Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 41
AÐSENDAR GREINAR
Nú gengur þetta ekki
lengur! Viðbótarkvótann
verður að bjóða út til leigu.
NÚ LIGGUR fyrir
tillaga Hafrannsókn-
arstofnunar um
32.000 tonna aukn-
ingu veiði úr þorsk-
stofninum og 15.000
tonna aukningu veiði
úr rækjustofninum.
Umsvifalaust hækka
hlutabréf í hlutafé-
lögum, sem eiga
mikinn kvóta. Fyrir-
hugaðar gjafaúthlut-
anir kvóta eru þann-
ig farnar að fita
hlutabréfaeigendur.
Dæmi um slíkt til-
efnislaust eldi kvóta-
eigenda eru fleiri.
Ritari þessarar greinar hefur
fregnir af kvótaeiganda, sem sann-
arlega hefur þá iðju að aðalstarfi.
Hann á einhver 200 tonn af
þorskkvóta, en hefur ekki gert út
árum saman, heldur leigir kvótann
árlega. Af því hefur hann 15-19
milljónir króna í tekjur á ári. Til
að komast fram hjá reglum um,
að ekki megi leigja kvóta af skipi
nema tvö ár án þess að missa hann,
selur hann skipið og kaupir nýtt
eftir tvö ár og færir kvótann milli
skipa. Síðan heldur hann áfram
iðju sinni og lifir æðigóðu lífi við
það eitt að aka í jeppanum sínum.
Endurgjaldslaus úthlutun við-
bótarþorskkvóta núna, mundi bæta
svo sem þremur milljónum króna
við árlegar tekjur þessa sægreifa.
Þetta gengur ekki. Að láta þessa
viðbótarúthlutun þorsk- og rækju-
kvóta bæta hundruðum milljóna
króna við eignir fyrirtækja eins og
ÚA, Samheija, Þormóðs ramma,
Skagstrendings hf. eða Síldar-
vinnslunnar nær engri átt. Lands-
lýðurinn sættir sig ekkert við, að
eigendur þessara fyrirtækja séu
fitaðir með úthlutun endurgjalds-
lauss kvóta á sama tíma sem al-
menningur, - eigandi kvótans að
nafninu til skv. lögum, fær ekkert
í sinn hlut.
Fyrir liggur í skoð-
anakönnun, að 75%
þjóðarinnar telur þetta
óverjandi. Engu að
síður hefur þetta fram
til þessa verið stefna
ríkisstjórnarinnar og
sýnir óneitanlega mik-
inn pólitískan kjark, -
að ekki sé sagt algera
fyrirlitningu á viðhorf-
um almennings. Allt,
sem hér hefur verið
rakið eru staðreyndir.
Þá er komið að skoðun
á málinu.
í þessari stöðu er
ekki nema ein ásætt-
anleg lausn. Viðbótar
þorsk- og rækjukvótann verður að
bjóða út til sölu á markaði. Eig-
andi auðlindarinnar, - almenning-
ur í landinu, fengi þannig markaðs-
verð fyrir eign sína og þeir, sem
kaupa vildu greiddu það verð, sem
þeir eru tilbúnir til. Hlutabréfaeig-
endur í sjávarútvegi mundu ekki
fitna að tilefnislausu og heldur
ekki sæaðallinn að öðru leyti.
Eðlilegt framhald væri síðan að
endurgjaldslaus kvóti yrði skertur
um fimmtung eða svo á ári og sá
hluti boðinn út til sölu til eins til
fimm ára hveiju sinni. Að fimm
árum liðnum væri auðlindin aftur
komin í hendur eiganda síns, sem
þá nyti arðs af henni eftir því sem
markaðurinn væri tilbúinn til að
greiða fyrir þau afnot. Sú ríkis-
stjórn, sem ekki notar það tæki-
færi, sem nú er til að markaðs-
væða afnot af auðlindinni er í and-
stöðu við 75% þjóðarinnar. Hún
býr til jarðveg fyrir uppreisn.
Sú spurning vaknar, hvort nú
sé ekki kominn tími til, að þessi
75% þjóðarinnar, sem ekki sætta
sig við frekari milijarðagjafir til
sæaðalsins, láti stjórnarflokkana
frétta, að þau kunna ekki að meta,
hvernig málefnum ríkisins er að
þessu leyti stjórnað þvert ofan í
yfirgnæfandi meirihluta þjóðar-
Siðlausar gjafir til sæ-
aðalsins eru óverjandi,
segir Jón Signrðsson,
en á sama tíma eru
mörg mikilvæg svið
samfélagsins svelt.
innar. Væri ekki tilvalið, að þessi
stóri meirihluti léti þingmenn og
ráðherra stjórnarflokkanna nú
duglega heyra hug sinn með sím-
tölum, bréfum, símbréfum og við-
tölum við masrásir útvarpsstöðv-
anna og svo með skrifum í blöðin.
Skilaboðin væru einföld: Þetta
gengur ekki lengur! Viðbótarkvót-
ann í þorski og rækju á að selja
á leigu á uppboði t.d. til lækkunar
ríkisskuldanna. Siðlausar gjafir til
sæaðalsins eru óveijandi á sama
tíma og mörg mikilvæg svið sam-
félagsins eru svelt. Afleiðingin
yrði hagstæð fyrir núverandi leig-
uliða sæaðalsins, því að kvótaverð
mundi stórlækka. Allir myndu
hagnast nema sæaðallinn og hann
hefur þegar fengið nógar gjafir.
Næsta skref verður svo að heimta
þær aftur.
Geri almenningur í landinu, einn
og einn eða í hópum, ekkert í þessu
máli, geta menn sjálfum sér um
kennt, að stjórnendur landsins
skuli komast upp með að gefa út-
völdum þau verðmæti, sem al-
menningur á. Alvörulýðræði verð-
ur þvi aðeins virkt, að almenningur
láti með friðsamlegum hætti vita
hvað hann vill.
Höfuðatriðið er, að hér er á ferð-
inni málefni, sem varðar okkur
hvert og eitt og við eigum öll að
láta vita af okkur. Þá gætu stjórn-
endur landsins fundið, að það er
farið að hitna undir þeim.
Höfundur er framkvæmdastjóri
iðnfyrirtækis.
Jón Sigurðsson.
Þráðlaus Telia Handy
heímilissími á frábœru verði.
Léttur o
þœgilegur
10 númera skammvalsminni
72 klst. rafhlaða í biðstöðu
innbyggt loftnet
Endurval
ÞOSVURQesNMMMÞ
Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800
http://www.simi.is/simabunadur/simabunadur/
Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 • Þjónustumiðstöðin í Kirkjustræti, sími 800 7000
og á póst- og símstöðvum um land allt.
- kjarni málsins!
Viltu komast lengra?
Nissan Patrol
draumur allra alvöru jeppamanna.
Gerió verósamanburó.
Komió og reynsluakió
Breyttur sýningarbíll á staónum.