Morgunblaðið - 08.08.1997, Page 8

Morgunblaðið - 08.08.1997, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tölvuterror ' í frystihúsi Bakka í Bolungarvík er fullkomið tölvu- kerfi flæðilínunnar notað til að skrá hvert handar- vik og snúning starfsKVENNA (ekkr karla) og listi ura frammistöðu hengdur upp tvisvar á dag. Par má sjá nöfn og númer kvennanna, hvort þær Utanríkisráðherra um staðfestingu Bretlands á hafréttarsamningnum Viðræðum um hafsbotns- réttindi haldið áfram HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að í framhaldi af því að Bretland hefur fullgilt hafréttar- samning Sameinuðu þjóðanna verði viðræðum við Breta um hafsbotns- réttindi á Hatton-Rockall-svæðinu haldið áfram. Þá segir hann að ís- land muni viðhalda kröfu sinni til fiskveiðiréttinda á alþjóðlega haf- svæðinu sunnan landsins sem Bretar gerðu áður kröfu til. „Við teljum þetta mjög mikilvæga ákvörðun hjá Bretum og við fógnum henni,“ segir Halldór. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni nú hætta að miða við klettinn Rockall sem grunn- punkt fyrir 200 mílna lögsögu sína. Pað hefur annars vegar þau áhrif að 3.900 ferkílómetra svæði syðst í ís- lenzku lögsögunni, sem Bretar gerðu áður tilkall til, verður óumdeilt og hins vegar að stórt hafsvæði sunnan íslenzku lögsögunnar verður óum- deilt alþjóðlegt svæði. Greiðir fyrir samningum um alþjóðlega svæðið „Þessi ákvörðun Breta ætti að greiða fyrir samningum í framtíðinni um það svæði,“ segir Halldór. „Möguleikar íslenzkra úthafsútgerða fara fyrst og fremst eftir því hvort veiðanlegur afli er á svæðinu en sannleikurinn er sá að þetta svæði hefur ekki verið nægilega kannað, hvorki af okkur né öðrum.“ Halldór segir að kröfu íslands til fiskveiðiréttinda á svæðinu verði við- haldið en nokkur ár geti liðið þar til niðurstaða fáist í þvi máli. „Þar er ekki mikil veiðireynsla, hvorki hjá okkur né öðrum,“ segir hann. Rætt um nýja stöðu Island, Bretland, írland og Dan- mörk fyrir hönd Færeyja gera öll kröfu til hafsbotnsréttinda á Hatton- Rockall-svæðinu, sem er sunnan ís- lenzku lögsögunnar. Fyrir sjö árum var brezkum og íslenzkum sérfræð- ingum falið að setja saman sameigin- lega skýrslu um málið og átti hún að verða grunnur frekari viðræðna ríkj- anna. Skýrslugerðin hefur hins veg- ar legið niðri um nokkurt skeið, með- al annars vegna þess að Bretar áttu ekki aðild að hafréttarsamningnum og forsendur ríkjanna voru því ólík- ar. Aðspurður hvort þess verði nú farið á leit við Breta að skýrslunni verði lokið og viðræður hafnar á ný, segir Halldór að íslenzk stjómvöld hafi alla tíð verið í sambandi við Breta vegna málsins og haldið við sjónarmiðum sínum og kröfum. „Við munum halda áfram þeim viðræðum, sem við höfum átt við þá á undan- förnum árum, og ræða við þá um þessa nýju stöðu. Það er þó ekki hægt að ákveða neitt frekar um það fyrr en við höfum fengið viðbrögð af þeirra hálfu. Auk þess koma fleiri þar að, Irar og Færeyingar." Aðspurður hvort ekki sé orðið brýnt að fá niðurstöðu um hafsbotns- réttindin, nú þegar olíuleit sé hafin við Rockall, segir Halldór: „Það hef- ur alltaf verið brýnt og ekki hefur dregið úr því.“ Halldór bendir á að landgrunns- nefnd Sameinuðu þjóðanna hafi nú tekið til starfa og sé það hlutverk hennar að gera tillögur til strand- rílqa um ytri mörk landgrunnsins. „Þetta er að sjálfsögðu mikil breyt- ing frá því sem áður var varðandi landgrunnið," segir ráðherra. VTkutÍTböð Safnkortshafar fá að auki 3% afslátt í punktum. alltlil alls Iflilsslöíum * Finsiinslí • Guynvc||í • Guiisyíilu • li<ikjuigiilu Hulnuiliiði • Nnsjuil vlí Hoiiiðljuið • tkóymsoli • Slérulijullu • Vuguiu • Ayisiðu Ökldiiliolt Forysta íslands í Evrópuráðinu Leiðtogafundur og hálfrar aldar afmæli Sveinn Björnsson -p^ÍKISSTJÓRNIN B-f ákvað á liðnum JL Wvetri að stofna nýtt embætti sendiherra hjá Evrópuráðinu í Strassborg. Meðal ann- ars til að mæta auknum umsvifum ráðsins vegna stækkunar þess við inn- göngu Austur-Evrópu- landa og undirbúa for- mennsku Islands í ráð- herranefndinni. Island tekur þar við stjóm í fyrsta sinn vorið 1999, á 50 ára afmæli Evrópu- ráðsins, og sendiherr- ann, Sveinn Bjömsson, mun þegar gegna vara- formennsku frá komandi hausti. Ráðherranefndin, sem skipuð er utanríkis- ráðheirum allra aðildar- landanna, fer með fram-kvæmda- vald Evrópuráðsins, tekur af- stöðu til ályktana þingmanna og sérfræðinga. Ráðherramir hittast reglulega vor og haust og þess á milli funda fastafulltrúar eða sendiherrar ríkjanna. Síðustu ár hefur sendi- herra Islands í París, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sinnt Evr- ópuráðinu og undanfarin tvö ár var Sveinn Á. Bjömsson varafastafúlltrúi við ráðið, en hann er nú horfinn til starfa við sendiráðið í Washington. Nafna hans bíður talsvert verk í nýju starfi og þegar í haust verður annar leiðtogafundur ráðsins. Þessa dagana fer mestur tími í undirbúning hans, Jaques Chirac Frakklandsforseti er gestgjafi og af íslands hálfu sækir Davíð Oddsson forsætisráðherra fund- inn. - Hvers vegna er efnt til fyrstu leiðtogafunda ráðsins þeg- ar nær hálf öld er liðin frá stofn- unþess? „Það er vegna stækkunar ráðs- ins um helming á tíu ámm og breytinga í Evrópu. Fyrsti fund- ur leiðtoganna var í Vín 1993 þegar mörg ríki höfðu bæst við eða vom í þann mund að koma sér fyrir. Þá var skerpt á eftir- litsþætti hvað þau varðar vegna grundvallarreglna ráðsins og nú verður framhaldið ákveðið: stefna Evrópuráðsins mörkuð í ljósi þróunar í álfunni, einkum með tilliti til annarra fjölþjóða- stofnana. Evrópuráðið er með vissum hætti lykill að ESB og NATÓ fyrir ríkin í austri. Eg nefndi eftirht því áhersla er lögð á að fylgjast með fram- gangi lýðræðis og mannréttinda í nýjum löndum, sem ekki byggja á sömu hefð og gróin ríki ráðsins. Sendinefndir fara til dæmis og fylgjast með kosningum, farið hefur verið í fangelsi og geðspít- ala í löndunum og aðbúnaður at- hugaður. Þegar mál- um þykir mjög ábóta- vant er ríki áminnt og komið getur til brott- vísunar úr ráðinu. En aðstoð við nýju löndin vegur jafnþungt, ég nefni sem dæmi lagasetningu og fram- kvæmd mála í dómstólum og fangelsum. Einnig skólamál, heil- brigðismál og umhverfismál; jafnrétti kynþátta og trúarhópa". - í hverju felst formennska í ráðherranefndinni? „Einkum fundarstjóm í nefnd- inni nokkrum sinnum í mánuði og foiystu í sumum vinnuhópum hennar. Þá þarf að vinna með ut- ►Sveinn Björnsson er fæddur árið 1942 og lagði stund á frönsku, sögu og sfjórnmála- fræði við háskólana í Manchest- er og París. Hann hefur stafað í utanrikisþjónustunni síðan 1969, við sendiráðin í Stokk- hólmi, Bonn og London. Þá var Sveinn siðameistari og skrif- stofusfjóri í utanríkisráðuneyt- inu og forsetaritari um fimm ára skeið. Hann varð sendi- herra íslands hjá Evrópuráðinu síðastliðið vor. anríkisráðherra landsins skýrslu nefndarinnar, sem þinginu er gef- in tvisvar á ári. Hvert land sfýrir ráðherranefndinni í hálft ár, utan- ríkisráðherrann er hinn formlegi formaður og stýrir einum fundi á tímabilinu. Vorið 1999 tekur ís- land við af Ungveijalandi, einmitt þegar hálfrar aldar afmæli Evr- ópuráðsins ber upp þann 5. maí. Ungveijar munu þannig undir- búa hátíðarhöld af hálfú ráð- herranefndinnar og íslendingar annast þau að hluta til.“ - Hverjar eru aðalstofnanir Evi-ópuráðsins? „Mannréttindastofnanir, þing- mannasamkunda með fulltrúum þjóðþinganna, ráðherranefnd og nær 1500 manna skrifstofa eru helstu stofnanir. Einn íslending- ur, Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir Ergiin, er háttsett í skrifstofunni og fer með jafnréttismál. Fag- ráðherrar aðildarríkja hittast reglulega og nefndi sérfræðinga úr ráðuneytum og stofnunum landanna. Sveitarstjómarráð- stefna gegnir jafnframt veiga- miklu hlutverki. Fastanefndir hafa vitanlega samband við þing- menn og sérfræðinga sinna landa og ég hef þegar hitt ís- lensku þingmennina sem hér voru í júní. Beint samspil þings og ráðherranefndar er annars í nefnd þar sem skipst er á upp- lýsingum. Mannréttindanefnd og dómstóll er ef til vill það sem Evrópu- ráðið er þekktast fyr- ir. Nefndin tekur við kærum og beinir innan við tí- unda hluta þeirra til dómstólsins. Þetta breytist væntanlega haust- ið 1998 þegar stofnanimar tvær verða sameinaðar og einn dóm- ari í fullu starfi verður frá hveiju aðildarríki. Þá er gert ráð fyrir að öll ríkin hafi fullgilt mannrétt- indasáttmála þess auk viðauka og raunar vonast til að svo verði strax í haust, íyrir leiðtogafund- inn í október.“ lykill að ESB og NATÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.