Morgunblaðið - 08.08.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 08.08.1997, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jennifer Murray ætlar fyrst kvenna að fljúga þyrlu umhverfis hnöttinn Ekki róleg heimakær amma „MÉR HEFÐI aldrei dottið í hug að fara í svona flug á meðan börnin mín voru litil enda þurftu þau á mér að halda. Eftir að börnin uxu úr grasi og ég varð amma hefur mér gefist tækifæri til að láta drauma mína um að ferðast út um víða veröld ræt- ast. Ég hef aldrei verið rólega heimakæra amman," sagði Jenni- fer Murray, breskur þyrluflug- maður, á Reykjavíkurflugvelli í gær. Jennifer stefnir að því að verða fyrsta konan til að fljúga umhverfis hnöttinn á þyrlu. Jennifer og Quentin Smith, aðstoðarflugmaður, verða fyrstu Bretarnir til að ná sama marki. Þau eru þegar komin langleiðina því áætlað er að ferðinni ljúki í Denham á Englandi 15. ágúst nk. Jennifer og Quentin lögðu upp í flugið 10. maí sl. Þau fljúga yfír 28 lönd og taka 80 sinnum elds- neyti á allri leiðinni. Stórkostleg ferð Jennifer sagði að ferðin hefði verið hreint út sagt stórkostleg og erfitt að nefna einn hluta framyfír annan. „Mér fannst al- veg yndislegt að fá að fylgjast með því þegar Kinveijar tóku formlega við Hong Kong af Bret- um. Að fljúga yfir Rússland var mikil lífsreynsla og meiriháttar að koma til Alaska. Við flugum yfir pýramídana í Egyptalandi og áfram væri lengi, lengi hægt að telja,“ sagði hún. Hún sagði að erfiðasta flugið hefði verið frá Kanada til Græn- lands. „Veðrið var leiðinlegt og vélin í þyrlunni fór að gefa frá sér einkennilegt hljóð á miðri leiðinni. Við voru ansi tauga- veikluð á tímabili. Allt fór hins vegar vel og hingað er ég kom- in. Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið þreytt en spenningur- inn yfir fluginu heldur mér gang- andi,“ sagði Jennifer og játti þvi að flugið væri svo sannarlega þess virði. „Hér er heldur ekki aðeins um að ræða að selja met. Við erum að safna peningum til að koma börnum til hjálpar. Ekki aðeins börnum í vanþróuðu ríkjunum því fjöldinn allur af börnum í ríkari löndum á um sárt að binda, sum börn eiga t.a.m. ekki kost á menntun eða hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi," sagði hún. Tvímenningarnar stefna að því að safna samtals 58,5 milljón- um til styrktar börnum víðsvegar í heiminum. Byijaði að fljúga fyrir tveimur og hálfu ári Hún sagðist hlakka til að hitta eiginmann sinn og dóttur á Bret- landi og tók fram að hún hefði hitt barnabörnin tvö, eins og þriggja ára, í Hong Kong. „Þau eru of ung til að átta sig á því hvað ég er að gera, en auðvitað sakna ég þeirra og þau mín þeg- ar við sjáumst ekki í langan tíma,“ sagði Jennifer. Jennifer, sem er 56 ára og var búsett í Hong Kong um 30 ára skeið, er menntaður listamaður og textílhönnuður og stofnandi tveggja fyrirtækja í Hong Kong og Tælandi. Hún hóf að stunda þyrluflug fyrir tveimur og hálfu ári og hefur 600 flugtima að Morgunblaðið/Jim Smart QUENTIN og Jennifer héldu fluginu áfram i gærmorgun. Þau fljúga eins hreyfils Robinsson-þyrlu. baki. Jennifer á fleiri áhugamál en fíugið því hún hefur tekið þátt í maraþonhlaupi í London. Quentin Smith, sem er 32 ára, á að baki meira en 4.000 flugtíma enda hefur hann stundað flug frá unga aldri. Hann hefur einnig stundað kappakstur. Quentin rekur þyrlufyrirtæki í Bretlandi. Jennifer segir að ferðin hafi gengið samkvæmt áætlun og eig- inlega gott betur því að hún hafi gert ráð fyrir að koma til íslands 9. ágúst. Sendiherrabú- staðurinn í París Seldur fyrir 218 milljónir UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur selt hús íslenska sendi- herrans í París fyrir 218 milljónir íslenskra króna. Ráðuneytið áformar að kaupa annað hús fyrir sendi- herrann. Sendiherrann er að kanna þau hús sem koma til greina og mun gera tillögu til ráðuneytisins um húsa- kaup. Að sögn Stefáns Hauks Jóhannessonar, skrifstofu- stjóra í utanríkisráðuneytinu, var sendiherrabústaðurinn kominn til ára sinna og þurfti mikið viðhald. Þess vegna hefði verið ákveðið að selja hann og finna annað hent- ugra húsnæði sem væri ódýr- ara í rekstri. Sendiherrabú- staðurinn er glæsilegt hús í dýru hverfi og sagði Stefán Haukur að ráðuneytið hefði vonast eftir að fá hærra verð fyrir hann. Húsnæðismark- aðurinn í París hefði hins vegar verið í lægð að undan- förnu og ekki talið líklegt að hærra verð fengist fyrir hús- ið. Ráðuneytið myndi aftur á móti væntanlega njóta góðs af ástandinu á markaðinum þegar nýtt hús yrði keypt. Hann sagði óvíst hvort heim- ild til að kaupa nýjan sendi- herrabústað yrði nýtt á þessu ári eða næsta. Sendiherrann í París er í bráðabirgðahúsnæði meðan leitað er að nýju húsi. Sjúkraþjálfarar uggandi vegna breyttra reglna SJÚKRAÞJÁLFARAR telja að breyttar reglur Tryggingaráðs um þátttöku sjúklinga í greiðslum fyrir sjúkraþjálfun muni geta leitt til aukinna innlagna á sjúkra- stofnanir og fjölgunar legudaga. Stjórnir Félags íslenskra sjúkra- þjálfara og Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hafa samþykkt ályktun þar sem hörm- uð er ákvörðun Tryggingaráðs og varað er við áhrifum breyting- anna, sem hún hefur í för með sér. Sigrún Knútsdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara, segir að Tryggingastofnun ríkis- ins hafi á síðasta ári samþykkt að fjölga stöðugildum í sjúkra- þjálfun í göngudeildarþjónustu um 15 og á þessu ári um 4,5 til Telja að sjúkl- ingum verði haldið lengur á stofnunum að mæta brýnni þörf. Hún hafi aðallega skapast vegna þess að nú sé reynt að hafa sjúklinga ekki lengur á sjúkrastofnunum en nauðsyn krefji og veita þeim endurhæfingu á göngudeildum. Þannig hafi legudögum snarfækkað og þar sé jafnframt komin skýring á því hvers vegna útgjöld Tryggingastofnunar ríkis- ins vegna sjúkraþjálfunar fari 80 milljónir fram úr áætlun, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Sigrún bendir á að þarna sé verið að mæta kostnaði á göngu- deildum sem annars hefði orðið á sjúkradeildum, nema þar hefði hann orðið mun hærri. Sjúkra- þjálfun á göngudeild kosti um 1.850 krónur á dag en umönnun sjúklings sem liggur inni á stofn- un hlaupi á tugum þúsunda. Þurfa að greiða helming kostnaðar Sigrún segir að margir sjúk- lingar sem hingað til hafi ekki greitt fyrir sjúkraþjálfun muni eftir breytingu þurfa að gera það. Hún nefnir t.d. þá sem fá heila- blóðfall eða hjartaáfall. Slíkir sjúklingar eru útskrifaðir eins fljótt og hægt er. Tryggingastofn- un hefur greitt fyrir sjúkraþjálfun þeirra að fullu meðan þeir eru í endurhæfingarþörf. Eftir breyt- ingu þurfi þeir að greiða helming kostnaðar sjálfir eða yfir 900 krónur fyrir hvert skipti, séu þeir ekki öryrkjar eða orðnir 67 ára. „Við höldum að þetta geti orðið til þess að sjúklingum verði hald- ið lengur inni á stofnunum vegna þess að þeir geti ekki borgað fyr- ir þjálfun. Fyrir þá sem ekki eru í vinnu og þurfa að lifa af sjúkra- dagpeningum skiptir þetta veru- legu máli,“ segir Sigrún. Hún segir að foreldrar fatlaðra barna þurfi að greiða alls 7.000 krónur fyrir sjúkraþjálfun áður en þau fái ókeypis þjálfun. Nýtt Naust á að rúma 700 manns NÚ STANDA yfir breytingar á veitingahúsinu Naustinu en nýver- ið tók Valur Magnússon yfir rekst- ur staðarins. Að sögn Vals er ætl- unin að opna staðinn meira en verið hefur og verður hægt að ganga á milli þar sem áður var veitingastaðurinn Naustið og Naustkráin í kjallara hússins. Auk þess verður ris Naustsins tekið í notkun en þar voru áður geymslur. „Þetta verður gjörbreytt hús, líflegra og léttara en áður, s_ann- kallað gleðihús,“ segir Valur. í allt mun staðurinn rúma um 700 manns. Valur segir að innréttingarnar í gamla Naustinu verði látnar halda sér að hluta en miklar breytingar verði á fyrirkomulagi veitingastað- arins. „Yfirbragðið verður allt glaðværara og léttara. Matseðill- inn verður fjölbreyttari og eldhúsið opið lengur. Á föstudags- og laugardagskvöldum verður t.d. hægt að panta spænska smárétti (tapas) frameftir öllu.“ Á að höfða til 30 ára og eldri Að sögn Vals er ætlunin að höfða til fólks eldra en þrítugt og er hann þess fullviss að markaður sé fyrir stað ætlaðan þessum ald- urshópi. „Lífsmynstur á Islandi hefur gjörbreyst síðustu 10-15 árin. Nú er miklu algengara að fólk fari út um helgar en fyrir 15 árum. Það er t.d. orðið mjög al- gengt að fólk hittist frekar á kaffí- eða veitingahúsum en heima hjá sér. í því samhengi hef ég mikla trú á skemmtistöðum sem tengjast veitingahúsum eins og Naustið kemur til með að gera.“ Valur seg- ir að leikin verði lifandi tónlist bæði á veitingastaðnum og á barn- um ) i i i I > I I I I I Í i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.