Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 33 unnnandi og hafði næmt auga fyrir því sem fallegt var. Hún elskaði blóm og hafði græna fingur. Eftir að hún eignaðist sitt eigið hemili lagði hún mikla vinnu í garðinn í kringum húsið sitt og gerði hann að sannköll- uðum unaðsreit. Badda systir mín var rólynd að eðlisfari en föst á meiningunni ef því var að skipta. Lítið þurfti til að koma henni til að hlæja og hláturinn var smitandi. Hún var trygglynd og ætt- rækin og unga fólkið í fjölskyldunni hændist að henni. í hugum barnanna minna var hún alltaf uppáhaldsf- rænkan sem gaman var að hafa nálægt sér. Á meðan hún var bam mynduðust náin tengsl á milli okkar systranna og þau héldust alia tíð. Þegar hún var orðin fullorðin snerust hlutverkin við og ég fór að leita ráða hjá litlu systur. Hún varð besta vinkona mín og trúnaðarvinur og ég gat alltaf treyst á aðstoð hennar og stuðning þegar eitthvað bjátaði á. Erfítt verð- ur að fylla upp í tómið sem fráfall hennar skilur eftir sig. Með þessum fáæklegu orðum kveð ég hana systur mína sem var mér svo kær. Eg hugga mig við að ég átti þess kost að vera mikið hjá henni síðustu mánuðina sem hún lifði og fagna því að nú er þjáningum henn- ar lokið. Ég bið algóðan guð að geyma hana í faðmi sínum og styrkja Friðrik og drengina í sorg þeirra. Jóhanna systir. Út um gluggann á sjúkrastofunni, sá ég iðandi mannlíf og umferð ótelj- andi farartækja á sólríkum Jóns- messudegi. Og handan við Miklu- brautina gróandinn. Já, út um allt var tekist á við lífið. Grenilundimir í Öskjuhlíðinni blöstu við, safn bein- vaxinna, kröftugra og fagurgreindra einstaklinga, sem sjáanlega hafði tekist að ná nægri lífsorku úr ís- lenskri mold. En hugurinn dvaldi ekki við þessa sýn heldur styijöldina sem háð var inni á sjúkrastofunni. Við vissum að nú var svo komið að okkar ástkæm vinkonu var orðið ljóst það sem felst í þessum orðum skálds- ins: „Samt vissirðu að dauðinn við dyrnar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt.“ Við vorum þarna í skugganum, dimmum, köldum og skelfílegum. Vanmáttarkenndin kæfði allar hlýjar tilfínningar. Ég bliknaði og varð að líta undan yfír til hlíðarinnar, yfír skógarlundina fagurgrænu sem breiddu blíðusvipmót yfir hrjóstrugt landið og tóku æðrulaust á sig norð- vestan vindinn sem bylgjaði sig inn frá Skeijafirðinum, kaldur en þrótt- lítill, eftir ferðalagið yfir hafíð bláa hafið. Og ég spurði eins og skáldið, enn einu sinni, „Til hvers þetta allt, þegar allt er svo valt?“ Hver láir okkur þótt spurt sé og efast um til- gang alls þessa; þó vitund um bjart- ari lífsvang sé huggun í harmi eru ómar efans í huga og hjarta sárir. En samt var sem hlýir straumar vöknuðu þegar óviðjafnanlegir gef- endur birtu, hlýju og réttra snertinga sinntu Böddu vini okkar á sjúkrabeð- inum. Upp í hugann kom englamynd- in yfir rúminu hennar mömmu, af engli sem leiðir böm yfír hyldýpið. Mikið erum við rík að eiga sanna boðbera kærleika og miskunnar eins og hjúkrunarliðið á deild 11E. Kannski er það rétt sem spekingur- inn Konfúsíus sagði, „Vér höfum ekki enn lært að þekkja lífið, hvem- ig ættum við að þekkja dauðann?" Ég hugleiddi hin mannlegu gildi. Gildi grenilundarins fyrir hijóstruga hlíðina var auðsætt. En hvað er það í íslenskri mold sem færir fram og nærir svo mikla mannlega reisn, sem gerir okkur kleift að vera sjálfstæð þjóð? Reisn hjúkrunarfólksins fól í sér nær óskiljanlega fegurð sem enduspeglaði gleði í baráttunni við sársaukann og mér fannst til veg- ferðar framundan mikil gjöf vera mér gefin að sjá að reisn og virðing vinar á sjúkrabeði var ósvikin. Ólafía þurfti að að stríða við erf- iðan og þreytandi sjúkdóm um ára- bil og harka hennar í þeirri baráttu bar svipmót foreldra og forfeðra. Þessa byrði sína bar hún í hljóði án þess að íþyngja ástvinum og ættingj- um og á lokadegi var reisn hennar sönn. Stefíð hans Tómasar átti vel við mágkonu mína og vin: Þú hafðir fapað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hveijum steini sló Og hvemig sem syrti, i sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Ólafía Bergþóra Guðnadóttir fædd- ist í Keflavík þann 13. febrúar 1946 og þar ólst hún upp og átti sinn vett- vang allt sitt líf. Foreldrar hennar voru Karólína Kristjánsdóttir og Guðni Jónsson vélstjóri og skipstjóri frá Vestmannaeyjum. Þau eru bæði bæði látin. Guðni lést af slysförum langt um aldur. Karólína þurfti að beijast ein áfram með bömin ungu, oft með vindinn í fangið. En ævinlega hafði hún nægar bjargir með hug- rekki sínu og krafti, jafnvel eftir að miskunnarlaus veikindi gerðu hana að fanga sínum. Öm Amarson kvað þetta stef um föður Karólínu, Kristján Sveinsson eða „Stjána bláa“, „Kjörin settu á manninn mark - meitluðu svip og stældu kjark.“ Já, Badda átti ekki langt að sækja kraft sinn og hugrekki. Hún átti tvær systur, þær Jóhönnu og Selmu, sem kvaddi okkur einnig á besta aldri, og tvo bræður, þá Gunnar og Karl Steinar. Systkinin hafa ávallt staðið saman þegar á móti hefur blásið í ólgusjó lífsins. Ólafía Bergþóra hélt ung út í lífs- ins strit og fór eigin leiðir. Eins og margir góðir Keflvíkingar fór hún í fískinn, til að byija með. Hún nam ljósmyndaiðn hjá Heimi Stígssyni ljósmyndara og vann hjá honum um langt skeið. Síðan lá leiðin til ýmissa starfa á Flugstöðinni í Keflavík. En fyrst og síðast var hún móðir, gef- andinn, sem eignaðist þijá myndar- drengi, þá Gylfa Þór, Friðrik og Brynjar. Þeim veitti hún ást og hlýju, og um leið fagurt og snyrtilegt heim- ili sem hún skapaði með eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni. Synimir reyndust móður sinni vel á erfiðum tímum. Dóttir Gylfa, Aldís, auga- steinninn sjálfur, kom frá Svíþjóð og heimsótti ömmu á sjúkrasæng og það var Böddu mikils virði. Til Böddu og Friðriks var gott að koma og þiggja beina. Gestrisni þeirra var við brugðið og úr eldhús- inu þeirra var krásum veitt af miklu yndi. Ólafía bjó yfír listrænni getu til að skapa, hvort sem var í ljós- myndaiðn eða víðtækum hannyrðum og saumaskap. Ólafía tróð sínar eig- in slóðir og bar tilfínningar sínar ekki á torg. Allt sem hún tók sér fyrir hendur bar snyrtimennsku og listrænum hæfileikum hennar vitni. Hún var hreinskilin og setti fram skoðanir sínar af einurð. Já, minningarnar renna fram og munu meðal vina hennar verða varð- veittar í huga og hjarta, minningar um ljúfa unga telpu, unga konu, sigra hennar og ósigra, minningar um vin, brúði og móður í kærleika. Veikindin, sársaukinn og erfíðu fregnimar verða einnig með í minn- ingunni, og það verður hugrekkið og kjarkurinn einnig. Þreytan og nóttin hlutu að sækja að og kveðjustundin óumflýjanleg. Á leið heim til Stykkis- hólms, sótti hugurinn sífellt til baka til ástvinar í sjúkrarúminu á Land- spítalanum. Ög helfregnin kom seinna um nóttina. Ég neitaði að trúa, svo grimm var þessi fregn, þrátt fyrir allt og allt. Nístandi stef- ið úr ljóðinu „Systurlát" eftir Hannes Hafstein kom í huga minn: Við hlustir mér helfregnin lætur höfug og grimm. Hvert stynjandi næturljóð nístir mig i gegn, hver næðandi gjóstur og þetta kalda rep. Ég skil þetta eigi. Ég skil það ennþá eigi. Ég er of langt í burtu til þess ég það skilja megi. Kæri Friðrik, „þó hver sá nam að stilla hæsta strenginn og stóð á sviði einn, - þeim gleymir enginn. Þá nær til jarðar himnaeldsins ylur, ef andinn finnur til, - og hjartað skilur.“ Þessi orð skáldsins eru kveðja mín til þín á þessari erfíðu stund um leið og ég sendi þér, Gylfa Þór, Friðriki yngri, Brynjari og Aldísi mínar innilegustu samúðarkveðjur. Systkinum hennar sendi ég mínar innilegustu kveðjur og þakkir. Megi góður Guð styrkja ykkur öll í sorg ykkar. Guð blessi minningu Ólafíu Berg- þóru Guðnadóttur. Erling Garðar Jónasson. + Karen Björg Óladóttir fædd- ist að Jörva á Borgarfirði eystra 18. ágpúst 1906. Hún lést 24. júní síðast- liðinn á hjúkrunar- heimilinu Eir. For- eldrar hennar voru Elín Jónatansdótt- ir, ættuð og uppalin á Borgarfirði, og Óli Ólafsson frá Firði í Mjóafirði eystra, einn hinna nafnkunnu Fjarð- arsystkina. Elín og Óli bjuggu um árabil á Jörva en fluttust að Haga í Mjóafirði árið 1913, og bjuggu þar til 1927, þau fluttust til tveggja ára dvalar í Gamla skóla í Brekkuþorpi, fóru síðan að Friðheimi í Fjarðardal í Mjóa- firði árið 1929, þar sem þau dvöldust hjá börnum sinum til æviloka. Bræður Karenar voru tveir, báðir látnir nú. Ólafur var elst- ur systkinanna, f. 1902, útvegs- bóndi í Friðheimi, síðar skipa- smiður í Neskaupstað en lést á Hornbrekku í Olafsfirði árið 1991. Yngstur var Einar, f. 1909, lengi stafsmaður við lyfjaverslanir á Seyðisfirði, Keflavík og Reykjavík en lést árið 1967. Hinn 15. desember 1928 gift- ist Karen eftirlifandi manni sín- Þegar hún amma mín hefur kvatt þennan heim kallar hugur minn fram minningar frá uppvaxt- arárum, þegar ég ásamt foreldrum +Hólmfríður P. Ólafsdóttir Kragh fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1913. Hún lést á Víf- ilsstöðum 22. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 1. júlí. Hún Fríða mín, blessunin, er búin að fá hvíldina langþráðu, sagði ég við Þurý þegar ég sá andlátsfregn- ina í Morgunblaðinu sl.miðvikudag. Fríðu Kragh, eins og hún var ávallt kölluð, hafði ég þekkt frá bamæsku. Hún var ein af bestu vinkonum mömmu og heimsóknir því gagnkvæmar, við á Birkimelinn til Hansa og Fríðu og þau til okkar að Kleppjárnsreykjum. Það sem mér er minnisstæðast frá þessum sam- verustundum er það hvað Fríða var alltaf kát og skemmtileg og hlátur- inn hennar smitandi. Eins var með Hans, það var stutt í glettnina hjá honum og í minningunni voru sam- skiptin við þau hjón afar eftirsókn- arverð. í því sambandi koma mér í hug orð pabba sem oft sagði „litlir pottar hafa líka eyru“ og átti það einkar vel við okkur bræður sem þótti skemmtilegt að hlusta á full- orðna fólkið segja frá. Þetta átti ekki síst við þau Hans og Fríðu. Þau höfðu frá svo mörgu skemmti- legu að segja að lítil eyru á litlum pottormum sperrtust og svelgdu í sig frásagnir af mönnum og málefn- um.. Satt að segja held ég að á svona lagað skorti dálitið hjá nú- tímafólki. Meira er um það í dag að krakkarnir sitji einir að tölvu- leikjum eða sjónvarpsglápi á meðan fullorðna fólkið talar saman og þar með rofna enn frekar tengsl á milli kynslóðanna. Fyrir mitt leyti er ég þakklátur fyrir að hafa oft fengið að sperra eyrun þegar „þeir gömlu kváðu“, en í vinahópi foreldra minna um, Magnúsi Tóm- assyni, Ólafssonar frá Firði og voru þau hjónin bræðra- börn. Þau bjuggu í Friðheimi frá 1929 til 1956 er þau brugðu búi og flutt- ust til Reykjavíkur. Þau dvöldust síðast 10 ár í Furugerði 1 en síðasta árið, sem Karen lifði, dvöld- ust þau bæði á Hjúkrunarheimil- inu Eir í Reykjavík. Börn Magnúsar og Karenar voru fimm: 1) Guð- ríður, f. 1.5. 1929, húsmóðir og póstfulltrúi í Reykjavík; 2) Sig- urjón, f. 9.7. 1931, húsasmiður og vélstjóri í Reykjavík; 3) Óli Tómas, f. 28.9. 1940, sjómaður og byggingaverkamaður í Reylqavík, fórst með báti sínum á Breiðafirði 17. ágúst 1982; 4) Gísli, f. 7.10. 1941, mat- reiðslumeistari en starfar nú í fiskvinnslu á Grundarfirði; 5) Elín Sigurbjörg, f. 12.8. 1943, húsmóðir og móttökuritari á Heilsugæslustöðinni í Neskaup- stað. Barnabörnin eru 12, öll upp- komin og gengin til ýmissa starfa í þjóðfélaginu og flest búm að stofna eigið heimili. Utför Karenar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mínum fór í heimsókn til hennar og afa á Njálsgötu og síðar á Lindargötu. Alltaf tók hún manni opnum örmum og ekki var við það voru margir eftirminnilegir einstakl- ingar sem ég tel mig heppinn að hafa fengið að kynnast, þar með talin heiðurshjónin Fríða og Hansi. Eitt einkenndi þau öðru framar, en það var hversu bamgóð þau vom. í því sambandi rifjast upp fyrir mér ferð okkar Odds með þeim til Reykjavíkur einhvem tíma upp úr árinu 1950. Ef ég man rétt var far- arskjótinn Skoda frá Pósti og síma, en þar átti Hans Kragh einstaklega langan og farsælan starfsferil. Ekki þarf að orðlengja að þessi ferð var hreint ævintýri frá upphafi til enda. Við vomm bomir á höndum á Birki- melnum, fómm í Tívolí í Vatnsmýr- ina og var sýnt allt það sem stráka á þessum aldri fýsti að sjá. Ég hugs- aði auðvitað ekkert út í það á þess- um árum, en þarna vomm við bræð- ur auðvitað staðgenglar þeirra barna sem Fríða og Hansi hefðu viljað eignast, en því miður varð það hiutskipti þeirra að verða ekki bama auðið. Fríða var búin að vera veik í lang- an tíma þegar kallið kom. Ég hitti hana á Vífílsstaðaspítala þar sem hún dvaldist síðustu árin og ekki fór á milli mála að hverju stefndi. En kletturinn við hlið hennar var minni góði vinur Kristján Ólafsson sem beinlínis bar hana á höndum sér fársjúka. Það var mikil gæfa fyrir Fríðu að eiga hann Kristján að eftir að Hansi dó. Kristján er einstakur maður, trúr sínum og hjálplegur. Því kynntist ég þegar við störfuðum á sama tíma í Áburð- arverksmiðjunni. Kæri Kristján. Til þín sendi ég sérstakar samúðarkveðjur á þessari stundu. Ég veit að missir þinn er mikill, en við skulum sameiginlega hugga okkur við að kvalastríðinu er lokið. Þessi síðustu ár vom erfið. KAREN ÓLADÓTTIR HOLMFRIÐUR ÓLAFSDÓTTIR KRAGH komandi að fara fyrr en maður hafði gætt sér á kaffi og kökum og spjallað dálitla stund eða spilað, en af því hafði amma mjög gaman og var þá jafnan stutt í dillandi hlátur sem var svo smitandi að ekki var hægt annað en að hlæja með. Ég minnist ömmu minnar fyrst og fremst fyrir þá góðmennsku sem hún sýndi öllum, fyrir þann léttleika sem einkenndi fas hennar alla ævi, fyrir þá ást sem hún gaf mér og öðrum og ekki síst þá ást sem hún sýndi afa mínum allt þar til yfír lauk. Elsku afí minn, ég votta þér mína dýpstu samúð því að ég veit að missir þinn er mikill. Móður minni og systkinum henn- ar votta ég einnig samúð mína svo og öðrum ^aðstanclendum. Óskar Á. Sigurðsson. Elsku amma mín, nú ert þú farin í annan heim þar sem þér mun líða vel og munum við hittast þar síðar. t Veit ég vel að þú munt bíða þar ; með bakkelsi og eitthvað að drekka með, því aldrei kom maður að tómu húsi hjá ykkur afa hvað það varð- aði. Þín verður sárt saknað en afi mun sakna þín einna mest því þú varst hans ær og kýr. Ég minnist ömmu minnar sem heillandi og elskulegrar konu sem vildi allt fyrir alla gera og man ég eftir spjalli sem við áttum saman fyrir nokkrum árum sem ég vil ekki tíunda hér en gerði mér og henni mjög gott. Þá sá ég líka hvað hún gat gefið mörgum af ást sinni og ekki bara mér til handa. Élsku afí minn, ég votta þér mína dýpstu samúð og guð blessi þig- Elskulegum pabba mínum og fjölskyldunni allri sendi ég samúð- arkveðjur. En minningin um hana ömmu mun alltaf lifa. Ingibjörg Gísladóttir. Öðrum aðstandendum sendum við Þurý einnig okkar dýpstu samúðar- kveðjur og þær kveðjur leyfi ég mér einnig að flytja í nafni bræðra minna Odds og Jonna, en hvorugur þeirra á þess kost að fylgja Fríðu síðasta spölinn. Þar er og skarð fyrir skildi þar sem vantar hann Adda bróður minn sem lést á síðasta ári. Á milli hans og Fríðu voru sterk bönd og ófáar samverustundirnar þeirra. Blessuð sé minning Fríðu Kragh. Óli H. Þórðarson. „Bragð er að þá bamið finnur." Við vomm ekki háar í loftinu ég og vinkona mín þegar við tókum upp á því að heimsækja hana Fríðu, vinkonu hennar ömmu og við fórum til hennar ansi oft, alla leið niður í bæ. Það var ekki bara af því að Fríða bjó okkur alltaf veisluborð. Það var af því Fríða var svo góð. Næstum þijátíu ámm síðar lágu leiðir okkar aftur saman þegar ég bjó í sömu blokk og hún á Birkimeln- um. Aftur varð ég heimagangur hjá Fríðu. Það var svo gott að sækja hana heim, af því hún var svo góð. Barnið hafði vitað sem var, að Fríða var gimsteinn. „Gimsteinn sem glóði í mannsorpinu." Fríða, sem aldrei eignaðist börn, var mér sem móðir með sinn hlýja, útbreidda faðm. Svo skilningsrík og umburðarlynd, ung í anda, létt í lund, skemmtileg og greind. En svo góð. Umfram allt svo góð. Og hvað annað skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft en að vera góður og trúa á guð? Hún trúði svo sannarlega á hinn hæsta, svo víst er að hún á vísa vist í himnaríki. Það er þvi huggun í að vita, elsku Kristján minn, að Fríða hefur ekki lengur sinn drösul að draga. Hún hvílir þar sem engin veikindi eru, engin sorg, enginn ótti, engin reiði, engin illska, ekkert böl. „Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður,“ segir í ritningunni. Guð þerri tárin þín, elsku Kristján f minn, og umveiji þig í kærleika sín- um. Þín Aldís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.