Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 27 Aldrei meira um stórslys í Ölpunum en nú Um 100 manns hafa Grenoble. Reuter. týnt lífi í sumar J!#p MONT Blanc, hæsta fjall í Evrópu, 4.807 metra hátt. KULDAKAST og snjókoma í júní og miklir hitar í ágúst hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir margan ijallgöngumanninn í Ólpunum á þessu sumri. Hafa nærri 100 manns týnt lífi í fjöllunum og ófáir við að reyna að klífa hæsta tindinn, Mont Blanc. Er hann 4.807 metra hár og er á landamærum Frakklands, Italíu og Sviss. Þegar komið er upp í fjöllin getur verið skammt á milli lífs og dauða enda hafa aðstæðurnar sjaldan verið erfiðari en nú. í hitunum undanfarið hafa skaflarnir frá í júní verið að bráðna og leysingavatnið veldur því, að mikil hreyfing er á urðinni vítt um kring. Heilu flokkarnir hafa hrapað Mannfallið í Ölpunum í sumar er raunar ekki meira en verið hefur síðustu ár og kemur kannski ein- hveijum á óvart en hins vegar hefur verið miklu meira um stórslys en áður. Eru nokkur dæmi um, að heilu flokkarnir, þar sem allir eru bundnir saman, hafi hrapað til bana. Hafa aðallega átt í hlut menn og konur, sem voru í íjallgöngu upp á sínar eigin spýtur og án reyndra leiðsögu- manna. Gqothrun og skriðuföll hafa grandað mörgum og stundum hefur fólk næstum örmagnast við að klofa hnédjúpan snjó og þess vegna orðið á alvarleg mistök. Frá því fjallgöngutíminn hófst fyrir rétt rúmum mánuði hafa að minnsta kosti 37 manns týnt lífi í Frakklandi, rúmlega 30 á Ítalíu og 25 eða fleiri í Sviss. Austurríkismaðurinn Reinhold Messner, sem varð fyrstur manna til að klífa alla heimsins tinda, sem eru hærri en 8.000 metrar, segir, að leikmenn eða óreyndir fjallgöngu- menn líti gjarnan á Alpana sem glansmynd á póstkorti og átti sig ekki á hættunum, sem bíði þar við hvert fótmál. Ofbýður björgunarkostnaðurinn Árið 1992 fórust alls 266 fjail- göngumenn í Frakklandi, víða um landið, 213 1994 og 256 á síðasta ári. Björgunarleiðöngrum hefur hins vegar fjölgað mikið en þeir voru 2.835 1992 en 3.373 í fyrra. Hefur farsíminn bjargað mörgum og dæmi er um, að maður hafi hringt eftir hjálp á sama tíma og hann barst niður fjallshlíð með skriðu. Það verð- ur svo æ algengara, að fólk biðji um þyrlu þótt það sé ekki meira meitt en svo, það gæti þess vegna gengið niður óstutt. Björgunarkostnaðurinn er gífur- legur og vex ár frá ári og þess vegna krefjast þess margir Frakkar, að göngugarparnir verði sjálfir látnir bera hann. Aðrir vilja setja fjall- göngumönnunum mjög strangar reglur og binda fjallaklifrið við sér- stök leyfi. Chantal Mauduit, fremsta fjallgöngukona Frakka, er þó andvíg öllum takmörkunum. Segir hún, að frelsið verði að ríkja á fjallatindun- um, jafnvel þótt þeir séu stórhættu- legir. Láttu ekki plata þig................... Með kaupum á úreltum tölvubúnaði! MORE TX97 Asus TX-97 verðlaunamóðurborð TX Intel kubbasett 200 MHz AMD K6 MMXI örgjörvi 512Kflýtiminni 32MB minni 168 pinna SDimm, 1 Ons 2100MB harður diskur Ultra DMA ATÍ3D skjákort 2MB stækk. 4MB 24x geisladrif Soundblaster hljóðkort 180W hátalarar 3D Windows 95 lyklaborð _ _. . i Mircrosoft samhæfð mús ISDN Mechwarrior 3D leikur Windows 95 á geisladisk MPEG spilari Innbyggt viðhaldskerfi KR. 165.900 stgr. ViewSonic Office 97 Ritvinnsla, töflureiknir, dagbók, gagnagrunnur, rafrænar glærur, heimaslðugerð og margt fleira. AÐEINS KR: 21.900 með nýrri MORE tölvu! BOÐEIND Mörkin 6 - 108 Reykjavik - síml 588 2061 - fax 588 2062 - www.bodcind.ls Eins/tveggja örgjörva 5^pé,^X^\^-r Gœðavara Gjafavara — matar- og kafíistell. Allir verðflokkar. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. Septembersól á Benidorm Kynntu þér verðið á vikuferðum okkar til Benidorm. Það er nauðsynlegt að byrgja sig upp af sól fyrir veturinn! Vikuferðir til Benidorm: 1., 8., 15. og 22. september. Verðdæmi------------------------------------------------------ Fjórir saman í íbúð með einu svefnh., Tveir saman í íbúð með einu tveir fullorðnir og tvö börn (2-11 ára): svefnherbergi: 34.005 kr.* 46.540 kr.* * Á mann á Benibeach. Innifaliö: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Kátir dagar á Benidorm 6. októbev Ferðaklúbburinn Kátir dagar^ — kátt fólkeru löngu landsþekktur fyrir frábærar ferðir. Fararstjórarnir okkar | halda uppi skemmtilegri stemningu, haldnar verða kvöldvökur og boðið upp á spennandi skoðunarferðir. Við minnum áferðina til Benidorm 6. október. Verðdæmi: 56.640 kr.* *Á mann miðað við tvo saman í stúdíó-íbúð. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og skattar. eggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.