Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ennum
Njáluhöfund
í GREIN, sem birt-
ist eftir mig í Mbl. þ.
27. júlí sl., gat ég þess
m.a. að rannsóknir á
staðfræði Njálu bentu
til þess að höfundur
hennar hafi verið
kunnugur á Aust-
urlandi og víða gagn-
kunnugur þar.
Þessi fullyrðing
hefur greinilega farið
fyrir bijóstið á M. höf.
Helgispjalls, því í
sama blaði segir hann:
„Þegar rætt er um
Njálu festa menn sig
oft í orðalag um áttir
og staðhætti og full-
yrða að það segi söguna um höfund-
inn. Slíkt er harla varhugavert og
segir raunar ekkert um höfundinn,
heldur ýmislegt um afritara hand-
rita. Sunnlenzkur afritari kemst
öðruvísi að orði en Vestfirðingur,
svo að dæmi sé tekið. Afritarar
hafa breytt orðalagi og farið eftir
málvenju í heimahéraði sínu án
þess að það segi neitt um það,
hvernig höfundur komst að orði í
frumtexta sem er glataður. Þessi
fræði eru hin óáreiðanlegustu og
óvarlegt að leggja útaf þeim.“
Síðar í greininni segir hann:
„Menn eiga því að gjalda varhug
við að leggja of mikið uppúr stað-
fræði og áttavísunum í fornsögum,
ekki sízt Njálu þar sem mikill mun-
ur er oft milli handrita."
Það er rétt hjá M. að oft kemur
fyrir að orðalagi í handritum er
breytt og í stað þess
kemur staðbundin mál-
venja ritara. En það er
alveg útí hött að gera
staðfræðirannsóknir
tortryggilegar þótt af-
ritarar eigi það til að
breyta orðalagi yfir í
eigin málvenju. Ef hins-
vegar það á við rök að
styðjast að það sé mik-
ill munur á staðfræði
milli handrita Njálu, get
ég ekki betur séð en að
staðfræðirannsóknir á
henni hafi verið vita til-
gangslausar. Enda
myndu þær aðeins gefa
okkur vísbendingu um
hvar á landinu hinir ýmsu afritarar
væru kunnugir.
Hér á eftir mun ég taka til með-
ferðar þessa furðulegu fullyrðingu
M. að það sé varhugavert að leggja
of mikið upp úr staðfræði Njálu,
enda sé oft mikill munur á milli
handrita þar. Ég mun leiða rök að
því að þessi staðhæfing sé alveg
útí bláinn.
Það hefur verið ritað margt um
staðþekkingu Njáluhöfundar.
Fræðimenn hafa jafnan talið að
staðfræðin veitti vitneskju um upp-
runa hins ritaða verks og heim-
kynni höfundarins. Þess vegna hef-
ur löngum verið lagt mikið upp úr
staðfræðirannsóknum.
Rannsóknir á staðfræði Njálu
hafa farið fram um langt skeið, en
þær eiga að sýna hvar höfundur
hefur verið gagnkunnugur, en það
Ólafur
Guðmundsson
3200 MB Quantum harður diskur
15" TARGA hágæða skjár
ATI Xpressions PCI skjlkort
16 hraða geisladrif
Sound Blaster 32 hljóðkort
240W hátalarar
33.6 mótald með faxi
Windows 95
Auk þess fylgja með Lon og Don
6 fslenskir leikir, 2 mánaða
Intcrnctáskrift hjá Margmiðlun
hf., Internetkynning hjá Xnet og
50% afsláttur af einu tölvu-* ;‘i
námskeiði hjá Xnet I
VINNSLUMINNI
FÁRÁ MLEGT,
Grensásvogi 3 • Sími 588 5900 • www.bttoivur.is
Svæðisleiðsögu-
menn leiðbeina
ferðafólki
gæti gefið vísbendingu um hvar
hann hafi dvalið til langframa. Veil-
ur í staðþekkingu gætu bent til
þess, að þar hafi höfundur ekki
dvalið langdvölum. Staðfræðirann-
sóknir geta auðvitað ekki sannað
hver hafi ritað Njálu, en þær geta
útilokað mann eða menn, sem
nefndir hafa verið í þessu sambandi.
Fræðimenn þeir, sem um Njálu
hafa íjallað, eru nær undantekning-
arlaust þeirrar skoðunar að höfund-
ur Njálu hafi verið í nánum tengsl-
um við Austurland.
Guðbrandur Vigfússon segir í
inngangi að Sturlungu útgáfu sinni
(Prolegomena 1878) um höfund
Njálu:
Staðfræðirannsóknir,
segir Olafur Guð-
mundsson, geta auðvit-
að ekki sannað hver
hafi ritað Njálu.
„Hann hefur búið í Austfirðinga-
fjórðungi austanverðum .. .
... Það eru staðfræðivillur hjá hon-
um á Vestur- og Suðurlandi."
Barði Guðmundsson (höfundur
Njálu 1958) fullyrti að höfundur
væri austfírskur.
Hermann Pálsson: (Uppruni
Njálu og hugmyndir. 1984.) „Stað-
þekking höfundar bendir austur í
Skaftafellsþing")
Sigurður Nordal: (Um ísl. forn-
sögur. 1968.) „Njáluhöfundur hefur
verið í talsverðum tengslum við
Austurland."
Lars Lönrotta: (Njáls saga - A
critical introduction.) „Það er aug-
ljóst að hann skrifaði söguna á yfir-
ráðasvæði Svínfellinga.“
Einar Ól. Sveinsson (Formáli að
Brennu-Njáls sögu 1954) telur
Njáluhöfund hafa verið austfirskan.
Hann segir: „Aftur á móti tel ég
réttmætt að telja að staðþekking
hans i Skaftafellsþingi benti til
langdvalar þar. Hann hefur sýni-
lega þekkt rit, sem voru upprunnin
þar og má það benda á hið sama.“
Það er eftirtektarvert að þessir
ofangreindu fræðimenn, sem
byggja álit sitt að miklu leyti á stað-
fræðirannsóknum, eru allir fullviss-
ir þess að Njáluhöfundur hafi verið
í tengslum við Austfirði, og víða
nákunnugur þar.
Með hliðsjón af því, sem M. hef-
ur sagt að það sé varhugavert að
leggja of mikið uppúr staðfræði,
ekki sist í Njálu, þar sem mikill
munur sé oft milli handrita, hlýtur
sú spurning að vakna hvort álit
þessara þaulreyndu fræðimanna
hafi ekki verið byggt á ótraustum
grunni.
Til þess að fá svar við spurning-
unni um áreiðanleika handrita Njálu
fór ég í smiðju til Einars Ó. Sveins-
sonar, en ég hygg að það sé ekki
á neinn hallað þótt maður segi að
rannsóknir þessa varkára vísinda-
manns á handritum Njálu séu í
fremstu röð.
Einar Ólafur segir: (Skírnir
1952) „Nokkuð öðru máli gegnir
um Njálu. Elstu handritin, sem
varðveitt eru, munu ekki vera nema
svo sem 20 árum yngri en frumrit-
ið, og þau eru 5, en á næstu hálfri
öld bætast álíka mörg við. Kalla
má, að texti þeirra allra sé líkur,
að minnsta kosti borið saman við
önnur fornrit. Texti þeirra er ekki
grunsamlegur, virðist ekki benda á
stórvægilega brenglun. Að þessu
athuguðu virðist mega fullyrða:
Frumtexti sögunnar er, ef svo má
að orði kveða, í handritunum, ef
við kunnum ráð til að finna hann.“
Mér sýnist þetta vera nokkuð
afdráttarlaust svar. Þeim handrit-
um Njálu, sem útgáfur eru byggðar
á, er fullkomlega treystandi.
Annað mál er svo það, hvaða
rökstuðning M. hefur fyrir þeirri
fullyrðingu að staðfræði í handrit-
um Njálu sé lítt treystandi.
Lúrir hann á einhverju, sem farið
hefur fram hjá Einari Ólafi?
MIKLAR breytingar hafa orðið á
ferðalögum fólks hér innanlands á
síðustu áratugum, ekki síst síðasta
áratug. Áður fóru fjölskyldur með
tjöld og svefnpoka og tjölduðu í
birkilaut, helst við lítinn læk eða
ársprænu. Þeir sem voru svo heppn-
ir að eiga vini eða ættingja á við-
komustöðum gistu hjá
þeim nótt og nótt. Með
tilkomu hringvegarins
fóru fjölskyldur hring-
inn og reyndi hver sem
betur gat að setja
hraðamet á þeirri leið.
Með aukinni jeppaeign
landsmanna var æ
meira leitað inn á
óbyggðasióðir.
Áður var lítið um af-
þreyingu fyrir ferðafólk,
aðallega byggðasöfn og
sundlaugar. Byggða-
söfnin voru oft því marki
brennd að þau líktust
helst geymslustöðum,
þar sem sjá mátti nokk-
ur eintök af sams konar
áhöldum eins og strokkum eða öskum
sem voru rækilega merktir gefendum
og tiltekið á hvaða bæ gefundur
höfðu átt heima. Lítið var um útskýr-
ingar hvernig áhöldin og verkfærin
voru notuð áður fyrr, svo að lítið
varð úr fræðslu fyrir yngri kynslóðina
nema afar og ömmur væru með í
ferð eða foreldrar í fjölskylduferðinni
þekktu til gamalla verkhátta. Svo var
ekki alltaf ef foreldrarnir höfðu alist
Upplagt er, segir Birna
G. Bjarnleifsdóttir, að
leita til næstu upp-
lýsingamiðstöðvar
fyrir ferðamenn.
upp í þéttbýli. Oft kom fyrir að sund-
laugamar voru aðeins opnar fyrir
hádegi eða um miðjan dag, en ekki
að kvöldi þegar ferðamennirnir voru
mættir á staðinn.
Nú hafa mörg byggðasöfn merkt
safngripina með fræðandi textum
og myndum, sennilega eftir að skóla-
börn fóru að heimsækja söfnin reglu-
lega. Og stjórnendur sundlauga hafa
komið til móts við þarfir ferðamanna
með því að hafa opið lengur fram
eftir kvöldi. Einnig hafa risið víða
um land alls konar söfn og miðstöðv-
ar, fræðasetur og sögusetur þar sem
hægt er að fræðast um afmörkuð
efni, ákveðið eldfjall, ákveðna ís-
Iendingasögu, lífið i sjónum, ákveð-
inn rithöfund og svo mætti áfram
telja. Auk þess eru í boði alls konar
ferðir og sýningar og ný lína í minja-
gripum hefur litið dagsins ljós.
Þegar fjölskyldan fór í sumarfrí
hér innanlands áður fyrr var lítið
spáð í eitthvað sem hét ferðaþjón-
usta. Fjölskyldan fór einfaldlega í
ferðalagið til að breyta um um-
hverfi, heimsækja ættingja eða
skoða landið. Nú hafa bændur víða
um land reist gistirými fyrir ferða-
menn, bensínsölurnar fylla ekki ein-
göngu bensíntanka bílanna af bens-
íni heldur einnig maga ferðamanna
með pylsum, kjúklingum og frönsk-
um. Starfsfólk sumra þessara staða
hefur sótt námskeið til að læra að
þjóna ferðamönnum. Brýnt er fyrir
því að það sé að vinna í þjónustu-
grein sem kallast ferðaþjónusta.
Aukin ferðaþjónusta hefur bæði
jákvæðar og neikvæðar hliðar, bæði
hvað snertir atvinnu, umhverfi,
menningu og fleira. Bæði fyrir ein-
staklinga og viðkomandi sveitarfélög.
Einn af jákvæðum þáttum ferðaþjón-
ustunnar er að við getum fræðst um
leið og við ferðumst. Með því að heim-
sækja söfn og sýningar í annarri
byggð en okkar eigin getum við
fræðst um skáldið sem þar bjó eða
fólkið sem þar átti heima. Með aukn-
um samskiptum fólks sem ferðast
úr þéttbýli í dreifbýli eða öfugt fræð-
umst við um lífshætti fólks í öðrum
landshlutum. Það getur stuðlað að
gagnkvæmum skilningi, aukinni
samheldni og samkennd.
Því er mikilvægt að
það starfsfólk sem vinn-
ur á söfnum og fræða-
setrum, bæði í Reykjavík
og úti um land, þekki
staðreyndir um það sem
verið er að sýna og geti
ekki eingöngu tjáð sig á
frambærilegri íslensku
heldur einnig á erlendum
tungumálum við þá er-
lenda ferðamenn sem
heimsækja staðinn. Á
þessu er því miður mikill
misbrestur þó að sums
staðar sé þetta starf vel
af hendi leyst. I fyrra-
sumar heimsótti ég safn
eitt þar sem áður bjó
þjóðþekkt skáld. Starfs-
stúlkan þar vissi hreinlega ekkert um
skáldið, hvorki ævi né ritverk, og
þeir gestir sem þangað komu voru
jafnnær eftir heimsóknina. Aðeins
pyngja þeirra var léttari. í sömu ferð
heimsótti ég annað safn og þar þekkti
starfsstúlkan ævi og ritverk manns-
ins sem þar hafði búið og miðlaði
upplýsingum af lýsandi ánægju og
áhuga. Þar var mikill munur á. Ný-
lega kom ég í Reykholt og skoðaði
sýningu í Snorrastofu. Ánægjulegt
var að heyra hvað starfsstúlkan þar
var kunnug ævi Snorra, ritverkum
hans og sögulegum staðreyndum.
Mig langar að vekja athygli á ein-
um þætti ferðaþjónustunnar í dreif-
býlinu sem stuðlar að aukinni
fræðslu, en hefur ekki verið kynntur
nægjanlega ferðamönnum að mínu
mati. Það eru svæðisleiðsögumenn
sem starfa á hinum ýmsu svæðum
landsins. Undanfarinn áratug hafa
verið haldin námskeið í nær öllum
kjördæmum landsins, þar sem nem-
endur hafa kynnt sér ýmsan þjóðleg-
an fróðleik í sínu kjördæmi. Nem-
endur hafa lært um jarðfræði kjör-
dæmis síns, sögulegar staðreyndir,
plöntur og dýralíf, atvinnuvegi, bók-
menntir og ferðamannastaði al-
mennt. Svæðisleiðsögumennirnir
hafa gengist undir próf, bæði munn-
leg og skrifleg, og eru reiðubúnir
að fræða þá ferðamenn sem heim-
sækja þeirra landsvæði og hafa
áhuga á að fræðast um það nánar.
Þeir sem ferðast um ókunnar slóð-
ir hafa jafnan áhuga á að kynnast
lífsháttum fólks á viðkomandi svæði.
Hvernig lífi lifir það fólk sem þar
býr? Hvaða atvinnu stundar það?
Hvernig er með samgöngur á vet-
urna? Er fólkið einangrað? Eru þar
skólar fyrir börnin og unglingana?
Er erfitt að fá kennara til starfa?
Eru iæknar til staðar ef fólk veikist?
Hefur fólk hitaveitu? Er hún dýrari
en heima hjá gestinum? Þessar spurn-
ingar og aðrar álíka leita á hugann.
Ekki eru allir ferðamenn svo
heppnir að þekkja einhvern heima-
mann og geta rakið úr honum garn-
irnar. Þá er upplagt að leita til næstu
upplýsingamiðstöðvar fyrir ferða-
menn og athuga hvort ekki sé hægt
að komast í ferð með svæðisleiðsögu-
manni á þessu landsvæði, fá hann
með sér í gönguferð eða í bílinn með
sér í skoðunarferð. Svæðisleiðsögu-
menn kynna sér ekki þjóðlegan fróð-
leik eingöngu fyrir sjálfa sig heldur
eru þeir reiðubúnir að miðla honum
áfram til annarra, áfram til ferða-
manna sem sækja þá heim og þar
með til komandi kynslóða. Þannig
getur ferðaþjónustan stuðlað að varð-
veislu þjóðlegrar arfleifðar og jafn-
framt aukinni víðsýni og samkennd
meðal þjóðarinnar þegar vel tekst til.
Birna G.
Bjarnleifsdóttir
Höfundur erfv. bnnkaútibússijóri.
Höfundur er leiðsögumaður.