Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 64

Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 64
'64 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP STEPHEN Baldwin og Jennifer Aniston leika saman í næstu mynd Nicholas Hytner „The Object of My Affection“. Hún segir frá manni sem á erfitt með að sætta sig við það þegar kærasta hans hrífst af homma. Aðrir leikarar eru Paul Rudd, Alan Alda, Tim Daly, og Nigel Hawthorne. Julia Ormond hefur gert samn- ing við Fox Searchiight um að framleiða, leikstýra, og skrifa _ handrit. Fyrsta verkefni hennar er „Saving St. Germ“ um mömmu sem trúir því ekki að sonur sinn sé andlega vanheill. Nick Nolte hefur sýnt áhuga á að leika í stríðsmynd Terence Malik „The Thin Red Line“. Í heistu hlutverkum eru George Clooney, Sean Penn, og Woody Harrelson. Max von Sydow ætlar að leika á móti Robin Williams, Cuba Gooding jr., og Annabella Sci- orra í „What Dreams May Come“. Williams leikur mann sem eltir konu sína til undirheima eftir að hún deyr. Söguþráðurinn minnir óneitanlega á grísku goðsögnina ' um Orfeif og Evrídík. Lynn Redgrave og Ian McKelllen leika í „Father of Frankenstein“. Myndin er byggð á skáldsögu Cristopher Bram og ij'allar um kvikmyndaleikstjórann James Whale en hann leikstýrði fyrstu Frankenstein myndunum. Astralski leikstjórinn Geoffrey Wright hefur fengið Antonio Banderas til þess að leika í „The Sparrow“. Hún er byggð á skáld- sögu Mary Doria Russell um Jesú- ítaprest sem er sendur af Vatíkan- inu út í geim til að hafa samband við geimverur. Gwyneth Paltrow verður í „The Runaway Jury“. Joel Schumacher ætlar að leikstýra og hugsanlega leika Edward Norton og Sean Connery einnig í myndinni sem er byggð á enn einni spennu- sögunni frá John Grisham James Woods og Sheryl Lee ætla að leika í „Vampires“. Umfjöllun- arefnið er að sjálfsögðu vampírur og leikstýrir John Carpenter spennuhryllingnum. JENNIFER Aniston leikur aðalhlutverkið í „The Object of My Affection“ sem Nicholas Hytner leikstýrir. Framsýningum frestað FJÖLMIÐLAR í Bandaríkjunum hafa skemmt sér að undanförnu ^með hrakspám fyrir nýjustu mynd James Camerons „Titanic" og er vinsælt að líkja vinsældarmögu- leikum hennar við sökkvandi skip. Kostnaðurinn við gerð „Titanic" er kominn upp í 250 milljónir doll- ara, nýtt kostnaðarmet, og enn er hún í vinnslu. Til stóð að frumsýna stórslysa- myndina í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí, en nú hafa stjórnendur Paramount, sem framleiðir myndina í samvinnu við 20th Century Fox, gefið út frétta- tilkynningu þar sem sagt er að „Titanic“ verði frumsýnd fyrir jól- in. Líklegur frumsýningardagur er 19. desember. Það eru fleiri myndir en „Tit- LEONARDO DiCaprio og Kate Winslet fara með aðal- hlutverkin í „Titanic". Losnaðu víð frtuna úr fæðunnlf Fat Binder er 100% náttúrulegt fæðubótarefni sem binst við fitu í meltingarveginum og hindrar að likaminn nýti sér hana. Fitan sem þannig er bundin skilst út úr líkamanum en meltist ekki og þú grennist. Faest í ollisEn bctri apótekitm. PHARMANUTRIENTS- ÞREKRAUN EHF. FELLSMÚLA 24, SÍMI: 553 0000 anic“ sem verða frumsýndar seinna en áætlað var. Margt bend- ir til þess að „Copland" með Sylv- ester Stallone komi ekki á mark- aðinn fyrr enn í haust en það átti að frumsýna hana í Banda- ríkjunum 1. ágúst. Upphaflega stóð til að sýna „Copland“, sem er önnur leikstjórnartilraun James Mangold, á Cannes-kvik- myndahátíðinni í maí en ekkert varð úr því. Að sögn var myndin tekin úr umferð eftir að kvikmyndaáhorf- endur á tilraunasýningu lýstu því yfir að myndin væri leiðinleg. Þá ákváðu framleiðendur myndarinn- ar, Miramax, að fara með „Copland“ aftur í klippingu og taka upp viðbótarefni. Eitt vandamál varðandi endur- tökur er vaxtarlag aðalleikarans Stallones. Hann þyngdi sig um tuttugu kíló fyrir upptökur en hef- ur nú losað sig við þau aftur. Kannski förðunarmeistararnir sem sáu um útlit Eddie Murphy fyrir „The Nutty Professor" geti hjálpað til. Eigum hljóðkúta og pústkerfi í flestar gerðir bifreiða. Tveggja ára ábyrgð á heilum kerfum. ísetning á staðnum. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar i síma 588 2550 BílavörubúÖin FJÖÐRIN / fararbroddi SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK Sl'MI 588 2550 BIOIN I BORGINIMI Sæbjöm Valdimarsson / Amaldur Indriðason / Anna Sveinbjamardóttir BÍÓBORGIN Visnaðu *'A Ein af slakari bókum Kings fær ámóta meðhöndlun hjá B-mynda- smið. Einhæf og óspennandi. Donnie Brasco * * * Johnny Depp og A1 Pacino eru stór- fenglegir í vel gerðri mafíumynd sem skortir einmitt fátt annað en mikilleik. Fín skemmtun. Lesið í snjóinn * *'A Kvikmynd Billie August fer vel af stað, andrúmsoftið er ógnvekjandi og útlitið drungalega fallegt. Því miður dregur afleitur leikur flestra leikaranna og heimskuleg þróun sögunnar, myndina niður stuðull SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Absolute Power * * Blóðugt valdatafl á milli innbrots- þjófs í vondum málum (Eastwood) og forseta Bandaríkjanna (Hack- man) er því miður alltof ótrúverðugt og álappalegt. Fyrir forfallna Eastwoodaðdáendur. Anaconda * * * Skemmtilegur frumskógatryllir þar sem áhöld eru um hvor er meiri anaconda Voigt eða slangan. Scream * * Unglingahryllingsmynd sem reynir að vera frumleg en er frekar tilgerð- arleg. Á þó góða spretti inná milli. Private Parts **'A Sjá Kringlubíó. Tindur Dantes 'A Með eindæmum slöpp hamfara- mynd. Meira að segja tæknibrellurn- ar bregðast í þetta skipti. Michael * * Travolta í essinu sínu sem Mikael erkiengill hér á Jörðu í rómantískri gamanmynd. Donnie Brasco * ** Sjá Bíóborgin HÁSKÓLABÍÓ Absolute Power ** Sjá Sambíóin, Álfabakka. Umsátrið ** Enn ein ástralska gamanmyndin um hina sérkennilegu andfætlinga. Frekar létt í vasa, allt saman. Háðung * *'A Frönsk orðsnillæd í hávegum höfð við hirð Loðvíks undir lok 18. aldar. Oft skemmtilegt oh litríkt bún- ingadrama. Tindur Dantes 'A Sjá Sambíóin, Álfabakka. Kolya *** Töfrandi og hlý mynd sem yljar bíó- gestum um hjartaræturnar KRINGLUBÍÓ Private Parts * *'A Sjálfsæfisaga útvarpsmannsins Howards Sterns sögð á gamansam- an hátt og alvörulausan og mærir viðfangsefnið útí það óendanlega. Beavis og Butthead bomba Bandaríkin *'A Einhæf aulafyndni um kynfæri, kynlíf og líkamsúrgang er vöru- merki MTV flónanna. Afar leiði- gjarnt og lágstemmt hnoð. Veislan mikia * * * Að hætti ítalskrar matargerðar er myndin búin til úr fyrsta flokks hráefni, er metnaðarfull, listræn, rómatísk, ástríðufull, og síðast en ekki síst er eftirbragðið einkar ánægjulegt og skilur eftir góðar minningar. LAUGARÁSBÍÓ Blóð og vín * * Kuldalega gróf ofbeldismyndum ill- gjamt fólk. Þrátt fyrir ágætisleik Jacks Nicholson nær myndin aldrei neinu flugiog drukknar í leiðindum. Treystið mér *** Einn Carrey nægir kvikmyndabrans- anum. Hér fer hann á kostum sem lögfræðingur sem hættir að geta log- ið. Meinfyndin og ærslafengin skemmtun fyrir alla, ekki síst hlunnf- arin fómarlömb lögmannastéttarinn- ar! Crash *** Cronenberg §allar að vanda um hluti sem heilla og vekja ógeð. Crash er á freudískum nótum og tekur fyrir dauðaþrána og bæklað kynlíf. REGNBOGINN Scream ** Sjá Sambíóin Álfabakka Supercop * * * Hong Kong bardagalistarhretjan Jackie Chan skemmtir áhorfendum með teiknimyndaofbeldi og aulahú- mor. Nýtur dyffrar aðstoðar Mic- helle Yeoh í þessari sumarfeoðu sem kemur manni í gott skap. Rómeó og Júlía *** Skemmtilega skrautleg nútímaút- gáfa á sígildu verki Shakespeares. Luhrman er leikstjóri sem vert er að fylgjast með. Englendingurinn ** *'A Epísk ástarsaga. Meistaralega framsrtt og frábærlega leikinmynd um sanna ást. Óskarstykkið í ár ! STJÖRNUBÍÓ Anaconda *** Sjá Sambfóin, Álfabakka. Amy og villigæsirnar * * * Fjölskyldumynd sem er í einu orði yndisleg. Fallega kvikmynduð, ágæt- lega leikin og leikstýrt af næmni af Carroll Ballard. Einnar nætur gaman * *'A Rómantísk gamanmynd sem kemur ’ócart fyrir ágætan leik og fyndið handrit. Undir fölsku flaggi *** Góður samleikur stjarnanna í mynd- inni gera hana að spennudrama frek- ar en spennumynd. Ólíkleg en áhri- farík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.