Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 38
—38 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + OLAFUR VALGEIR EINARSSON + Ólafur Valgeir Einarsson, sjáv- arútvegsfræðingur, fæddist í Reykjavík 3. júní 1952 og ólst þar upp. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. júní síðastliðinn eft- ir stutta legu. Foreldrar _ hans eru hjónin Ásgerð- ur Olafsdóttir, f. 1933, og Einar Eg- ilsson, f. 1930. Ás- gerður er frá Bæ í Lóni og er af skaft- fellskum ættum, en Einar er frá Norður-Flankastöð- um í Miðneshreppi og er af skaftfellskum og rangæskum ættum. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík 1951 og bjuggu þar til ársins 1971 er þau fluttu með fjölskyldu sína til Kópavogs og hafa þau verið búsett þar síðan. Ólafur var elstur fimm systk- ina, sem öll lifa bróður sinn. Þau eru: Þórunn, f. 1953, Sigurður Egill, f. 1955, Birgir, f. 1956, og Egill, f. 1963. Ólafi varð fjögurra barna auðið. Dótturina Jónu Vaidísi eignaðist hann árið 1974. Móðir hennar er Anna Kristín Hall- dórsdóttir, f. 1952v Fyrri eiginkona Ólafs var Sig- ríður Br. Sigurðardóttir, f. 1951. Saman eignuðust þau dæturnar Ásgerði, f. 1979, og Valgerði, f. 1982. Fyrir átti Sigríð- ur synina Ásgeir, f. 1968, og Róbert, f. 1972. Gekk Ólafur þeim bræðrum í föður- stað. Eftirlifandi eigin- kona Ólafs er Ásdís Einarsdóttir, frá Læk í Leirársveit, f. 1952, sérkennari við Vest- urhlíðarskóla. Saman eignuðust þau soninn Vilþjálm, f. 1988. Son- ur Ásdísar af fyrra hjónabandi og fóstursonur Ólafs er Einar Örn, f. 1978. Ólafur lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar árið 1968 og settist síðan í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1972. Ólafur tók fyrsta árs almennt raungreinanám við University of Aberdeen 1973-74 en árið 1977 fluttist hann til Tromsö í Noregi og hóf þar nám. Árið 1983 lauk hann M.Sc.-gráðu í sjávarútvegs- fræðum frá Universitiet í Tromso. Hann var aðstoðarmaður á Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins og Hafrannsóknastofnun 1972-77. Vann við skipulagsmál í sjávar- útvegi á Hafrannsóknastofnun og var leiðbeinandi við Universitiet i Tromsö 1977-83. Við heimkom- una frá Noregi 1983 gerðist hann fyrsti útibússtjóri _ Hafrann- sóknastofnunar í Ólafsvík og gegndi því starfi til 1988. Á miðju ári 1988 réð Ólafur sig til Þróun- arsamvinnustofnunar íslands og fluttist búferlum til Malawi í Afríku. Þar var hann ráðgjafi í fiskimálum í tæp þrjú ár. Kom hann þá heim og starfaði á Ha- frannsóknastofnun sem sérfræð- ingur og verkefnisstjóri um eins árs skeið. Ólafur réðst aftur til starfa hjá Þróunarsamvinnu- stofnun og flutti öðru sinni til Afríku árið 1992. Starfaði hann síðan sem ráðgjafi í fiskimálum hjá namibísku ríkisstjórninni með aðsetur í Windhoek, höfuð- borg Namibíu. Starfi Ólafs fylgdu mikil ferðalög um SADC ríkin og var hann einmitt stadd- ur í Tanzaníu er hann veiktist hastarlega í maí síðastliðnum. Ólafur var alla tíð mikill áhugamaður um íþróttir og var liðtækur íþróttamaður á sínum yngri árum. Einkum beindi hann kröftum sínum að sund- íþróttinni. Æfði hann sund árum saman og fór nokkrar keppnis- ferðir utan á vegum sundfélags- ins Ægis. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Minningarsjóð Ólafs Valgeirs, sparireikningur 14-601510 í íslandsbanka, Lækj- argötu (0513) en fé úr þeim sjóði mun renna til styrktar bág- stöddum í Namibíu. Útför Ólafs fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Elsku besti pabbi minn. Nú ertu farinn frá mér og ég vil ekki trúa því. Þetta skeði svo snöggt og ég ►.'ar alls ekki tilbúin fyrir þetta. Ég bara beið eftir að taka þig með mér í bíltúr á nýja bílnum mínum. Mér þykir svo sárt að hafa ekki getað kvatt þig almennilega, a.m.k. tekið utan um þig og Iátið þig vita að mér þótti svo vænt um þig eða bara haldið í höndina á þér. Elsku pabbi, það var svo margt sem ég átti eftir að segja þér og ég sakna þín svo sárt. Það eina sem ég hef núna eru myndir og æðislegar minningar. Þegar ég hugsa um þig ertu alltaf brosandi og í góðu skapi. Það var alltaf svo gaman að tala við þig og þú gast alltaf hjálpað manni með allt. Skemmtilegast af öllu var að fara með þér í ferðalög. Þú vissir alltaf allt um alla staði og manni leiddist aldrei, en nú ertu ekki hér lengur til að rifja upp fyrir mér allt það sem ég hef gleymt. En það er eitt fjall sem ég mun aldrei gleyma og það er Eldborg á Mýrum. Elsku pabbi, þótt þú sért farinn og þó þetta sé svona ofboðslega sárt veit ég að þú átt eftir að vera hjá mér og fylgj- ast með mér. Ég sakna þín og ég elska þig. Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma, sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. (T. Guðmundsson.) Þín dóttir, Ásgerður. Elsku pabbi. Það sem mér fannst verst við lát þitt er það að ég gat ekki kvatt þig, ég gat ekki tekið utan um þig og kysst þig og sagt þér hvað mér þætti vænt um þig og mér líður illa útaf því hvað ég var lítið með þér þegar þú varst á íslandi. Nú í dag skil ég hvað mér þykir óendanlega vænt um þig og ég vona að þú leyf- ir Guði að taka þig inn í sitt himna- ríki. Ég mun aldrei gleyma þér, pabbi, því hjá mér er andi þinn og ég vona að börnin mín, barnabörnin mín og barnabarnabörnin mín eigi eftir að líkjast þér í útliti og innri manni. Mundu pabbi, ég mun ávallt elska þig- Mig styrk í stríði nauða æ, styrk þú mig í dauða þitt lífsins.ljósið bjarta þá ljómi í mínu hjarta. (P. Jónsson.) Hvíl þú í friði. Þín dóttir, Valgerður Ólafsdóttir. „Mjög erum trekt tungu að hræra,“ kvað Egill Skalla-Grímsson í harmi sínum. Mér er líkt innan bijósts í dag, þegar ég sest niður að skrifa nokkur orð um vin minn, Ólaf Valgeir Einarsson. Hann minnti um margt á Egil, heljarmenni í flestu og traustur vinur, einn sá besti sem ég hef átt. Við kynntumst fyrir 33 árum í 12 ára bekk í Austurbæjarskóla. Ég var nýr í bekknum, 12 ára D, fyrir- myndarbekk, fluttur þangað af ein- hverri óskiljanlegri heppni úr mun vafasamari bekk. Fyrst ætlaði hann að beija mig fyrir einhveijar gamlar óuppgerðar sakir af fótboltavellin- um, en fannst svo ekki taka því. Ég var lítill en kjaftfor, en hann stærstur og sterkastur, og lét verkin tala. í staðinn urðum við vinir fyrir lífstíð og hefur aldrei borið skugga á. Þótt síðar yrði það svo að langt gæti liðið á milli þess við hittumst, var þráðurinn tekinn upp eins og við hefðum skilið daginn áður. Það má + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, ÁRNI MARGEIRSSON, Miðgarði 1a, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 5. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri, reiknnr. 0305-26-1990. Anna Ingólfsdóttir, Ásthildur Árnadóttir, Erla María Árnadóttir, Una Árnadóttir, Ásthiidur Árnadóttir, Erla María Sveinbjörnsdóttir, Ragnhildur Margeirsdóttir, Ásgeir Margeirsson, Veigar Margeirsson, Hafsteinn B. Hafsteinsson, Sveinbjörg Einarsdóttir, Sigríður R. Jónasdóttir og systkinabörn. + Elskuleg eiginkona mín, BRYNHILDUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 5. júlí kl. 13.30. Magnús Eiríksson. segja að það hafí einkennt ævi Óla að vera þeim minnimáttar hliðhollur ef hann gat. Það var annars sama hvar Óli bar niður, hann gat allt. Hann var alltaf efstur í bekknum og bestur í íþróttum. Um árabil átti hann held ég flest met í sínum ald- ursflokki í hinum ólíku sundgreinum. Ekki hafði hann meira fyrir bolta- íþróttum og hefði komist þar langt, hefði hann viljað, en hann sagði mér stundum að hópíþróttir ættu ekki við sig. Hann vildi fremur synda, þar var hann einn og stóð eða féll á eigin getu og gerðum. Þannig var Ólafur. Vinátta okkar þótti sumum undarleg, hann, dúxinn, stór eins og björn og grófgerður, en allra vin- ur. Ég lítill, nettur og oftast til vand- ræða. En við vorum bræður í andan- um. Þó að okkur stæði hvorki mennta- fólk né ríkidæmi var alltaf ljóst vegna námshæfni Óla að hann ætl- aði að læra eitthvað mikið, en gagn- legt. Að umgangast einhvern jafnm- ikið og við gerðum hefur áhrif á menn. Það má segja að sá staðfasti ásetningur Óla að menntast hafi smitað mig enda átti síðan fyrir okkur báðum að liggja að fara í lang- skólanám, og mitt jafnvel heldur lengra. Átti Ölafur vinur minn ekki minnstan þátt í því. Óli lærði m.a. sjávarútvegsfræði í Noregi. Varð hann síðan m.a. útibústjóri Hafrann- sóknastofnunar í Ólafsvík. Áhugi hans og greind gerðu hann að öflug- um starfsmanni. Síðar átti ég eftir að vinna við Breiðafjörð. Voru mér þá sagðar margar sögur af Óla og mun hann m.a. eiga stóran þátt í að nú er þar nytjað sjávarfang, sem enginn leit við áður. Óli var sífellt að vinna að einhveiju sem komið gæti að gagni. Mat hann veraldlegan auð fyrir sig lítils. Hafði ég oft á orði hvort ekki væri nær fyrir hann að taka að sér eitthvað arðbærara, en hann sagði þá að það kæmi seinna, því það sem nú væri verið að eiga við væri svo spennandi, og gæti orðið hinni eða þessari starf- semi til framdráttar. Óli hóf störf hjá Þróunarsam- vinnustofnun íslands 1988. Fór hann sem starfsmaður hennar til Afríku, fyrst Malawi og síðar Namibíu. Starfaði hann þar að mestu sem hann átti ólifað. Það er nú einu sinni svo að ekki er öllum gefið að starfa á þessu heimssvæði. Mér er til efs að nokkur maður hafi jafn vel pass- að í það starf sem Óli. Vinnuþjark- ur, greindur og gríðarlega áhuga- samur. Ekki síst hvers manns hug- ljúfi. Engan greinarmun gerði hann á innfæddum og öðrum._ Snobb og hroka þekkti hann ekki. Ég og kona mín áttum þess kost að heimsækja hann og konu hans fyrir nokkrum árum og ég var síðan samferða hon- um í hans síðustu för frá Afríku. Var augljóst á viðmóti allra og um- tali um hann að hann var virtur og dáður af þeim sem umgengust hann. Óli elskaði Afríku með öllum hennar kostum og göllum. Hann þreyttist ekki á að lýsa dásemdum þessarar undarlegu álfu, náttúrunni, tækifærunum og ekki síst hinum margbreytilegu íbúum hennar. Ég held að Áfríka hafi elskað hann líka. Innfæddir, sem ég hitti og þekktu hann, töluðu alltaf með virðingu og væntumþykju um „Mr. Einarsson". Mér hefur skilist að ýmsir samstarfs- menn hans, innfæddir, eigi frama sinn honum að þakka. Hann þjálfaði þá til verka og síðan fengu þeir betri stöðu. Starfsfólk hans leit á hann sem föður og kom með flest sín vandamál, stór og smá til úriausnar tii hans eða Ásdísar. M.a. mun hann hafa sent suma til mennta á sinn kostnað. Hefur Ásdís kona hans stofnað sjóð til að halda því áfram og er það í hans anda. Þannig var hann og mun ég ávallt minnast hans er ég heyri góðs manns getið. Ég sakna þín nú þegar, kæri vin- ur. Aldrei framar mun bjarnarfaðm- lag þitt og glaðhlakkalegur hláturinn fagna mér þegar við hittumst. Við munum ekki framar, í þessu lífi, sitja á bökkum Malawivatns, með gin og tonic, og horfa á mánann speglast í vatninu þínu og hlusta á seiðmögn- uð hijóð hinnar svörtu álfu. Ég kveð þig nú hinsta sinni, vinur minn. Kannski hittumst við hinum megin hressir og förum í fótbolta, tökum eina skák eða bara gleðjum oss. „Far vel, bróðir og vinur“. Ásdís mín, megi guð og allar góð- ar vættir styðja þig og styrkja. Þú ert hetja, Vilhjálmur. Jóna Valdís, Valgerður og Ás- gerður, guð veri með ykkur. Ekkert fær því breytt að hann pabbi ykkar var góður maður, sá besti sem ég hef þekkt. Foreldrum, systkinum, Einari Erni og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðbrandur Elling. m m Það var okkur á Hafrannsókna- stofnuninni þungbær raun að heyra af fráfalli okkar góða vinar og starfsfélaga, Óiafs Valgeirs Einars- sonar. Þegar vip fréttum fyrir nokkru síðan að Óiafur félagi okk- ar, sem um árabil hefur verið við störf í sunnanverðri Afríku, hefði veikst af illvígum hitabeltissjúk- dómi, trúðu allir og vonuðu að því- líkt hraustmennni sem Ólafur var myndi brátt vinna bug á meini sínu. En raunin varð því miður önnur og í blóma lífsins var þessi þrekmikli og glaðværi maður burtu kallaður úr þessum heimi. Ólafur tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972. Hann vann fyrst sem aðstoð- armaður á Rannsóknastofnun Fisk- iðnaðarinns og á Hafrannsókna- stofnun. Seinna stundaði hann nám í sjávarútvegsfræðum við háskótann í Tromsö í Noregi. Að því námi loknu, árið 1983, hóf hann aftur störf á Hafrannsóknastofnuninni þegar hann réðst til Ólafsvíkur sem forstöðumaður útibús Hafrann- sóknastofnunarinnar, þar sem hann starfaði við góðan orðstír til ársins 1988. Það sem strax vakti athygli í fari Ólafs var sá iífskraftur og glað- værð sem alla tíð einkenndi hann. Ólafur var einnig mikill verkmaður. Auk mikils dugnaðar við vinnu kom fljótt í ljós að hann hafði hæfileika til að vinna með fólki, var ráðagóður og hafði mikla skipulagshæfileika. í margskonar rannsóknaleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar á sjó er þörf á rösku fólki sem vel kann til verka, til að framkvæma það sem gera þarf, jafnt á sumri sem vetri, í slæm- um veðrum sem blíðum. Vart er hallað á nokkurn mann þótt fullyrt sé að á þessu sviði hafi Ólafur verið í sérflokki. Haft var á orði hér á stofnuninni að þá væri vel mannaður leiðangur þegar hann var með. Ólafur var ekki aðeins stór maður vexti heldur einnig í hugsun og hug- ur hans stefndi lengra og að fleiri verkefnum en svigrúmið við útibúið gaf tilefni til. Hann sótti um starf hjá Þróunarsamvinnustofnun íslands og hélt síðan til Afríku á þeirra veg- um. í Afríku gengdi Ólafur miklivæg- um stjórnunar- og ráðgjafastörfum sem fulltrúi Norðurlandanna hjá Þró- unarsambandi ríkja í sunnanverðri Afríku (Southern African Develop- ment Community: SADC). Löndin sem standa að þessu þróunarsam- bandi, eru kölluð SADC-ríkin. Þessi lönd, Angola, Botswana, Lesotho, Malawi, Mozambique, Namibia, Swaziland, Tanzania, Zambia og Zimbabwe, ná til samans yfir mun stærra svæði en öll Vestur-Evrópa. Starf Ólafs var viðamikið. Hann skipulagði og kom á framfæri sam- starfsverkefnum á sviði fiskveiða og verkefnum sem þeim tengdust. Sem fulltrúi Norðurlandanna tók hann þátt í fjölmörgum fundum í öllum SADC-ríkjunum. Fyrstu árin bjó hann í Malawi, þar sem var aðsetur þróunarmiðstöðvar fiskveiðimála fyrir SADC-ríkin. Seinna þegar Namibia varð sjálfstæð voru höfuð- stöðvar samstarfsverkefna um sjáv- arútveg fluttar þangað. Ólafur varð því meðal fyrstu ráðgjafa miðstöðvar sem stýrði samstarfi Norðurland- anna og SADC-ríkjanna í verkefnum sem lutu að sjávarútvegi og markaði mjög stefnu Norðurlandanna á þessu sviði. Starf Ólafs var krefjandi og vandasamt. Stór hluti af starfi hans var fólginn í ferðalögum vegna funda, ráðstefna og eftirlits en víð- átta starfsumdæmisins gerði þann hluta starfsins mjög erfiðan. Ferða- lög á þessum slóðum eru ekki aðeins erfið vegna fjarlægða heldur geta þau einnig verið hættuleg. Slysa- l i 0 ] 0 i i -J * ð í 4 4 4 _r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.