Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ______FRETTIR___ Sophia fékk ekki dæturnar SOPHIA Hansen fékk ekki að hitta dætur sínar í gærmorgun eins og henni bar samkvæmt dómi undir- réttar í Tyrklandi frá 13. júní í fyrra, en sá dómur var staðfestur í hæstarétti í Ankara. Samkvæmt dóminum fékk Sophia umgengnis- rétt við dætur sínar frá 1. júlí til 31. ágúst, og áttu þær að dvelja hjá henni þann tíma. Sophia fór ásamt lögmanni sínum og fulltrúa og fulltrúum lögreglu og fógeta að heimili Halims A1 og skrifstofu, en enginn kom til dyra á þessum stöðum. Samkvæmt upp- lýsingum frá samtökunum Börnin heim er fyrirhugað að kæra Halim A1 fyrir brot á umgengisrétti í kjöl- far þessa. Þá gagmýna talsmenn samtak- anna, sem Sigurður Pétur Harðar- son veitir forstöðu, að Trygginga- stofnun hefur hætt að senda Sophiu greiðslur, en þær hafa borist henni frá því að henni var úrskurðað fullt forræði yfir dætrum sínum á Is- landi. í yfirlýsingu samtakanna segir m.a. að Hilmar Björnsson, yfirmað- ur í lífeyristryggingadeild stofnun- arinnar, hafi sent bréf til forstjóra TR 6. júní sl., þar sem fram komi að hæstiréttur Tyrklands hafi fellt þann lokadóm að Halim A1 fái for- ræði dætra hans og Sophiu. Því skuli fella niður allar greiðslur til Sophiu frá 1. júlí 1997, og hafi ekki verið greitt inn á reikning hennar í gær. Þetta valdi miklum íjárhagslegum vandræðum og hafi þessi ákvörðun ekki verið tilkynnt Sophiu með formlegum hætti. Morgunblaðið/Þorkell Ass Johannsson ATR-flugvél íslandsflugs í lendingu á flugvellinum við Mývatn en það er stærsta vél sem lent hefur þar. Flugstjóri var Stef- án P. Þorgrímsson. Flugbrautin var malbikuð í fyrra og er hún 1.000 metra löng. Islandsflug í innan- landsflug erlendis? HUGSANLEGT er að íslands- flug taki að sér innanlandsflug erlendis en frá 1. apríl sl. var flugfélögum frjálst að stunda innanlandsflug í ríkjum sem aðild eiga að Evrópska efna- hagssvæðinu. Slík heimild er fyrir hendi á íslandi frá degin- um í dag. Gunnar Þorvaldsson, stjórnarformaður íslandsflugs sem annast umsjón á erlendum verkefnum fyrir fyrirtækið, seg- ir enn ekki tímabært að greina frá í hvaða löndum hugsanlegt sé að bera niður varðandi innan- landsflug. Verið sé að kanna nokkra möguleika. Þá segir Gunnar sífellt verið að leita leiguflugsverkefna fyrir vélar félagsins, hvort sem væri með eða án áhafna. Ný kærunefnd jafn- réttismála skipuð FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað í kærunefnd jafnréttismála til næstu þriggja ára. í nefndinni Nýr for- maður Barna- verndarráðs INGVELDUR Einarsdóttir, dómarafulltrúi í Héraðsdómi Reykjavíkur, hefur verið skip- uð formaður Barnaverndar- ráðs til næstu fjögurra ára í stað Sigríðar Ingvarsdóttur, héraðsdómara. Skipan Barnaverndarráðs er að öðru leyti óbreytt. Aðal- menn eru Guðfinna Eydal, sál- fræðingur og Jón Kristinsson, barnalæknir. Varamenn eru Ragnheiður Thorlacius, lög- fræðingur, sem er varafor- maður, Vilhjálmur Árnason, dósent og Rannveig Jóhanns- dóttir, sérkennari. sitja Sigurður T. Magnússon, for- maður, tilnefndur af Hæstarétti, Hjördís Hákonardóttir, tilnefnd af Hæstarétti, og Gunnar Jónsson, skipaður án_ tilnefningar. Til vara eru Andri Árnason, tilnefndur af Hæstarétti, Erla S. Árnadóttir, til- nefnd af Hæstarétti, og Helga Jóns- dóttir, skipuð án tilnefningar. Hlutverk kærunefndar jafnréttis- mála er að taka við ábendingum um brot á ákvæðum laga nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, rannsaka mál af því tilefni og senda að rannsókn lokinni niðurstöður til þeirra aðila er málið varða. Atvinnurekendum, opinberum stofnunum, félagasam- tökum og öðrum þeim er upplýst geta málið er skylt að veita kæru- nefnd hvers konar upplýsingar hér að lútandi. Telji nefndin að ákvæði laganna hafi verið brotin skal hún beina rökstuddum tilmælum um úrbætur til hlutaðeigandi aðila. Fallist aðili ekki á tilmælin er nefnd- inni heimilt að fylgja málinu eftir fyrir dómstólum. Skrifstofa kærunefndar jafnrétt- ismála er á Skrifstofu jafnréttis- mála, Pósthússtræti 13, Reykjavík. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 7 Góðar fréttir fyrir tedrykkjufólk Áhugi á heilnæmi jurta hefur vaxið undanfar- ið á Vesturlöndum. Margrét Þorvaldsdóttir smakkaði grænt te sem talið er að geti veitt vörn gegn myndun krabbameins. GRÆNT TE KOMID AFTUR heilsuhúsið KRINGLUNNI SKÓLAVÖRÐUSTÍG REYNDAR er ekki um uppgötv- anir að ræða þegar rætt er um heilnæmi jurla heldur endurupp- götvanir. Vitneskja um heilsu- bætandi áhrif jurta hefur um ald- ir verið fyrir hendi í mörgum lönd- um þar sem þær hafa verið hluti af daglegri neyslu fólks. Aí'tur á móti hafa rannsóknír seinni ára á efnasamsetningu jurta gefið mörgum þeirra, eins og laufi græna tesins, aukið vægi. Grænt te og lungnakrabbatnein í nóvemberblaði tímaritsins „Nutritional Insights" kemur fram að heiinæmi tedrykkju verð- ur tedrykkjufólki stöðugt hag- stæðara. Nýlega var gerð rann- sókn í Okinawa í Japan á áhrifum græna tesins á lungnakrabba- mein. 1 henni tóku þátt 333 ein- staklingar sem drukku „grænt te“ og 666 einstaktingar sem ekki voru tedrykkjufólk. Þar kom t Ijós að þó að veigamesti áhættuþáttur lungnakrabbameins væru reyk- ingar, hafði drykkja á grænu te mjög jákvæð áhrif, sérstaklega á konur. í bókinni „Herbs That Heai“ er sérstaklega athyglisverður kafli um grænt te. Þar segir að frá fomu fari hafí grænt te verið talið hafa læknandi áhrif á kvef, inflúensu og andiega þreytu. Á 19. ötd var það trú margra sér- fræðinga að teið hefði góð áhrif á taugakerfið, væri styrkjandi fyrir starfsemi hjarta- og æða- kerfisins og lækkaði blóðþrýsting. Grænt te forvamir gegn krabbameini Vísindamenn í Japan hafa á seinni árum fundið nýja heilsu- bætandi ávinninga af neysiu á grænu tei. Þeir segja að það komi ekki í veg fyrir allar tegundir krabbameina, en teið sé ein heppi- legasta leiðin sem fólk hefur völ á til að fyrirbyggja krabbamein. Grænt te er aðallega drukkið í Austurlöndum, sérstaklega í Klna og Japan, en hér á Vesturlöndum er aðallega drukkið svart te. Munurinn á grænu og svörtu tei liggur f því, samkvæmt alfrasði- bókum, að svart te hefur verið látið gerjast, en grænt te er gufu- hitað til að stoppa gerjunina. Græna teið hefur heilsubætandi áhrif umfram svart te, það inni- heldur meira af vítamínum og t.d. tvöfalt meira af C-vítamíni og helmingi meira af andoxunarefnum sem hindra skemmdir á erfðaefninu (DNA) en andoxunarefni eru talin geta hindrað æxlismyndun. Heilsubætandi áhrif græna tesins Rannsóknir hafa leitt í Ijós hin þægilegu áhrif af drykkju græna tesins á smitsjúkdóma, sérstak- lega niðurgang. Kannanir far- aldsfræðinga þykja benda til að drykkja á grænu tei dragi úr sjúk- dómum í brisi og magakrabba- meini. Vitað er að í grænu te- laufi eru ákveðin efni, „polyphols" og hafa nýlegar rannsóknir sýnt fram á að þau hafa hæfiieika til að örva ónæmiskerfið og vera bakteríudrepandi. Grænt te inniheldur breiðvirk varnarefni Á seinni árum hefur verið vax- andi áhugi á því að greina hvaða efnasambönd í fæðunni geti hindrað stökkbreytingar. Heilsubætandi áhrif græna tesins Rannsóknir hafa leitt í ljós að hin þægilegu áhrif af drykkju græna tesins, sem hafa verið rak- in tii „caffeins", má rekja til andoxunarefna í teinu. Margir vísindamenn hafa komist að því að efnafiokkur sem m.a. inniheld- ur andoxunarefnin hindrar æða- kölkun. Klínískar rannsóknir leiddu ótvírætt í Ijós greiniieg áhrif gena sem geta haft krabba- meinsmyndandi áhrif. Þar hefur grænt te reynst hafa mjög heil- næm áhrif. Bæði japanskir og bandarískir vísindamenn hafa sýnt fram á, með tilraunum á músum, að grænt te getur hindr- að myndun æxla f lifur, í húð og f meltingarveginum. Það er hin breiða virkni græna tesins sem þykir sérstaklega áhugaverð. Vakið hefur athygli að jap- anskir reykingamenn fá sjaldnar lungnakrabbamein en t.d. banda- rískir. Kannanir bafa sýnt fram á jákvæð áhrif græna tesins við að hindra krabbamein, m.a. rann- sóknir staðfesta vitneskju kyn- slóðanna. Seinni tima efnarannsóknir hafa leitt líkur að því að sérstæð efnasamsetning græna tesins sé ábyrg fyrir hinum mikilvægu heilsubætandi eiginleikum þess. Japanir sem búa á teræktar- svæði (Shizuoka) nota telaufin aðeins einu sinni, þar sem .Japanir sem búa f öðrum landshlutum nota þau nokkrum sinnum. Þeir sem búa í Shizuoka neyta því mun meira magns af þessum æskilegu efnum í teinu en hinir. Á þessu teræktarsvæði eru dauðsfoll af völdum magakrabbameins áber- andi færri en annars staðar í Jap- an. Einnig virðist beint samband vera á milli krabbameins og te- drykkju annars staðar í Japan. Nútíma rannsóknir staðfesta vitneskju kynslóðanna Seinni tfma efnarannsóknir hafa leitt líkur að því að sérstæð efnasamsetning græna tesins sé ábyrg fyrir hinum mikilvægu heilsubætandi eiginieikum þess. Þó að ítarlegri rannsóknir á teinu séu framundan, staðfesta þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar, þekkingu kynslóðanna. Því gæti bolli af grænu te í fram- tíðinni orðið annað og meira en þægilegur, góðu drykkur. Grænt te má fá í heilsuverslun- um hér en er nokkuð dýrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.