Morgunblaðið - 08.08.1997, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
f
Flugfélag íslands semur við bílaleigur
Sértilboð fyr-
ir farþega
FARÞEGUM sem fljúga með Flug-
félagi íslands og kaupa farseðil
fram og til baka býðst nú bílaleigu-
bíll fyrir 2.660 kr. á sólarhring.
Innifalið er 100 km akstur, trygg-
ing og virðisaukaskattur.
Sala á þessum kjörum hefst
fimmtudaginn 14. ágúst og stend-
ur tilboðið frá 15. ágúst til 30.
september. Gildir ofangreint verð
fyrir ódýrasta flokk bílanna, til
dæmis Opel Corsa og Nissan
Micra.
Samstarfsaðilar Flugfélags ís-
lands í þessu tilboði eru Bílaleigan
ALP, Bílaleiga Akureyrar-Europ-
car, Hertz, Bílaleiga Húsavíkur og
Bílaleigan Ernir á ísafirði.
Hægt er að fá bílana leigða í
Reykjavík, Akureyri, Húsavík,
Egilsstöðum, Höfn, Vestmannaeyj-
um og ísafirði.
Afmælishátíð í
Mosfellsbæ
MOSFELLSBÆR á 10 ára afmæli
næstkomandi laugardag 9. ágúst,
og verður ýmislegt á döfinni af því
tilefni.
Skrúðganga leggur af stað á
laugardaginn kl. 13.30 frá Nóatúni
að Hlégarði og þar hefst dagskrá
kl. 13.45. Kiukkan 14.45 verður
skrúðganga að íþróttasvæðinu þar
sem fram fara Hálandaleikar.
Klukkan 16 verður stór sýning á
verkum Sverris Haraldssonar opn-
uð á Hulduhólum og spannar sýn-
ingin allan feril listamannsins. Hún
verður opin alla daga nema mánu-
dag frá klukkan 14 til 18 út mán-
uðinn.
Um kvöldið verður dagskrá í
Hlégarði og hefst kl. 20. Þar verða
veitt verðlaun fyrir fallegasta
garðinn í Mosfellsbæ.
Þá býður Mosfellsbær bæjarbú-
um til grillveislu, funk- og jazz-
hljómsveitin Interstate spilar og
Signý Sæmundsdóttir syngur. Há-
tíðinni lýkur með flugeldasýningu.
Prófastur settur
í embætti
BISKUP íslands, hr. Ólafur Skúla-
son, mun setja sr. Ingimar Ingi-
marsson í embætti prófasts í Þing-
eyjarprófastsdæmi sunnudaginn
10. ágúst kl. 11 við messu á Þórs-
höfn. Sr. Örn Friðriksson lét af því
embætti um síðustu mánaðamót
sökum aldurs. Sr. Ingimar var skip-
aður prófastur frá 1. ágúst sl.
Sr. Ingimar varð stúdent frá
Akureyri 17. júní 1949 og lauk
guðfræðiprófi frá Háskóla Islands
1953. Frá 1953 hefur sr. Ingimar
gegnt sóknarprestsembætti í Rauf-
arhafnarprestakalli á Sauðanesi og
í Vík í Mýrdal.
Biskupskjör hafið
Atkvæði talin 6. september
KOSNING biskups stendur nú yfir
en kjörgögn voru send til kjör-
manna síðastliðinn þriðjudag. Þeir
hafa skilafrest til og með föstudegi
29. ágúst og verða atkvæði talin
eftir að liðinn er viku kærufrestur.
Ákveðið hefur verið að talning
fari fram laugardaginn 6. septem-
ber klukkan 11 árdegis í skrifstofu
dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.
Fái enginn hreinan meirihluta at-
kvæða kemur til annarrar umferðar
og er talið að endanleg úrslit geti
legið fyrir 10. október.
Sími 555-1500
Mosfellsbær
Brattholt
Ca 150 fm einbýli auk bilskúrs. Verð
10,8 millj.
Garðabær
Stórás
Rúmgóð ca 70 fm 2-3 herb. íb. á neðri
hæð í tvíb. Ný eldinnr.
Reykjavík
Leirubakki
Góð 4ra herb. íb. ca 90 fm á 3. hæð.
Fráb. útsýni. Verð 6,6 millj.
Hafnarfjörður
Breiðvangur
Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri hæð.
í tvíb. auk bllskúrs. 5 svefnh. Áhv.
byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj.
Gunnarssund
Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh.
Álfaskeið
Einbýlishús á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið
endurn. Ath. skipti á lítilli (b.
Reykjavíkurvegur
Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið
áhv. Verð 4,3 millj.
Fasteignasala,
Strandgötu 25, Hfj.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
\................ .......... «
Húsnæðisstofnun
bregst við
Ríkissak-
sóknara
sent bréf
VEGNA frétta í DV á miðvikudag
og fimmtudag um sölu Húsnæðis-
stofnunar ríkisins á húseign í
Hafnarfirði sendi forstjóri stofnun-
arinnar, Sigurður E. Guðmunds-
son, fjölmiðlum eftirfarandi orð-
sendingu í gær:
„Húsnæðisstofnun ríkisins hefur
í dag ritað Ríkissaksóknara bréf í
tilefni af fréttaflutningi, síðustu
daga, vegna sölu á ónafngreindu
húsi í Hafnarfirði. Er það gert með
vísan til laga nr. 80/1993, um
aðgerðir gegn peningaþvætti.11
-kjami málvins!
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
JÓN A. Jónsson með 6 punda fisk sem hann fékk i Hraunfossi, efsta veiðistað Hellisár.
Rangárnar á toppinn og
veiði glæðist nyrðra
RANGÁRNAR, eystri og ytri,
hafa gefið af sér flesta laxa í
sumar og miðað við gang mála
er erfitt að sjá fyrir að einhver á
skjóti sunnlensku stóránum ref
fyrir rass úr þessu. Góðar fregnir
berast einnig að norðan þar sem
líf hefur færst í smálaxagöngur
og sá fiskur sem gengur er afar
vænn.
í gær höfðu Rangárnar gefið
samanlagt nálægt 1.500 laxa,
eystri áin rétt rúmlega 800 og
ytri áin tæplega 700 stykki, að
sögn Þrastar Elliðasonar Ieigu-
taka Ytri-Rangár. Síðustu daga
hefur verið slæmt veður, en Ytri-
Rangá haft vinninginn, enda
helst hún tær á meðan Eystri-
Rangá litast mjög. „Það hafa
veiðst 25-30 laxar á dag í Ytri-
Rangá þrátt fyrir óveðrið," sagði
Þröstur.
Glæðist fyrir norðan
Orri Vigfússon sagði í gærdag
að eitt 70 laxa holl hefði rekið
annað í Laxá í Aðaldal og væri
uppistaðan í veiðinni stór smálax.
Sagði Orri að veiðin hefði orðið
meiri ef áin hefði ekki orðið skol-
uð í hinum stífu sunnanáttum síð-
ustu daga. Orri var annars að
ljúka 4 daga holli í Selá ásamt
félögum sínum og veiddi hópurinn
54 laxa á fjórar stangir á fjórum
dögum. „Það er sama sagan í
Selá, þetta er stór smálax og tals-
vert af fiski að ganga. Ain er
komin í tæpa 350 laxa sem er
meira en ég bjóst við í byrjun
vertíðar," sagði Orri.
Líflegt í
Hellisá á Síðu
í Hellisá á Síðu hafa veiðst um
180 laxar og á annan tug sil-
unga. Áin er ekki fiskgeng og eru
þetta fiskar sem keyptir eru úr
Lárósstöðinni á Snæfellsnesi.
Sleppt hefir verið tvívegis í ána
samtals 500 fiskum. Þá er áætlað
að sleppa 200 til viðbótar ein-
hvern tíma í þessum mánuði.
Veiðisvæðið er um 5 kílómetrar
og eru 20-30 álitlegir veiðistaðir
á þessum kafla. Veiðin hófst 12.
júlí og verður veitt út september.
Hellisá er um 20 km frá þjóð-
veginum og er fyrst ekið upp
Lakaveg og síðan svokallaðan
línuveg sem liggur með háspenn-
ulínu Landsvirkjunar. Vegurinn
er ekki fólksbílafær. Auðvelt er
að veiða í ánni og hafa margir
veiðimenn fyllt kvóta sinn, sem
eru 5 fiskar á stöng á dag. Síð-
asta holl sem var við veiðar náði
26 eða 27 löxum sem þeir veiddu
víðs vegar um ána. Veitt er á
þijár stangir og fylgir nýtt glæsi-
legt veiðihús leyfunum.
Þrettán laxar úr
Geirlandsá
Þrettán laxar voru komnir á
land úr Geirlandsá á Síðu sl.
þriðjudag en þá voru Suðurnesja-
menn að hætta veiðum. Hollið
fékk 3 laxa, tvo 11 punda og einn
sem aðeins vó 10 pund. Meðalvigt
fisksins, sem veiðst hefir, er uni1
7,5 pund. Nokkuð er af laxi í
ánni sem reyndar er þekkt sjóbirt-
ingsá. Sjóbirtingurinn er ekki far-
inn að ganga í ána að neinu markj
en einn fiskur hefir þó veiðzt. í
vorveiðinni fengust 136 fiskar og
veiddust þeir á tímabilinu 1.-26.
apríl.
Hlutafé Dagsprents
aukið um 70 milljónir
Morgunblaðið/Kristinn
ELÍAS Snæland Jónsson og Stefán Jón Hafstein ritstjórar Dags-
Tímans og Eyjólfur Sveinsson stjórnarformaður Dagsprents.
Nýr ritstjóri
ráðinn að Degi-
Tímanum
HLUTAFÉ Dagsprents sem gefur
út Dag-Tímann verður líklega auk-
ið um 70 milljónir á næstu dögum.
Þetta kom m.a. fram á blaða-
mannafundi hjá Degi-Tímanum í
gær er tilkynnt var að Elías Snæ-
land Jónsson myndi í dag taka við
starfi sem annar tveggja ritstjóra
blaðsins með Stefáni Jóni Hafstein.
Hlutafé Dagsprents er í dag um
60 milljónir króna að nafnvirði en
með auknu hlutafé mun það fara
upp í 100 milljónir að nafnvirði.
Eyjólfur Sveinsson stjómarformað-
ur segir að mest af nýju hlutafé
sé þegar búið að selja, en enn eigi
þó eftir að ræða við áhugasama
aðila. Hann vill ekki gefa upp hvað-
an nýtt hlutafé muni koma, en seg-
ir að það muni m.a. koma frá ein-
staklingum og fyrirtækjum.
Að sögn Eyjólfs er aukið hlutafé
útgáfunnar liður í því að breyta
blaðinu og bæta það á næstu mán-
uðum, en í því skyni var einnig
ákveðið að bæta við nýjum rit-
stjóra og að fjölga á ritstjórn.
Ráðninguna bar brátt að
Elías Snæland Jónsson sagði á
blaðamannafundinum í gær að
ráðninguna hefði borið brátt að,
en hann hefði ákveðið að slá til
og sér fyndist spennandi að taka
þátt í því verkefni að gera blaðið
stærra, öflugra og fjölbreyttara.
Elías Snæland fæddist að Skarði
i Bjamarfirði, Strandasýslu, 8. jan-
úar 1943. Elías er kvæntur Önnu
Kristínu Brynjúlfsdóttur latínu-
kennara og rithöfundi. Þau eiga
þrjú börn. Hann var blaðamaður
við Tímann 1964 til 1973, ritstjóri
Nýrra þjóðmála 1974 til 1976,
blaðamaður og ritstjómarfulltrúi
Vísis 1976 til 1981, ritstjóri Tímans
1981 til 1984 og aðstoðarritstjóri
DV frá apríl 1984.
■
§>
i
<
V
;
c.
c:
(
! <
\i
i