Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Nýi héraðsstjórinn í Hong Kong flytur fyrstu stefnuræðu sína
Hong Kong verði áfram
„frjálsasta hagkerfi heims“
Hong Kong. Reuter. _________________
Reuter
KÍNVERSKI fáninn dreginn að húni á samkomu 40.000 búddhatrúarmanna í Hong Kong. Á meðal
viðstaddra var nýi héraðssljórinn, Tung Chee-hwa, sem bað fyrir friði og hagsæld í Hong Kong.
TUNG Chee-hwa, nýi héraðsstjór-
inn í Hong Kong, sagði í fyrstu
stefnuræðu sinni í gær að Hong
Kong yrði að halda stöðu sinni sem
„frjálsasta og líflegasta hagkerfi
heims“ eftir valdaskiptin í bresku
nýlendunni fyrrverandi á mánu-
dag.
„Lýðræði er aðalsmerki hinna
nýju tíma í Hong Kong,“ sagði
Tung í ræðu sinni, þar sem hann
fjallaði um nánastöll efnahagslegu
úrlausnarefnin sem bíða hans.
Hann lofaði m.a. að gera ráð-
stafanir til þess að stemma stigu
við fasteignabraski, sem hefur orð-
ið til þess að íbúðir í Hong Kong
eru orðnar svo dýrar að venjulegt
fólk hefur ekki lengur efni á þeim.
Hann lofaði að úthluta lóðum fyrir
að minnsta kosti 85.000 íbúðir á
ári og kvaðst stefna að því að 70%
íbúanna byggju í eigin húsnæði
innan tíu ára.
Tung sagði að stjóm sín myndi
hlaupa undir bagga með fyrirtækj-
um í hátækniiðnaði en margir hag-
fræðingar, sem eru andvígir aukn-
um ríkisafskiptum, hafa lagst gegn
slíkum hugmyndum. Hann hvatti
ennfremur til umbóta í menntamál-
um og tungumálakennslu til að
„sameina krafta austursins og
vestursins".
Áhersla verði lögð
á lýðræði
Nokkrum klukkustundum eftir
valdaskiptin á mánudag samþykkti
nýja löggjafarsamkundan í Hong
Kong lög sem takmarka rétt íbú-
anna til mótmæla og setja skorður
við starfsemi stjórnmálaflokka.
Ennfremur voru felldar úr gildi
lýðræðisumbætur, sem Chris Patt-
en, síðasti landstjóri Breta í Hong
Kong, kom á í andstöðu við stjórn-
völd í Kína.
Dagblaðið South China Moming
Post sagði í forystugrein í gær að
Tung yrði að leggja mesta áherslu
á að koma á því lýðræði sem var
í Hong Kong fyrir valdaskiptin.
Hann þyrfti að halda í það besta,
sem Bretar skildu eftir sig, og tak-
ast á við úrlausnarefni nýrrar ald-
ar. Blaðið benti á að Tung hefði
lofað þingkosningum í maí á næsta
ári og hvatt alla lýðræðisflokkana
til að taka þátt í þeim. Dagblaðið
gaf ennfremur út sérstakt blað um
valdaskiptin, m.a. með stórri mynd
af Jiang Zemin, forseta Kína, og
fyrirheitum hans um að Hong
Kong biði „enn stórkostlegri
tímar“.
Dagblaðið Hong Kong Stand-
ard sagði að valdaskiptin hefðu
gengið mjög greiðlega fyrir sig
og það væri góðs viti. Blaðið bætti
við að íbúar Hong Kong stæðu
frammi fyrir „spennandi og
ögrandi viðfangsefni" þar sem
byggt yrði á hugmyndinni um
„eitt ríki-tvö kerfi“ „í þessari
áskorun felst helsta tækifæri okk-
ar, því þar sem þetta hefur ekki
verið reynt áður getur frumkvæði
okkar, þekking og þor, fengið að
njóta sín til fulls. Okkur ber að
gripa þetta tækifæri með hygg-
indum og þolinmæði.“
Baráttan við krabba-
meinið að tapast?
Vísindamenn spá því að annar hver
Breti af næstu kynslóð muni fá krabba-
mein einhvem tíma á ævinni og aðeins
lítill hluti aukningarinnar skýrist af
hækkuðum meðalaldri.
Skýfall o g
eldingar í
Danmörku
og Svíþjóð
GÍFURLEG úrkoma, þrumur og
eldingar hafa gengið yfir Dan-
mörku og Suður-Svíþjóð og var
veðrið svo slæmt á mánudags-
kvöld að öllu flugi frá Kastrup-
flugvelli var aflýst, auk þess sem
margir ökumenn lentu í miklum
vandræðum.
Var úrhellið og hvassviðrið svo
mikið á skömmum tíma að ekki
var talið óhætt fyrir ökumenn og
gangandi að vera mikið á ferli
sökum vatnselgs, að sögn dönsku
lögreglunnar. Vatn flæddi víða inn
í kjallara, rúður brotnuðu og tré
ultu um koll, m.a. í Tívolí. Þá varð
að kaila til heimavarnarliðið norð-
an Kaupmannahafnar til að að-
stoða lögreglu við að dæla vatni
af vegum.
17.000 eldingar
í Svíþjóð varð að aflýsa knatt-
spyrnuleikjum og mikið annríki var
hjá slökkviliði vegna óvenju
margra bruna, sem raktir voru til
eldinga. Rafmagn fóra víða af og
símasamband rofnaði.
í Danmörku og Suður-Svíþjóð
voru skráðar rúmar 17.000 elding-
ar á hálfum sólarhring, sem er
með því mesta sem gerist á þessum
slóðum.
ANNAR HVER Breti af næstu
kynslóð mun að ölium líkindum fá
krabbamein einhvern tíma á
ævinni, er spá breskra vísinda-
manna sem blaðið The Independ-
ent greinir frá í síðustu viku. Árið
2018 mun Ijöldi krabbameinssjúkl-
inga hafa aukist um 70% í rúmlega
eina milljón. Einungis lítill hluti
þessarar aukningar verður skýrður
með hækkuðum meðalaldri og
hlýtur að staðfesta það sem sumir
læknar hafa lengi haldið fram:
Baráttan við krabbameinið er að
tapast.
Þrátt fyrir þær gífurlegu fjár-
hæðir sem varið hefur verið til
rannsókna á því hvemig beijast
megi gegn krabbameini hefur fjöldi
þeirra, sem sýkst hafa af krabba-
meini undanfarinn aldarfjórðung,
aukist jafnt og þétt. Haldi aukning-
in áfram í sama hlutfalli til ársins
2018 og verið hefur má búast við
að einn af hveijum tveim Bretum
af komandi kynslóð fái krabba-
mein. Hlutfallið nú er einn af hveij-
um þremur.
Svipuð aukning í öðrum
Evrópulöndum
Vísindamenn við Cambridgehá-
skóla sinntu rannsókninni að und-
irlagi Macmillan krabbameinsfé-
lagsins. Af tegundum húðkrabba-
meins eru sortuæxli einungis tekin
með í reikninginn, því aðrar teg-
undir teljast læknanlegar. Segja
vísindamenn að búast megi við
svipaðri aukningu í öðrum Evrópu-
löndum.
Þessar niðurstöður eru sam-
hljóða tölum sem breska hagstofan
birti í fyrra. Var aukningin þá
skýrð með því, að framfarir hafi
orðið í krabbameinsmeðferð og því
lifi sjúklingar lengur, fjölgun til-
fella ákveðinna tegunda krabba-
meins, og hækkuðum meðalaldri.
Þótt vísindarannsóknir hafi skil-
að miklum árangri, sérstaklega í
meðferð krabbameins í börnum,
hefur takmarkaður árangur náðst
í baráttunni við algengustu teg-
undunum, í lungum, bijóstum og
kviðarholi. Hafa læknar sumir líkt
viðhorfi þeirra, er rannsaka
krabbamein, við viðhorf höfuðs-
mannsins í fyrri heimsstyijöld sem
sagði: „Mannfall: gífurlegt. Unnið
land: smávægilegt. Niðurstaða:
beijast áfram.“
Ekkert tillit tekið
til breyttrar hegðunar
Macmillanrannsóknin hefur ver-
ið gagnrýnd á þeim forsendum að
í henni sé ekkert tillit tekið til
árangurs, sem vænta mætti næstu
tvo áratugi í að draga úr reyking-
um, breyta mataræði og að þróa
nýjar forvarnir með bóluefnum og
genameðferð. Diane Stockton, einn
höfunda rannsóknarinnar, viður-
kenndi að ekki væri reiknað með
breytingum sem kynnu að verða á
hegðun næstu tuttugu árin. Hún
sagði að það myndi taka marga
áratugi að draga úr krabbameini
með breytingum á hegðunar-
mynstri. „Vonandi verður útlitið
ekki alveg svona svart eftir 20
ár,“ sagði hún.
Ráðherra
í fangelsi
JEAN-Michel Boucheron, fyrr-
verandi aðstoðarráðherra í
frönsku stjórninni, var í gær
dæmdur í tveggja ára fangelsi,
og til að greiða eina milljón
franka sekt, um 12 milljónir
íslenskra króna, fyrir að þiggja
mútur. Boucheron sneri aftur
til Frakklands fyrir þremur
mánuðum til að svara til saka
en hann hafði þá verið á flótta
undan réttvísinni í sex ár,
lengstum í Suður-Ameríku.
Fegurðar-
drottning
vinsælust
YRÐI efnt til forsetakosninga
í Venesúela nú, myndi Irene
Saez, fyrrverandi ungfrú al-
heimur, vinna glæstan sigur.
Saez er nú
borgarstjóri í
Chacao, ann-
að kjörtíma-
bilið í röð og
þykir hafa
staðið sig vel.
Nýtur hún
45% fylgis
þrátt fyrir að
hún hafi ekki
tilkynnt formlega um framboð
en hún stofnaði fyrir skemmstu
stjórnmálaflokk, sem ber
skammstöfunina Irene. Boðað
hefur verið til forsetakosninga
í lok næsta árs.
Bretar aftur
í UNESCO
BRETAR gengu í gær form-
lega í UNESCO, mennta-, vís-
inda og menningarstofnun
Sameinuðu þjóðanna, að nýju.
Margaret Thatcher, fyrrver-
andi forsætisráðherra Bret-
lands, sagði Breta úr stofnunni
árið 1985, ári eftir að Banda-
ríkjamenn gerðu slíkt hið sama.
Ástæðuna sögðu Bretar vera
slæma stjórnunarhætti, auk
þess sem þeim þótti halla á
Vesturlönd.
Lögleiða
rekstur
vændishúsa
HOLLENSK stjórnvöld hyggj-
ast leyfa rekstur vændishúsa
svo að auðveldara verði að hafa
eftirlit með vændi, að sögn tals-
manna stjórnarinnar. Sagði
dómsmálaráðherra landsins,
Winnie Sorgdrager, vændi
staðreynd, sem þyrfti að taka
á, á raunhæfan hátt. Vændi
er löglegt í Hollandi en ekki
rekstur vændishúsa.
Fallast á frið-
arviðræður
BANDARÍKIN, Suður- og
Norður-Kórea féllust á mánu-
dag á að hefja undirbúningsvið-
ræður með þátttöku Kínveija í
New York í ágúst. Þar verða
lögð drög að friðarviðræðum,
sem eiga að binda formlegan
enda á Kóreustríðið, en því lauk
með vopnahléssamkomulagi
árið 1953. Á fundinum verður
ákveðin dagsetning, staðsetn-
ing, dagskrá og önnur forms-
atriði friðarviðræðnanna.
Bandaríkjamenn og Suður-
Kórea kváðust í gær búa sig
undir löng og ströng fundahöld.