Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Mynd sem gerist á morgnn í kvöld verður íslenska kvikmyndin Blossi/810551 eftir Júlíus Kemp frumsýnd í Stjömubíói o g Sambíóunum. Lars Emil Ámason er handritshöfundur myndarinnar auk þess sem hann hannar leikmynd og búninga. Hildur Loftsdóttir vill vita hvort aðalpersónur myndarínnar, Robbi og Stella, em ísland á morgun. Ljósmynd/Úr Blossa STELLA og Robbi eru unglingar í íslensku auglýsinga- og neyslusamfélagi. LARS Emil er menntaður myndlist- armaður á íslandi og í Hollandi. Hann slæst nú í hóp hinna fjölmörgu ungu kvikmyndagerðarmanna á Is- landi sem láta til sín taka. Blossi fjallar um Robba og Stellu; unglinga í íslensku auglýsinga- og neyslusam- félagi. En er þetta unga fólk sem Blossi lýsir raunverulegt? Er þetta eiturlyfjaumhverfi virkilega til? Hver er framtíð hinna íslensku sérein- kenna? Eru Robbi og Stella ísland á morgun? - Hvernig fékkstu hugmyndina að Blossa? „Ég hef verið grunnskólakennari og unnið með unglingum á sama aldri og aðalpersónurnar þau Stella og Robbi eru á. Mér leist vel á þessa kynslóð og fannst þessi tómhyggja sem er ríkjandi i sambandi við til- veruna athyglisverð. Hún einkennir þessi barnabörn lýðveldiskynslóðar, sem hafa mestan áhuga á því að drepa tímann. Tómhyggja er af- brigði af existensialisma og aðalat- riðið er að „virðast". Allt snýst um útlit, frasa og tilgerð, og þau eru öll „ameríkaníseraðar steríótýpur“. Myndin fjallar þar með mikið um heim auglýsinga með sínum skyndi- lausnum og skyndimat. En Island er meðtækilegra fyrir áhrifum hans en t.d. aðrar Norðurlandaþjóðir." - Er sá heimur sem þú hefur skap- að í Blossa raunverulegur? „Já, þó að Blossi sé reyndar öfga- kennt dæmi, er hann skjalfesting á tímanum í dag. Ég er alls enginn rithöfundur. Sagan er öll stolin frá hinum og þessum. Þetta er eitthvað sem maður hefur séð og upplifað og skrifar bara niður. Robbi og Stella eiga sér raunverulegar fyrirmyndir. Finnur leikur Úlf, eiturlyfjasala á skilorði, sem notar Robba sem burð- ardýr og senditík. Úlfur er í líkams- rækt og þangir á Vegas. Það er hans líf. Ég átti mjög auðvelt með að kynna persónurnar mínar fyrir leikurunum, þar sem þeir þekktu allir þessar týpur og settu sig strax í réttu stellingarnar." - Er sá eiturlyfjaheimur, sem lýst er í myndinni, einnig til? „Já, en í Blossa eru dóp, sælgæti og kartöfluflögur allt sett undir sama hatt. Öll neysla hefur sama giidi, og undir niðri er Blossi ádeila á þetta neyslusamfélag. Það er alls ekki verið að mæla með eiturlyfja- neyslu. Frekar vonumst við til að svona öfgadæmi virki sem forvörn, og að unglingarnir muni hugsa sig tvisvar um þegar þeim bjóðast eit- urlyf.“ - Kemur sá boðskapur nógu sterkt fram í myndinni? „Ég h£ld að þessi saga gefi mjög raunsæja mynd af eiturlyfjaneyslu ungs fólks og viðhorfi þeirra til henn- ar. Robbi og Stella eru reyndar bæði úr „biluðum" fjölskyldum, og því eru ekki allir unglingar eins og þau. Hún er lyklabarn og hann er hálfur Ameríkani sem þekkir ekki pabba sinn, nema það að hann fékk einu sinni frá honum þrívíddar jóla- kort. Bæði vitna þau í ömmu sína þaðan sem þau hafa sína lífsspeki þar sem foreldrarnir eru alltaf vinn- andi. En það er einmitt sú kynslóð sem hefði gott og líka gaman af að sjá Blossa.“ - Er einhver stíll sem einkennir hönnunina á myndinni sem undir- strikar það sem þú vilt segja? „Blossi er fyrst og fremst skemmtun, en ekki listaverk. Ef hún hefur einhvern stíl er hann í anda poppmyndlistarinnar; Warhol, Liec- htenstein, Rausenberg og Erró. Myndin er mjög litrík. Heimilistæki, lógó og neysluvara eru öll partur af myndinni. Það eru stanslausar útvarpsauglýsingar sem dynja á krökkunum, en það eru ekki auglýs- ingar sem hefur verið borgað fyrir. Myndin lítur út eins og hasarblað, en þaðan hefur Robbi sína heim- speki. Við ákváðum líka í hljóð- vinnslu að breyta ekki talanda krakkanna. Þau tala bæði óskýrt og rangt. Það gefur rétta mynd af göt- unni í dag.“ - Hvað ert þú ánægðastur með í kvikmyndinni Blossa? „Ég er bara mest hissa á því hvað þetta er mikil martröð. í handritinu eru hljóð hluti af myndinni. Það eru alls konar aukahljóð sem tilheyra þessu neyslusamfélagi sem ég er að lýsa. Þegar ég sá svo myndina, fann ég hvað það er mikil martröð að vera svona stanslaust mataður. Krakkar í dag geta verið að lesa undir próf, horfa á MTV, hlusta á X-ið og borða, allt á sama tíma.“ - Afhverju gerist myndin íframtið- inni? „Hún gerist á morgun." Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju í DAG leikur Kjartan Sigur- jónsson organisti og formaður íslenskra organleikara á há- degistónleikum Hallgríms- kirkju kl. 12. Á efnisskrá Kjart- ans eru tvö ítölsk verk eftir Gabrieli og Zipoli, Fantasía og fúga í c-moll eftir Bach, Sálma- forleikure ftir Þorkel Sigur- björnsson um sálm Péturs GuðjohnssenLo/jrVJ Guð, ó lýðir göfgið hann og verk eftir Max Reger, Clerambault og César Franck. Kjartan Sigurjónsson nam orgelleik hjá dr. Páli ísólfssyni á árunum 1958-66 og hefur gegnt organleikarastöðum víða um land á fjórða áratug. Hann hefur haldið fjölda tónieika hér heima og erlendis og er nýkom- inn heim úr tónleikaferð frá Danmörku. Undanfarin tíu ár hefur hann starfað í Seljakirkju í Reykjavík en lætur af störfum þar 1. september næstkomandi og tekur við starfi organleikara í Digraneskirkju. í hádeginu á laugardaginn 16. ágúst leikur breski organ- leikarinn James Parsons. Hann leikur einnig á sunnudagskvöld í tónleikaröð Hallgrímskirkju Sumarkvöld við orgelið. Ú • • vo r 11 I V i 1! K 1 á fjölda notaöra bíla Vegna gífurlegrar sölu á nýjum bílum hjá Ingvari Helgasyni og Bílheimum seljum vib fjölda notaöra bíla meb alvöru afslætti. Þú kemur og semur Opið til kl. 20 í kvöld BÍLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöföa 2 • Reykjavík Símar; 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf 587 7605 og umboðsmenn um allt land Einnig UTSALA á UTILEIKFÖNGUM frá BJARKEY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.