Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 1
181. TBL. 85. ÁRG. 80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 14. AGUST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Friðarsamkomulag í Tadjíkistan Khudoyberdyev játar ósigur Dushanbe. Reuter. STJÓRN Tadjíkistan sagði í gær að stríðsherrann Makhmud Khudoyberdyev hefði fallist á að draga sig í hlé sem yfirmaður her- sveita sinna og kalla þær aftur tO herskála sinna. Þetta varð niður- staða fjögurra klukkutíma við- ræðna hans við Imomali Rak- hmonov. Hersveitir Khudoyberdyevs hafa barist á mörgum vígstöðvum. Und- anfarna daga hafa þær barist við hermenn hliðholla forsetanum í Fakhrobad-dal. Um síðustu helgi komu menn Khudoyberdyevs öðr- um stríðsherra til aðstoðar í átök- um sem brutust út í Dushanbe og á mánudag tapaði Khudoyberdyev iðnaðarsvæði í Gissardal í hendur herliðs forsetans en stríðsherrann hafði haldið því svæði frá því í jan- úar sl. Talsmenn tadjísku stjómarinnar sögðu Khudoyberdyev hafa gefist upp án skilyrða og að herlið hans hefði þegar hætt átökum og haldið MAKHMUD Khudoyberdyev. til höfuðstöðva sinna suður af Dushanbe. Khudoyberdyev og Rakhmonov ræddust við í síma en opinberir heimildarmenn segja þá einnig hafa hist í höfuð- stöðvum rúss- neska friðar- gæsluliðsins í Tadjíkistan. Sjálfur hefur Khudoyberdyev ekki tjáð sig um málið. Khudoyberdyev var yfirmaður í tadjíska hemum en hefur verið vikið frá störfum. Er framtíð hans með öllu óljós en hann hefur í tvígang á jafnmörgum árum staðið fyrir uppreisn innan hersins. Þá hefur hann gagnrýnt harðlega frið- arsamning sem forsetinn undirrit- aði í júní við heittrúarmenn til að binda enda á fjögurra ára borgara- styrjöld. Við leiði Elvis Presleys AÐDÁENDUR Elvis Presleys flykkjast um þessar mundir til Memphis í Tennessee til að votta honum virðingu sína. Tilefnið er að 16. ágúst eru 20 ár liðin frá andláti konungs rokksins. Á mynd- inni sést Jenny Goddard frá Englandi standa við leiði Presleys í Memphis eftir að hafa skoðað Graeeiand, óðal goðsins. Forsætisráðherra Israels ræðir við Hussein Jórdamukonung Israelar ekki reiðubúnir til tilslakana í öryggisaðgerðum Aqaba, Jerúsalcm. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, sagði eftir að hann hitti Hussein Jórdaníukonung í borginni Aqaba í Jórdaníu í gær að ekki yrði um neinar tilslakanir í ör- yggisaðgerðum gagnvart Palestínu- mönnum að ræða. Fundurinn var fyrsti fundur Netanyahus með leið- toga arabaríkis frá því sprengjutil- ræði varð 14 manns að bana á úti- markaði í Jerúsalem í lok júlí. Fyrir fundinn sögðu jórdanskir embættismenn að konungurinn myndi freista þess að fá Israela til að aflétta ströngum öryggisaðgerð- um sem verið hafa í gildi í Israel frá því að tilræðið var framið og felast meðal annars í lokun herteknu svæðanna. Netanyahu ræddi hins vegar við fréttamenn eftir fundinn og endurtók þá að ekki yrði um neina stefnubreytingu að ræða fyrr en Yasser Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, herti aðgerðir gegn hryðjuverka- starfsemi. Netanyahu sagðist hins vegar til- búinn að ræða örlög landnema- byggða gyðinga á herteknu svæðun- um þegar friðarviðræður hæfust að nýju og_ tók fram að hann vonaðist til að Israelar og Palestínumenn gætu þá endanlega leitt deilur sínar til lykta. Friðarviðræður ísraela og Palestínumanna hafa legið niðri frá því Israelar heimiluðu byggingu nýs gyðingahverfis á palestínsku landi í Austur-Jerúsalem í mars. Skrifstofu PLO lokað A miðvikudag var skrifstofu Frelsissamtaka Palestínu (PLO) í Washington lokað í kjölfar þess að Bandaríkjaþing frestaði afgreiðslu frumvarps um fjárhagsaðstoð til er- lendra ríkja. Frestunin þýðir að fjárframlög Bandaríkjastjórnar til sjálfstjómar- svæða Palestínumanna liggja niðri fram í september og starfsleyfi skrifstofu PLO, sem opnuð var eftir undirritun Oslóar-samkomulagsins 1993, rennur út. Forsvarsmenn Pal- estínumanna segja þessar aðgerðir þingsins draga mjög úr trúverðug- leika Bandaríkjanna sem hlutlauss sáttasemjara fyrir botni Miðjarðar- hafs. Dennis Ross, sáttasemjari Banda- ríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum, hélt í gær heim eftir nokkurra daga ferð til Israels. Hann var bjartsýnn að loknum fundum með forsvars- mönnum Israela og Palestínumanna og sagði að nú væri bara eftir að sjá árangur umræðnanna. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bajida- ríkjanna, sem er væntanleg til Isra- els síðar í mánuðinum, er sögð ánægð með árangur Ross. ísraelar rifu í gær fimm hús Pal- estínumanna í Austur-Jerúsalem og önnur fjögur í nágrenni Betlehem. Húsin voru reist án tilskilinna leyfa en Palestínumenn segjast ekki eiga annarra kosta völ en að byggja ólög- lega þar sem ísraelar neiti þeim um byggingarleyfi. Ehud Olmert, borg- arstjóri Jerúsalem, hefur líkt ólög- legum byggingum Palestínumanna við krabbamein sem ógni yfirráðum Israela í borginni en framtíðarstaða borgarinnar er eitt af helstu þrætu- eplum ísraela og Palestínumanna. Reuter PALESTINSK börn veifa til palestínsku lögreglunnar úr báti, sem not- aður var í mómælum í gær gegn því að ísraelar hafa lokað landamæra- stöðinni í Erez á Gaza-svæðinu. ísraelar lokuðu Vesturbakkanum og Gaza eftir að 15 manns létust í sjálfsmorðsárás á markaði í Jerúsalem. Mannaskipti í stjórn Jeltsíns Moskvu. Reuter. ALFRED Kokh, sem hefur stjóm- að einkavæðingu í Rússlandi, hefur sagt af sér og mun annar skjól- stæðingur Anatólís Tsjúbajs, yfir- aðstoðarforsætisráðherra og helsta skipuleggjanda umbóta í stjórn Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, taka sæti hans. Kokh var aðstoðarforsætisráð- herra og formaður nefndar ríkis- eigna og tekur Maxím Boíko við af honum. Sagt var að Boíko hefði lengi dreymt um að starfa við hlið lærifóður síns, en báðir em nánir vinir Tsjúbajs. Kokh hefur sætt mikilli gagnrýni vegna umdeildrar einkavæðingar nokkurra einkafyrirtækja undan- farið og hefur Víktor Tsjemomýrd- ín, forsætisráðherra Rússlands, meðal annai’s beint spjótum sínum að honum. Reuter Sameinuðu þjóðirnar Tíðni matar- eitrunar vanmetin Genf. Reuter. MÖRG hundruð milljónir manna verða árlega fyrir mat- areitrun og fá meðal annars kóleru og salmonellusýkingu að því er Alþjóða heilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) greindi frá í gær. I ársfjórðungsskýrslu stofn- unarinnar um heilbrigðismál sagði hins vegar að rammt kvæði að því að ekki væri greint frá matareitrunartilfell- um vegna ótta yfirvalda um að dregið gæti úr straumi ferða- manna eða viðskiptum. „Talið er að aðeins sé greint frá minna en 10% tilfella af sjúkdómum, sem berast með fæðu, og jafnvel minna en 1% af raunverulegum sýkingum," sagði í skýrslunni. „Kannanir í nokkrum löndum benda til að tilfelli sjúkdóma, sem berast með fæðu, séu 300 til 350 sinn- um fleiri en skráð tilfelli bera vitni.“ Ekki sagði við hvaða lönd væri átt. Börn í hættu I skýrslu WHO segir að til marks um vandamálið vegna matareitrunar megi nefna að sennilega fái 1,5 milljarðar barna um heim allan niður- gang árlega og hann dragi þrjár milljónir bama til dauða. Stór hluti af þessum sýkingum sé af völdum matareitrunar. „Áhyggjur vegna þess möguleika að útfluttum mat- vælum verði hafnað og/eða ferðamönnum fækki hafa latt fjölda ríkisstjórna til að láta af hendi upplýsingar um matar- eitrunarfaraldra," sagði Fritz Kaeferstein, yfirmaður áætl- unar WHO um öryggi í mat og matvælaaðstoð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.