Morgunblaðið - 08.08.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 35
MINIMINGAR
ESTER SVAN
JÓNSDÓTTIR
+ Ester Svan
Jónsdóttir
fæddist á Norðfirði
20. janúar 1925.
Hún lést á Borgar-
spítalanum í
Reykjavík sunnu-
daginn 3. ágúst sl.
Foreldrar hennar
voru Petrún Björg
Gísladóttir og Jón
Sigfússon. Systkini
Esterar sammæðra
voru 11 og eru fjög-
ur þeirra á lífi.
Systkini hennar
samfeðra voru 5 og
eru 3 þeirra á lífi. Eiginmaður
Esterar er Sigurfinnur Ólafs-
son húsgagnasmíðameistari og
eiga þau einn son, Gunnar, sem
kvæntur er Unu Sveinsdóttur
og eiga þau 4 börn. Ester verð-
ur jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju í dag klukkan 15.00.
Ester frænka er dáin. Með henni
er gengin ein skemmtilegasta og
hlýjasta manneskja sem við höfum
þekkt. Við eigum henni margt að
þakka og líf okkar hefði verið fá-
tækara án hennar. Ester var
móðursystir okkar og bjó „fyrir
sunnan" frá því að hún var ung
kona. Maður hennar er Sigurfinnur
Ólafsson, sem stóð sem klettur við
hlið hennar alla tíð, hlýr og elsku-
legur maður, sem við metum mikils.
Það var alltaf jafn spennandi
þegar við vorum krakkar og ung-
lingar heima í Neskaupstað þegar
fréttist að nú væri von á Ester
frænku austur. Það var fylgst
vandlega með skipafréttunum og
stundirnar taldar þar til Esja eða
Hekla kæmi til Norðfjarðar, eins
og sagði alltaf í skipafréttunum.
Með Ester frænku kom sólskinið,
hvemig sem viðraði og dagarnir
hjá ömmu í Enni voru fullir af lífi
og fjöri. Að jafnaði var gestkvæm-
ara en ella í Enni þegar Ester var
fyrir austan því fólk sóttist eftir
samvistum við hana. Léttur hlátur-
inn var smitandi og frásagnarhæfi-
leikarnir stórkostlegir og öllum leið
vel í návist hennar. Árin liðu og
hlutirnir snerast við, nú vorum það
við sem sóttum Ester frænku heim
í Reykjavík eða Kópavoginn og
fyrir okkur var alltaf pláss og allt-
af vorum við jafn velkomin. Það
verður ekki á neinn hallað þótt
sagt sé að gestrisni hennar og ást-
úð hafi ekki átt sinn líka. Hvenær
sem okkur bar að garði, voru mót-
tökurnar jafn stórfenglegar og það
var ekki bara kaffisopi sem á borð
var borinn, ó nei, það var veislu-
borð á hvaða tíma sólarhringsins
sem var og það var alltaf pláss
fyrir ættingjana að austan, sama
hversu húsnæðið var lítið. Og það
var ekki aðeins pláss fyrir okkur,
það var líka pláss fyrir vinina og
síðar meir börnin okkar þegar þau
þurftu húsaskjól syðra. Við gátum
treyst á að Ester vissi hvar börnin
okkar var að finna; ef þau voru
ekki hjá henni þá voru þau væntan-
leg og hún kom því örygglega til
skila ef þau þyrftu að hafa sam-
band heim. Hjá Ester frænku áttu
þau, eins og við, öruggt skjól.
Þrátt fyrir að Ester hafi ekki
gengið heil til skógar síðustu árin,
glataði hún ekki léttleika sínum og
á stuttri banalegu var hann enn til
staðar. Við viljum með þessum fá-
tæklegu orðum þakka henni fyrir
allt.
Elsku Siggi, Gunnar, Una og
barnabörn, við sendum ykkur okk-
ar innilegustu samúð-
arkveðjur. Guð blessi
minningu Esterar
frænku.
Ríkey, Elma og
Friðrik.
Mig langar til að
kveðja kæra vinkonu
mína með nokkrum
orðum.
Við Ester urðum
vinkonur 16 ára gaml-
ar og ávallt síðan eða
í nær 60 ár. Engri
manneskju var eins
gaman og auðvelt að hlæja með
og það jafnvel mitt í miklum erfið-
leikum. Hún hafði svo smitandi
hlátur, að ég tali nú ekki um
prakkarasvipinn sem fylgdi með.
Já, það var gaman að vera nálægt
henni Ester og hlýjan streymdi frá
henni. Hún mátti aldrei neitt aumt
sjá og barngóð var hún alveg sér-
staklega, enda hændust börn mjög
að henni. Það var mikil sorg fyrir
hana að geta ekki eignast eigin
börn, en hún og Siggi maðurinn
hennar ættleiddu einn son, Gunn-
ar, sem var þeim mikill gíeðigjafi
svo og barnabörain fjögur. Ester
hafði átt lengi við veikindi að stríða
og tók þeim með ótrúlegu æðru-
leysi. Hún var frekar upptekin af
veikindum annarra en_sínum eigin,
það lýsir henni vel. Ég vil þakka
þér, vinkona mín, fyrir samveruna
öll þessi ár; Megi guð blessa þig.
Ása Hjálmarsdóttir.
Mig langar að minnast frænku
minnar með örfáum orðum. Ester
ólst upp í stórum systkinahópi fyrr
á öldinni í Neskaupstað og bjó síð-
ar í Reykjavík. Hjá henni sannaðist
best að þar sem er hjartarúm er
húsrúm. Það mæddi mikið á henni
og hennar heimili þegar við systk-
inabörnin lögðum leið okkar að
austan til Reykjavíkur til lengri eða
skemmri dvalar. Óhætt er að segja
að þar var hinn fasti punktur og
víst er að henni þótti sælla að gefa
en að þiggja. Það er ómælt hvað
hún lagði á sig til þess að leiðbeina
okkur og tryggja velferð okkar.
Persónulega á ég Ester mikið að
þakka, því ekki var látið staðar
numið eftir að ég hafði náð áttum
í stórborginni og var orðin veraldar-
vön. Þá tók við endalaus umhyggja
fyrir allri fjölskyldunni minni og
látlaus þörfin til þess að láta af
hendi rakna. Lítið dæmi en minnis-
stætt er þegar ég þurfti að leggj-
ast á sjúkrahús í Hafnarfirði fyrir
33 árum síðan. Dóttir okkar hjón-
anna var þá 8 mánaða gömul. Est-
er og Siggi lögðu á sig að sækja
hana til mágkonu minnar, fara með
hana heim til sín til þess að klæða
hana upp í fínan kjól og halda síð-
an í sjúkraheimsókn á spítalann í
Hafnarfírði. Allar ferðirnar voru í
strætó og hefur þessi sjúkravitjun
eflaust tekið stærstan part af
sunnudeginum. Svona var allt
hennar líf, hún gaf endalaust af
sér og hirti lítið um hvað kom í
staðinn. Óhjákvæmilega hlýnar
manni við tilhugsunina að hafa átt
þess kost að ferðast í gegn um líf-
ið með fólki eins og Ester. Siggi
minn, við hjónin biðjum guð um
að vera með þér í sorg þinni.
Frænku mína kveð ég með orðum
séra Valdimars Briems:
Far þú í friði,
Friður pðs þig blessi,
Hafðu þökk fyrir alit og allt.
Emilía Jónsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasið-
um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað
við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grcinunum.
Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum
SIGURBJÖRN Bárðarson vann sinn þriðja
heimsmeistaratitil í gæðingaskeiði í röð á Gor-
don frá Stóru-Ásgeirsá í fyrradag og er í B
úrslitum í fimmgangi og vel inni í keppninni
um stigahæsta keppanda mótsins.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
ATLI Guðmundsson á Hróðri frá Hofsstöðum
er nú í fremstu víglínu í fimmgangi og freistar
þess að ná HM titlinum á sunnudag í úrslita-
keppninni.
Spennan í algleymingi
Besti árangur íslendinga í forkeppni fjórgangs til þessa
LOKSINS er raunhæfur möguleiki á sigri í fjórgangi þegar Styrm-
ir Árnason á Boða frá Gerðum náði öðru sætinu í forkeppni eft-
ir góða sýningu í gær.
HÖSKULDUR Jónsson á Þyti frá Krossum er kominn í A úrslit
i fjórgangi og mun gera atlögu að titlinum á sunnudag.
HESTAR
GLEÐI og örlítil vonbrigði voru hlut-
skipti íslendinga á heimsmeistara-
mótinu í Seljord í Noregi í gær.
Frammistaða íslendinga í fíórgangi
reyndist betri en vænst var en nið-
urstaðan í fimmgangi varð heldur
lakari en búist var við. Öllum á óvart
skaust Bandaríkjamaðurinn Will Co-
vert í efsta sætið á Dyni frá Ytra-
Skörðugili en Atli Guðmundsson er
efstur Islendinga á Hróðri frá Hof-
stöðum. Það sem hinsvegar gladdi
var að Styrmir Ámason á Boða frá
Gerðum var í efsta sæti fjórgangs
þar til síðasti keppandinn Irene Re-
ber Þýskalandi lauk keppni á Kappa
frá Gerðum. Hlaut hún 7,40 í ein-
kunn en Styrmir var með 7,13 sem
virtist óeðlilegur munur því sýning-
amar voru mjög svipaðar að gæðum.
Hefur þar munað því Styrmir var 12.
í röðinni í keppni af 39 keppendum.
Var greinileg stígandi í einkunnum
eftir því sem leið á keppnina eins og
algengt er að gerist. Jafnir í þriðja
sæti eru Höskuldur Jónsson á Þyti
og Martin Guldner Þýskalandi á
Hugarburði frá Guggenberg með
7,10 og jöfn í fímmta sæti eru Unn
Kroghen Noregi á Hruna frá Snartar-
stöðum og Sveinn Hauksson sem
keppir fyrir Svíþjóð á Hrímni frá
Ödmarden með 7,07. Vignir Siggeirs-
son á Þyrli frá Vatnsleysu er í tíunda
sæti með 6,5 og hefur því möguleika
á að vinna sig upp í B úrslitunum
þótt ekki virðist það líklegt á þessari
stundu. Tveir íslendingar í A úrslitum
í öðru og þriðja sæti og einn í B
úrslitum er framar björtustu vonum
um árangur í ijórgangi.
Athygli vakti slök frammistaða
heimsmeistarans fyrrverandi Bemd
Viths frá Þýskalandi sem keppti á
sínum gamla hesti Röðli frá Gut El-
lenbach en þeir höfnuðu í 12. sæti.
Páll Bragi Hólmarsson hafnaði í 13.
sæti á Hrammi frá Þóreyjarnúpi og
þykir mörgum sem skörð séu farin
að myndast í hið óvinnandi fjórgangs-
vígi Þjóðverja.
Bandaríkin komin á blað
Atli Guðmundsson og Hróður skut-
ust á toppinn í fimmgangi eftir prýði-
lega sýningu en Sigurbimi Bárðar-
syni hafði ekki gengið eins vel á
Gordon frá Stóru-Ásgeirsá en náði
þó inn í B úrslit, hafnaði í áttunda
sæti með 6,33. Stuttu síðar kom
Bandaríkjamaðurinn með feiknagóða
sýningu á Dyni og skaust í efsta
sætið. Karly Zingsheim Þýskalandi
skaut Atla aftur fyrir sig með mis-
heppnaðan skeiðsprett að hiuta á
annarri langhlið en hlaut 6,87 en
náði ekki fyrsta sætin af Will Co-
vert. Síðasta og bjartasta von íslend-
inga Sigurður V. Matthíasson á Hug-
in frá Kjartansstöðum kom síðastur
inn á en náði ekki toppsýningu og
hafnaði í fjórða sæti með 6,68. Dorte
Rasmussen Danmörku á Gneista frá
Busbjerg hafnaði í fimmta sæti með
6,53. Þrír íslendingar eru í B úrslit-
um, Gylfí Garðarson sem keppir fyr-
ir Noreg á Vals frá Gerðum er sjötti
með 6,47 ásamt hollensku dömunni
EIs van der Tas á Hilmi frá Skjóðu,
Sigurbjörn áttundi með 6,33 og Há-
kon Pétursson sem keppir fyrir Ítalíu
er níundi á Draupni frá Sauðárkróki
með 6,20. í tíunda sæti er Norðmað-
urinn Bjöm R. Larsen á Stelpu frá
Brekkum með 6,07.
Harður róður á öllum
vígstöðvum
Þótt ekki sé hægt að segja að stað-
an sé slæm þá er þetta ekki drauma-
staðan í fímmgangi, spurningin er
sú hvort Atla eða Sigurði V. takist
að knýja fram sigur T úrslitum. Þar
verður á brattann að sækja því ef
allt gengur upp hjá Karly Zingsheim
verður hann þungur í skauti en svo
er engan veginn útilokað á sá banda-
ríski haldi sigursætinu og yrði það
vissulega illskárri kostur en að missa
titilinn til Þýskalands. Sigurður Sæ-
mundsson og Sigurður Marínusson
aðstoðarmaður hans voru vígreifir
þegar rætt var við þá að keppni iok-
inni í gær. Sagði sá fyrrnefndi að
nú loksins væri raunhæfur möguleiki
á sigri í fjórgangi og keppnin í fimm-
gangi væri einungis hálftiuð. Reikn-
uðu þeir alveg eins með því að gamli
refurinn Sigurbjöm myndi vinna sig
upp í A úrslit og þá færi nú að fær-
ast fjör í leikinn á sunnudag þegar
úrslitin færu fram. Þá bentu þeir á
að Feykir, hestur Karlys, væri oft
mjög erfiður í úrslitum og einnig
kæmi í ljós hvort reynsluleysi Will
Coverts yrði honum að falli. Þetta
væri í raun galopið og hörkuspenn-
andi.
í dag mun koma til kasta Loga
Laxdal og Sprengju-Hvells en dag-
skráin hefst með 250 metra skeiði.
Þá verður opnunarathöfn þar sem
heiðursgestur mótsins frú Vigdís
Finnbogadóttir mun heiðra samkom-
una með nærveru sinni. Að henni
lokinni hefst forkeppni í tölti og verða
þá línur i stigakeppni mótsins famar
að skýrast. Veðrið var samt við sig
á mótsstað í gær, logn og léttskýjað
og hitinn upp undir þq'átíu stig. Þyk-
ir mörgum nóg um. Athyglisvert er
hversu vel hrossin bera sig undir álagi
í svo miklum hita og sýnir vel góðan
aðlögunarhæfileika íslenska hestins. ^
Valdimar Kristinsson