Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Atvinnuflugmönnum heiniil- að að fljúga til 65 ára aldurs ATVINNUFLUGMÖNNUM verður frá 15. júlí heimilt að starfa til 65 ára aldurs að uppfylltum nokkrum skilyrðum, en þeir hafa til þessa orðið að hætta í síðasta lagi 63 ára gamlir. Samgöngu- ráðherra gaf út reglugerð þessa efnis í síðustu viku. Nýja reglugerðin felur í sér breytingu á reglu- gerð um skírteini, sem gefin var út af Flugmála- stjórn 1990. Hún kveður á um að skírteinishafi skuli ekki starfa sem „flugmaður í loftfari, sem rekið er í atvinnuflutningum, eftir að hann hef- ur náð 60 ára aldri,“ nema að uppfylltum nokkr- um skilyrðum. Meðal skilyrða er að í áhöfn séu fleiri en einn flugmaður, að aðrir flugmenn í áhöfninni séu yngri en 60 ára, að um sé að ræða innanlandsflug eða samþykki erlends ríkis komi til og að hann gangist undir læknisskoðun á f|ögurra mánaða fresti. Flugmenn gangast undir læknisskoðun á sex mánaða fresti til sex- tugs. í samræmi við Evrópureglur Þessi nýja reglugerð er í samræmi við reglur Flugöryggissamtaka Evrópu, en flest aðildarlönd þeirra hafa heimilað 65 ára aldurinn. í flugi til Bandaríkjanna mega flugmenn hins vegar ekki vera eldri en sextugir. Hjá íslenskum flugrekendum þýðir þessi regla að flugmenn geta nú stundað atvinnu sína til 65 ára aldurs í stað 63 áður. Þannig eru t.d. tveir flugmenn Flugleiða nálægt 63 ára afmælis- degi sínum um þessar mundir og munu því starfa tvö ár í viðbót ef fyrrgreindum skilyrðum er fullnægt. Ekki er ljóst hvort flugmenn sem ný- verið hafa látið af störfum geta tekið upp þráð- inn á ný, það yrði að ráðast af samkomulagi við_ vinnuveitendur. í nýju reglugerðinni er einnig ákvæði um að skírteinishafi geti starfað áfram sem flugmaður eftir að hámarksaldri er náð, m.a. í einkaflugi, kennsluflugi, fræsáningar- og áburðarflugi, mælinga- og könnunarflugi, leitar- og björg- unarflugi og þar sem ekki sé um að ræða flutn- inga á farþegum eða vörum gegn endurgjaldi o.fl. Byggt fyrir embætti ríkislögr eglustj óra Kostnaður allt að 140 millj. króna RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að kaupa nýtt hús- næði fyrir embætti ríkislögreglu- stjóra og er ráðgert að byggt verði 1.100 fermetra hús fyrir starfsemi embættisins sem keypt verði full- búið af byggingaraðila. Gera áætl- anir ráð fyrir að ríkið verji allt að 140 milljónum króna vegna þessa. Nýbygging á lóð við Borgartún Að sögn Sólmundar Jónssonar, fjármálastjóra í dómsmálaráðu- neytinu, var auglýst eftir tilboðum vegna kaupa eða leigu á húsnæði fyrir ríkislögreglustjóraembættið fyrir nokkru og barst m.a. tilboð frá byggingaraðila um nýbyggingu húss fyrir embættið á lóð við Borg- artún, þar sem Klúbburinn stóð áður. Kvaðst Sólmundur gera ráð fyrir að fljótlega verði hafinn undir- búningur að samningagerð við við- komandi byggingaraðila um bygg- ingu hússins. Starfsmenn embættis ríkislög- reglustjóra verða fyrst um sinn í húsnæði Rannsóknarlögreglu ríkis- ins í Kópavogi eða þar til flutt verð- ur í nýja húsið. Verður húsnæði RLR þá selt til að fjármagna hús- næðiskaupin en einnig á að sækja um heimild á fjárlögum til að fjár- magna það sem á kann að vanta. Gert er ráð fyrir að Útlendingaeftir- litið fái einnig aðsetur í nýja hús- næðinu. Sólmundur sagði að þessi niður- staða hefði af ýmsum ástæðum þótt hagkvæmari en að kaupa not- að húsnæði eða að nýta húsnæði RLR til frambúðar fyrir ríkislög- reglustjóra. Húsnæði RLR er tals- vert stærra en sú bygging sem á að kaupa og er staðsetning þess einnig talin óhentug. Fram- kvæmdasýsla ríkisins mun annast undirbúning og samningagerð vegna kaupanna í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. Morgunblaðið/Amaldur UNNIÐ er hörðum höndum við að leggja brúargólf nýju brúarinnar yfir Sæbraut. Forgangsröðun í heilbrigðismálum Skýra þarf ramma forgangs- röðunar STURLA Böðvarsson, alþingismað- ur og varaformaður fjárlaganefnd- ar, sem á sæti í forgangsröðunar- nefnd þeirri í heilbrigðismálum, sem heilbrigðisráðherra skipaði í upp- hafí síðasta árs, tekur undir orð Ólafs Ólafssonar landlæknis, for- manns nefndarinnar, í blaðinu í gær þar sem hann ræðir um að eðlilegt hefði verið að hafa samráð við nefndina áður en ákvarðanir voru teknar um framkvæmdir. Nefndin í úlfakreppu „Starfi nefndarinnar hefur miðað bærilega en mér sýnist hún vera í hálfgerðri úlfakreppu nú. Margar sjúkrastofnanir eru í miklum rekstr- arvanda og ljóst er að fjármuni skortir. Við stöndum frammi fyrir tímabundnum lokunum deilda og stofnana með öllum þeim alvarlegu afleiðingum sem af þeim hljótast. Ef við lítum annars vegar á að milli áranna 1996 og 1997 aukast útgjöld ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamála um tæpa 2,7 millj- arða króna og hins vegar á vanda þeirra stofnana sem starfræktar eru í dag þá finnst mér ekkert vit í að taka ákvarðanir um nýjar stofnan- ir. Sé það gert, stöndum við frammi fyrir að þurfa að loka áfram deild- um, varanlega eða til skemmri tíma, og skera niður hjá stofnunum, bæði úti á landi og á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir hann. Hann segir að það sé heilbrigðis- ráðuneytisins að samræma mál. „Ég held að það sé algjört grund- vallaratriði að slá striki undir það sem þegar hefur verið gert, þær stofnanir sem til eru og leggja allt kapp á að tryggja þeim rekstrarfé og leggja síðan upp á forsendum nýrrar forgangsröðunar þannig að mönnum verði alveg ljóst hvað það kostar að opna nýjar stofnanir og hvaðan fjármunirnir eigi að koma en ekki að gera ráð fyrir að skera niður hjá þeim stofnunum sem eru fyrir til að geta opnað nýjar eins og blasir við núna,“ segir Sturla. Brúargólf langt komið BRÚARSMÍÐ yfir Sæbraut mið- ar vel og eru iðnaðarmenn langt komnir með að leggja brúargólf- ið. Áætluð verklok eru 1. nóvem- ber en umferð verður hleypt yfir nýju brúna mánuði fyrr. Þá verða akreinarnar orðnar þrjár í hvora átt. Viðvörunarbúnaður fyrir háa bíla hefur verið settur upp beggja vegna brúarinnar. Bílar með hærri farm en fjóra metra komast ekki um Sæbraut á þessum stað til 1. ágúst. Fyrsta nýja kerið gangsett í Straumsvík FYRSTA kerið í kerskála þtjú í Straumsvík var gangsett í gær- morgun. Aðalstjórn og fram- kvæmdastjórn Alusuisse-Lonza Holding Ltd. var viðstödd gang- setninguna _ ásamt starfsmönnum og stjórn ÍSAL. Stækkun ÍSAL verður formlega fagnað þann 17. október. Stjórnar- og aðalfundur ÍSAL var haldinn í gær og voru niður- stöður ársreikninga kynntar. Hagnaður ÍSAL var 876,6 milljónir króna fyrir skatt en 580,6 milljónir króna eftir greiðslu skatts. Ragnar S. Halldórssson, sem hefur verið stjórnarformaður síðan 1988, gekk úr stjórn félagsins en við stöðu hans tekur dr. Christian Roth. Stjórnarfundur Alusuisse-Lonza var haldinn hér á landi í fyrsta sinn síðastliðinn mánudag og verður greint frá niðurstöðum fundarins í Ziirich á föstudag. Ströng fundahöld hjá ríkissáttasemjara Ríki og borg ræða við fagfélög SAMNINGANEFNDIR 15 féiaga voru á fundum hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Dýralæknar sömdu við ríkið, lögfræðingar við Reykjavíkur- borg, arkitektar við ríki og Reykja- víkurborg og Útgarður, félag há- skólamanna, við ríkið. Upp úr samningaviðræðum slitn- aði hjá iðjuþjálfum og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Með pennana á lofti Samninganefnd Stéttarfélags sálfræðinga á íslandi var að því komin að skrifa undir samning á mánudagskvöld en af því varð ekki, að sögn Kolbrúnar Baldursdóttur, varaformanns félagsins, vegna þess að ekki fékkst heimild frá forsvars- mönnum Ríkisspítala til að setja yfirgreiðslur inn í taxta eins og fé- lagið hefði barist fyrir í um hálft ár. Hún sagði að samninganefndir hefðu verið með pennana á lofti, enda væri samkomulag um öll önn- ur atriði og samningurinn í raun tilbúinn. Félagið hefði farið fram á að fundi yrði frestað til dagsins í gær til að hægt yrði að ræða við forsvarsmenn Ríkisspítala en samn- inganefnd ríkisins hefði ekki viljað fallast á það. Kolbrún segir að fallist Ríkisspít- alar á þessa kröfu verði ekki um aukin útgjöld þeirra að ræða þar sem um sé að ræða greiðslur sem sálfræðingar fái nú þegar. Félags- menn vilji hins vegar fá þær inn í taxtakaupið þar sem þeir óttist að þær muni að öðrum kosti smátt og smátt verða teknar af. Síðasti samningafundur Stéttar- félags sálfræðinga við Samband ís- lenskra sveitarfélaga var 23. júní en þá ákvað samninganefnd sam- bandsins að vísa deilunni til ríkis- sáttasemjara. Að sögn Kolbrúnar fengust þær upplýsingar hjá ríkis- sáttasemjara á mánudag, að emb- ættinu hefði enn ekki borist beiðni frá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. Kolbrún lýsir furðu sinni á þeim seinagangi sambandsins og telur hann bera vitni litlum samn- ingavilja þess. 26 mál óleyst Þær upplýsingar fengust hjá embætti ríkissáttasemjara í gær að þar hefði verið fundað með samninganefnd lögreglumanna um morguninn. Þá var fundað í kjara- deilu V erkamannasambands ís- lands og Pósts & síma og verður fundahöldum í þeirri deilu haldið áfram í dag. í dag eru einnig boðaðir fundir með samninganefndum sjúkraliða, bókasafnsfræðinga og röntgen- tækna. Á morgun eru boðaðir fund- ir með meinatæknum og náttúru- fræðingum. Enn eru óleyst 26 mál sem vísað hefur verið til embættis ríkissátta- semjara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.