Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 27 AÐSENDAR GREINAR Vandamál bama með hegðunarvandamál ÞJÓNUSTA við börn og unglinga með atferlistruflanir og geðræn vandamál hefur verið til opin- berrar umræðu að undanförnu með vandamál barna- og unglingageðdeildar Landspítalans í brennidepli. Yfirlækn- ir barna- og unglinga- geðdeildar hefur ákveðið að fara í eins árs leyfi, þar sem upp- bygging þjónustu deildarinnar hefur af óútskyrðum ástæðum ekki fengið að þróast sem skyldi. Aðstoðarmaður heil- brigðismálaráðherra telur hins vegar, að afköst deildarinnar séu minni en skyldi og vísar ábyrgð frá ráðuneytinu, enda hafi deildin fengið aukafjárveitingar. Mitt í þessu orðastappi bíða fjölmargar fjölskyldur eftir úrlausn mála sinna vegna alvarlegra hegðunar- erfiðleika barna og fagmenn vita, að aðgerðarleysi í þessum málum mun auka líkurnar á að fjöldi barna og unglinga muni ekki fóta sig innan ramma þjóðfélagsins og hugsanlega leita í andfélagslegt atferli með stórauknum kostnaði fyrir þjóðfélagið í framtíðinni, auk þeirrar óhamingju og álags, sem viðkomandi einstaklingur kann að valda sér og sínum nánustu. Síst skal gert lítið úr vandamál- um barna- og unglingageðdeildar. Það er hins vegar mikilvægt, að umræðan beinist víðar en að hlut- skipti einstakra stofnana og mál- efni bama og unglinga með hegð- unarvandkvæði og fjölskyldna þeirra verði rædd á heildstæðan hátt. Vandamál barna- og ungl- ingageðdeildar er aðeins einn þátt- ur í þeirri mynd. Heilbrigðis-, fé- lags- og menntamálayfirvöld hafa ekki brugðist við vandanum á hin- um ýmsu stigum hans. íslensk félags- og heilbrigðis- þjónusta byggist upp á mismun- andi stigum, þar sem reynt er að mæta flóknari vandamálum með meiri sérhæfingu og öflugri þjón- ustu. í grundavallaratriðum má greina fjögur stig. Fyrsta stigið er heilsugæslan og almenni grunn- skólinn og lögð áherslu á fyrir- byggjandi aðgerðir og meðferð og lækningu algengari sjúkdóma og vandamála á byijunarstigi. Annað stigið er ýmiss konar sérfræðiþjón- usta utan sjúkrahúsa, þar sem mæta má flóknari vandamálum án innlagna eða breiðs hóps sér- fræðinga. Þriðja stigið er ýmsar sérhæfðar sjúkrahús- deildir og aðrar stofn- anir, þegar vandamál- ið krefst aukinnar sér- þekkingar og náinnar vinnu hóps sérfræð- inga. Fjórða stigið er þegar sjúkdómur eða ástand er orðið lang- vinnt og þörf er á vist- un eða langvinnri fé- lagslegri aðstoð. Hvað varðar börn með atferlis- og hegð- unarerfiðleika er þjón- ustan ófullnægjandi á öllum stigum, þannig að vandamál barna- og unglingageðdeildar er aðeins hluti af stærra vanda- máli, sem brýnt er að leysa. Þjónusta á fyrsta stigi ætti að fást innan heilsugæslunnar og grunnskólans. Hér er ekki um auðugan garð að gresja. Sálfræði- þjónustu er yfirleitt ekki að finna innan heilsugæslunnar og lítil sér- hæfð aðstoð stendur til boða vegna atferlisvandamála innan heilsu- Þjónustan, segir Stefán J. Hreiðarson, er ófullnægjandi á öllum stigum. gæslunnar og almenna grunnskól- ans. Fáir barnalæknar starfa inn- an ungbarnaeftirlitsins og hlutur þeirra fer minnkandi. Greining á ofvirkni og öðrum at-ferlistruflun- um tefst oft úr hófi enda þekkingu á vandamálinu ábótavant, bæði innan heilsugæslunnar og í grunn- skólanum. Annað stig þjónustunnar er í höndum ýmissa sérfræðinga heil- brigðis- og menntakerfis. Því mið- ur hefur hallað undan fæti á þessu stigi með því að hlutverk sálfræði- þjónustu skóla hefur verið þrengt verulega, þrátt fyrir þörf fyrir efl- ingu þjónustunnar. Aðalhlutverk sálfræðiþjónustunnar í dag er að styðja við almennt skólastarf, en ekki að sinna einstaklingum í vanda. Er hér um að ræða veru- lega stefnubreytingu, sem var laumað inn við tilflutning grunn- skólans til sveitarfélaganna. Þá hefur embætti skólayfirlæknis ver- ið óvirkt til margra ára, enda ekki forgangsverkefni að ráða í það lækni með sérþekkingu á vanda- málum skólabarna og önnur sjón- armið ráðið ferðinni. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og geðlæknisþjón- usta barnadeildarinnar í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri ættu að vera meginburðarliðir þriðja stigsins, þegar önnur úrræði hefur þrotið eða eðli vandamálsins er slíkt, að þörf er á öflugri sérþekk- ingu og þverfaglegri teymisvinnu. Auk þess ætti barna- og unglinga- geðdeild að vera í fararbroddi í fræðslu fyrir starfsfólk annarra stofnana og foreldra. Sérþekkingu sérfræðinga barna- og unglinga- geðdeildar ætti jafnframt að nýta við stefnumótun innan mála- flokksins. Lesendum blaðsins ætti að vera ljóst ástand deildarinnar af fréttum undanfarinna vikna, yfírlæknir deildarinnar á förum, raðir lækna deildarinnar þunnskip- aðar og aðrir sérfræðingar með mikla þekkingu og reynslu óvissir um stöðu sína. Fjórða stig þjónustunnar er á vegum félagsmálastofnana og stofnana félagsmálaráðuneytis. Nokkur uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum, m. a. með stofnun meðferðarheimila. Hins vegar hefur ekki verið hugs- að fyrir læknisfræðilegri þjónustu við þær stofnanir og tengsl við t.d. barna- og unglingageðdeild virðast lítil, þannig að samfella í þjónustu er ekki tryggð. Vandamál barna- og unglinga- geðdeildar er sem sagt ekki bara vandamál barna- og unglingageð- deildar, heldur kerfisins í heild. Tólf eða fimmtán milljóna fjárveit- ing til deildarinnar leysir ekkert. Órökstuddir sleggjudómar um af- köst starfsfólks barna- og ungl- ingageðdeildar eru ekki til þess fallnir að skilgreina vandamálið. Vænlegra væri að heyra stefnu heilbrigðis-, félags- og mennta- málayfirvalda í þessum mála- flokki, þannig að skylda hvers væri ljós. Þetta er því mikilvægara í ljósi þess, að rannsóknir á fram- tíðarhorfum barna og unglinga með ýmiss konar atferlistruflanir og geðræn vandamál benda sterk- lega til þess, að innan þess hóps sé að finna umtalsverðan hluta þeirra, sem leiðast út í fikn og afbrot síðar á lífsleiðinni, auk hærri tíðni geðrænna vandamála á fullorðinsárum. Það er því hugsanlegt að þetta málefni sé eitt mikilvægasta forvarnarstarf, sem liggur fyrir íslensku heil- brigðiskerfi í dag. Við höfum ein- faldlega ekki efni á að eyða tíman- um í dægurþras. Til þess er of mikið í húfi. Höfundur er barnalæknir og sérfræðingur í fötlunum barna. Stefán J. Hreiðarsson Jafnréttismál innan Háskóla Islands TÍMAMÓT eru í Háskóla íslands af því tilefni að innan tíðar mun Háskólinn í fyrsta sinn setja sér ákveðin markmið í jafnréttismálum sem varða bæði kennara og nemendur. Milli- fundanefnd um jafn- réttismál í Háskólan- um hefur verið starf- andi síðan 1995 og haft það hlutverk að benda á ýmislegt sem betur má fara innan Háskólans í tillögum um úrbætur í jafn- réttismálum. í nefnd- inni hafa setið jafnt kennurum, rannsóknaraðilum og aðilum úr stjórnsýslu skólans tveir stúdent- ar. Tillögurnar sem nefndin skilaði af sér og kynntar hafa verið Há- skólaráði eru í formi draga að jafn- réttisáætlun fyrir allan Háskólann sem skal endurskoða að vissum tíma liðnum. Grundvöllur fyrir slíkri áætlun er tvíþættur. Annars vegar hafa háskólar í nágranna- löndum okkar fyrir löngu síðan sett sér ýmis markmið í jafnréttis- málum og skilgreint leiðir að þeim. Þar hafa m.a. farið fram Það eru tímamót innan -----------3------------- Háskóla Islands, segir Linda H. Blöndal, þeg- ar skólinn setur sér ákveðin markmið í jafn- réttismálum. kannanir á umfangi kynferðis- legrar áreitni en niðurstöður slíkra kannana liggja fyrir í lang- flestum háskólum á Vesturlönd- um. Sýna niðurstöðurnar að á milli 10-20% þeirra sem eru í starfi eða við nám í viðkomandi skóla hafa upplifað slíkt í lengri eða skemri tíma en þolendur eru í langflestum tilvikum konur. Einnig hefur markvissum aðgerð- um á Norðurlöndunum verið beitt í ráðningum innan háskóla til að jafna hlut kynja í stjórnunar- og kennarastöðum. Nefnd hafa verið þau rök að það hafi góð áhrif á starfsanda, örvi afköst og skap- andi hugsun að starfsmannalið og stúdentar sé af báðum kynjum. Hins vegar er það stjórnarskrár- bundið atriði að jafnræði skuli ríkja með þegnunum og sam- þykkti Alþingi þing- sályktunartillögu fyr- ir rúmum þremur árum þar sem ýmsar aðgerðir eru nefndar til að stofnanir geti starfað í anda jafn- réttislaga og stjórnar- skrár. Tillagan að jafnréttisáætlun und- irstrikar því það sem lög landsins og sam- þykktir löggjafans kveða á um. Innan Háskólans er mikil þörf á heildstæðri áætlun en sú stað- reynd blasir við að þessi æðsta mennta- stofnun landsins hefur að vissu leyti dregist aftur úr í umræðu og aðgerðum til að jafna hlut kynj- anna á ýmsum sviðum. Þegar litið er á námsval stúdenta eða æðstu stöður innan Háskólans blasir nefnilega við gamaldags skipting kynja í deildir og stöður. Sem dæmi má nefna að karlar eru 8 talsins í hjúkrunarnámi á móti 488 konum. Einnig er einungis að finna 11 kvenprófessora á móti 139 körlum. í umræddri jafnréttisáætlun er lagt til að jafnréttisnefnd verði ein af 11 fastanefndum Háskólans. Raunar er það grundvallarfor- senda ef framfylgja á tillögum millifundanefndarinnar. Áherslur sem fela í sér beinar aðgerðir í jafnréttismálum mátti einnig finna í erindi sem verðandi rektor HÍ, Páll Skúlason, flutti á opnum fundi 3. apríl sl. Þar taldi Páll að „há- skólayfirvöld ættu að kappkosta að styrkja konur og styðja til hinna æðri starfa í Háskólanum .. Há- skólasamfélagið hefur verið og er enn karlasamfélag, þar sem sjón- armið og viðhorf kvenna eiga erf- itt uppdráttar“. Með formlegum og skipulegum hætti sé best að taka á vandanum. Honum skuli mætt með tangarsókn en í henni felist tvennt, setning jafnréttis- reglna og jafnréttisfræðsla innan Háskólans. Sem næsta áfanga í slíkri fræðslu nefndi Páll skipu- lega kynningu og umræðu á sjón- arhornum kvenna innan allra fræðigreina. Slíkt ákvæði er ein- mitt að finna í tillögum að jafn- réttisáætlun og nú er því bara að bíða og sjá hvort að fleiri góðar hugmyndir fái ekki byr undir báða vængi innan Háskólans á næst- unni. Höfundur satí millifundanefnd Háskólans um jafnréttismál. Linda H. Blöndal Eitt reró Eittveri mtlyiæó ^índesíf KÆU- skApar RG 1145 • H: 85 B:51 D:56 cm • Kaelirl 14 Itr. • Fryslir: 14 Itr. RG 1285 H:147 B:55 D:60 cm Kælir: 232 Itr. • Frystir: 27 Itr. RG 2240 •H:140 B:50 D:60 cm Kælir:181 Itr. Frystir: 40 Itr. RG 2255 • H:152 B: 55 D:60 cm • Kælir:l 83 Itr. • Frystir:63 Itr. RG 2290 H:164 B:55 D:60 cm Kælir:215 Itr. 1 Frystir: 67 Itr. GC 1335 • H:165 B:60 D:60 cm • Kælir: 232 Itr. • Frystir: 66 Itr. Vesturland: Mélnlngarþjónustan Akranesi, Kf. Borglirólnga, Borgarnesl. Blómsturvellir. Helllssandl.Guónl Hallgrlmsson, Qrundartlrói. Ásubúð.Buðardal Vestfirðlr: Gelrseyrarbúðln.Patreksllról.Ralverk, Bolungarvlk.Straumur.lsalirði.Norðurland: Kl. Stelngrlmstjarðar.Hólmavlk.KI. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.Skagfirðingabúö.Sauðárkróki.KEA, Siglufiröi. KEA, Ólafsfiröi. KEA byggingavörur.Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lóniö, Þórshöfn.Urö, Raufarhöfn. Verslunin Ásbyrgi, Kópaskeri. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum.Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupstaö.Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúösfirði. KASK, Höfn.KASK, Djúpavogi.Kf Stöðfirðinga, Stöðvarfirði.Hjalti Sigurösson, Eskifiröi. Suöurland: Klakkur.Vík. Rafmagnsverkstæöi KR, Hvolsvelli.Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn.Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarfirði m Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Umbodsmenn um land allt Jirt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.