Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ PENIIMGAMARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 31 MINNINGAR ERLEND HLUTABREF Dow Jones, 1. júlí. IMEW YORK VERÐ HREYF. DowJones Ind 7651,5 J 0,5% S&P Composite 882,8 1 0.5% Allied Signal Inc 83,5 l 0,6% AluminCoof Amer... 76.3 t 0,3% Amer Express Co 74,9 l 1,0% AT & T Corp 35,3 i 1,2% 3ethlehem Steel 10,5 i 0.6% Boeing Co 53,3 i 0,4% Caterpillarlnc 106,3 i 1,6% Chevron Corp 73,7 t 1.3% Coca Cola Co 69,9 i 1.6% Walt Disney Co 79.6 i 0,5% Du Pont 61,6 t 0,7% Eastman Kodak Co... 77,9 i 0,8% Exxon Corp 60,4 - 0,0% Gen Electric Co 65,4 t 0,1% Gen Motors Corp 55,8 i 0,1% 62,8 i 0,8% Intl Bus Machine 92,5 t 1.4% Intl Paper 48,9 í 0,4% McDonalds Corp 48,3 i 1,0% Merck&Colnc 101,9 j 0,6% Minnesota Mining.... 100,0 J 1.7% MorganJ P&Co 105,0 í 1.6% Philip Morris 43,1 t 0.9% Procter&Gamble 138,8 1 0,4% Sears Roebuck 54,1 t 0,7% TexacoInc 109,3 t 0,7% Union CarbideCp 47.2 í 0,7% United Tech 83,9 í 0,6% Westinghouse Elec.. 23,7 - 0,0% Woolworth Corp 24,5 - 0,0% AppleComputer 1700,0 J 0,6% Compaq Computer.. 100,4 t 2,0% Chase Manhattan .... 97,1 i 0,3% ChryslerCorp 33,1 t 1,0% Citicorp 120,3 J 0,4% Digital Equipment 35,9 i 0,2% Ford MotorCo 38,8 i 0,5% Hewlett Packard 54,6 t 0.1% LONDON FTSE 100 Index 4604,6 J 0,8% Barclays Bank 1196,0 i 2,4% British Airways 684,5 J 1,5% British Petroleum 72,2 t 0,3% British Telecom 847,0 i 0,4% Glaxo Wellcome 1240,0 t 0,3% Grand Metrop 581,5 J 0,5% Marks & Spencer 502,5 i 0,7% Pearson 695,0 i 1.1% Royal & Sun All 0,0 J 100% ShellTran&Trad 0,0 i 100% EMI Group 0,0 i 100% Unilever 0,0 J 100% FRANKFURT DT Aktien Index 0,0 J 100% Adidas AG 0,0 i 100% Allianz AG hldg 0,0 J 100% BASFAG 0,0 i 100% BayMotWerke 0,0 i 100% CommerzbankAG.... 0,0 i 100% Daimler-Benz 0,0 i 100% Deutsche Bank AG... 0,0 i 100% DresdnerBank 0,0 J 100% FPB Holdings AG 0,0 i 100% Hoechst AG 0,0 J 100% Karstadt AG 0,0 J 100% Lufthansa 0,0 i 100% MANAG ; 0,0 i 100% Mannesmann 0,0 i 100% IG Farben Liquid 0,0 i 100% Preussag LW 0,0 i 100% Schering 0,0 J 100% : Siemens AG 0,0 i 100% Thyssen AG 0,0 i 100% Veba AG 0,0 i 100% Viag AG 0,0 i 100% Volkswagen AG 0,0 i 100% TOKYO Nikkei 225 Index 0,0 AsahiGlass 0,0 J 100% Tky-Mitsub. bank 0,0 i 100% Canon 0,0 i 100% Dai-lchi Kangyo 0,0 ) 100% Hitachi 0,0 J 100% Japan Airlines 0,0 i 100% Matsushita EIND 0,0 i 100% Mitsubishi HVY 0,0 i 100% Mitsui 0,0 J 100% Nec 0,0 í 100% Nikon 0,0 i 100% Pioneer Elect 0.0 i 100% Sanyo Elec 0,0 J 100% Sharp 0,0 i 100% Sony 0,0 i 100% Sumitomo Bank 0.0 i 100% Toyota Motor 0,0 J 100% KAUPMANNAHÖFN Bourse Index 0,0 J 100% Novo Nordisk 0,0 J 100% Finans Gefion 0,0 i 100% DenDanske Bank.... 0,0 i 100% Sophus Berend B .... 0,0 J 100% ISS Int.Serv.Syst 238,0 - 0,0% Danisco 406,0 t 1,0% Unidanmark 373,0 t 0,8% DS Svendborg 342500,0 - 0,0% Carlsberg A 365,0 - 0,0% DS1912 B 237500,0 t 2,4% Jyske Bank 572,0 t 0,4% OSLÓ OsloTotal Index 1194,3 t 0,1% Norsk Hydro 399,0 t 0,8% Bergesen B 173,0 - 0,0% Hafslund B 39,8 - 0,0% KvaernerA 443,5 J 0,3% Saga Petroleum B.... 128,0 t 1,6% OrklaB 497,0 t 1,4% Elkem 143,5 J 1,4% STOKKHÓLMUR Stokkholm Index .... 2985,9 J 0.4% Astra AB 144,0 J 0,7% Electrolux 575,0 i 0,9% EricsonTelefon 114,5 i 7,7% ABBABA 108,5 1 1,4% Sandvik A 48,0 J 1,0% VolvoA25SEK 59,5 t 0,8% Svensk Handelsb... 73,0 t 8,1% Stora Kopparberg... 125,0 J 2,3% Verð allra markaða er í dollurum. VERÐ: Verð hluts klukkan 16.00 í gœr. HREYFING: Verð- breyting frá deginum áður. Heimild: DowJones Mesta hækkun í Lond on á einum degi í 5ár FTSE 100 vísitalan í London hafði í gær ekki hækkað um eins marga punkta á einum degi í fimm ár. Hækkunin kemur verðbréfasölum og sérfræðingum á óvart, því að fjárlagafrumvarp er í burðarliðnum og varúðar hefur verið gætt í nokkrar vikur. FTSE 100 mældist við lokun 4728,3 punktar, sem var 123,7 punkta eða 2,69% hækkun. í Frankfurt varð ný methækkun. Mest bar á verðhækkun bréfa í efnafyrirtækjum, sem eru háð út- flutningi og hagnast á styrk dollar sem seldist á 1,74 mörk. DAX-30 mældist við lokun 3819,85 punktar og hafði hækkað um 34,08 punkta eða 0,90%. í tölvuviðskiptum eftir lokun mældist IBIS DAX vísitalan 3834,84 punktar og hafði hækkað um 67,95 punkta eða 1,80%. í París héldu hlutabréf áfram að hækka síðdegis eftir góða byrjun í Wall Street vegna hagstæðra bandarískra hagtalna og nýtt met varð á lokaverði. CAC-40 vísitalan mældist við lokun 2944,04 punktar og hafði hækkað um 85,78 punkta eða 3%. í Zúrich hækkuðu hluta- bréf á ný eftir rúmlega 1% tap á mánudag. Svissneska markaðsvís- italan mældist við lokun 5654,8 punktar, sem var 34,2 punkta eða 0,61 % hækkun. í Mílanó náð hluta- bréf sér á strik síðdegis vegna hinnar góðu byrjunar í Wall Street og sterks dollars eins og annars staðar. Mibtel-vísitalan mældist við lokun 13477 punktar, sem var 295 punkta eða 2,24% hækkun. AEX-vísitalan í Amsterdam mæld- ist 871,31 punktar og hækkaði um 9,76 punkta eða 1,13%. BJORN RAGNAR EGILSSON +Björn Ragnar Egilsson fædd- ist í Reykjavík 16. október 1926 og ólst þar upp. Hann lést i Landspítalan- um 25. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jórunn Jónsdóttir, húsmóð- ir, f. 25.8. 1888, d. 15.2. 1962, og Egill J.P. Jónasson, sjó- maður, f. 27.2. 1888, d. 27.7. 1953. Eignuðust þau sam- an tvo syni sem báð- ir eru nú látnir, Sverri, f. 1925, og Björn, f. 1926. Þau ólu einn- ig upp Ragnar Björnsson, f. 1934. Þá átti Egill fyrir soninn Albert er fórst ungur á sjó. Eiginkona Björns var Jóhanna Rósa Magnúsdóttir, f. 2.3. 1926, d. 6.9. 1977. Saman áttu þau son- inn Egil Jón, f. 1.4. 1969. Þá gekk Bjöm í föðurstað börnum Jóhönnu, Guðríði, f. 1947, og Magnúsi, f. 1950. Bjöm starfaði lengst af sem bif- reiðasljóri, en síð- <f" ast sem húsvörður í Hlíðaskóla i Reykjavík. Útför Björns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13:30. Jarð- sett verður í Fossvogskirkju- garði. Olíuverð á Rotterdam-markaði (NWE) frá 1. apríl 3ENSÍN (95), dollarar/tonn /v\ ,.w 1 .JL/ 1 185,0 160-j april ' maí ' júní „Menntun for- senda framfara“ DAGANA 20.-722. júní hélt Kvenfé- lagasamband íslands landsþing sitt á Akureyri. Yfírskrift þingsins var „Menntun forsenda framfara". Fundinn sóttu 150 fulltrúar víðs vegar að af landinu enda er Kvenfé- lagasambandið_ stærstu heildarsam- tök kvenna á íslandi. „Á þinginu voru menntamál í brennidepli og var ákveðið að Kven- félagasamband Islands myndi á næstunni halda málþing um mennt- un og símenntun. Símenntun er hugtak sem hefur verið mikið til umræðu að undanfömu og hefur KÍ ásamt Bændasamtökunum og Ungmennafélagi íslands nýlega stofnað Fræðslusambandið Símennt sem ætlað er að vekja umræðu um mikilvægi símenntunar og standa fyrir námskeiðum um efnið. Á þinginu var Drífa Hjartardóttir endurkjörinn forseti KÍ til næstu þriggja ára. Nýr gjaldkeri var kjör- inn Jónína Steingrímsdóttir. Fjöldi ályktana var samþykktar á þinginu og eru þessar þær helstu: 31. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands haldið á Akureyri dagana 20.-22. júní hvetur konur um land allt til virkrar þátttöku í sveitarstjórnarkosningum vorið 1998. Einnig hvetur landsþingið konur til að bjóða sig fram til sveit- arstjórna og tryggja þannig hlut kvenna á framboðslistum um land allt. 31. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands haldið á Akureyri dagana 20.-22. júní hvetur heil- brigðisráðherra til að beita sér fyrir því að feðrum verði trj'ggður sjálf- stæður réttur til fæðingarorlofs. Greinargerð: Á undanfömum árum hefur verið rætt um mikilvægi þess að karlar sinni börnum og fjölskyldu til jafns við konur. Einn liður í því er að karlar fái fæðingarorlof á sama hátt og konur. Á það hefur einnig verið bent að atvinnurekendur eru margir hveijir ófúsir að ráða konur á bam- eignaraldri í vinnu vegna þeirrar „áhættu“ sem í því felst. Ef karlar tækju fæðingarorlof til jafns við konur verða bæði kynin jafn „áhættusamt" vinnuafl. Sjálfstæður réttur karla til fæðingarorlofs er því mikilvægur þáttur í baráttunni fyrir jafnrétti karla og kvenna. 31. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands haldið á Akureyri dagana 20.-22. júní samþykkir að beina því til fjármálaráðherra að tryggja að kvenfélög alls staðar á landinu njóti sömu undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts af góð- gerðarstarfsemi og kveðið er á um í reglugerð nr. 564/1989, um und- anþágu á virðisaukaskatti vegna góðgerðarstarfsemi, sbr. lög nr. 55/1997,“ segir í fréttatilkynningu. Okkur hjónin iangar með nokkr- um orðum að kveðja vin okkar, Björn Egilsson. Við kynntumst Birni fyrst í gegnum Hjört heitinn, eiginmann Þóreyjar, móður og tengdamóður okkar. En Hjörtur og Björn voru miklir vinir og félagar. í veikindum Hjartar reyndist hann Þóreyju og fjölskyldu okkar mjög vel. Ef einhvem í fjölskyldunni vantaði eitthvað eða var í vand- ræðum með eitthvað var Björn alltaf boðinn og búinn til að að- stoða. Hvenær sem fjölskyldurnar komu saman hvort sem það var afmæli, jóla- og áramótaboð eða ferðalög var Björn alltaf ómissandi félagi. Seinustu mánuði átti Björn við nokkra vanheilsu að stríða sem ekki virtist þó alvarlegs eðlis. Við áttum því láni að fagna að starfa með Birni sem var góður verkstjóri og vel liðinn af starfs- fólki. Marga góða vini höfum við átt um ævina en nú er einn af okkar bestu vinum horfinn yfir móðuna miklu. Elsku Bjössi, okkur tekur það sárt að hugsa um það að nú sértu farinn frá okkur. Hver hefði trúað því þegar þú komst 17. júní að borða með okkur eftir ánægjulegan dag, að nokkrum dögum seinna værir þú farinn frá okkur. Þú sem varst alltaf brosandi, svo hress og kátur og tókst okkur alltaf opnum örmum. Sonur okkar, Jón Rúnar, hafði við þig góð samskipti 0g voru margar stundir sem þið áttum sam- an. Við viljum þakka þér fyrir þá miklu aðstoð sem þú veittir í brúð- kaupi dóttur okkar, Þóreyjar, sl. sumar. Núna fáum við ekki lengur að hlusta á skemmtilegu sögurnar þín- ar sem þú sagðir okkur með þinni miklu frásagnargleði. Næstu jól og áramót verða tómleg án þín. Þú verður ávallt í huga okkar. Við biðjum Guð að styrkja fjöl- skyldu þína í þessari miklu sorg. Jón og Rúna. Þó að kali heitur hver, hylji daii jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Elsku Bjössi minn. Ég rita þessi orð með miklum söknuði. Ég sá þig í hinsta sinn kvöldið áður en ég lagði í þessa stóru ferð. Þú varst glaður og ekk- ert virtist vera að. Það var miðvikudaginn 25. júní sem hún amma mín hringdi og sagði mér að þú hefðir látist um morguninn. Og nú þegar þú hefur lagt upp í þína hinstu ferð, streyma fram í huga mér allar yndislegu minningarnar sem eru mér svo dýrmætar. Það var svo gott að tala við þig, því að þú kunnir að hlusta. Og allar þær kvöldstundir sem við' borðuðum saman og fórum í bíltúr með ömmu. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa mér án skilyrða, en baðst sjálfur sjaldan um hjálp. Elsku Bjössi, þú varst ekki mað- ur sem flíkaðir tilfínningum þínum eða líðan þinni, en ég fann alltaf hversu vænt þér þótti um mig og þá miklu hlýju sem streymdi frá þér og ég vona að þú hafir fundið hversu vænt mér þótti um þig. Ég er þess fullviss að Guð tekur vel át móti þér í ríki sínu, þar er örugg-"*” lega þörf fyrir laghentan mann eins og þig. Nú ertu farinn frá mér, en minninguna um þig mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Elsku amma mín, nú hefur þú misst traustan félaga og ég vona að góður Guð styrki þig í sorg þinni. Þórey Gísladóttir. Minningar vakna á kveðjustund, góðar minningar frá unglingsárun- um er mamma kynntist þér. Þú komst inn í líf okkar haustið ’64. Kvíði læddist að mér að karlmaður kæmi á heimilið, en sá kvíði var ástæðulaus þú komst sem „ferskur andblær", svo glaður, kátur með eindæmum, skiptir aldrei skapi og tókst okkur systkinunum sem jafn- ingjum. Þá man ég þegar ég var 17 ára með nýtt bílpróf, lyklarnir að bílnum þínum lágu á borðinu, notaðu bílinn þegar þú þarft, sagð- irðu, þetta var traust, traust sem maður reyndi að standa undir. Svona mætti lengi telja. Þegar börnin mín, Jóhanna Arn- dís og Björn Magnús, voru að vaxa úr grasi fannst þér ekkert of gott fyrir þau. Þá átti Jóhanna alltaf sérstakan sess í hjarta þínu og var það vissulega gagnkvæmt. Yngsti sonur minn, Yngvi, naut eins og þau eldri af góðmennsku og hjarta-',• hlýju þinni. Þetta og margt annað viljum við þakka þér. Björn og móðir mín giftust 29. des. 1966. Eignuðust þau soninn Egil Jón og er hann í sambúð með Birnu K. Omarsdóttur. Móðir mín lést í september 1977. Hélt Björn heimili fyrir Egil upp frá því. Elsku Bubbi, ég og fjölskyldan mín þökkum samfylgdina og biðj- um góðan guð að vaka yfir þínum sem eiga um sárt að binda. Guð veri með þér. Guðríður Guðbjartsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskitegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins I bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðaliínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunumv-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.