Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Jóhann Ólafsson var hér á landi um helgina en tilboðið um að taka við Apple mun hafa komið óvænt upp á í byijun vikunnar. Hélt Ólafur vestur um haf þegar í stað. Ólafur er vel þekktur í banda- rískum tækni- og tölvuheimi frá því að hann starfaði hjá Sony í Bandaríkjunum. Þar hóf hann störf strax að loknu námi í Bandaríkjun- um og var hann lengi einn af nán- ustu samverkamönnum Michaels Schulhof, fyrrum forstjóra Sony USA, m.a. sérstakur ráðgjafi Schulhofs við kaup Sony á Columb- ia-kvikmyndafyrirtækinu. Arið 1990 var hann ráðinn einn af fimm aðstoðarforstjórum Sony vestan hafs, þar sem hlutverk hans var aðallega að sjá um framtíðar fjár- festingar Sony í Bandaríkjunum og um tölvudeildir fyrirtækins þar. Um ári síðar varð hann forstjóri Sony Electronic Publishing, nýs margmiðlunarfyrirtækis innan Sony samsteypunnar vestra sem var ætlað að sjá um alla útgáfu skemmti-, fræðslu og uppslátt- arefnis á tölvudiskum auk tölvu- og myndbandaleikja. Sigrar og ósigrar Kaflaskipti urðu á ferli Ólafs innan Sony-samsteypunnar vorið 1994 þegar stofnað var sérstakt fyrirtæki, Sony Interactive Ent- ertainment, og Ólafur ráðinn til að veita því forstöðu. Þessu fyrir- tæki var ætlað að láta framleiða og markaðssetja sérstaka leikja- tölvu, Sony PlayStation, en með henni ætlaði Sony að blanda sér í harða samkeppni á tölvuleikja- markaðnum við bæði Nintendo og Sega. Rúmu ári síðar eða í október 1995 skýrði hins vegar bandaríska fjármálamálablaðið The Wall Stre- et Journal frá átökum innan Sony í kringum leikjatölvuna og að nýr forstjóri sé tekinn við Sony Int- FRÉTTIR * Olafur Jóhann óvænt boðaður á fund Steves Jobs Apple í leit að nýjum forstjóra að honum hafi verið vikið úr starfi sínu eftir heiftarlegan ágreining við yfirmenn Sony í Japan unrverð- lagningu á leikjatölvunni. Ólafur barðist fyrir því að verð á leikjat- ölvu færi ekki yfir 300 dollara og hafði sigur en kom sér um leið út úr húsi hjá íhaldssömum en hátt- settum forsvarsmönnum Sony í aðalstöðvum fyrirtækisins í Japan. Sagt var að Schulhof, hefði stutt Ólaf dyggilega í þessu máli en staða aðalforstjórans var um þetta leyti orðin mjög veik innan Sony og þessi stuðningur hans við Ólaf ásamt öðru varð til þess að í desem- ber sama ár var honum gert að segja af sér sem aðalstjórnandi Sony í Bandaríkjunum. Ólafur var þá orðinn stjórnarformaður þróun- arsviðs Sony í Bandaríkjunum, en ekki löngu síðar ákvað hann einnig að hverfa frá Sony eða í janúar í fyrra eftir að hafa verið að „pæla í því yfir jólin á meðan ég snæði íslenskar ijúpur“, eins og hann orðaði það í Morgunblaðinu. Enn með tengsl við tölvuheiminn Síðasta hálfa annað árið hefur Ólafur Jóhann ásamt ritstörfum fjárfest í nokkrum bandarískum fyrirtækjum á íjármála- og tækni- sviði. Meðal þeirra er Advanta In- formation Services, þar sem Ólafur Ólafi Jóhanni Ólafssyni hefur verið boðið til viðræðna um að taka að sér starf aðalfor- stjóra Apple Computer Inc., samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Hann var í gær á leið til aðalstöðva Apple í Cupertino í Kalifomíu þar sem hann hafði verið boðaður til fundar með öðmm aðalstofnanda Apple, Steve Jobs, og fleiri forsvarsmönnum fyrirtækisins í gærkvöldi. eractive __ Entertain- ment en Ólafur hafi jafnframt verið færður til innan fyrirtækisins. í blaðinu kom fram að þessi mannaskipti eigi sér stað þrátt fyrir að Sony hafi náð umtals- verðum árangri á Bandaríkjamarkaði með PlayStation en eftirspurn eftir tækinu hafi verið svo mikil fyrir komandi jólaver- tíð að Sony geti ekki annað henni. Steve Jobs Ólafur Jóhann Um Ólaf saKði WSJ á sæti í stjórn, en það er dóttur- fyrirtæki Advanta Corp., eins stærsta greiðslukorta- og fjár- málafyrirtækis Bandaríkjanna. Annað er Single Track, þrívíddar hugbúnaðarfyrirtæki, sem Sony og Microsoft eru meðal eigenda að, þá er það American Information Center, sem er alnetsfyrirtæki og hannar innranetskerfi fyrir banda- rísk fyrirtæki, og loks Mermaid, sem er fjárfestingar- og dreifingar- fyrirtæki á sviði margmiðlunar, skemmti- og fræðsluefnis. Erfiðleikar hjá Apple Apple Computers hefur gengið í gegnum mikla erfiðieika síðustu misseri, sem sérfræðingar rekja flestir til rangra ákvarðana og stefnuleysis aðalstjórnenda fyrir- tækisins allt frá því að stofnandan- um, Steve Jobs, var vikið frá. Hann hefur nú verið fenginn aftur til fyrirtækisins sem ráðgjafi en hefur ekki viljað taka við daglegri stjórnun fyrirtækisins, þar sem hann segist störfum hlaðinn við stjórnun annars fyrirtækis síns, Pixar Animation Studios. Hann var hins vegar í öndvegi á MacWorld, árlegu móti notenda Apple-búnað- ar, nú í síðustu viku þar sem hann kom tölvuheiminum í opna skjöldu með því að tilkynna þar um kaup Microsoft á hlut í Apple og um tæknisamstarf fyrirtækjanna. Þar tilkynnti hann einnig, að hann sjálfur hefði ásamt þremur öðrum stórmennum úr tölvuheiminum, þeirra á meðal Larry Ellisman, aðalforstjóri Oracle, tekið sæti í nýrri stjórn Apple Computer Inc. I frétt Apple vegna þessara breytinga 6. ágúst sl. segir orð- rétt: „Fyrirtækið vinnur að ráðn- ingu nýs aðalforstjóra, sem jafn- framt mun taka sæti í stjórninni. Ný stjórn hefur ákveðið að tilnefna ekki nýjan formann stjórnar fyrr en nýr aðalforstjóri hefur verið valinn.“ i \ i I l I I ; Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson GÓÐMETIÐ grillað. Kristján og Hannes við grillið. Grillað í góðviðrinu STARFSMENN SÍF við Keilu- granda gerðu sér dagamun í góð- viðrinu í gær og héldu grillveizlu og borðuðu úti. Það voru þeir Hannes Hall- dórsson og Kristján Kjartansson, sem tóku að sér að grilla góðmet- ið, sem var annars vegar pylsur og hins vegar tindabikkjubörð. Til veizlunnar var boðið starfs- mönnum SIF á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og var ekki annað að sjá en vel tækist til. Sérstaka athygli vakti tindabikkj- an en þetta er annað árið, sem SÍFarar grilla hana sér til matar. Stúdentaráð mót- mælir skólagjöldum STJÓRN Stúdentaráðs Háskóla ís- lands samþykkti á fundi í gær álykt- un þar sem öllum hugmyndum um skólagjöld við Háskóla íslands er hafnað. Þar segir að undanfarin ár hafi menntamálaráðherra og ríkisstjórn- in þrengt svo fjárhagslega að HI að skólinn hafi ekki fjármagn til að greiða háskólakennurum umsamin laun. Stjórn Stúdentaráðs telur það skyldu menntamálaráðherra og rík- isstjórnarinnar að standa við þá kja- rasamninga sem ríkisvaidið gerir við Félag háskólakennara en ekki varpa ábyrgðionni á stýdenta við Háskól- ann með upptöku skólagjalda," segir í ályktuninni þar sem ráðherra og rikisstjórn eru sögð virðast metnað- arlaus í málum Háskólans. Frummat á umhverfisáhrifum vegna grjótnáms í Geldinganesi Fyrirhugab griótnám Cunnuhes og hafnarsvæbi v lönaöar- svœöi pSgrw-',’ R E Y K J A V I K HREPPUR KÓPAVCXtiR.) ./j Skortur áefni til land- fyllingar ATHUGUN á frummati á umhverf- isáhrifum gijótnáms í Geldinganesi er hafið á vegum Skipulags ríkisins. í frummatsskýrslu Reykjavík- urhafnar og Stuðuls kemur fram að brýnt sé að opna nýja stórgrýtis- og fyllingarefnisnámu vegna bygg- ingar Eyjagarðs við Örfirisey auk þess sem skortur sé á efni til land- fyllinga og stórgrýti til sjávarvarna á höfuðborgarsvæðinu. í frummatsskýrslunni er kynnt milljón rúmmetra gijótnám vestar- lega á Geldinganesi ásamt hafnar- aðstöðu og aðkomuvegi, en sam- kvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur er fyrirhugað mun meira gijótnám á svæðinu og gerð hafnar í Eiðsvík. Tvær síðasttöldu framkvæmdirnar eru ekki hluti af þeirri matsskýrslu, sem lögð hefur verið fram. Námuvinnsla í allt að 10 ár Gert er ráð fyrir að unnið verði úr námunni í fimm til tíu ár og að útskipunarstaður fyrir jarðefni verði við námuna en verulegur hluti efnis yrði flutt sjóleiðis. Vegna flutninga Íandleiðina verður gerður vegur efst í fjörunni í Geldinganesi að Eiðinu. Ef Sundabraut sem tengja mun saman Gufunes, Geldinganes og Álfsnes verður gerð á nýtingartíma- bili námunnar munu landflutningar úr námunni fara eftir henni. Hávaði frá sprengingum í frétt frá Skipulagi ríkisins segir að samkvæmt matsskýrslunni muni fyrirhuguð náma hafa staðbundin áhrif á gróður og grunnvatn, auk þess sem vegfylling í Ijöru á Geld- inganesi muni breyta fjörunni. Áhrif munir verða vegna hávaða sem fylgja sprengjum í námunni en þau eru ekki talin verða umtalsverð auk þess sem annar hávaði er talinn verða langt innan marka mengunar- varnareglugerðar. Þykir því ekki ástæða til að ætla að íbúar í Borgar- holtshverfi verði fyrir umtalsverðum truflunum af hávaða vegna námu- reksturs eða titrings af völduin sprenginga. Náman er ekki talin hafa veruleg sjónræn áhrif í hverf- inu. Ennfremur þykir staðsetning námunnar jákvæð en með henni er hægt að draga úr umferð stórra gijótflutningabíla á helstu umferð- aræðum borgarinnar. Frummatsskýrslan liggur frammi frá 13. ágúst til 17. september í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagi ríkisins og gefast almenningi fimm vikur til að kynna sér framkvæmd- ina og leggja fram athugasemdir sem berast skulu Skipulagi ríkisins eigi síðar en 17. september nk. : I. I i I 1 I í 1 1 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.