Morgunblaðið - 08.08.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.08.1997, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Dagar Ólafs bekks FERÐAMÁLARÁÐ Ólafsfjarð- ar, félög og fyrirtæki í bænum efna til kynningardaga, svo- nefndra „Daga Ólafs bekks“ en hann var landnámsmaður Ólafsfjarðar ásamt Gunnólfí hinum gamla. Dagskráin hófst formlega í gærkvöld með leik Leifturs og Vals á Ólafsfjarðarvelli. í dag, föstudag, verður hestaleiga opin fram eftir kvöldi, gallerí, náttúrugripasafn, golfvöllur og sundlaug verða opin sem og um helgina. fjölbreytt dagskrá verður á laugardag, m.a. verður útimarkaður við Tjarnarborg, Tröllaskagatvíþraut og sýning á þjóðbúningum verður opnuð í gagnfræðaskólanum, en hún verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 14 til 17 og 21 til 23. Hótel Ólafsfjörður býður upp á sjávarrétti um helgina, en á laugardagskvöld verður lögð áhersla á suðræna saltfiskrétti. Bæjarráð Iðnaðarsvæði í Krossanes- haga gert byggingahæft BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur falið tæknideild bæjarins að leggja fyrir ráðið tillögu um hvernig gera megi fyrirhugað iðnaðarsvæði í Krossa- neshaga norðan Hlíðarbrautar byggingarhæft í áföngum ásamt kostnaðaráætlun um einstaka áfanga. Leggja á tillöguna fram fyrir lok næsta mánaðar. Leitað eftir styrk til tækjakaupa FJÁRÖFLUNARNEFND rann- sókna- og sérfræðibókasafns Há- skólans á Akureyri hefur leitað eft- ir fjárstyrk frá Akureyrarbæ til kaupa á tækja- og tæknibúnaði fyrir safnið, en það verður opnað í nýjum húsakynnum á Sólborgar- svæðinu 6. september næstkom- andi. Bæjarráð frestaði afgreiðsiu þessa erindis á meðan unnið er að framtíðarskipan bókasafnsmála á Akureyri. Lyfsala í Hagkaup BÆJARRÁÐ hefur samþykkt leyf- isveitingu til handa Ingvari Þór Guðjónssyni lyfjafræðingi, en heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyti leitaði eftir umsögn bæjarstjómar um leyfí til lyfsölu að Fumvöllum 17, þar sem verslun Hagkaups er til húsa á Akureyri. Stöðuleyfum verbúða sagt upp SAMÞYKKT var á fundi bæjarráðs í gær að segja upp stöðuleyfum verbúða og annarra mannvirkja við Fiskitanga með 6 mánaða fyrirvara, frá 1. september næstkomandi. Stjóm Hafnasamlags Norðurlands hafði óskað eftir að stöðuleyfum verbúðanna yrði sagt upp vegna fyrirhugaðra framkvæmda við vest- urbakka Fiskihafnarinnar. Úrbætur í áhaldahúsi VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur ít- rekað kröfur um úrbætur á hús- næði áhaldahúss bæjarins við Tryggvabraut og óskað eftir tíma- settri áætlun þar um. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra og bæjar- verkfræðingi að móta tillögur um lausn málsins og leggja fyrir bæjar- ráð fýrir ágústlok. Skógræktar- ferð Varðar VÖRÐUR, félag ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri, efnir til árlegrar skógræktarferðar á morgun, laugardaginn 9. ágúst. Farið verður á einkabílum frá Kaupangi við Mýrarveg kl. 13 og ekið að Gullbrekku í Eyja- fjarðarsveit þar sem plantað verður í Varðarlund undir ör- uggri leiðsögn þingmannsins Tómasar Inga Olrieh. Að lok- inni gróðursetningu verður tek- ið til við að grilla ofan í mann- skapinn en áætlað er að halda heim á leið um kl. 17. Framkvæmdum við Giljaskóla flýtt BÆJARRÁÐ Akureyrar gekk í gær frá tillögu til bæjarstjórnar um endurskoðun á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs, en samkvæmt henni hækka tekjur bæjarins um 172 milljónir króna frá því sem áætlað var við gerð fjárhagsáætlunar í desember síðastliðnum og verða samtals 2.080.500 þúsund krónu. Rekstrargjöld hækka um 172,6 milljónir og verða samtals 1.643.965 þúsund krónur. Gjaldfærð fjárfesting hækkar um 32 milljónir, einkum vegna aukinna eignakaupa sem tengjast skipulagi. Eignfærð fjárfesting hækkar um 101,6 milljónir króna sem kemur til af ákvörðun um að flýta framkvæmdum við byggingu Giljaskóla, en fyrirhugað er að ljúka uppsteypu hússins nú í ár. Samtals verður því varið um 350,7 milljónum króna í ár í eignfærða fjárfestingu, en 247,3 í gjaldfærða fjárfestingu. Auknum útgjöldum umfram tekjur verður mætt með lántöku að upphæð 50 milljónir króna og aukinni skerðingu á veltufjármun- um. Leiðir til skuldasöfnunar Sigurður J. Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, bókaði á fundi bæjarráðs að hann geri ekki ágreining um að endurskoðuð fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs verði lögð fyrir bæjarstjórn. „Mikil röskun á framkvæmdum leiðir til þeirrar niðurstöðu að skerða þarf veltufjármuni verulega og taka ný lán. Þetta leiðir til lakari greiðslu- stöðu og skuldasöfnunar,“ segir í bókun Sigurðar. í bókun Heimis Ingimarssonar, Alþýðubandalagi, kemur fram að afstaða flokksins til endurskoðaðrar fjárhagsáætl- unar muni koma fram í bæjar- stjórn, en næsti fundur er á þriðju- dag. Ekki ný útgjöld Guðmundur Stefánsson, Fram- sóknarflokki, sagði að vegna þeirr- ar ákvörðunar að flýta fram- kvæmdum við Giljaskóla væri farið nokkuð fram úr þeirri áætlun sem samþykkt var við gerð fjárhagsá- ætlunar í desember. Það myndi hins vegar jafna sig fljótt út aftur, þar sem ekki væri um að ræða ný útgjöld heldur tilfærslu á þeim. „Staða bæjarsjóðs er sterk, hún veikist tímabundið vegna þessarar tilfærslu á framkvæmdum, en til lengri tíma litið er ekki um að ræða neina skuldasöfnun," sagði Guðmundur. Byggingar og grænmetisrækt FÉLAGARNIR Jón Eiður Ár- mannsson og Birgir Hólm Þór- hallsson hafa verið í Skóla- görðum Akureyrar við Síðu- skóla í sumar en auk þess að rækta grænmeti standa krakk- arnir í miklum byggingafram- kvæmdum. Þeir Jón og Birgir Lafa reist sér myndarlegan skúr, hæð með risi, og voru önnum kafnir við að mála bygginguna í gærdag. Trölla- skaga- tvíþraut JORIS Rademaker opnar sýn- ingu í Café Karólínu næstkom- andi sunnudag, 10. ágústkl. 14. Á sýningunni verða þrívíð verk sem eru samsett úr mis- munandi hlutum, nýjum og gömlum. Með því að setja saman tvo mismunandi hluti kemur fram ný merking, en þessi sýn- ing er yfírlitssýning á tilraunum síðustu fimm ára. Listamaður- inn segir um verkin í fréttatil- kynningu að þau séu eins og ljóð; lítið efni en mikið innihald. Joris hefur starfað að myndlist í tíu ár, þar af fimm ár á ís- landi. Hann hefur tekið þátt í ijölda samsýninga og haldið níu einkasýningar, nú síðast í Ný- listasafnin í Reykjavík. Sýningin stendur til 31. ágúst. Engin boðs- kort eru send út en allir velkomn- ir á opnun sýningarinnar. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason FRAMKVÆMDUM við Giljaskóla verður flýtt og hefur bæjarráð samþykkt endurskoðaða fjárhags- áætlun sem felur í sér rúmlega 100 milljóna króna hækkun eignfærðra fjárfestinga í því skyni. Fjárfestingar bæjarsjóðs hækka um 100 milljónir króna Morgunolaðið/Bjöm Gíslason TRÖLLASKAGATVÍÞRAUT, sem skíðadeild Leifturs og fleiri standa að, verður á morgun, laugardaginn 9. ágúst og er þetta í fjórða sinn sem til henn- ar er efnt. Að þessu sinni verð- ur hún í tengslum við daga Ólafs bekks sem haldnir verða á sama tíma í Ólafsfirði. Þrautin felst í því að hlaupið verður frá ráðhúsinu á Dalvík upp Böggvisstaðadalinn og yfír Reykjaheiði og niður að Reykj- um í Ólafsfírði. Þaðan verður hjólað eftir gamla þjóðveginum sem liggur í vestanverðum fírð- inum og niður í bæ. Keppt verð- ur í flokkum karla og kvenna og einnig verður flokkur trimm- ara án tímatöku. Einnig verður sérstakur flokkur göngufólks, sem gengur yfir heiðina en lýk- ur þátttöku án þess að hjóla. Gönguflokkurinn er fyrir þá sem hafa gaman af góðri og hollri hreyfíngu, en áætlað er að hún taki um fjóra klukkutíma og er hún liður í skipulögðum gönguferðum sem skíðadeildin stendur fyrir á hveiju sumri. Mæting í þrautina og gönguna er við félagheimilið Tjarnarborg kl. 10.30 en þang- að á einnig að koma með hjól- in. Farið verður með rútu yfir til Dalvíkur. Þrívíð verk í Deiglunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.