Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNI1997 47 SIGURÐUR SNÆVAR HÁKONARSON + Sigurður Snæv- ar Hákonarson fæddist á Seyðis- firði 13. nóvember 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 27. maí síðast- iiðinn. Foreldrar iians voru Jón Há- kon Sigurðsson frá Seyðisfirði, f. 17. júní 1905, d. 11. jan- úar 1987, og Sigur- björg Sigurbjörnsd. frá Ekkjufelli, Norður-Múlasýslu, f. 1. apríl 1905, d. 24. júní 1970. Sig- urður átti eina systur Sigfrid f. 30. desember 1930. Hún er gift Guðmundi Jónssyni f. 11. mars 1929. Börn þeirra eru: Sigur- björg, Sigurður Helgi og Hákon Þröstur. Sigurður var í sambúð með Ragnheiði Magnúsdóttur, f. 22. desember 1930, d. 4. september 1993. Þau eignuðust tvíbura, Jens og Otto, f. 11. apríl 1954. Þau voru í sambúð í um þrjú ár. Jens er málarameistari, bú- settur í Reykjavík, Otto er múrarameistari og er búsettur í Svíþjóð. Barnabörn Sigurðar eru orðin fimm. Sigurður fluttist til Reykja- víkur að loknu fullnaðarprófi og hóf þá störf og nám hjá föð- urbróður sínum, Jens Sigurðs- syni og Otto A. Michelsen skrift- vélavirkjameisturum og lauk sveinsprófi árið 1954, meistara- réttindi fékk hann árið 1957. Árið 1983 var starfs- heitið skriftvéla- virki lagt niður og fenga þeir sem það starfsheiti báru starfsheitið raf- eindavirki. Sigurður varð rafeindavirkja- meistari 26. júlí 1983. Árið 1952 fór Sig- urður í námsferð til Bandaríkjanna til að kynna sér Marc- hant, Friden og Monroe reiknivélar. Sigurður vann óslitið hjá þeim Jens og Otto þar til Jens féll frá en Otto rak fyrirtækið áfram og vann þá Sigurður þar áfram þar til hann stofnaði sitt eigið fyrir- tæki ásamt Erni Jónssyni sem hlaut nafnið Skrifvélin árið 1958. Þar starfaði Sigurður þar til hann réðst til Pósts og síma 9. nóvember 1959 á Ritsíma- verkstæðið. Hann var skipaður iðnaðarmaður 1. janúar 1960, símaverkstjóri 1. mars 1966, símvirkjameistari 1. mars 1985 og tæknifulltrúi 1. september 1986. Sigurður fór til London árið 1972 til að kynna sér Oli- vetti-fjarrita. Vegna breytinga á skipulagi Póst- og símamála- stofnunar var Sigurður fluttur á birgðavörslu Pósts og síma 1. nóvember 1991 og gegndi því starfi þar til hann lést. Utför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við Sigurður kynntumst 1952 þegar ég vann aukavinnu á verk- stæði Ottos A. Michelsen á kvöldin, þá var hann starfandi þar og naut ég tilsagnar hans í viðgerðum á skrifstofuvélum og búnaði og hefur sú tilsögn reynst mér happadijúg í starfi mínu. Ég hóf störf hjá Póst- og símamálastofnun snemma árs 1952 og starfaði þar óslitið til nóv- emberloka 1996. Árið 1963 var ég settur verkstjóri á Ritsímaverkstæðinu og varð þá yfirmaður Sigurðar, var hann góður og samviskusamur starfsmaður og hafði hag stofnunarinnar að leiðar- ljósi. Sigurður var einn af okkar bestu tæknimönnúm og kunni þá list að gera við hlutina þó varahluti skorti, það var ekki öllum lagið og tíðkast ekki nú til dags. Sigurður var ljúfmenni þrátt fyrir oft hrjúfa framkomu og stórkarlalæti. Hann var mjög greiðvikinn og gerði mörg- um manninum greiða án þess að ætlast til umbunar. Hann var ekki skaplaus maður, en kunni að temja sjálfan sig. Þeir eru orðnir margir rafeindavirkjarnir sem hafa notið leiðsagnar Sigurðar á lífsleiðinni og veit ég ekki til að þar hafi margir skuggar fallið á. Það lýsir best innra manni Sigurð- ar hversu vel hann hugsaði um for- eldra sína meðan þeir voru enn á lífi og hversu náin kynni hafa tekist með þeim Jóhanni Jóhannessyni sem hefur starfað á Ritsímaverkstæðinu en Jóhann er fatlaður og hefur Sig- urður hert hann upp í sjálfstæði sínu og verið honum góður félagi og traustur vinur. Það verður að geta mesta áhuga- máls Sigurðar en það var laxveiði, ég minnist góðra stunda með Sig- urði og Jóhanni á bökkum Urriðaár á Mýrum, Grímsár, Stóm-Laxár, Elliðaánna og fleiri staða. Þar var oft glatt á hjalla og margt brallað. Það er erfitt að minnast góðs drengs það er af svo mörgu að taka. Sigurð- ur kom til dyranna eins og hann var klæddur, hann var trúr sinni köllun en virti um leið skoðanir annarra á mönnum og málefnum. Líf Sigurðar var ekki tómur dans á rósum, hann bar veikindi sín með karlmennsku og ró, enda ekki sú manngerð sem bar tilfinningar sínar á torg. Við sem nutum þeirra forréttinda að starfa með honum erum auðugri af þeirri reynslu. Það er mikil eftirsjá í góðum dreng eins og Sigurði og ég minnist með þakklæti vináttu okkar og samstarfs og ég veit að ég mæli fyrir munn annarra samstarfsmanna hans. Það er huggun í harmi fyrir eftirlif- andi systur, syni, bamabörn og aðra eftirlifandi ættingja að eiga jafnljúfar og góðar minningar og eru eftir Sig- urð. Þær verða bestu eftirmælin um hann. Ég bið algóðan guð að styrkja eftirlifandi ástvini Sigurðar í harmi þeirra. Blessuð sé minning hans. Baldvin Jóhannesson. Mig langar að minnast Sigurðar Hákonarsonar með örfáum orðum. Ég var svo lánsamur að eiga hann að vini. Leiðir okkar hafa legið sam- an í mörg ár. Ég kynntist Sigurði fyrst sem unglingur í gegnum syni hans Jens og Ottó. Á heimilinu var mér vel tekið og varð strax hlýtt til Sigurðar. Sími 562 0200 fiiiiimiir MINNINGAR Sigurður var rólegur maður og þægilegur í viðmóti og hafði skemmtilega kímnigáfu og jafnan léttur í lund og varð honum tíðrætt um þá þætti tilverunnar sem honum þóttu skemmtilegir eða spaugilegir, svo það var eftirsóknarvert að vera í hans félagsskap. Enda hef ég átt margar góðar stundir með Sigurði bæði á heimili hans og við veiðiskap í hinum ýmsu ám en við vorum veiði- félagar árum saman. Það var gaman að koma við á Bergþórugötunni og spjalla um heima og geima. Það var vel tekið á móti öllum, ungum sem gömlum, og fannst Kristjáni, litlum syni mínum, sérstaklega gaman að heimsækja Sigga veiðimann, eins og hann kallaði hann, enda var Sigurð- ur einstaklega barngóður. Sigurður vel vel gefinn maður og vel að sér um ýmsa hiuti og hafði áhuga á mörgu. En eitt var það þó sem átti hug hans allan og það var stanga- veiðin, hún var hans aðaláhugamál. Á því sviði var hann minn lærimeist- ari og hafði þar af miklu að miðla og deildum við oftast stöng við veið- ar í hinum ýmsu ám. Sigurður var kappsamur og laginn laxveiðimaður og gladdist hjartanlega yfir góðum feng. Hann hlakkaði allan veturinn til veiðitímabilsins á sumrin og not- aði hann til að undirbúa allt af kost- gæfni, yfirfór veiðidót og endurnýj- aði, og ekki bara fyrir sjálfan sig heldur mig líka. Við veiddum í hinum ýmsu ám, en „toppferðin" á hveiju ári var farin í Hrútafjarðará. í veiði- ferðum var hann allra manna glað- astur. Nú verða ekki fleiri slíkar ferðir farnar. En þeir sem voru svo heppnir að njóta góðra stunda með honum munu ylja sér við minning- arnar um þær. Sigurður var laginn við allt hand- verk og hafði gott verksvit. Hann starfaði sem rafeindavirkjameistari hjá Pósti og síma og var búinn að starfa þar í áratugi. Sigurður var myndarlegur maður, höfðinglegur á velli. Einhvern veginn kom það mér í opna skjöldu þegar hann veiktist svo skyndilega og Ijóst var hvert stefndi. Hann tók veikind- um sínum af æðruleysi. Sigurður var traustur maður og áreiðanlegur, átti það til stöku sinn- um að setja upp grímu og má vera að þeim, sem ekki þekktu Sigurð, hafi fundist hann hijúfur við fyrstu kynni en þeir sem kynntust honum voru fljótir að komast að raun um að maðurinn var einkar ljúfur í um- gengni og skapgóður og illa tókst honum að fela hversu hjartahlýr hann var og ávallt tilbúinn að rétta hjálpar- hönd og þeir voru ýmsir sem nutu þess hve greiðvikinn og hjálpsamur hann var. Gæti hann fært eitthvað til betri vegar það sem úrskeiðis hafði farið hjá hans fólki, gerði hann allt sem hann gat og hugsaði ekki um eigin hag. Það er með miklum söknuði að ég kveð þennan heiðursmann sem bjó yfir miklum mannkostum. Hann er farinn alltof fljótt. Ég hefði svo gjarnan viljað eiga hann lengur að. Eg sakna vinar í stað. Við Hanna og synir okkar vcttum sonum Sigurðar, Jens og Ottó og fjöl- skyldu Sigurðar alla samúð okkar. Þórir Georgsson. Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreylingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA MAGNÚSDÓTTIR, Suðurgötu 17, Sandgerði, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 30. maí. Jarðsett verður frá Hvalsneskirkju laugar- daginn 7. júní kl. 14.00. Guðni M. Sigurðsson, Björn Z. Sigurðsson, Sigríður Bragadóttir, Lilja Bragadóttir, Guðjón Bragason, barnabörn og Sigríður Sigurjónsdóttir, Bente Niisen, Birthe Sigurðsson, Halldór Georgsson, Hólmþór Morgan, Elín Ólafsdóttir, barnabarnaböm. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUNNAR ÓLASON umsjónarmaður eldvarna, Gautalandi 15, Reykjavík, sem lést miðvikdaginn 28. maí, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 4. júnf kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið eða önnur líknarfélög. Guðrún Sigríður Sverrisdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Ragnar Þórisson, Hrafnhildur Lára, Ellen og Guðrún Edda Ragnarsdætur. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, BJÖRGVINS PÁLSSONAR verkstjóra frá Hvoli, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðmunda Björgvinsdóttir, Sigurður Þ. Auðunsson, Þórey Björgvinsdóttir, Ólafur Pálsson, Óskar Björgvinsson, Steina Fríðsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR HANNESSON pípulagningameistari, Jöldugróf 16, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 3. júnf, kl. 13.30. Hilmar Gestsson, Hanna Kristinsdóttir, Gyða Gestsdóttir, Ingibjörg Axelsdóttir, Viðar Gestsson, Halldóra Karlsdóttir, Erla Gestsdóttir, Skarphéðinn Njálsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför SVEINS EIRÍKSSONAR. Sérstakar þakkir til Málarafélags Reykjavfkur og lækna og hjúkrunarfólks á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Thea Þórðardóttir, Gunnar Sveinsson, Katrín Baldvinsdóttir, Erik Sveinsson, Þórir Sveinsson, Jónína Hjaltadóttir, Birgir A. Sveinsson, Karin Larsen og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.