Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Manúela Wiesler leikur í Deiglunni LISTA97 SUMAR MANÚELA. Wiesler flautuleikari heldur tónleika í Deiglunni næst- komandi sunnudag, 17. ágúst kl. 17. Manúela leikur verk af nýjum geisla- diski sem kemur út í K lrirx/n, september og AKUREYRI heitir „Small is Beautiful“. Manúela er íslending- um að góðu kunn, bjó í Reykjavík um árabil og kenndi þar efnilegum flautuleikurum sem síðar hafa gert garðinn frægan og fetað í fótspor hennar erlendis. Mörg tónskáld hafa samið verk fyrir Manúelu og nokkur þeirra eru á efnisskránni á tónleikunum í Deiglunni. Öll verkin á tónleikunum eiga það sameiginlegt að vera mjög stutt. Manúela býr nú í Vínarborg, fæðingarstað sínum, en spilar víða í Evrópu. Hún mun kenna á flautu- námskeiði Kristínar Cardew á Ak- ureyri vikuna 18. til 24. ágúst næst- komandi. Þessir tónleikar eru þeir einu sem hún heldur á landinu að þessu sinni. Miðapantanir eru hjá Gilfélaginu. Buslu siglt um Leirutjörn STRÁKARNIR í Innbænum nota hvert tækifæri til að sigla um á Leirutjörninni. Félagarnir Dúi og Gunnar smíðuðu í fyrrasum- ar skútuna Buslu og hafa siglt henni um tjörnina á góðviðris- dögum. Dúi var á ferðinni í gær, réri plastbát og dró vini sína þá Jóhann, Ólaf og Björg- vin út á tjörnina en þeir létu vel af siglingunni. Þeir eru ánægðir með farkostinn, en Dúi sagði að fljótlega þyrfti að lagfæra segl hennar. AKUREYRI Fulltrúi hábkOunn A AKUREYRi Háskólinn á Akureyri óskar eftir að ráða fulltrúa í hálfa stöðu á aðalskrifstofú háskólans. Um er að ræða tímabundna ráðningu í allt að eitt ár. Vinnan felst í símavörslu, ritvinnslu, ljósritun og almennri afgreiðslu. Góð kunnátta í ritvinnslu og íslensku áskilin, einnig er kunnátta í ensku og Norðurlandamálum æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er eftir hádegi. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofu háskólans á Sólborg frá kl. ii.oo-i2.oo í síma 463 0900. Skriflegum umsóknum skal skilað til jramkvamdastjóra háskólans, Sólborg, jyrir 26. ágúst nk. Háskólinn á Akureyri. Færri ferðamenn í Mývatnssveit en síðustu tvö ár Pennavinir í 210 iöndum. International Pen Friends. Sími 881 8181. Morgunblaðið/Björn Gíslason Framkvæmdastjóri Itölskum ferðamönnum hefur farið fjölgandi HELDUR færri ferðamenn hafa ver- ið á ferð í Mývantssveit nú í sumar en undanfarin sumur, að mati Lilju Jónsdóttur, sem ásamt manni sínum Gísla Sverrissyni rekur Hlíð, ferða- þjónustu við Reykjahlíð. „Ég hef ekki tekið saman tölur en hef það á tilfinn- ingunni að minna sé um ferðamenn nú en síðustu tvö sumur,“ sagði Lilja. Einkum væru það útlendir ferða- menn sem Iétu sjá sig í minna mæli en áður, en íslendingar væru dugleg- ir að ferðast um sveitina sem endra- nær. „Ég hef engar skýringar á þessu, svæðið er sennilega ekki nægi- lega markaðssett, við verðum senni- lega að gera eitthvert átak í þeim efnum. Bregðast við á einhvern hátt,“ sagði Lilja. Hún benti á að margir kæmu í dagsferðir, flogið væri úr Reykjavík að morgni og til baka að kvöldi, þannig að fólk dveldi fremur stutt á svæðinu. Nóg væri að skoða á Mývatnssvæðinu svo ferðalangar ættu að geta dvalið í nokkra daga. Hátindur ferðamannastraumsins Mikið er um ferðamenn í Mývatns- sveit nú síðsumars, „hátindur ferða- mannastraumsins síðustu ár hefur verið næstu tvær vikur eftir verslun- armannahelgi og það er eins nú, það er mikið af fólki á ferðinni." Lilja sagði að Þjóðveijum hefði fækkað frá fyrri árum en væru enn fjölmennasti hópur gesta á tjaldstæðinu. Norður- landabúum hefur, að sögn Lilju, fjölg- að í sumar frá því sem var í fyrra. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Hótei Reynihlíð, sagði gistisölu svolít- ið minni í ár en á liðnu ári, en taldi að um gott meðalár í ferðaþjónustu væri að ræða. Framboð á gistingu væri mikið og ýmsir afþreyingar- möguleikar fyrir hendi víða, þannig að ferðamenn dreifðust á fleiri staði en áður var. „Það er mjög áberandi núna í ág- úst hversu lausaumferð ítala er mik- il, þeir eru vaxandi hópur og maður tekur eftir því að þeir fara ekki eftir eins stífri áætlun og margir aðrir ferðahópar, ákveða meira sjálfír hvert þeir ætla að fara og hversu lengi þeir dvelja á hverjum stað,“ sagði Pétur. Piper með þijá farþega kom inn til lendingar með sprungið nefhjól [þróttafélagið Þór óskar að ráða framkvæmdastjóra. Við leitum að dugmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi til starfa hjá gamalgrónu félagi sem horfir til framtíðar. Umsóknarfrestur er til 22. ágúst. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Sigurbjörnsson, formaður, sími 462 234, Gísli Kr. Lórenzson, varaformaður, sími 461 1642 og Bjarni Kristinnsson, gjaldkeri, sími 461 2087. Mikill viðbúnaður en lending tókst vel LENDING lítillar flugvélar á Akur- eyrarflugvelli í gærmorgun tókst vel, en vélin kom inn til lendingar með sprungið nefhjól. Mikill viðbún- aður var á Akureyrarvelli vegna komu flugvélarinnar, en allt tiltækt lið slökkviliðs var á staðnum, sjúkra- bifreiðar og lögregla. Flugvélin, sem er af gerðinni Pip- er Navajo og ber einkennisstafina TF-MYF, er í eigu Mýflugs í Mý- vatnssveit. Þrír voru í vélinni, flug- maður og tveir farþegar, útlending- ar, en vélin var í áætlunarflugi milli Mývatns og Hornafjarðar. Flugmað- ur tók eftir því strax við flugtak að nefhjól vélarinnar sprakk. „Það var strax ákveðið að fljúga vélinni til Akureyrar þar sem allur viðeigandi viðbúnaður er fyrir hendi,“ sagði Leifur Hallgrímsson framkvæmda- stjóri Mýflugs. „Við fórum með allan tiltækan mannskap slökkviliðsins á staðinn," sagði Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri. „Það var greinilegt að fagmaður var við stjórnvölinn, lendingin tóks í alla staði mjög vel, hann missti vélina ekki niður fyrr en ferðin var orðin mjög lítil og allt fór því vel.“ Annar farþeginn vanur! Farþegarnir tveir, karl og kona, biðu á Akureyrarflugvelli skamma stund eða þar til önnur vél frá flug- félaginu sótti þau. „Þau fengu útsýn- Morgunblaðið/Björn Gíslason isflug í sárabætur, við flugum yfir Kverkfjöll, Öskju og Vatnajökul í afar góðu skyggni og þau voru hæst- ánægð með ferðina," sagði Leifur. Konan hefur áður lent í svipuðu at- viki, hún var farþegi í þotu grísks flugfélags þegar sprakk á einu hjóli hennar. Morgunblaðið/Björn Gíslason VÉLIN dregin út af flugbrautinni eftir vel heppnaða lendingu. Rannsóknardeild lögreglunnar Upplýsing- ar vantar BROTIST var inn í Kjörbúð- ina í Kaupangi aðfaranótt 1. ágúst síðastliðinn og þaðan stolið um hálfri milljón króna. Rannsóknardeild lögreglunn- ar á Akureyri rannsakar inn- brotið og biður þá sem geta gefið upplýsingar um ferðir manna og bifreiða við húsið á tímabilinu frá miðnætti og til kl. 2 um nóttina að hafa samband við rannsóknarlög- reglumenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.