Morgunblaðið - 03.06.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 35
11 FRAKKLANDI
Reuter.
lingsmanna á kosningavöku sósíalista.
ífall
irac
Alain Juppé gengur á fund for-
seta til að segja af sér embætti
í kjölfar kosningaúrslitanna.
Þ'i'N'GKO'SNIS-QAR
í: F'RAKKLÁivD!
ÚRSLIT
Kjör- Þing-
fylgi,% sæti
Vinstri flokkar alls 48,36 319
Sósíalistar CC co cc 245
Kommúnistar 3,7 37
Græningjar 1,6 8
Ýmsir 4,1 29
Hægri flokkar alls 46,04 258
RPR 23,6 140
UDF - . 20,9 109
Ýmsir - 1,4 8
Þjóðarfylkingin 5,6 1
Samtals 100,00 577
V I N S T R I
Og þar með efnahagsaðgerðir Josp-
ins og félaga og afleiðingarnar sem
þær hafa fyrir undirbúning mynt-
bandalagsins.
Dýr loforð
Það verður dýrt að efna loforð
Jospins um aðgerðir í atvinnumálum,
menntamálum og sjúkratryggingum.
Enn er ekki ljóst hvort endurskipulag
skatta og niðurskurður aðstoðar við
fyrirtæki nær að borga brúsann.
Jospin segir að hann geti auðvitað
ekki gert allt strax, það þurfi tíma
til að lækna Frakkland af kröm at-
vinnuleysis og misréttis. Aðrir for-
kólfar vinstrimanna eru stórorðari og
segja mikilvægt að grípa strax til
afgerandi aðgerða, fólk verði að sjá,
á næstu dögum og vikum, að atkvæð-
unum hafi verið vel varið.
Boðað var í kosningabaráttu vinst-
rimanna til tveggja áríðandi funda:
fyrst sérfræðinga sem meta eiga
stöðu efnahagsmála og síðar í sumar
forystu launþegahreyfínga, atvinnu-
lífs og ríkisstjómar til að ræða stytt-
ingu vinnuviku úr 39 stundum í 35,
hækkun lágmarkslauna úr rúmum
6.000 frönkum í 7.000 og fleiri atriði
atvinnumála. Forgangsmálin eru ann-
ars atvinna fyrir alla, menntamál og
rannsóknir. Sjúkratryggingar fylgja
fast á eftir og svo uppstokkun skatta-
mála; lækkun virðisauka á nauðsynja-
vöru og hækkun hátekju- og ijár-
magnstekjuskatts. Áherslur hægri-
flokka voru aðrar; fyrst og fremst
að halda hagvexti með svipaðri stefnu
og lækka tekjuskatt. Vinnuvika og
lágmarkslaun lentu í skugganum.
Breytingar í sjúkratryggingamálum
og málefnum innflytjenda hafa verið
gerðar og þeim átti vitanlega að
halda. Af því verður ekki; lögin kennd
við Juppé, Pasqua og Debré verða
tekin til endurskoðunar. „Þess vegna
er ég ánægður," sagði alsírskur leigu-
bílstjóri við blaðamann í gær, „sósíal-
istar eru ekki í bankastjóraleik, þeir
hugsa um fólk og muna að útlending-
ar eru líka fólk.“
Færri
í stjórn
og fleiri
konur
NÝ RÍKISSTJÓRN verður mynd-
uð í Frakklandi á næstu dögum
undir forsæti Lionels Jospins og
eru þegar hafnar vangaveltar um
hverjir muni skipa helstu ráð-
herraembætti. Jacques Delors,
fyrrum forseti framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, er
talinn koma sterklega til greina
sem utanríkisráðherra en sjálfur
segir hann allt tal um slíkt ein-
ungis vangaveltur.
Dominique Strauss-Kahn, sem
er höfundur áætlunar sósíalista
um 700 þúsund ný störf, er talin
liklegust í embætti fjármálaráð-
herra og Martine Aubry hefur
verið nefnd sem atvinnumálaráð-
herra. Catherine Trautmann,
borgarsljóri Strassborgar, er oft-
ast nefnd sem ráðherra sveit-
arstjórnarmála og Jack Lang sem
mennta- og menningarmálaráð-
herra. Elisabeth Guigou er talin
líklegur félagsmálaráðherra. Þá
eru líkur á að Dominique Voy-
net, leiðtogi græningja, og Ro-
bert Hue, leiðtogi Kommúnista-
flokksins, muni eiga sæti í ríkis-
stjórninni.
Úrslita kosninganna var beðið
með mikilli spennu í kjördæmi
Jean Tiberis, borgarstjóra París-
ar. Tiberi hefur verið mikið í
umræðunni í tengslum við ýmis
hneykslismál en náði þó 53,5%
atkvæða í síðari umferð kosning-
anna. Trautmann, borgarstjóri
Strassborgar, átti einnig í vök
að veijast og vann sæti sitt með
50,1% atkvæða.
Nokkrir af helstu þungavikt-
armönnum hægrimanna féllu
hins vegar af þingi og má nefna
Jacques Toubon, fráfarandi
dómsmálaráðherra, og Jean-
Francois Mancel, aðalritara
flokks nýgaullista, RPR.
Þjóðarfylking Le Pens, sem
hlaut 15% atkvæða í fyrri umferð
kosninganna, mest í Suður-
Frakklandi og Elsass, fékk ein-
ungis einn mann kjörinn, i borg-
inni Toulon.
Konum fjölgar mjög á þingi
og verða alls 62 eða 11% þing-
heims, langflestar úr röðum
vinstrimanna. 35 konur sátu á
síðasta þingi eða 5,7% þing-
manna. Þegar ríkisstjórn Alains
Juppés tók við völdum voru þrett-
án konur í ríkisstjórn en átta
þeirra voru farnar úr embætti
áður en stjórnin fór frá. Jospin
hyggst skipa mun fámennari
stjórn en Juppé og verða ráðherr-
ar líklega ekki fleiri en 15, þar
af væntanlega 5 konur. Jospin
hefur einnig látið í veðri vaka
að hann vilji að ráðherrar sinni
því starfi einvörðungu. Algengt
er að franskir stjórnmálamenn
gegni þingmennsku eða séu borg-
arstjórar samhliða því að vera
ráðherrar.
Samkvæmt skoðanakönnun er
birtist í dagblaðinu Le Monde í
gær nýtur Jacques Chirac stuðn-
ings meirihluta kjósenda þrátt
fyrir hrakfarir hægrimanna um
helgina. 61% aðspurðra sögðust
vilja Chirac áfram í embætti.
Þegar hins vegar var spurt hver
ætti að fara með mest völd í land-
inu nefndu 58% Jospin en 37%
Chirac. Sex af hveijum tíu Frökk-
um telja að sambúð vinstri stjórn-
ar og hægrisinnaðs forseta muni
ekki endast í fimm ár. Nær helm-
ingur aðspurðra, eða 46%, taldi
ólíklegt að kosningarnar myndu
breyta miklu um stöðu mála í
landinu.
Landgræðsluplöntur smitaðar
með örverum sem auka vöxtinn
Morgunblaðið/RAX
HANAN Lea El-Mayas og Sigurður Greipsson sýna mismunandi
vöxt á jafngömlum púrrulauk eftir því hvort svepprót hefur verið
notuð eða ekki. Laukurinn í pottinum sem Hanan er með var smitað-
ur með jarðvegsbakteríum en ekki púrrulaukurinn í hinum pottinum.
Sjálfbær gróð-
urframvinda
Vísindamenn hjá Landgræðslunni láta sér
ekki nægja að skoða þann hluta jurtanna sem
vex upp úr jörðinni. Þeir þróa aðferðir við
að framleiða örverur sem gera plöntum kleift
að vaxa hraðar og spjara sig án tilbúins áburð-
ar. Helgi Bjarnason kynnti sér starfíð.
EG KYNNTIST vandamálum
gróðureyðingar í uppvexti
mínum þegar ég vann hjá
Landgræðslunni á sumrin.
Mér þótti þetta heillandi svið, mennt-
aði mig til að geta tekist á við vanda-
málin og tókst að fá starf við það,“
segir Sigurður Greipsson líffræðingur
hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti.
Hann er alinn upp í Haukadal í Bisk-
upstungum þar sem faðir hans, Greip-
ur Sigurðsson, var landgræðsluvörð-
ur. Sigurður, sem er með doktors-
gráðu í vistfræði, og kona hans, Han-
an Lea El-Mayas, sem er með dokt-
orsgráðu í líffræði, vinna að athyglis-
verðum rannsókna- og þróunarverk-
efnum hjá Landgræðslunni.
Lúpínufræin smituð
Þessi árin beinist athygli þeirra að
því að gera landgræðsluplönturnar
sjálfbærar, þannig að hægt verði að
draga úr notkun tilbúins áburðar.
Ekki þarf að hafa mörg orð um það
hvað það hefði mikla þýðingu fyrir
landgræðslustarfið ef hægt er að
draga úr kostnaðinum við áburðar-
gjöf, auk þess sem meiri líkur eru á
skjótari árangri í uppgræðslustarfinu.
„Mikilvægt er að koma af stað sjálf-
bærri gróðurframvindu. Það gerum
við til dæmis með því að sá lúpínu
sem bindur köfnunarefni úr loftinu
og færir í jarðveginn og undirbýr
landið fyrir náttúrulegan íslenskan
gróður og víkur svo fyrir honum.
Markmið iandgræðslustarfsins er að
búa til sjálfbær vistkerfi," segir Sig-
urður þegar rætt er við þau hjónin í
rannsóknaraðstöðu þeirra í Gunnars-
holti.
Hanan stjórnar framleiðslu á
Rhizobium-jarðvegsbakteríum sem
mynda hnúð á rótum lúpínu og ann-
arra belgjurta og binda köfnunarefni.
Starfið snýst um að velja bestu stofn-
ana af þessum jarðvegsbakteríum og
framleiða smitefni fyrir lúpínu- og
baunagrasfræ. Þau segja að skortur
á smitefni hafi verið aðalvandamálið
við að nota lúpínu og aðrar belgjurtir
í stórum stíl til landgræðslu. Það
hafi nú verið leyst. Eru nú framleidd
átta tonn af lúpínufræi í fræverkunar-
stöð Landgræðslunnar í Gunnarsholti
og samsvarandi magn af smitefni.
Hanan og Sigurður taka þátt í
nýju alþjóðlegu verkefni sem felst í
því að að þróa aðferðir til að fram-
leiða og nota svepprót til að flýta
uppbyggingu vistkerfa í snauðum
jarðvegi. Svepprótin eykur virkni róta
meigresis, baunagrass og yfirleitt
allra landgræðsluplantna, eykur upp-
töku fosfórs og annarra næringar-
efna, gerir plönturnar þurrkþolnari
og þoinari gagnvart plöntusjúkdóm-
um.
„Þegar verið er að hefja upp-
græðslu á söndum vantar alveg nær-
ingarefni og nauðsynlegar örverur
fyrir rótakerfi plantnanna. Rannsókn-
ir okkar hafa sýnt að með því að sá
melgresi í sandinn og bera árlega á
hann áburð tekur um tíu ár að byggja
upp sjálfbjarga vistkerfi. Ef hægt
væri að smita plönturnar í upphafi,
annað hvort með því að húða fræið
með viðkomandi örverum eða pianta
smituðum bakkaplöntum, tæki þetta
mun styttri tíma og spara mætti háar
fjárhæðir í áburðarkaupum," segir
Sigurður. Hann bætir því við að
svepprótin sé lykilatriði við vistvæna
ræktun þar sem notkun tilbúins
áburðar er takmörkuð.
Prófað í sumar
Hanan og Sigurður eru í evrópsk-
um vinnuhópi sem vinnur að þekking-
arleit á þessu sviði og þau stjórna
undirbúningi alþjóðlegrar ráðstefnu á
vegum hans í Reykjavík í júlí. Ráð-
stefnan fjallar um þróun á smitefnun-
um og hvernig hægt sé að nota þau
í stórum stíl. Hanan og Sigurður segja
afar mikilvægt að taka þátt í þessari
þróunarvinnu enda geti niðurstöðurn-
ar valdið straumhvörfum í land-
græðslu. Framlag þeirra hjóna þykir
mikilvægt vegna þess áð þau hafa
möguieika á að hagnýta þekkinguna
í stórum stíl við uppgræðslu á íslandi.
Svepprótin verður notuð í fyrsta
skipti í stórum stíl hér á landi í sum-
ar. Melgresi og baunagras sem sáð
er í bakka er smitað með þessum
örverum og plantað úti í náttúrunni
í tilraunaskyni.
„Ég vona að hægt verði að fjölda-
framleiða smitefnið og koma því á
markað eftir nokkur ár. Þá getum
við byggt upp vistkerfi á sjálfbærari
og öruggari hátt en nú,“ segir Sigurð-
ur Greipsson.