Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞORVALDUR Gylfason hagfræði- prófessor er einn ötul- asti talsmaður auð- lindaskatts eða veiði- gjalds hér á landi. „Hugsum okkur til einföldunar, að ávext- ir allrar hagræðingar rynnu óskiptir til Ímeldu Marcos," sagði hann á málþingi Sjáv- arútvegsstofnunar Háskólans 1992. „Nú vaknar spurning: Hefðu hagfræðingar brennandi áhuga á að kanna kosti og galla frjálsra viðskipta og heilbrigðra viðskiptahátta, ef við- skiptahagurinn rynni allur til ímeldu?“ Þorvaldur svaraði sjálfum sér svo: „Ég leyfi mér að efast um það. Og ég leyfi mér líka að efast um, að margir vildu leggja stund á læknisfræðirannsóknir, ef allar framfarir í þeim fræðum væru ætlaðar til þess eins að halda lífinu í ímeldu Marcos eða yngja hana upp.“ Með þessum rökum vill Þor- valdur ekki leyfa íslenskum út- gerðarmönnum að halda fiskveið- iarðinum, - ávöxtum hinnar miklu hagræðingar, sem orðið hefur síð- ustu árin í fiskveiðum við ísland vegna kvótakerfisins. Það skýtur að vísu skökku við að taka dæmi af ímeldu Marcos. Þorvaldur Gylfason vill, að hið opinbera hirði fiskveiðiarðinn með sérstöku veiðigjaldi. Þá er auðvitað langlíklegast, að þessi arður lendi í höndum stjórnmála- manna og þeir ráðstafi honum síðan. En Imelda Marcos var ein- mitt stjórnmálamaður! Hún var af þeirri stétt, sem Þorvaldur virðist vilja afhenda fiskveið- iarðinn. En úr því að Þorvaldur talar í nafni hagfræðinnar, er ómaksins vert að líta á, hvað sjálfur faðir hagfræðinnar, Adam Smith, sagði um þetta mál. Svo vel vill til, að hann svaraði þeirri spumingu í Auðlegð þjóðanna árið 1776, hvort hagfræðingar hefðu ekki áhuga á bættum hag, nytu auð- menn einir góðs af honum. Smith taldi, að í fijálsum við- skiptum yrði niðurstaðan að lokum svipuð því, að öllum náttúrugæðum hefði verið skipt jafnt í upphafi. „Löngunin í mat takmarkast af litlu magamáli manna,“ sagði hann. „En löngunin í þægileg og skrautleg hús, föt, hestvagna og húsgögn virðist ekki eiga sér nein takmörk. Þeir, sem eiga meiri mat en þeir geta sjálfir torgað, eru þess vegna ætíð reiðubúnir til að skipta honum eða verði hans, sem er hið sama, fyrir að fullnægja hinum síðarnefndu löngunum.“ Kjarni málsins er sá, að auðmenn njóta aldrei einir góðs af bættum viðskiptahag. Aðrir njóta hans jafnan líka. Fiskurinn, sem íslensk- ir útgerðarmenn veiða, hverfur ekki ofan í þá, heldur selja þeir hann og nota andvirðið í útgerðar- kostnað og ýmist í neyslu eða fjár- festingu. Fyrr eða síðar skilar fisk- veiðiarðurinn sér þannig til ann- arra. En það skiptir máli, hvernig fiskveiðiarðurinn skilar sér til ann- arra, hvort hann minnkar eða stækkar á leiðinni. Hin raunveru- lega spurning er því sú, hvorir séu líklegri til þess að verja fiskveið- iarðinum skynsamlega, tímabund- inn þingmeirihluti atvinnustjórn- málamanna eða nokkur þúsund hluthafar í útgerðarfyrirtækjum. Ég er ekki í neinum vafa um, Fiskurinn, sem íslenskir útgerðarmenn veiða, hverfur ekki ofan í þá, segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson, í annarri grein sinni, held- ur selja þeir hann og nota andvirðið í útgerð- arkostnað og ýmist í neyslu eða fjárfestingu. hvemig Adam Smith hefði svarað þessari spurningu. Þótt íslenskir stjómmálamenn séu ekki nærri því eins spilltir og forsetafrúin fyrrver- andi á Filippseyjum, hafa þeir ekki beinlínis getið sér orð fyrir skyn- samlega meðferð fjármuna. Vel getur verið, að Þorvaldur Gylfason sé í hópi þess fólks, sem ekki get- ur sofið á næturnar, ef íslenskum útgerðarmönnum gengur vel. En eigum við ekki frekar að hlusta á Adam Smith? Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði í félagsvísindadeild Háskóla íslands. Smith svarar Þorvaldi Gylfasyni Hannes Hólmsteinn Gissurarson „SVO LÍST mér sem málum vorum sé komið í ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir, en ef sundur skipt er lögunum þá mun sundur skipt friðin- um.“ Mér kom í hug þessi djúphugsaða setning Þorgeirs Ljós- vetningagoða, þegar kjaradómur birti dóm sinn yfir laun æðstu embættismanna ríkis- ins. Kjaradómur er skipaður af stjórn- völdum sem eru að vissu marki ábyrg fyr- ir honum, en hvað sem því líður, virðast þessum dómend- um vera fyrirmunað að læra nokk- uð af reynslunni, ætli þetta sé Ég tek heilshugar undir, segir Guðmundur Jó- hannsson, að kjara- dómur og kjaranefnd fái hvíldina að eilífu. ekki í þriðja sinn sem þeir með úrskurði sínum valda úlfúð og ófriði í þjóðfélaginu. Andúð og óánægja með kjaradóminn nær langt inn í raðir þeirra aðila, sem eiga við hann að búa og þ.á m. forsætisráðherra sem hefur lýst óánægju með hann. Nógur var nú launamunur í landinu fyrir, þó ekki væri hann aukinn. Ég tek því heilshugar undir að Kjaradómur og kjaranefnd fái hvíldina að eilífu. í Morgunblaðinu föstu- daginn 25. júlí telur forseti Kjaradóms að nauðsynlegt sé að finna leið til að ákveða laun þessara aðila, sem sátt geti orðið um. Mér finnst hún liggja ljós fyrir. Með vissu milli- bili fara fram samn- ingar á milli launþega og vinnuveitenda, og þar er lögð höfuð- áhersla á, að þessir samningar fari ekki fram úr því sem atvinnuvegirnir og þjóðarbú- skapurinn í heild geta borið án þess að allt fari úr böndunum. Nú hafa stjórnvöld fundið það út að ellilífeyrisþegar og aðrir á því launaplani fái meðalhækkun út úr þeim samningum. Þar sem stjóm- völd hafa sjálf varðað þessa leið, getur ekki verið að þau hafni henni fyrir sjálfa sig. Hins vegar tel ég þennan útreikning á meðaltali vera óraunhæfan og lít svo á að Alþingi beri skylda til að tengja laun þess- ara aðila hinni almennu launaþró- un í landinu. Þannig að þessir aðil- ar séu ekki háðir duttlungum stjómvalda hveiju sinni, sem breytingar á launum verða. Ég tel þetia einfalda og góða lausn sem þessi hálaunaaðall ætti að geta sætt sig við nema því aðeins að hann vilji hafa einhvem ófrið í kringum laun sín. Ég er alfarið mótfallinn því að alþingismenn ákvarði laun sín sjálfir, þar em vítin til að varast þau. Ég vil ekki trúa því að þessir embættismenn líti á sig sem æðri verur, er þurfi að hafa sér dómstól til að ákvarða laun sín, nei þeir era þjónar þjóðar- innar á góðum launum. Með pró- sentufyrirkomulaginu breikkar að sjálfsögðu bilið við hveija launa- breytingu af sjálfu sér. Þannig að nauðsyn ber til að setja einhver mörk þar á. Það ber að þakka þá hækkun sem ellilífeyrisþegar o.fl. fengu í framhaldi af kjaradómi, en við teljum að ýmislegt sé enn óuppgert við okkur, sem við höfum ekki gleymt og munum ekki gleyma. Ég fagna afstöðu forseta Al- þýðusambands íslands, Grétars Þorsteinssonar, til þessarar hækk- unar, og á hann skildar þakkir fyrir sitt framlag, að hún gekk fram og vænti þess að hann leggi sitt lóð á vogarskálina til þess að aldraðir nái rétti sínum á því sem óuppgert er, það er bæði ellilífeyr- irinn og hin óeðlilega tekjutenging. Það er hveiju orði sannara sem fram kemur í leiðara Morgunblaðs- ins 28. júlí að stjómvöld hafí farið offari í launatengingu, miðað við hin lágu tekjumörk. Rökin hjá kjaradómi fyrir sér- stakri hækkun launa til dómara hljómuðu sérkennilega í eyram og vora vægast sagt hláleg og tvíræð. Það blasti við í þessum rökum að verið væri að kaupa þessa stétt til að svíkjast ekki um og vera heiðar- lega í störfum sínum. Mega aðrir svíkjast um? Ég er nú af það göml- um skóla að ég Iiélt að hveijum og einum sem tæki störf að sér bæri skylda til að inna þau af hendi með fullri samvirkusemi, hvar í stétt hann væri. Höfundur er ellilaunaþegi. Sundur slitinn friðurinn Guðmundur Jóhannsson FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.