Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um hótel á Islandi I MORGUNBLAÐ- INU 27. júlí sl. var umfjöllum um hótel í Reykjavík og vísað til greinar í bandaríska blaðinu Conde Nast Traveler. í umræddri blaðagrein, upp á 12 blaðsíður, var á mjög jákvæðan hátt íjallað um Ísland. í lok greinarinnar var fjall- að um örfá hótel í Reykjavík og voru þar gerðar nokkrar at- hugasemdir við útlit hótelanna. Blaðaskrif þessi ollu nokkru um- tali og heyrðust þær raddir að í Reykjavík vantaði sár- lega almennilegt lúxushótel, of lítið gistirými væri almennt til staðar á landinu og að nauðsynlegt væri að flokka hótelin. Lúxushótel Í Reykjavík eru fjölmörg góð hótel, sem ferðaskrifstofur og er- lendir útgefendur hafa gefið allt að 4 stjörnum, en öllum er ljóst að 5 stjörnu hótel eða svokallað lúxus- hótel er ekki til staðar. Sumir hafa haldið því fram að nauðsynlegt sé að slíkt hótel rísi og hægt sé að markaðssetja það. Rætt hefur verið um 5-600 herbergja hótel og er ekki óvarlegt að ætla að kostnaður við byggingu slíks hótels yrði að lágmarki 6 milljarðar króna. Það væri að sjálfsögðu mjög ánægjulegt og ferðaþjónustunni mikil lyftistöng ef einhvetjir ábyrgir aðilar byggðu 5 stjörnu hótel og fyndu viðskipta- vinina, en markaðssetningin mun verða mjög dýr þar sem slíka við- skiptavini hefur ekki rekið á fjörur okkar hér á landi nema í undantekn- ingartilvikum, en það má vel vera að þarna komi upp spurningin um eggið og hænuna. Áætlanir um aukna markaðssetningu og nýjar hugmyndir lenda oftar en ekki ofan í skúffu vegna fjárskorts og allt árið eru ferðaskrifstof- ur og aðrir viðskipta- vinir hótelanna að kreljast lægra verðs. Meðalherbergj averð hótelanna í Reykjavík var kr. 5.118 árið 1996 (án vsk) og hafði þá lækkað frá árinu áður. í ljósi þessa er ég hrædd um að það þurfi að finna allt annan og býsna ólíkan viðskipta- vinahóp til að fylla lúx- ushótelið umrædda því fimm þúsund kallinn mun lítt duga. Vantar gistirými? Þær raddir hafa ennfremur verið uppi um að það vanti meira gisti- rými á íslandi. Árið 1996 var meðal- herbergjanýting hótela í Reykjavík rúmlega 60% og er hún trúlega Með eftirliti og ráðgjöf verður flokkun gisti- staða, segir Erna Hauksdóttir, að veru- legu gagni bæði fyrir þá og viðskiptavinina. mun lægri ef gistiheimilin eru tekin með. Síðan þá hefur orðið veruleg viðbót á gistirými í borginni og má sem dæmi nefna nýjan gististað í Borgartúni, Hótel Cabin, með 154 herbergi, 18 viðbótarherbergi á Hótel Reykjavík, 20 viðbótarher- bergi á Hótel Esju og 18 viðbótar- herbergi á Hótel Borg. Þar að auki hafa nokkur ný gistiheimili hafið starfsemi. Viðbótin er vel á þriðja Erna Hauksdóttir hundrað herbergi og er þegar ljóst að þessi geysimikla viðbót mun leiða ti! lægri meðalnýtingar á árinu 1997. Utan Reykjavíkur var meðal- herbergjanýting hótela árið 1996 u.þ.b. 40%, og hefur gistirými auk- ist töluvert frá síðasta ári. Það ger- ist auðvitað stöku sinnum yfir sum- artímann að allir gististaðir í borg- inni séu fullbókaðir, en það er eðli- legt og ég held að engum detti í hug að byggja þurfi viðbótargisti- rými vegna þeirra daga. Flokkun liótela í mörg ár hefur verið rætt um hugsanlega flokkun gististaða á íslandi og hefur hveijum sýnst sitt, enda flokkun ekki einfalt mál. Deil- ur um flokkun hótela koma alltaf öðru hvoru upp um allan heim, og er ástæðan einfaldlega sú að flokk- un hefur marga kosti og ennfremur marga galla. Flest lönd Evrópu hafa einhvers konar flokkunarkerfi og eru þau nokkuð frábrugðin milli landa og víða ólíkar áherslur. Reyndar hafa Norðurlöndin og Þýskaland ekki haft slík kerfi þar til nú að Danir eru að koma flokk- un á hjá sér. Samband veitinga- og gistihúsa hefur sett sér þá stefnu að flokkun verði komið á hér á landi og er málið í undirbúningi. SVG hefur bent á danska kerfið, en það er einfalt og tekur aðallega á hlut- lægum þáttum. Auðvitað leysir flokkun ekki allan vanda og gefur takmarkaðar upplýsingar, en með henni á viðskiptavinurinn þó að geta gert sér ákveðnar væntingar um verð og gæði. Einn af ókostum þess að hafa ekkert flokkunarkerfi er að alls kyns aðilar, ferðaskrif- stofur, útgáfufyrirtæki í ferðaþjón- ustu o.fl. flokka gististaðina upp á sitt eindæmi og hafa gististaðirnir þá litlar varnir, líki þeim ekki flokk- unin auk þess sem lítið samræmi er milli þessara sjálfskipuðu flokk- ara. Samband veitinga- og gisti- húsa gerir ráð fyrir því að með flokkun verði verðmyndun einfald- ari, gæði gististaðanna aukist og með eftirliti og ráðgjöf verði flokk- un að verulegu gagni bæði fyrir gististaðina og viðskiptavinina. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. Nýir „þjóð- flutningar“ EF KEYRT er í gegnum þéttbýlis- kjarna suðvesturhorns- ins og raunar víðar um landið, taka menn eftir því að á undanförnum áratug eða svo hafa víða risið „skýjakljúf- ar“ eða hús sem rísa margar hæðir til himins og skera sig stundum úr annarri byggð. Og fólk segir: Hvað er að ^. gerast í litskrúðugri byggingarsögu lands- ins? Þegar að er gáð kemur í ljós að þarna er stundum um að ræða „íbúðir fyrir aldraða“. Þetta byijaði þannig að bygging- armeistarar sáu nýja möguleika til að auka starfsemi sína. Þarna duttu þeir niður á nýja markaðssetningu á annars þröngum markaði. Að byggja „íbúðir fyrir aldraða". Og svo komu fleiri og sáu þarna möguleika og komu með í leikinn. Framtíðin mun svo skera úr um ™ það hvort hér var verið að byggja „gettó“ fyrir vissan aldurshóp í þjóð- félaginu og hvort félagsleg nauðsyn var að fjarlægja fullorðið fólk úr því umhverfi sem það hafði ætíð búið í og flytja það frá iðandi lífi hvers- dagsins í þjóðfélaginu þar sem kyn- slóðirnar lifðu saman súrt og sætt, eða hvort ágætir húsasmiðir hafa þarna óafvitandi dottið niður á „hag- kvæma“ lausn á „vandamáli" sem kannski hentar mörg- um og þurfti að leysa. Þetta dæmi um óheftar íbúðarbygging- ar fyrir aldraða er raun- ar sýnishorn af því þeg- ar einhveijir hlutir fara að rása sjálfala í þjóðfé- laginu. Þetta fyrirbæri var vel þekkt i atvinnu- lífinu og því miður stundum líka í félags- lega geiranum. Og oft hefur óundirbúin og órannsökuð starfsemi orðið þjóðfélaginu mjög dýr eftirá. í þessum „þjóðflutn- ingum“ hefur fullorðið fólk óspart verið hvatt til að breyta um búsetu og selja húsnæði sitt og flytja í nýju „skýjakljúfana" og blokkirnar til að fá ró og næði í ell- inni. Oft kom það upp í þessum breytingum að eignir fólksins, ævi- starfið, einbýlishúsið gamla, dugðu varla eða ekki til að flytja skuld- laust inn í nýja húsnæðið. Þetta nýja húsnæði reyndist oft dýrt þótt á því séu vissulega undantekningar. Önnur afleiðing af þessum miklu flutningum milli húsa innan sveitar- félags varð stundum röskun á fast- eignamarkaði. Erfitt reyndist að selja íbúðarhúsnæði vegna offramboðs. Það sem vekur nokkra athygli í þessum umbrotum er hvað fullorðið fólk hefur litlar skoðanir á þessari þróun. Og hvað samtök aldraðra eru Hrafn Sæmundsson einskorðuð við þrönga skilgreiningu á „lífskjörum" fullorðins fólks. Vaxandi greinaskrif í Morgun- blaðinu um mál aldraðra eru þó af hinu góða og breiðari þátttaka í þessari umfjöllun, samanber innlegg fjármálaráðherra. Þó fjalla þessi skrif nær eingöngu um „kaup og kjör“ aldraðra. Engin umræða er um aðra þætti lífsbaráttunnar en bein peningamál. Engin umræða er um félagslega afkomu aldraðra. Engin umræða um raunverulegan sjálfs- ákvörðunarrétt. Engin umræða um Efnahagslegt sjálfstæði fólks á lífeyrisaldri, seg- ir Hrafn Sæmundsson, er aðalforsenda fyrir sjálfstæðu og fijóu lífi. þróun ijölskyldunnar. Engar nýjar hugmyndir. Það er að vísu staðreynd að efna- hagslegt sjálfstæði fólks á lífeyr- isaldri er aðalforsenda fyrir sjálf- stæðu og fijóu lífí síðustu æviárin. Að ganga „skuldlaus" út af vinnu- markaði er raunar eina tryggingin í dag fyrir því að geta raunverulega haft nokkra möguleika til að njóta elliáranna í „næði“. Og það hrekkur oft ekki til. Lífsafkoma ellilífeyrisþega á að vera jafngóð og hún var áður en að verkalokunum kom. Fólk á lífeyr- isaldri á að geta veitt sér það að geta tekið þátt í almennu félagslífi úti í þjóðfélaginu. Að geta gert eins litla hluti og að gleðja barnabörn á jólum og afmælum. Áð geta ferðast. Að geta haldið góða veislu á góðri stundu. Að geta tekið þátt í menn- ingar- og listalífi. Að hafa einfald- Sj álfstæðismenn vilja breikkun Gullinbrúar SÉRKENNILEG umræða hefur farið fram á síðum Morgun- blaðsins undanfarna daga um nauðsynleg- ar úrbætur á sam- göngumálum Graf- arvogsbúa. í grein eft- ir Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur alþingis- mann 26. júlí sl. gagn- rýnir hún Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra fyrir frammi- stöðu hans í sam- göngumálum Grafar- vogsbúa og höfuð- borgarsvæðisins. Samgönguráðherra svarar fyrir sig í Morgunblaðinu 7. ágúst sl. og bendir réttilega á, að framlög til vegaframkvæmda í Reykjavík hafi aldrei verið meiri en í ráðherratíð hans. Heitið á grein Ástu Ragnheiðar er villandi, þegar forsaga málsins er höfð í huga, en hún nefnir grein sína „Sjálfstæðismenn tefja fram- kvæmdir við Gullinbrú". Eins og vikið verður að hér á eftir voru það borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, sem hófu umræðuna og fluttu tiliögu um breikkun Gullin- brúar, en R-listinn dró lappirnar í málinu lengi framan af. í grein eftir undirritaðan í Morg- unblaðinu 29. apríl sl. er vikið að umræðum í borgarstjórn Reykja- víkur 6. mars sl. um nauðsynlegar umferðarbætur við Gullinbrú. Það voru borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, sem tóku málið upp á þeim vettvangi. 21. apríl sl. fluttu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í skipulags- og umferðarnefnd svohljóðandi tillögu lega efni á að vera áfram þátttak- andi í því sem er að gerast í þjóðfé- laginu. Aldrei er meiri þörf á þess- ari þátttöku og á lífeyrisaldrinum þegar hinu formlega ævistarfi er lokið. Og taka strax fullan þátt - strax daginn eftir verkalokin. Það getur ráðið úrslitum. Til þess að geta tryggt þá fjárhags- legu stöðu sem nauðsynleg er til að geta verið þátttakandi í iðandi lífi þjóðfélagsins þarf fólk að byija fyrr að hugsa um þennan tíma og und- irbúa hann. Fjárhagslegur og félags- legur undirbúningur er ákaflega ein- staklingsbundinn. Þess vegna þurfa einstaklingarnir að pæla og skipu- leggja persónulega. Kannski þó með það grundvallarsjónarmið fyrst og fremst að verða skuldlausir þegar kemur að verkalokum. Og samtök aldraðra eiga að vera óhrædd að benda á nýjar leiðir eins og til dæmis í erfðamálum og í ýmsum samfélagslegum möguleik- um. Og auðvitað auknum lífeyris- greiðslum en reynslan hefur samt sýnt að aldrei er trygging fyrir „stöð- ugleika" á því sviði. Eins og fyrr segir vekur það furðu hvað aldraðir sjálfir og samtök þeirra taka lítinn þátt í almennri mótun í málum aldraðra. Þó eru mál aldraðra eitt stærsta félagslega verkefni í „velferðarþjóðfélögum" Vesturlanda sem nú standa á mikl- um tímamótum á nýrri öld. Ekki er það minna undrunarefni hvað yngra fólk lætur sig þessi mál litlu varða. Þann veruleika sem brennur þó á því sjálfu á morgun. Og af hveiju kemur Háskóli ís- lands ekki með í leikinn við að kryfja þessa nútímasögu á öldinni? Sögu sem ekki er öll björt. Höfundur er fuUtrúi á Félagsmálastofnun Kópavogs. á fundi nefndarinnar: „Skipulags- og um- ferðarnefnd Reykja- víkur leggur til við borgarráð að þegar verði gengið til við- ræðna við ríkisvaldið um að tryggja að framkvæmdir við breikkun Gullinbrúar frá Stórhöfða og í gegnum gatnamótin við Hallsveg hefjist þegar á næsta ári. I því sambandi verði skoðaður sá möguleiki að Reykjavíkurborg Qármagni fram- kvæmdirnar þar til ijármagn fæst til þeirra samkvæmt vegaáætlun." Tillögunni var frest- að. Það voru borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins, sem hófu umræðuna og fluttu tillögu um breikk- un Gullinbrúar, segir — Olafur F. Magnússon, en R-listinn dró lappirn- ar í málinu. Á fundi skipulags- og umferðar- nefndar þann 12. maí sl. var áður- nefnd tillaga sjálfstæðismanna tekin fyrir að nýju og aftur þann 26. maí sl. Við lestur þessara fundargerða þarf engum að bland- ast hugur um, að fulltrúar R-list- ans létu frumkvæði sjálfstæðis- manna fara í taugarnar á sér og þvældust fyrir málinu. Á fundinum hinn 26. maí sl. vísuðu fulltrúar R-listans tillögu sjálfstæðismanna til borgarráðs. Fulítrúar Sjálfstæð- isflokksins í nefndinni létu þá bóka: „Meðferð R-listans á tillögu sjálf- stæðismanna um breikkun Gullin- brúar ber vott um skort á stórhug. Skipulagsnefnd Reykjavíkur á að hafa skoðun á þessu máli. Hvað varðar þá tillögu R-listans að vísa tillögu sjálfstæðismanna til borg- arráðs leggja sjálfstæðismenn áherslu á að það er ekkert nýtt að Reykjavíkurborg leiti leiða til þess að Ijármagna þjóðvegafram- kvæmdir. Ef Reykjavíkurborg hefði ekki á undanförnum árum verið reiðubúin til þess að fjár- magna þjóðvegaframkvæmdir tímabundið og krafið ríkisvaldið síðan um endurgreiðslu væri illa komið í samgöngumálum Reykvík- inga.“ Af framansögðu má vera ljóst, að heitið á grein Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þingmanns Reyk- víkinga, í Morgunblaðinu þann 26. júlí sl. er öfugmæli. Ásta Ragn- heiður er eini fulltrúi Reykvíkinga í samgöngunefnd Alþingis. Á þeim vettvangi hefur þingmaðurinn staðið sig vel að mínu mati, enda hef ég minnst á framgöngu hennar þar, þegar ég hef fjallað um um- ferðarmál í borgarstjórn Reykja- víkur. Mér finnst hins vegar lak- ara, að Ásta kjósi að halda uppi vörnum fyrir slaka framgöngu R-Iistans í samgöngumálum Reyk- víkinga. Borgarbúar munu engu að síður bera saman orð og efndir R-listans í þessum málaflokki sem öðrum í kosningunum næsta vor. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi í Rcykjavík. Ólafur F. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.