Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 27
AÐSENDAR GREINAR
Vandamál bama með
hegðunarvandamál
ÞJÓNUSTA við
börn og unglinga með
atferlistruflanir og
geðræn vandamál
hefur verið til opin-
berrar umræðu að
undanförnu með
vandamál barna- og
unglingageðdeildar
Landspítalans í
brennidepli. Yfirlækn-
ir barna- og unglinga-
geðdeildar hefur
ákveðið að fara í eins
árs leyfi, þar sem upp-
bygging þjónustu
deildarinnar hefur af
óútskyrðum ástæðum
ekki fengið að þróast
sem skyldi. Aðstoðarmaður heil-
brigðismálaráðherra telur hins
vegar, að afköst deildarinnar séu
minni en skyldi og vísar ábyrgð
frá ráðuneytinu, enda hafi deildin
fengið aukafjárveitingar. Mitt í
þessu orðastappi bíða fjölmargar
fjölskyldur eftir úrlausn mála
sinna vegna alvarlegra hegðunar-
erfiðleika barna og fagmenn vita,
að aðgerðarleysi í þessum málum
mun auka líkurnar á að fjöldi
barna og unglinga muni ekki fóta
sig innan ramma þjóðfélagsins og
hugsanlega leita í andfélagslegt
atferli með stórauknum kostnaði
fyrir þjóðfélagið í framtíðinni, auk
þeirrar óhamingju og álags, sem
viðkomandi einstaklingur kann að
valda sér og sínum nánustu.
Síst skal gert lítið úr vandamál-
um barna- og unglingageðdeildar.
Það er hins vegar mikilvægt, að
umræðan beinist víðar en að hlut-
skipti einstakra stofnana og mál-
efni bama og unglinga með hegð-
unarvandkvæði og fjölskyldna
þeirra verði rædd á heildstæðan
hátt. Vandamál barna- og ungl-
ingageðdeildar er aðeins einn þátt-
ur í þeirri mynd. Heilbrigðis-, fé-
lags- og menntamálayfirvöld hafa
ekki brugðist við vandanum á hin-
um ýmsu stigum hans.
íslensk félags- og heilbrigðis-
þjónusta byggist upp á mismun-
andi stigum, þar sem reynt er að
mæta flóknari vandamálum með
meiri sérhæfingu og öflugri þjón-
ustu. í grundavallaratriðum má
greina fjögur stig. Fyrsta stigið
er heilsugæslan og almenni grunn-
skólinn og lögð áherslu á fyrir-
byggjandi aðgerðir og meðferð og
lækningu algengari sjúkdóma og
vandamála á byijunarstigi. Annað
stigið er ýmiss konar sérfræðiþjón-
usta utan sjúkrahúsa, þar sem
mæta má flóknari vandamálum
án innlagna eða breiðs hóps sér-
fræðinga. Þriðja stigið er ýmsar
sérhæfðar sjúkrahús-
deildir og aðrar stofn-
anir, þegar vandamál-
ið krefst aukinnar sér-
þekkingar og náinnar
vinnu hóps sérfræð-
inga. Fjórða stigið er
þegar sjúkdómur eða
ástand er orðið lang-
vinnt og þörf er á vist-
un eða langvinnri fé-
lagslegri aðstoð.
Hvað varðar börn
með atferlis- og hegð-
unarerfiðleika er þjón-
ustan ófullnægjandi á
öllum stigum, þannig
að vandamál barna-
og unglingageðdeildar
er aðeins hluti af stærra vanda-
máli, sem brýnt er að leysa.
Þjónusta á fyrsta stigi ætti að
fást innan heilsugæslunnar og
grunnskólans. Hér er ekki um
auðugan garð að gresja. Sálfræði-
þjónustu er yfirleitt ekki að finna
innan heilsugæslunnar og lítil sér-
hæfð aðstoð stendur til boða vegna
atferlisvandamála innan heilsu-
Þjónustan, segir
Stefán J. Hreiðarson,
er ófullnægjandi
á öllum stigum.
gæslunnar og almenna grunnskól-
ans. Fáir barnalæknar starfa inn-
an ungbarnaeftirlitsins og hlutur
þeirra fer minnkandi. Greining á
ofvirkni og öðrum at-ferlistruflun-
um tefst oft úr hófi enda þekkingu
á vandamálinu ábótavant, bæði
innan heilsugæslunnar og í grunn-
skólanum.
Annað stig þjónustunnar er í
höndum ýmissa sérfræðinga heil-
brigðis- og menntakerfis. Því mið-
ur hefur hallað undan fæti á þessu
stigi með því að hlutverk sálfræði-
þjónustu skóla hefur verið þrengt
verulega, þrátt fyrir þörf fyrir efl-
ingu þjónustunnar. Aðalhlutverk
sálfræðiþjónustunnar í dag er að
styðja við almennt skólastarf, en
ekki að sinna einstaklingum í
vanda. Er hér um að ræða veru-
lega stefnubreytingu, sem var
laumað inn við tilflutning grunn-
skólans til sveitarfélaganna. Þá
hefur embætti skólayfirlæknis ver-
ið óvirkt til margra ára, enda ekki
forgangsverkefni að ráða í það
lækni með sérþekkingu á vanda-
málum skólabarna og önnur sjón-
armið ráðið ferðinni.
Barna- og unglingageðdeild
Landspítalans og geðlæknisþjón-
usta barnadeildarinnar í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri ættu
að vera meginburðarliðir þriðja
stigsins, þegar önnur úrræði hefur
þrotið eða eðli vandamálsins er
slíkt, að þörf er á öflugri sérþekk-
ingu og þverfaglegri teymisvinnu.
Auk þess ætti barna- og unglinga-
geðdeild að vera í fararbroddi í
fræðslu fyrir starfsfólk annarra
stofnana og foreldra. Sérþekkingu
sérfræðinga barna- og unglinga-
geðdeildar ætti jafnframt að nýta
við stefnumótun innan mála-
flokksins. Lesendum blaðsins ætti
að vera ljóst ástand deildarinnar
af fréttum undanfarinna vikna,
yfírlæknir deildarinnar á förum,
raðir lækna deildarinnar þunnskip-
aðar og aðrir sérfræðingar með
mikla þekkingu og reynslu óvissir
um stöðu sína.
Fjórða stig þjónustunnar er á
vegum félagsmálastofnana og
stofnana félagsmálaráðuneytis.
Nokkur uppbygging hefur átt sér
stað á undanförnum árum, m. a.
með stofnun meðferðarheimila.
Hins vegar hefur ekki verið hugs-
að fyrir læknisfræðilegri þjónustu
við þær stofnanir og tengsl við
t.d. barna- og unglingageðdeild
virðast lítil, þannig að samfella í
þjónustu er ekki tryggð.
Vandamál barna- og unglinga-
geðdeildar er sem sagt ekki bara
vandamál barna- og unglingageð-
deildar, heldur kerfisins í heild.
Tólf eða fimmtán milljóna fjárveit-
ing til deildarinnar leysir ekkert.
Órökstuddir sleggjudómar um af-
köst starfsfólks barna- og ungl-
ingageðdeildar eru ekki til þess
fallnir að skilgreina vandamálið.
Vænlegra væri að heyra stefnu
heilbrigðis-, félags- og mennta-
málayfirvalda í þessum mála-
flokki, þannig að skylda hvers
væri ljós. Þetta er því mikilvægara
í ljósi þess, að rannsóknir á fram-
tíðarhorfum barna og unglinga
með ýmiss konar atferlistruflanir
og geðræn vandamál benda sterk-
lega til þess, að innan þess hóps
sé að finna umtalsverðan hluta
þeirra, sem leiðast út í fikn og
afbrot síðar á lífsleiðinni, auk
hærri tíðni geðrænna vandamála
á fullorðinsárum. Það er því
hugsanlegt að þetta málefni sé
eitt mikilvægasta forvarnarstarf,
sem liggur fyrir íslensku heil-
brigðiskerfi í dag. Við höfum ein-
faldlega ekki efni á að eyða tíman-
um í dægurþras. Til þess er of
mikið í húfi.
Höfundur er barnalæknir og
sérfræðingur í fötlunum barna.
Stefán J.
Hreiðarsson
Jafnréttismál
innan
Háskóla Islands
TÍMAMÓT eru í
Háskóla íslands af því
tilefni að innan tíðar
mun Háskólinn í
fyrsta sinn setja sér
ákveðin markmið í
jafnréttismálum sem
varða bæði kennara
og nemendur. Milli-
fundanefnd um jafn-
réttismál í Háskólan-
um hefur verið starf-
andi síðan 1995 og
haft það hlutverk að
benda á ýmislegt sem
betur má fara innan
Háskólans í tillögum
um úrbætur í jafn-
réttismálum. í nefnd-
inni hafa setið jafnt kennurum,
rannsóknaraðilum og aðilum úr
stjórnsýslu skólans tveir stúdent-
ar. Tillögurnar sem nefndin skilaði
af sér og kynntar hafa verið Há-
skólaráði eru í formi draga að jafn-
réttisáætlun fyrir allan Háskólann
sem skal endurskoða að vissum
tíma liðnum. Grundvöllur fyrir
slíkri áætlun er tvíþættur. Annars
vegar hafa háskólar í nágranna-
löndum okkar fyrir löngu síðan
sett sér ýmis markmið í jafnréttis-
málum og skilgreint leiðir að
þeim. Þar hafa m.a. farið fram
Það eru tímamót innan
-----------3-------------
Háskóla Islands, segir
Linda H. Blöndal, þeg-
ar skólinn setur sér
ákveðin markmið í jafn-
réttismálum.
kannanir á umfangi kynferðis-
legrar áreitni en niðurstöður
slíkra kannana liggja fyrir í lang-
flestum háskólum á Vesturlönd-
um. Sýna niðurstöðurnar að á
milli 10-20% þeirra sem eru í
starfi eða við nám í viðkomandi
skóla hafa upplifað slíkt í lengri
eða skemri tíma en þolendur eru
í langflestum tilvikum konur.
Einnig hefur markvissum aðgerð-
um á Norðurlöndunum verið beitt
í ráðningum innan háskóla til að
jafna hlut kynja í stjórnunar- og
kennarastöðum. Nefnd hafa verið
þau rök að það hafi góð áhrif á
starfsanda, örvi afköst og skap-
andi hugsun að starfsmannalið
og stúdentar sé af báðum kynjum.
Hins vegar er það stjórnarskrár-
bundið atriði að jafnræði skuli
ríkja með þegnunum og sam-
þykkti Alþingi þing-
sályktunartillögu fyr-
ir rúmum þremur
árum þar sem ýmsar
aðgerðir eru nefndar
til að stofnanir geti
starfað í anda jafn-
réttislaga og stjórnar-
skrár. Tillagan að
jafnréttisáætlun und-
irstrikar því það sem
lög landsins og sam-
þykktir löggjafans
kveða á um. Innan
Háskólans er mikil
þörf á heildstæðri
áætlun en sú stað-
reynd blasir við að
þessi æðsta mennta-
stofnun landsins hefur að vissu
leyti dregist aftur úr í umræðu
og aðgerðum til að jafna hlut kynj-
anna á ýmsum sviðum. Þegar litið
er á námsval stúdenta eða æðstu
stöður innan Háskólans blasir
nefnilega við gamaldags skipting
kynja í deildir og stöður. Sem
dæmi má nefna að karlar eru 8
talsins í hjúkrunarnámi á móti 488
konum. Einnig er einungis að
finna 11 kvenprófessora á móti
139 körlum.
í umræddri jafnréttisáætlun er
lagt til að jafnréttisnefnd verði ein
af 11 fastanefndum Háskólans.
Raunar er það grundvallarfor-
senda ef framfylgja á tillögum
millifundanefndarinnar. Áherslur
sem fela í sér beinar aðgerðir í
jafnréttismálum mátti einnig finna
í erindi sem verðandi rektor HÍ,
Páll Skúlason, flutti á opnum fundi
3. apríl sl. Þar taldi Páll að „há-
skólayfirvöld ættu að kappkosta
að styrkja konur og styðja til hinna
æðri starfa í Háskólanum .. Há-
skólasamfélagið hefur verið og er
enn karlasamfélag, þar sem sjón-
armið og viðhorf kvenna eiga erf-
itt uppdráttar“. Með formlegum
og skipulegum hætti sé best að
taka á vandanum. Honum skuli
mætt með tangarsókn en í henni
felist tvennt, setning jafnréttis-
reglna og jafnréttisfræðsla innan
Háskólans. Sem næsta áfanga í
slíkri fræðslu nefndi Páll skipu-
lega kynningu og umræðu á sjón-
arhornum kvenna innan allra
fræðigreina. Slíkt ákvæði er ein-
mitt að finna í tillögum að jafn-
réttisáætlun og nú er því bara að
bíða og sjá hvort að fleiri góðar
hugmyndir fái ekki byr undir báða
vængi innan Háskólans á næst-
unni.
Höfundur satí millifundanefnd
Háskólans um jafnréttismál.
Linda H.
Blöndal
Eitt reró
Eittveri
mtlyiæó
^índesíf
KÆU-
skApar
RG 1145
• H: 85 B:51 D:56 cm
• Kaelirl 14 Itr.
• Fryslir: 14 Itr.
RG 1285
H:147 B:55 D:60 cm
Kælir: 232 Itr.
• Frystir: 27 Itr.
RG 2240
•H:140 B:50 D:60 cm
Kælir:181 Itr.
Frystir: 40 Itr.
RG 2255
• H:152 B: 55 D:60 cm
• Kælir:l 83 Itr.
• Frystir:63 Itr.
RG 2290
H:164 B:55 D:60 cm
Kælir:215 Itr.
1 Frystir: 67 Itr.
GC 1335
• H:165 B:60 D:60 cm
• Kælir: 232 Itr.
• Frystir: 66 Itr.
Vesturland: Mélnlngarþjónustan Akranesi, Kf. Borglirólnga, Borgarnesl. Blómsturvellir. Helllssandl.Guónl Hallgrlmsson, Qrundartlrói. Ásubúð.Buðardal Vestfirðlr: Gelrseyrarbúðln.Patreksllról.Ralverk, Bolungarvlk.Straumur.lsalirði.Norðurland: Kl. Stelngrlmstjarðar.Hólmavlk.KI. V-Hún.,
Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.Skagfirðingabúö.Sauðárkróki.KEA, Siglufiröi. KEA, Ólafsfiröi. KEA byggingavörur.Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lóniö, Þórshöfn.Urö, Raufarhöfn. Verslunin Ásbyrgi, Kópaskeri. Austurland: Sveinn Guðmundsson,
Egilsstöðum.Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupstaö.Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúösfirði. KASK, Höfn.KASK, Djúpavogi.Kf Stöðfirðinga, Stöðvarfirði.Hjalti Sigurösson, Eskifiröi. Suöurland: Klakkur.Vík. Rafmagnsverkstæöi KR, Hvolsvelli.Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi.
Rás, Þorlákshöfn.Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarfirði
m
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Umbodsmenn um land allt
Jirt