Morgunblaðið - 08.08.1997, Page 18

Morgunblaðið - 08.08.1997, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sprengjutilræðið í World Trade Center Fórnarlömb bera vitni New York. Reuter. FÓRNARLÖMB sprengjutilræðis í World Trade Center háhýsunum í New York báru vitni í málshöfðun alríkissaksóknara gegn meintum leiðtoga tilræðismanna, og sam- verkamanni hans, fyrir rétti í New York í gær. Sex manns fórust í til- ræðinu og rúmlega þúsund slösuðust. Saksóknari hóf mál sitt á þriðju- dag gegn Ramzi Yousef, sem gefið er að sök að hafa búið sprengjuna til og komið henni fyrir, og sam- verkamanni hans, Eyad Ismoli, sem sakaður er um að hafa ekið bílnum sem notaður var til að flytja sprengj- una inn í bílageymslu í kjallara há- hýsanna. Segir saksóknari Yousef og Ismoli hafa verið þátttakendur í skipulagðri hermdarverkastarfsemi gegn Bandaríkjunum. Búist er við að réttarhöldin standi í þrjá til fjóra mánuði. Sprengjan sprakk skömmu eftir hádegi 26. febrúar 1993. Fjórir mús- límskir bókstafstrúarmenn voru fundnir sekir um aðild að tilræðinu við réttarhöld 1994 og var hver þeirra dæmdur í 240 ára fangelsi. Yousef og Ismoli flúðu land sama kvöld og sprengjan sprakk, en sá fyrrnefndi náðist i Pakistan 1995 og Ismoli var handtekinn í Jórdaníu í fyira. í upphafsræðu Levs Dassins, sak- sóknara, kom fram að sannanir væru fyrir því að Yousef hefði fundið sér samverkamenn, keypt efni til sprengjugerðar, komið upp „sprengjuverksmiðju“ og leigt sendi- ferðabílinn sem notaður var til að flytja sprengjuna inn í bílageymsl- una. Lögmaður Yousefs, Roy Kulcs- ar, hefur lítið látið uppi um vömina, en gefið i skyn að veist verði að sönn- unargögnum saksóknaraembættis- ins. Dassin sagði ennfremur i upphafs- orðum sinum að saksóknari myndi ennfremur leggja fram yfirlýsingu sem Yousef hafi gefið við rannsókn- armenn þegar verið var að flytja hann til Bandaríkjanna eftir hand- tökuna í Pakistan. Sagði Dassin að Yousef hefði játað að hafa staðið að sprengjutilræðinu oggortað af henni. „Hann sagðist hafa viljað láta annað háhýsið falla á hitt og verða þúsund- um borgara að bana,“ sagði Dassin. Meðal vitna í málinu er starfsfólk ýmissa fyrirtækja sem hafa starfsemi í húsunum tveim, og starfsfólk hafn- aryfirvalda í New York og New Jers- ey, sem hafa umsjón með húsunum. Fjórir starfsmenn þeirra létust í til- ræðinu. Fimmta fórnarlambið var starfsmaður Vistahótelsins sem er í byggingu áfastri háhýsunum. Sjötta fórnarlambið var sölumaður er var á bíl í kjallaranum þegar sprengjan sprakk. Reuter Stærsta tromma heims STÆRSTA trumba heims, sem er 3,3 metrar í þvermál, var af- hjúpuð í Kuala Lumpur í gær. Trumbusmiðir frá Malaysíu og Kína unnu saman að gerð hennar en alls munu 45 trumbuslagarar leika listir sínar á hljóðfærið á góðgerðartónleikum á laugar- dag. ERLEIMT Holbrooke snýr sér að Bosníu-Serbum Sarajevo. Reuter. RICHARD Holbrooke, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar, hélt í gær til bosnísku höfuðborgarinnar Sarajevo, til þess að beita harðlínu- menn í forystu Bosníu-Serba þrýst- ingi, en þeim er gefið að sök að grafa undan friðarsamkomulaginu sem Holbrooke átti þátt í að koma á 1995. Holbrooke átti í gær fund með stjóm Bosníu, sem fulltrúar ailra þjóðabrotanna þriggja eiga sæti í, og meðlimum forsætisráðs landsins, þar á meðal serbneska harðlínumannin- um Momcilo Krajisnik, en þetta var í fyrsta sinn í þijár vikur sem hann mætti á fundi ráðsins. Fyrir fundinn, sem fram fór í einu úthverfa Sarajevo, sagði Holbrooke að sameig- inlegar stofnanir þjóðabrotanna svo sem forsætisráðið væru „lífsríauðsyn- legur hluti" Dayton-friðarsamkomu- lagsins, og að hann myndi á fundin- um leggja að meðlimum þess að „vinna betur saman". Holbrooke lét þau orð falla í fyrra- dag að það væru Krajisnik og aðrir bandamenn hins eftirlýsta stríðs- glæpamanns Radovans Karadzic, sem framar öðrum væru sekir um að standa í vegi fyrir umsaminni framkvæmd friðarsamkomulagsins. Karadzic segist reiðubúinn að svara til saka í viðtali við þýzka dagblaðið Siiddeutsche Zeitung, sem birti út- drátt úr því á miðvikudag, sagðist Karadzic vera reiðubúinn til að svara fyrir þá glæpi sem hann er ákærður fýrir, svo lengi sem réttarhöldin færu fram á yfírráðasvæði Bosníu-Serba. „Ég legg til að [alþjóðlegi stríðs- glæpa-]dómstóllinn í Haag fái með- ferð ákærumálanna gegn mér og öðrum Serbum frá Bosníu-Herzego- vínu í hendur okkar eigin dómstól- um,“ var haft eftir Karadzic í blað- inu. „Ég myndi svara til saka undir eftirliti Haag-dómstólsins og alþjóða- samfélagsins. Þetta væri eina heið- virða leiðin fyrir mig út úr þeirri snúnu stöðu sem nú er uppi,“ sagði hann. Reuter RICHSARD Holbrooke, sérlegum sendimanni Bandaríkjastjórn- ar, virðist hér vel skemmt er hann heimsótti hermenn SFOR- sveita NATO í bosníska bænum Tuzla, áður en hann hélt til fundar við leiðtoga Bosníu í Sarajevo í gær. Tyrkland Flokkur múslima bannaður? Ankara. Reuter. VURAL Savas, ríkissaksóknari Tyrklands, krafðist þess á miðviku- dag að starfsemi Velferðarflokks- ins, flokks heittrúaðra múslima, yrði bönnuð vegna þess að hann hefði beitt sér fyrir stofnun ísl- amsks ríkis, sem byggði á sharia, lögmálum íslams, grundvölluðum á Kóraninum. „Lýðveldið Tyrkland stendur frammi fyrir hættu á sharia og frek- ar en nokkru sinni fyrr í sögu þess,“ sagði Savas í 80 síðna skjali sem hann lagði fyrir dómstól í Ankara. Dómstóllinn tók málið fyrir í maí og Velferðarflokkurinn fær nú mánuð til að leggja fram skriflega málsvörn. Velferðarflokkurinn er stærstur á tyrkneska þinginu og leiðtogi hans, Necmettin Erbakan, neyddist til að láta af embætti forsætisráð- herra í júní vegna þrýstings frá hernum, sem vill stemma stigu við uppgangi heittrúaðra múslima. Bili Clinton Bandaríkjaforsetí vill gera tóbaksfíknina útlæga Reykingabanni spáð eftir aldamót Dýrkeypt dagblað Brussel. Reuter. MAÐUR nokkur í Antwerpen, sem lagði bíl sínum við verslun til að kaupa dagblað, komst að því þegar hann sneri aftur að þjófar höfðu brotið rúðu í bílnum og tekið með sér skjalatösku með gulli og demöntum að andvirði átta milljóna belgískra franka, eða 15 milljóna króna. Maðurinn starfar hjá demanta- fyrirtæki í Antwerpen, helstu miðstöð demantaviðskipta í heim- inum. Þegar hann hafði keypt blaðið sá hann tvo menn taka til fótanna með þýfið. Þeir komust undan í bifreið, sem er skráð í Hollandi, og síðan hefur ekkert sést til þeirra. Washington. The Daiiy Telegraph. LÍKLEGT er, að bandarískum ríkisstarfsmönnum verði bannað að reykja í vinnunni, jafnt utan- dyra sem -innan. Er hér um að ræða enn eina atlögu Bills Clint- ons, forseta Bandaríkjanna, að tóbaksiðnaðinum og þá líka reyk- ingafólki og búist er við, að hann undirriti reglugerð þessa efnis fyr- ir vikulok. Ekki er bannað að reykja í Bandaríkjunum en Clinton vill, að litið verði á tóbakið sömu augum og önnur fíkniefni. Spá því sumir, að fljótlega eftir aldamót megi fara að tala um nýtt bann svipað því, sem var með áfengið snemma á þessari öld. Því yrði þó ekki haldið til streitu með lögunum ein- um, heldur með að gera reykinga- fólki lífið leitt á alla lund. Framfaraspor eða forsjárhyggja? Ýmis samtök, sem beijast gegn reykingum, hafa fagnað ákvörðun Clintons en sumir aðrir telja hana enn eina árás Stóra bróður á rétt- indi þegnanna. Clinton vill sam- ræma allar núverandi takmarkanir við reykingum, sem eru með ýmsu móti, og til dæmis eiga foringja- klúbbarnir í hernum, sem hafa verið undanþegnir banni, að verða reyklausir. Eins og fyrr segir verður bann- að að reykja inni í opinberum byggingum og einnig úti í garði en leyfilegt verður þó að koma upp sérstöku reykherbergi ef loftræst- ingin er góð. Munu þessar reglur litlu breyta víða, til dæmis í banda- ríska hermálaráðuneytinu og í fleiri ráðuneytum þar sem menn verða nú að velja á milli þess að reykja eða halda starfínu. í Bretlandi er áróðurinn gegn reykingum ekki jafn mikill og í Bandaríkjunum en ýmis fyrirtæki þar í landi hafa þó ekki aðeins bannað starfsfólki sínu tóbak- snotkun innandyra, heldur einnig úti fyrir húsinu. Þannig er það líka á flestum breskum sjúkrahúsum en þau hafa mörg komið fyrir sérstöku reyk- herbergi. Var það ekki síst gert til að unnt væri að hafa uppi á sumum starfsmönnunum og jafn- vel sjúklingum líka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.