Morgunblaðið - 08.08.1997, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Arabar fagna nýjum
tón hjá Albright
Jerúsalem, Aiexandríu. Reuter
EGYPSKIR og jórdanskir ráða-
menn fögnuðu í gær ummælum
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, um deilurnar
fyrir botni Miðjarðarhafs. Albright,
sem stefnir að því að fara til Mið-
Austurlanda í lok ágúst til að reyna
að hraða friðarviðræðum, lagði
áherslu á mikilvægi þess að
deiluaðilar vinni saman en fari ekki
út í einhliða aðgerðir. Einnig sagð-
ist hún fylgjandi þeirri leið að láta
land af hendi fyrir frið.
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, hefur hins vegar
varað Palestínumenn við að vænta
of mikils í friðarsamningum og lýst
yfir andstöðu við að láta af hendi
land fyrir frið. Afstaða Bandaríkj-
anna er þó talin mikilvæg þar sem
Bandaríkin eiga beina aðild að frið-
arviðræðunum auk þess sem þau
eru helsti stuðningsaðili ísraels.
Arafat harðorður
Yasser Arafat, leiðtogi sjálf-
stjórnarsvæða Palestínumanna,
sagði í gær að refsiaðgerðir ísraels-
stjómar jafngiltu stríðsyfirlýsingu
og talsmaður Fatah, flokksbrots
innan Frelsissamtaka Palestínu,
sagði samtökin opin fyrir öllum
möguleikum. ísraelar brugðust
reiðir við ummælunum sem þeir
kölluðu stuðningsyfírlýsingu við
áframhaldandi hryðjuverk.
Sýrlendingar huga að
hervæðingu
Það eru ekki eingöngu Palestínu-
menn sem senda Israelum tóninn
þessa dagana. Fyrr í vikunni hvatti
málgagn sýrlenskra stjórnvalda
arabaríkin til að hervæðast og við
útskriftarathöfn á miðvikudag
sagði Hikmat Shihabi, háttsettur
embættismaður innan Sýrlands-
hers, að friðarviðræður séu ekki
eina leiðin til að endurvinna Gólan-
hæðirnar og að ábyrgð og skyldur
sýrlenskra hermanna eigi eftir að
aukast á næstunni.
Hernumdu svæðin lokuð
Mikil spenna hefur verið í sam-
skiptum ísraela og Palestínumanna
frá því að sprengjutilræði grandaði
13 manns í Jerúsalem í síðustu
viku. Auk þess sem ísraelsstjórn
hefur fryst allar greiðslur til sjálf-
stjórnar Palestínumanna, hefur
hún látið handtaka 170 Palestínu-
menn og lokað hernumdu svæðun-
um. Lokun svæðanna þýðir hrun
atvinnu- og efnahagslífs innan
þeirra auk þess sem lokunin hindr-
ar tugi þúsunda Palestínumanna í
að sækja vinnu í ísrael.
Sáttatilraunir árangurslausar
Ásakanir hafa gengið á víxl á
milli ísraela og Palestínumanna og
sáttaumleitanir Egypta og Jórdana
reynst árangurslausar. Stjórn Net-
anyahus hefur sakað Arafat um
að líta fram hjá starfsemi hryðju-
verkamanna á sjálfstjórnarsvæðun-
um. Þá hefur hann hótað því að
ísraelar muni ekki standa við gerða
samninga herði stjórn Arafats ekki
aðgerðir gegn öfgamönnum.
Arafat sagði í gær að stjórn sín
bæri hvorki ábyrgð á tilræðinu í
síðustu viku né tengdist því á nokk-
urn hátt. Hann sakaði stjórn
Netanyahus um að draga úr líkun-
um á friði með aðgerðum sem auki
á örvæntingu palestínskra borgara.
Egypskir og jórdanskir embættis-
menn hafa einmitt varað við því
að Arafat sé ekki í nógu sterkri
stöðu til að fullnægja kröfum ísra-
ela og að aðgerðir ísraelsstjórnar
muni einungis veikja stöðu hans
og styrkja herská öfl íslamskra
harðlínumanna.
Þrír þeirra sem lifðu af flugslysið á Guam látnir
Of snemmt að
segja til um orsakir
Agana, Washington. Reuter.
BANDARÍSKIR rannsakendur
leita nú í flaki Boeing 747-300
þotu suður-kóreska flugfélagsins
Korean Air Lines (KAL) að vís-
bendingum um orsakir þess að
flugvélin fórst. Fulltrúi samgöngu-
öryggisráðsins (NTSB) sagði í gær
að of snemmt væri að geta sér til
um orsakir. Þrír þeirra er komist
höfðu lífs af úr slysinu létust á
sjúkrahúsi á Guam í fyrrinótt.
Tuttugu og sjö af þeim 254 sem
voru um borð lifðu af.
Flugvélin var á leið frá Seoul í
Suður-Kóreu til Guam. Flestir far-
þega voru kóreskir og á leið í sum-
arfrí eða brúðkaupsferð. Veður var
vont þegar komið var til lendingar
á Guam, úrhellisrigning og þoka.
Ekki mun hafa verið hvasst. Vélin
hrapaði í fjallshlíð um fímm kíló-
metra frá flugbrautarenda. Þegar
hún kom niður rakst hún á olíu-
leiðslu og eldur kom upp í henni.
Fram hefur komið að aðflugs-
tæki á flugvellinum, svonefndur
svifhallageisli, sem leiðbeinir flug-
mönnum í myrkri eða slæmu
skyggni, hafi verið óvirkur vegná
viðgerðar. George Black, starfs-
maður NTSB, dró í gær úr mikil-
vægi þessa. „Það var vel kunn
staðreynd að svifhallageislinn væri
óvirkur," sagði hann á frétta-
mannafundi.
Útbúnaður sem þessi er algeng-
ur á flugvöllum um allan heim.
Ef hans nýtur ekki við geta flug-
menn reitt sig á ratsjárgeisla sem
veitir upplýsingar um fjarlægð frá
brautarenda og síðan er flughæð
lækkuð stig af stigi eftir því sem
flugvélin nálgast brautina. Þessi
aðferð krefst þó betri veðurskilyrða
og meira skyggnis en notkun svif-
hallageislans.
Upplýsingaritar flugvélarinnar,
svörtu kassamir svonefndu, bárust
til Washington á miðvikudag og
hófst þá þegar rannsókn á innihaldi
þeirra. Black sagði að ekki væri
óalgengt að rannsókn öryggis-
nefndarinnar á orsökum flugslysa
tæki rúmt ár. Hann nefndi sem
dæmi að síðar í þessum mánuði
yrði haldinn síðasti fundur ráðsins
vegna slyssins er DC-9 þota banda-
ríska flugfélagsins ValuJet fórst á
Flórída í maí í fyrra.
Björgunarsveitamenn hættu í
gær leit að líkum í flaki flugvélar-
innar til þess að rannsakendur
gætu einbeitt sér að leit að vís-
bendingum um orsakir slyssins.
Talið er að um 100 lík séu enn í
flaki vélarinnar. Aðstæður á slys-
stað eru erfiðar, flakið liggur dreift
um svæði sem vaxið er hnífskörpu
grasi og hiti er um 35 gráður.
Reuter
Einræktaður
með nýrri tækni
KÁLFURINN sem hér sést
ásamt „móður" sinni er einrækt-
aður með nýrri japanskri tækni.
Með þessari nýju tækni má
framleiða allt að 200 nautgripi
úr einu frjóvguðu eggi. Japönsk
bændasamtök segja þetta mikla
framför þar sem með fyrri ein-
ræktunaraðferðum hafi einung-
is verið mögulegt að framleiða
þijá til fjóra kálfa úr hverju
eggi-
Ibúatala Þýzka-
lands nær hámarkí
ÍBÚAR Þýzkalands hafa aldrei
verið fleiri en nú. Samkvæmt nýj-
ustu tölum þýzku hagstofunnar
búa nú 82.012.000 manns í land-
inu, sem þýðir fjölgun um 195.000
frá árinu 1995, eða 0,2% milli ára.
Samkvæmt spá hagstofunnar,
Statistisches Bundesamt, hefur
íbúafjöldinn náð hámarki sínu.
Sérfræðingar hennar gera ráð fyr-
ir að á fyrstu áratugum komandi
aldar fækki íbúunum jafnt og þétt.
Þannig verði íbúafjöldinn kominn
niður í 78,4 milljónir árið 2020,
2030 verði hann orðinn 74,3 millj-
ónir og árið 2040 muni ekki fleiri
en 68,8 milljónir búa í Þýzkalandi,
fjölmennasta landi Evrópu utan
Rússlands.
Ástæðu fjölgunar íbúanna nú
er að rekja til innflytjendastraums
eingöngu, því árum saman hefur
tala nýfæddra í Þýzkalandi verið
töluvert lægri en látinna.
Hægir á flutningi frá
austri til vesturs
í tölum hagstofunnar kemur
einnig fram, að á árinu 1996 fluttu
166.000 manns frá Austur- til
Vestur-Þýzkalands, 14.000 fleiri
en fluttust frá vestri til austurs. Á
árinu 1991, fyrsta árinu eftir sam-
einingu landsins, fluttu 170.000
fleiri frá austri til vesturs en öfugt.
Samtals hafa 1,5 milljónir Austur-
Þjóðverja flutzt vestur frá samein-
ingarárinu 1990.
Utsalan í fullum gangi
* Tökum upp vörur á hverjum degi
«55U
'Toppskóri
rinn
Toppskórinn við Ingólfstorg
sími: 552 1212
ó^'ð áf
9'">ainn