Morgunblaðið - 08.08.1997, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 08.08.1997, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Nú kr. 1990 Með OSRAH Dulux EL qetur þú sparað allt að kr. 4.700 Soluaðilar Arvirl virkinn Selfossi Bygat oa búið Reykjavík BYKU Kópavogi BYKO Hafnarfírði BYKO Reykjavík Geisli Vestm. eyjum KEA Rafl.deild Akureyri Ljós & Orka Reykjavík Lónið Höfn Magasín Reykjavík R.O. Rafbúð Keflavík Radiovinnustofan Akureyri Rafbúðin Álfask. Hafnarfírði Rafþj. Sigurdórs Akranesi Segull Reykiavík Siemensbgðin Akureyri Straumur Isafirði Sveinn Guðmundsson Egilsst. Mánaðartilboð 1.08.97 - 01.09.97 20% af matarfötum áður tiu! Hvíta stellið 40 cm fat fer. 6.425, &r. §.140 Menuett 36 cm fat.......fer. 6.670, Isr. §.3S@ Clio/Cantata 39 cm fat..fer. 11.600, fer. $.280 Mokkasett 6 manna.......kr. 23.050, fer. ll.§2§ Eldföst mót.........................“50% DONALDS við Faxaíen - Suðurlandsbraut 52 Sími 553 6622 5' Srtur Nielsen y VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Athyglisverð auglýsing SVAVAR hafði samband við Velvakanda og vildi hann lýsa yfir ánægju sinni með atvinnuauglýsingu sem birtist í Morgunblað- inu fyrir nokkru frá banda- ríska sendiráðinu. Það sem honum þótti athyglisvert við auglýsinguna, og hann segist ekki hafa séð í aug- lýsingu frá íslenskum aðil- um, var að talað var um í auglýsingunni að ekki skipti máli hjá umsækjend- um hver trúarbrögð, litar- háttur eða aldur þeirra væri. Vildi hann að íslensk- ir auglýsendur tækju sér þetta til fýrirmyndar. Góð fiskbúð VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Mig langar til að lýsa ánægju minni rneð fiskbúðina í Nethyl 2. Ég hef aldrei komið í fískbúð þar sem allt er svona 1. flokks. Þegar komið er inn i búðina berst á móti manni fersk lykt, allt er mjög snyrtilegt og kæliborðið mjög girnilegt. í kæliborð- inu er mikið úrval af fiski og unnum fiskvörum og þjónustan í búðinni er til fyrirmyndar." Ánægður viðskiptavinur. Fyrirspurn FYRIR u.þ.b. tveimur árum heyrði ég um unga konu sem saumaði glugga- tjöld úr sparikjólum. Ég hef mikinn áhuga á að hafa samband við konu þessa, mig minnir að hún byggi við Lokastíg eða á því svæði. Ég bið hana eða einhvern, sem þekkir hana, að hringja í síma 482-1091. X-Files þættir KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og er hún að leita að þáttum af X-Files, sem sýndir voru á Sýn 27. júlí og 3. ágúst. Þættirnir eru nr. 29 og 30. Ef einhver getur liðsinnt henni og lánað henni upp- töku af þáttunum þá vin- samlega hafið samband í síma 557-8986. Tapað/fundið Demantshringur tapaðist ÞÝSK kona á ferðalagi í Borgarfirði tapaði dem- antshring í Borgarfirðin- um, annaðhvort á Lýsuhóli eða í Hymunni. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 554-5545. Barnaúlpur týndust GRÆN barnaúlpa, á 4 ára, tapaðist í Mjódd í júní og marglit, rauð, blá og gul nælonúlpa, á 4 ára, tapað- ist í vesturbænum í lok júlí. Þeir sem hafa orðið varir við úlpurnar eru beðnir að hringja í síma 561-2107, Ingibjörg. Barnatvíhjól fannst B ARNATVÍHJ ÓL fannst í Hólahverfi í Breiðholti. Uppl. í síma 557-6232. GSM-sími fannst GSM-SÍMI fannst við Grensásveg laugardaginn 2. ágúst. Uppl. í síma 562-2339. Dýrahald Svört læða týndist á Langholtsvegi 4 MÁNAÐA læða, svört og með hvítan díl undir kverkinni, týndist frá Langholtsvegi 14 þriðju- daginn 29. júlí. Þeir sem hafa orðið varir við kisu hafí samband í síma 568-0494. Fuglabúr fæst gefins FUGLABÚR og fylgihlutir fást gefins. Uppl. í síma 554-5115 (Þórunn). Öll óþðrf dvöl I skýlunum cr óheimil. HEILRÆÐI Ferðamenn! Vinsamlega gangið vel um neyðarskýli Slysavamafélagsins. Notiö ekki búnaö þess nema nauðsyn kreQi. ,.i/ KOMUM HEIL HEIM Pennavinir SKÁK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp í B- flokki á alþjóðamótinu í Biel í Sviss sem lauk í síð- ustu viku. Gerald Hertneck (2.525), Þýska- Iandi, hafði hvítt og átti leik gegn Englendingnum Joe Gallagher (2.525) sem nú teflir fyrir Sviss. 29. Hxg7+! - Rxg7 30. Bd5+ - Re6 31. Hxf8+ - Kxf8 og svartur gafst upp án þess að bíða eftir 32. De7+ - Kg8 33. Bxe6 en þá tapar hann öllu liði sínu eða verður mát. Úrslit í A- flokki í Biel: 1. Anand 7 v. af 10 mögulegum, 2. Karpov 6 ‘A v., 3. Gelfand 5'/2 v., 4. Lauti- er 4 'h v., 5. Milov 4 v. og 6. Pelletier 2‘A v. í B-flokki sigraði Alex- ander Onísjúk frá Úkraínu með miklum yfirburðum. Hann hlaut 8 'A v. af 10, en þeir Gallagher, Hertneck og Rússinn Kobalja komu næstir með 5 v. Helgarskákmót hjá Taflfélagi Reykjavíkur um helgina. Mótið hefst í kvöld kl. 19.30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Verðlaun eru 20, 12 og 8 þús. Teflt verð- ur í kvöld frá 19.30-22.30, þijár atskákir, á morgun kappskákir frá 10-14 og 17-21 og á sunnudag frá 10.30-14.30 og 17-21. FIMMTÁN ára pólskur piltur með margvísleg áhugamál: Michael Prawdrik, Ul. Jarzebinowa 5, 16-300 Augustow, Poland. TUTTUGU og sjö ára þýskur karlmaður með mikinn ísiandsáhuga: Andreas Lilienthal, P.O. Box 1241, D-27702 Osterholz- Scharmbeck, Germany. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkveiji skrifar... SVO virðist sem allmargir lands- manna eigi erfitt með að læra að umgangast náttúruna með þeirri virðingu, sem henni ber. Alltof oft birtast fréttir af akstri utan vega á viðkvæmum svæðum, slæmri um- gengni við helztu náttúruperlur okkar og um helztu auðlind okkar, hafið. Nýlega hefur komið fram að fiskislóðin út af Garðskaga er lík- ust sorphaugi. Slík er umgengnin að sorpið flýtur þar eins og mý á mykjuskán og veldur það ekki að- eins slæmri mengun, heldurtorveld- ar leit að sjófarendum í nauð. Það er alveg einstök skammsýni sjófarenda að menga sína eigin fiskislóð með þessum hætti að ekki sé talað um að draga einnig úr möguleikum á þvi að þeir finnist, lendi þeir í nauð. Það ætti ekki að vera vorkunn nokkrum manni að ganga þannig um að sómi sé að. Það er engum sjómanni vorkunn að hirða upp eftir sig ruslið og koma þvi á móttökustöðvar fyrir sorp í landi. Umgengni af þessu tagi er til skammar en vonandi er þar um fáa syndaseli að ræða, sem koma óorði á heila stétt vandaðra sjó- manna, sem umgangast hina við- kvæmu auðlind okkar á réttan hátt. Það ætti i raun og veru ekki að vera þörf fyrir reglugerðir og lög um losun úrgangsefna og sorps á hafi úti. Hveijum sem er ætti að vera ljós nauðsyn þess að halda hafinu hreinu. Það hefur ætíð verið talin heimska að slátra gullgæs- inni, en með mengun hafsins og slæmri umgengni um það, eru menn ekki að gera neitt annað. xxx ANNAR þáttur i umgengninni um auðlindir hafsins er skyn- samleg nýting fiskistofnanna. Á síðustu áratugum hefur okkur af og til borið af leið og við veitt meira en skynsamlegt má teljast úr ýmsum helztu nytjastofnum okk- ar. Það skýrist fyrst og fremst af ónógri þekkingu á vexti og við- gangi fiskistofnanna, en sú þekking er nú fyrir hendi í vaxandi mæli. Þekking fiskifræðinga okkar er orð- in mikil og rannsóknir þeirra góður grunnur til að byggja á tillögur um hæfilegan afla helztu fiskitegund- anna. Þennan grunn má þó bæta með nánari samvinnu við sjómenn, sem þekkja manna bezt til afla- bragða og hegðunar fisksins. Sjómenn verða þó að gæta þess að þá beri ekki af leið vegna skammtíma hagsmuna. Það kann vel að vera að mikið sé um þorsk um þessar mundir, en sé ekki farið varlega, er voðinn vís. Víkveiji telur að sígandi lukka sé bezt í þessum efnum. Það getur varla borgað sig að taka þá áhættu til að kýla vömb- ina í dag, að kunna að þurfa að búa við hallæri á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.