Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 19 ERLENT Reuter Krókódíllinn blessaður Átök blossa upp að nýju í Kongó Forsetinn heim sótti Kinshasa Kinshasa. Reuter Jeltsín sagður hygla sínum Moskvu. Reuter. FORSETI dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, sakaði Borís Jeltsín, forseta Rússlands, í gær um að hygla sínu fólki með því að skipa dóttur sína sem opinberan ímyndarfræðing í Kreml. Gennadí Seleznjov, forseti dúm- unnar, sagði fréttamönnum, að ráðning Tatjönu Dyachenko sem ráðgjafa forsetans færi í bága við lög um ríkisstarfsmenn, sem þing- ið og forsetinn sjálfur hefðu sam- þykkt. Búist hafði verið við skipun Dyachenko en hún þótti standa sig vel í kosningabaráttu föður síns á síðasta ári og hefur síðan orðið æ áhrifameiri í Kreml. PRESTUR rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar blessar nýja Ka-52 bardagaþyrlu, sem ber nafnið Krókódíll, áður en henni var fyrst flogið í tilrauna- skyni í gær skammt utan við Moskvu. Þyrlunni var flogið í sex mínútur og nokkrar flóknar aðgerðir framkvæmdar í 10 metra hæð. SKÆRUR fylgismanna Pascals Lissouba, forseta Kongó, og Denis Sassou Nguesso, fyrrverandi for- seta, brutust aftur út í dögun í gær eftir að þær höfðu legið niðri frá því á mánudagskvöld. Eftir að bundinn var endi á bar- daga síðastliðinn föstudag hafa smáátök brotist út í Brazzaville á kvöldin og í dögun. Samkvæmt upp- lýsingum sjónarvotta virðast þau þó fremur snúast um þörf hermanna fyrir útrás en alvarleg átök. Pascal Lissouba forseti yfirgaf borgina á mánudag í fyrsta skipti frá því átökin blossuðu upp. Hann flaug til nágrannaborgarinnar Kins- hasa þar sem hann var viðstaddur hátíðahöld í tilefni af þjóðhátíðar- degi hins nýja Lýðveldis Kongó. Hann snéri aftur heim að kvöldi og er ferð hans talin vera áróðursbragð bæði til að sýna að hann ráði flug- vellinum í Brazzaville og einnig að hann sé nógu öruggur um stöðu sína til að yfirgefa borgina. Bæði Lissouba og Nguesso segj- ast vilja að gengið verði til frjálsra forsetakosninga en þá greinir á um hvemig að þeim skuli staðið. Sam- einuðu þjóðimar hafa sett viðvar- andi vopnahlé sem skilyrði fyrir af- skiptum af friðarviðræðum í land- inu. Ný samtök bandarískra flugfarþega Gefa 29 flugfé- lögum falleinkunn Washington. Reuter. NÝ SAMTÖK bandarískra flugfar- þega hafa látið meta öryggi flugfé- laga um heim allan og komist að þeirri niðurstöðu að 29 þeirra hljóti falleinkunn. I gær sendu samtökin frá sér fyrstu skýrsluna, sem byggð er á 260 slysum í farþegaflugi í 107 löndum. Samtökin byggja athugun sína á flugfélögum sem fóm að minnsta kosti 20.000 ferðir á tímabilinu jan- úar 1987 til desember 1996 og not- ast við þotur og flugvélar smíðaðar á Vesturlöndum. Fjölda flugslysa var deilt í ferðatíðni einstakra flugfélaga. Versta útreið fá Aviateca frá Gvatemala, COPA Panama, Aero Peru, Lan Chile, Lauda Air frá Aust- urríki, Aeroflot frá Rússlandi, ADC- flugfélagið frá Nígeríu, Air Maurit- anie, Eþíópíska flugféiagið, China Northwest-flugfélagið og Xiamen- félagið frá Kína. Eina bandaríska flugfélagið sem fær falleinkunn er ValuJet. Stofnandi samtakanna, lögmaður- inn David Stempler, segir fulla þörf á öryggismati á flugfélögum, reynsl- an sýni að mun auðveldara sé að verða sér úti um upplýsingar um matseðla í flugi en hversu öruggt flugfélagið sé. Viðurkenndi Stempler að listinn væri síður en svo fullkom- inn en að hann væri eina tilraunin til að meta öryggið. Hugmyndin hefur hins vegar áður verið rædd en bandarískir flugvélaframleiðend- ur og loftferðaeftirlitið hafa lýst því yfir að erfitt sé að gæta hlutleysis við gerð slíks lista. ESB tapar máli fyrir nefnd WTO Hormónakj öts- bannið úrskurð- að ólöglegt Genf, Brussel. Reuter SÉRSTÖK úrskurðarnefnd Heims- viðskiptastofnunarinnar, WTO, komst að þeirri niðurstöðu í gær, að bann Evrópusambandsins, ESB, við innflutningi á svokölluðu horm- ónakjöti bryti gegn reglum um fijáls viðskipti. Talið er víst, að úrskurðin- um verði vísað til áfrýjunardómstóls stofnunarinnar. „Nefndin telur, að ekkert eitt ríki geti sett sér sínar reglur um þessi mál en við erum á öðru máli,“ sagði talsmaður framkvæmdastjórnar ESB í gær og taldi fullvíst, að úr- skurðinum yrði áfrýjað. í tilkynn- ingu frá framkvæmdastjórninni sagði, að nefndin hefði ekki tekið tillit til ýmissa vísindalegra gagna, sem ESB hefði lagt fram. Það voru Bandaríkjamenn, sem fóru með máiið fyrir úrskurðar- nefndina, og nutu þeir stuðnings Ástrala, Nýsjálendinga, Kanada- manna og Norðmanna en Argentínu- menn, sem flytja út mikið af nauta- kjöti en nota ekki hormóna, studdu ESB. Sambandið bannaði innflutn- ing á afurðum dýra, sem fengið hafa hormóna, fyrir ellefu árum og var það sagt gert af heilbrigðisá- stæðum og vegna kröfu neytenda. .★★★* EVRÓPA^ Erfitt tnál fyrir ESB Ef ESB tapar fyrir áfrýjunardóm- stólnum eins og talið er víst, getur WTO gert því að greiða Bandaríkja- mönnum skaðabætur, sem svara til áætlaðs sölutaps. Ef ESB sinnir því ekki, þá hafa Bandaríkjamenn heim- ild til að beita ESB samsvarandi viðskiptaþvingunum. Deila ESB og Bandaríkjanna um hormónakjötið hefur staðið lengi og 1989 settu Bandaríkjamenn 10% toll á ýmsar landbúnaðarvörur frá ESB-ríkjum. Svaraði hann til 6,4 milljarða ísl. kr. á ári. Hann var afnuminn á miðju síðasta ári þegar ESB skaut málinu til úrskurðar- nefndarinnar. Bandaríski nauta- kjötsiðnaðurinn telur, að innflutn- ingsbann ESB-ríkjanna kosti sig á bilinu sjö til sautján milljarða kr. árlega. r PHILIPS Nú býðst PHILIPS PT 4523 sjónvarpstæki með Black Line myndlampa á sérstöku tilboði. Þetta eru hágæða 28" stereo tæki sem eru búin myndgæðum sem finnast aðeins hjá PHILIPS. PHILIPS PT 4521 • Black Line myndlampi • CTI litastýring • Nicam stereo • íslenskt textavarp • Easy logic fjarstýring með aðgerðastýringu á skjá • 2 scarttengi • Beintenging fyrir hljómt. (Surround) • Spatial hljómbreytir Aoeins 79.900 visa laafiMaafiiaaMÍ T/L 36 MÁNAÐA O Stgr. Heimilistæki TIL ALLTAÐ 36MANAOA nf SÆTUNI 8 SlMI 569 15 OO http.//www.ht. Is umboðsmenn um land allt Umboðsmenn: Akureyri, Radíónaust títranes, Hljómsýn, Bygingahúsið Blönduós, Kf Húnvetninga Borgames, Kf Borgfirðinga Búóardolur, Einar Stefónsson Djúpivogur, K.A.S.K. Drangsnes, Kf Steingrímsfjarðor Egilsslaðir, KfHéroðsbúa Eskifjörður, Elís Guðnason Fóskrúðsfjörður, Helgilngoson Roleyri, Björgvin Þórðarson Grindavík, Grundafjörður, Guðni Hallgrímsson Hofnorfj., Roftaekjov. Skúla hórss., Rafmætti Hella, Mosfell HeHisandur, Blómsturvellir Hólmavik, Kf Steingrímsf jarðar Húsavík, Kf Wngeyinga, Bókav. Þ. Stefónss. Hvommstongi, Kf Vestur- Húnvetninga Hvolsvöllur, KfRongæinga Höfn Hornofirði, K.A.S.K. ísafjörður, Póllinn Keflavík, Samkoup, Radiókjallarinn Neskaupsstoður, Verslunin Vík Ólafsfjörður, Valberg, Radíóvinnustofan Patreksfjörður, Rafbúð Jónasar Reyðarfjörður, Kf Héroðsbúa Reykjavík, Heimskringlan Kringlunni Sauðórkróki, Kf Skogfirðingo Selfoss, Rafsel Siglufjörður, Aðalbúðin Vestmanneyjar, Eyjoradió Þorlókshöfn, Rós Þórshöfn, Kf langnesinga Vopnafjörður, Kf Vopnfirðingo VíkMýrdal, KfÁrnesinga © ©
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.