita fanga í
verkum hans og að finna sér leið
til að túlka verk hans. Gerrit Schu-
il hefur fært okkur íslendingum
þann Schubert, sem við höfum ekki
þekkt sem best, jafnvel þeir sem
töldu sig vera vel heima í söngverk-
um hans og það sem þó er mest
um vert, á þann hátt, að ekki mun
gleymast þeim er á hlýddu.
Jón Ásgeirsson
Tímarit
• ÚT er komið 13. hefti
Málfregna, tímarits Is-
lenskrar málnefndar, en
útgáfa tímaritsins lá niðri í
rúm fjögur ár. Stefnt er að
útgáfu tveggja hefta á ári
eins og áður. Nýr ritstjóri
hefur verið ráðinn, Ari Páll
Kristinsson, forstöðumaður
íslenskrar málstöðvar. í rit-
nefnd sitja sem fyrr formaður
og varaformaður Islenskrar
málnefndar, Kristján Áma-
son prófessor og Gunnlaugur
Ingólfsson orðabókarritstjóri.
Þetta fyrsta hefti Mál-
fregna eftir langt útgáfuhlé
er að mestu helgað nýjum
hátíðisdegi íslenskunnar,
degi íslenskrar tungu, sem
haldinn var hátíðlegur í
fyrsta sinn 16. nóvember
1996. í blaðinu er m.a. að
finna ávarp forseta íslands
á degi íslenskrar tungu og
erindi Björns Bjarnasonar
menntamálaráðherra sem
hann flutti 16. nóvember á
samkomu menntamálaráðu-
neytisins í Listasafni Islands
en þar ræðir ráðherra tilgang
og tilefni sérstaks hátíðis-
dags íslenskrar tungu. Einn-
ig eru í Málfregnum nr. 13
m.a. erindi Kristjáns Árna-
sonar prófessors, Svein-
björns Björnssonar háskóla-
rektors og Friðriks Þórs
Friðrikssonar kvikmynda-
gerðarmanns, frá málrækt-
arþingi Islenskrar málnefnd-
ar um stöðu íslenskrar tungu
16. nóvember sl.