Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 17 ERLEIMT Skorað á ríki heims að veita Albaníu aðstoð Reuter FRANZ Vranitzky, sendifulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (t.v.), ræðir við Sali Berisha, forseta Albaníu, í Tirana. Tirana. Reuter. í KJÖLFAR kosninganna, sem fram fóru í Albaníu um helgina, hefur Franz Vranitzky, sendifull- trúi Öryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu (ÖSE), skorað á ríki heims að veita Albaníu fjárhagsað- stoð. Vranitzky átti stóran þátt í að koma á kosningum í Albaníu er hann hlutaðist til um samkomulag stríðandi fylkinga í mars. Hann hvatti til þess á þriðjudag að Al- baníu yrði veitt fjárhagsaðstoð þannig að hægt yrði að fylgja kosn- ingunum eftir. Einnig lagði hann á það áherslu að þótt kosningarnar hefðu farið friðsamlega fram mætti það ekki þýða það að al- þjóðastofnanir pökkuðu saman og færu heim. Misjöfn viðbrögð við úrslitunum I fyrri umferð kosninganna missti flokkur demókrata, sem far- ið hefur með stjórn landsins, mikið fylgi til sósíalista. Viðbrögð alb- anskra dagblaða við úrslitum kosn- inganna, hafa verið mjög misjöfn. Flest hafa þau þó verið sammála um að Sali Berisha forseti muni segja af sér í kjölfar ósigurs Demó- krataflokksins. Berisha getur þó ekki beðist lausnar fyrr en ný ríkis- stjórn hefur verið mynduð. Hann hefur viðurkennt ósigur sinn í sjón- varpi, en ekki lýst því yfir hvort hann muni standa við fyrri yfirlýs- ingar um að segja af sér. Hann mun hins vegar hafa lýst yfir efa- semdum um réttmæta framkvæmd kosninganna í sumum héruðum landsins. í Koha Jone, stærsta dagblaði landsins, sagði að lögreglumenn, sem unnu störf sín af fagmennsku og hlutleysi, hafi verið stjörnur kosninganna. Þar sagði einnig að mikill meirihluti kjósenda hafi hafnað þeirri stétt sem stjórnaði Albaníu með járnhendi á tímum mikilla breytinga. Kosið um upptöku konungdæmis í Rilindja Demokratike, dagblaði stuðningsmanna demókrata, sagði hins vegar að vopnaðir stuðnings- menn Sósíalistaflokksins, arftaka Kommúnistaflokksins, hafi haft óeðlileg áhrif á kosningarnar. Blaðið spáði því að staða demó- krata vænkist í seinni umferð kosninganna sem fram fer 6. júlí og að það muni endurvekja traust á flokknum og forða því að komm- únistar nái völdum á þingi. í dagblaðinu Albania, sem hlið- hollt er demókrötum, sagði að landsmenn hafi valið endurupp- töku konungdæmis í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem fram fór sam- hliða þingkosningunum. Opinberar tölur hafa ekki verið birtar en 50% atkvæða þarf til að konungdæmi verði tekið upp. Talningamenn sós- íalista segja hins vegar að konung- dæmi hafí einungis hlotið 20-30% atkvæða. Leka I, arftaki konungdæmis- ins, segir að samkvæmt upplýsing- um stuðningsmanna sinna hafi endurupptekning konungdæmisins hlotið 54-66% atkvæða en að sós- íalistar hafi hundsað vilja almenn- ings með stórfelldum svikum. Hann segir yfirlýsingar eftiriits- fulltrúa ÖSE um framkvæmd kosninganna vera úrslitum at- kvæðagreiðslunnar óviðkomandi þar sem þeir hafi einungis fylgst með kosningunum en látið at- kvæðagreiðsluna afskiptalausa. Leka I fór frá Albaníu er hann var innan við vikugamall og hefur búið í Bretlandi, Suður-Afríku og á Spáni. í kosningaherferð hans, þar sem áhersla var lögð á glæsta framtíð Albaníu, voru m.a. settar fram hugmyndir um að niðurnídd höfuðborgin gæti í framtíðinni jafnast á við evrópskar höfuðborg- ir á borð við London og Madríd. Þá hefur hann lýst sig fylgjandi því að landsvæði í Júgóslavíu og Grikklandi, þar sem meirihluti íbúa er af albönsku bergi brotinn, verði sameinuð Albaníu. Einn leiðtoga GIA í Alsír gaf sig fram Hefur veitt mikl- ar upplýsingar París. Reuter. ANNAR æðsti maður í skæruliða- samtökum bókstafstrúaðra músl- ima í Alsír hefur gefið sig fram við yfirvöld og veitt þeim miklar upplýsingar um stöðvar hreyfing- arinnar, leiðtoga hennar og upp- byggingu. Skýrði alsírskt dagblað frá þessu í gær. Dagblaðið Liberte flutti yfirlýs- ingu frá skæruliðasamtökunum, GIA, þar sem segir, að Radouane Makador, sem var næstæðstur innan hreyfíngarinnár, sé svikari, sem gengið hafí herstjórninni á hönd í síðasta mánuði. Skrifar Farid Achi, leiðtogi GIA, undir yfírlýsinguna og hvetur liðsmenn sína til að vera á varðbergi vegna uppljóstrana Makadors. Yfirvöld í Alsír kenna GIA um flest manndrápin í Alsír, þar á meðal um fjöldamorð á óbreyttum borgurum á landsbyggðinni, um morð á blaðamönnum, mennta- mönnum og útlendingum og um að ræna og nauðga ungum stúlk- um. Greitt fyrir upplýsingar Alsírstjóm setti í maí sl. fé til höfuðs skæruliðum og var heitið hátt í sex milljónir ísl. kr. fyrir upplýsingar um helstu foringja þeirra. Hefur þetta borið nokkurn árangur og í maí voru 17 skærulið- ar felldir eftir að sagt hafði verið til þeirra. Þá voru þrír menn á þeirra snærum handteknir í Bret- landi vegna upplýsinga frá Makad- or. Bókstafstrúaðir múslimar fengu ekki að taka þátt í þingkosningum í Alsír í síðasta mánuði en flokkar hófsamra múslima fengu 103 þingmenn af 380 alls. Hafa þeir sjö ráðherraembætti í ríkisstjórn- inni en helsta verkefni hennar er að ráða bót á miklu atvinnuleysi og húsnæðisskorti. Leikarínn Robert Mitchum látinn Los Angeles. Reuter. LEIKARINN Robert Mitchum lést á heimili sínu í Santa Barbara í Kaliforníu í fyrrinótt. Hann dó í svefni og var á 80. aldursári. Mitchum lék í nokkuð á annað hundrað kvikmynd- um, þ.á m. Ryan’s Daughter og The Big Sle- ep. Frægð hans gekk í endurnýjun lífdaga er hann lék í sjón- varpsþáttum ABC-stöðv- arinnar, The Winds of War. Mitchum hafði á sér orð óþekktarorms í Holly- wood og átti handtaka fyrir marijuananeyslu árið 1948 ekki hvað síst þátt í því. Fyrir það var hann dæmdur til hálfs árs vinnubúðavistar. Útgerðarfélöy!! - að togari getur sparað meira en milljón íslenskra króna með því að kaupa olíu í Færeyjum • - að vistir eru ódýrar í Færeyjum • - að flutningur til og frá Færeyjum er bæði ódýr og fljótlegur ^ * t. :m 'mk S.'”'" KAUPW.NHAHOFN BREMERHAVEN þriðjud. Umboðsdeildin SKIPAFELAGIÐ F0ROYAR Sími 298 11225 Bréfsími 298 11313
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.