Morgunblaðið - 08.08.1997, Page 21

Morgunblaðið - 08.08.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚ ST 1997 21 LISTIR Níilíinainynd- list og trú KRISTÍN Reynisdóttir; Skjól, 1997 járn og gler. MYNPLIST Skálholtsstaöur MYNDHÖGGVARA- FÉLAGIÐ í REYKJAVÍK Samsýning 17 listamanna, til 14. október nk. í UMHVERFI Skálholtskirkju stendur nú yfir sýningin „Kristni- taka“. Sautján listamenn hafa unnið verk í samstarfi Mynd- höggvarafélags Reykjavíkur, Skálholtsstaðar og Skálholtsskóla. Sýningin er sett upp til að vekja umræður um list og trú í sögulegu samhengi, nú þegar líður að þús- und ára afmæli kristnitökunnar í landinu. Gömul og ný gildi trúar- innar eru skoðuð í samtímanum í ljósi fortíðarinnar og fara lista- mennirnir ólíkar leiðir í útfærslu verka sinna. „Þér eruð salt jarðar“ er titill á verki Hans Bruckner, fengin úr Nýja textamentinu, Mt.5,13. Text- inn er þræddur í himinbláan fána með hvítum stöfum á þýsku. Fáninn blaktir við hún í heim- keyrslu Skálholts og veðrast á ljóð- rænan hátt. Sólveig Eggertsdóttir hefur sett upp áletruð umferðar- skilti með boðorðunum tíu, á víð og dreif um svæðið. Hún kallar verk sitt „Ný umferðarlög, sam- þykkt á Alþingi íslendinga árið 1000“. Opinber almenningsskilti verða á vegi gesta staðarins og minna á boðorðin og þjóna því nýjum tilgangi í framsetningu Sólveigar. Finna B. Steinsson leit- ast við að tengja fortíð við nútíð í verki sínu „Saltarinn“. Þijú blá/hvít skilti sýna stækkaða myndskreytingu saltbauka, af dreng sem stráir niður salti. I stað lýsinga á gæðum saltsins yfirfærir Finna texta úr Biblíunni, Laxdæla sögu og frásögn úr íslenskri þjóð- sögu á skiltin. í verki Finnu er nútímamyndmál algengrar neyslu- vöru notað sem upplýsingamiðill um tengsl trúar og sögu á óform- legan hátt. Kristín Reynisdóttir byggir verk sitt „SkjóT' á kross- tákninu. Uppistaða úr járnkrossi með fjórum háum glerveggjum mynda skjól fyrir veðri úr öllum áttum. Staðsetning verksins er valin á hæð þar sem er vítt út- sýni, skammt frá Skálholtskirkju. Umgjörð verksins er látlaus og stílhrein, krossinn myndar skjól og vísar um leið á kirkjuna sem griðastað. Inga Jónsdóttir hefur sett upp skilti úr plexigleri í járn- ramma í rústum fjárhúss. Skiltið er þakið myndarömmum úr sjón- varpsfréttum RÚV af málefnum kirkjunnar og hefur titilinn „Boð- berar“. Inga kastar ljósi á starfs- semi og hlutverk kirkjunnar bæði innan og utan hennar, frá ýmsum sjónarhornum. Hver mynd segir sína sögu og getur áhorfandinn púslað saman sýnishornum eftir minni og rifjað upp málefni síð- ustu ára á gagnrýninn hátt. Hann- es Lárusson deilir á siðferði í verki sínu „Tjald og mötukassi" þar sem hlutirnir snúast um að svala hvöt- um mannsins án þess að afhjúpa persónu hans. Hér er lagt upp með fjölþætta sýningu og er ástæða til að hvetja fólk að heimsækja staðinn. Aðrir sem eiga verk á sýningunni eru Guðjón Ketilsson, Páll Guðmunds- son, Valka, Kristinn E. Hrafnsson, Ólöf Nordal, Sólrún Guðbjörns- dóttir, Þóra Sigurðardóttir, Svava Björnsdóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Jón Sigurpálsson og Halldór Ás- geirsson. Hulda Ágústsdóttir Islenska einsöngs- lagið Á GÖNGUM Gerðubergs hljóma nú einsöngsraddir, en verið er að und- irbúa Ljóðatónleika Gerðubergs. Yf- irskrift þeirra er að þessu sinni ís- lenska einsöngslagið. Tónleikarnir verða haldnir 16. ágúst kl. 14.30 á stóra sviði Borgarleikhússins í tengslum við Menningarnótt Reykja- víkurborgar. Söngvararnir sem fram koma á tónleikunum eru átta: Björn Jónsson tenór, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Elsa Waage alt, Finnur Bjarnason baríton, Hanna Dóra Sturludóttir sópran, Ingveldur Yr Jónsdóttir mezzósópran, Judith Gans sópran og Þóra Einarsdóttir sópran. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó, en hann hefur einnig undirbúið og tekið saman alla dagskrá tónleik- anna. Á efnisskrá er að finna þverskurð af íslenskum einsöngsperlum eftir mörg helstu tónskáld okkar frá lok- um síðustu aldar fram til okkar tíma. Forsala aðgöngumiða er þegar hafin í Borgarleikhúsinu. r \ BIODROGA Jurtasnyrtivörur Enn meiri verðlækkun Nú á allt að seljast - fyrirfiölskHldima-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.