Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 19 MEYTEIMPUR Húsráð héðan og þaðan Kartöflur vafðar í dagblöð ÝMSIR eiga í vandræðum með að halda kartöflum óspíruðum eftir að heim er komið. Eins og flestir vita þurfa þær að vera á svölum stað. Á alnetinu hefur fólki verið ráðlagt að bæta einu epli í kartöflupokann til að forðast spírun og að þær skorpni. Á sama stað var líka mælt með því að taka þær strax úr plast- pokanum eftir að heim er komið og láta þær þorna yfir nótt. Að því búnu er þeim vafíð í dagblöð og þær settar í pappakassa sem geymdur er á köldum stað. Með Nýtt Pöntunar- listi HAUST- og vetrarlistinn frá Henn- es & Maurítz Rowells er kominn. Hann kostar 350 krónur og hægt er að fá hann sendan hvert á land sem er en sendingargjaldið er inni- falið í verðinu. Honum fylgja pönt- unarleiðbeiningar og verðtafla. Hennes & Mauritz verslunin er til húsa í Húsi verslunarinnar, Kringl- unni 7. -----♦ ♦ ♦ Fullt af græn- meti hjá KÁ NÚ er aðaluppskerutíminn á ís- lensku grænmeti, og því er upp- skeruhátíð í verslunum KÁ um allt Suðurland. Uppskeruhátíðin mun standa yfir næstu daga. Á föstudag verður öllum viðskipta- vinum verslananna boðið að smakka nýja íslenska tómata um leið og þeir gera helgarinnkaupin. Einnig stendur yfir LU kex dag- ar í verslunum KÁ. Margar teg- undir af kexinu eru á tilboði og kynningum í verslunum KÁ. -----♦ ♦ ♦... Umhverfisvænt slökkviefni ELDVERK ehf. hefur tekið að sér umboð fyrir Argonite, sem er nátt- úruvænt slökkvikerfi frá Ginge- Kerr. Um er að ræða blöndu af náttúrulegum lofttegundum sem eru í andrúmsloftinu. SLökkvi- kerfinu er ætlað að slökkva eld í lokuðum rýmum og þar sem er viðkvæmur rafeindabúnaður eða önnur verðmæti. Argonite er lit- laus og lyktarlaus lofttegund sem veldur ekki skemmdum á við- kvæmum búnaði. ♦ ♦ ♦--- Skólatöskur í dag hófu 10-11 búðirnar sölu á skólatöskum og pennaveskjum. Töskurnar kosta frá 985 krónum og pennaveskin frá 358 krónum. þessu móti á að vera hægt að geyma kartöflurnar svo mánuðum skiptir án þess að þær spíri. Basil og mynta gegn flugum Víða erlendis hefur fólk kryddjurt- irnar myntu og basil í eldhúsinu til að bægja frá flugum. Hveiti áður en kremið fer á í breska tímaritinu Prima var að finna ráð um kökubakstur. Ef setja á krem á tertu borgar sig að sigta örlítið hveiti yfir tertuna. Sé það gert rennur kremið ekki eins út um allt. Mýkingarefni í úðabrúsa Á alnetinu er að fínna ýmis ráð og undanfarnar vikur hefur á einum staðnum verið mikið af þvottaráð- um. Ein húsmóðir í Arizona sagðist alltaf setja mýkingarefni í úðabrúsa og blanda síðan til helminga með vatni. Þegar þvotturinn fer í þurrk- ara úðar hún létt yfir flíkurnar áður og þær koma út mjúkar og ekkert rafmagn er í þeim. AUSTURSTRÆTl • GLÆSIBÆ LAUGALÆK • LÁGMULA SPORHÖMRUM • LANGARIMA ENGIHJALLA • SFTBERGSHVERFI 0G FIRÐIHAFNARFIRÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.