Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ________________IDAG Dómsmálaráðherra stóð við orðin NÚ ÞEGAR líða fer að því að ríkið selji hlut sinn í Bifreiða- skoðun hf. (áður Bif- reiðaskoðun íslands hf.) er rétt að staldra við og rifja upp að- draganda þess að áð- urnefnd sala fer fram. í kjölfar ákvörðunar dómsmálaráðherra, vorið 1992, að heimila samkeppni á sviði bif- reiðaskoðunar frá 1. janúar 1994 að telja þá lýsti ráðherra því einnig yfir að Bifreiða- skoðun yrði þátttak- andi í þessari sam- keppni en ríkissjóður hygðist selja sín hlutabréf í fyrirtækinu þegar samkeppni yrði að veruleika. Hins vegar væri talið óeðlilegt að selja fyrirtækið meðan það hefði einok- unaraðstöðu á þessum markaði. . (Mbl. 19.03.92) Með yfirlýsingum framkvæmda- nefndar um einkavæðingu, og í kjölfarið ákvörðunar ríkisstjórnar, er ljóst að nú fimm og hálfu ári síðar liggur söluheimildin fyrir. Rétt er að benda á að samkeppni hefur ríkt í tvö og hálft ár og einka- leyfi á aðalskoðunum bifreiða var aflétt fyrir þremur og hálfu ári. Hægfara einkavæðing Hvað er það sem veldur því að undirbúningur á sölu ríkisfyrir- tækja er í þessum farvegi, á sama tíma og Ijóst er að fjölmörg íslensk fyrirtæki þurfa á hverjum degi að heyja baráttu við ríkisrekstur, sem nýtur óeðlilegs forskots. Þótt stjómvöld reyni með ýmsum hætti að draga úr forskotinu er hætt við að ekki takist að jafna samkeppnis- stöðuna til fulls fyrr en ríkið hefur losað um eignarhald sitt á um- ræddum fyrirtækjum. Án þess verða árekstrar ríkis- og einkarek- inna fyrirtækja endalausir. í stefnuyfírlýsingu núverandi ríkisstjórr.ar segir m.a.: „Að ieggja skuli fram áætlun um verkefni á sviði einkavæðingar sem unnið t verður að á kjörtímabilinu. Áhersla verður lögð á að breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabanka og fj árfestingarlána- sjóða. Það á einnig við um fyrirtæki og stofn- anir í eigu ríkisins sem eru í samkeppni við einkaaðila. Unnið verður að sölu ríkisfyr- irtækja á kjörtímabil- inu í samræmi við ákvarðanir Alþingis.“ Margir geta verið heilshugar sammála yfirlýsingunni en það sem hefur skyggt á er hinn margumræddi framkvæmdahraði. í tíð síðustu ríkisstjómar var ýmis starfsemi á vegum hins opinbera ýmist lögð niður, eða seld fyrir- Fjölmörg íslensk fyrirtæki þurfa á hveijum degi að heyja baráttu við ríkis- rekstur, segir Gunnar Svavarsson, sem hann telur að njóti óeðlilegs forskots. tækjum og almenningi. Þannig los- aði ríkið sig t.d. út úr prentsmiðju- rekstri, ferðaþjónustu, flutninga- starfsemi o.fl. og náði árangri sem nálgaðist þau markmið sem sett höfðu verið. Frá því að þessi ríkis- stjórn tók til starfa hefur hins veg- ar skort á að ljúka málum þó að einstaka þingmenn hafi beitt sér að fullu í anda stefnuyfirlýsingar- innar. Víst er að margir taka und- ir síendurtekna gagnrýni Verslun- arráðs hvað framkvæmdahraðann varðar. Þrátt fyrir þarft framtak að hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja fram og samþykkja ítarlegar fram- kvæmdareglur um sölu á rikisfyrir- tækjum og um framkvæmd einka- væðingar, þá þurfa verkin að tala. Nýta ber tímann vel til að ná því markmiði að ríkið standi ekki í rekstri þar sem hægt er að koma við einkarekstri. Dómsmálaráðherra stýrði málum í réttan farveg Allt frá þvi að samkeppni hófst á bifreiðaskoðunarmarkaði hafa margir talið eðlilegt að ríkið myndi hið fyrsta losa sig úr viðjum þess reksturs og leyfa eðlilegri sam- keppni að dafna. Sérstaklega vegna þess að stjórnvöld höfðu sett fram viðmiðunarmörk og tæknilegar kröfur þannig að þeir sem hygðust taka þátt í eftirlitinu yrðu að uppfylla ströng skilyrði. Ef litið er framhjá hinum langa tíma þar til ákvörðun var tekin um söluna var stefna dómsmálaráð- herra ætíð sú sama, að koma mál- um þannig fyrir að við söluna á arftaka Bifreiðaeftirlits ríkisins yrðu engin einkaleyfi lengur fyrir hendi, aðilar á skoðunarmarkaði hefðu sömu tækifæri. Slíka stefnu- festu ber að lofa. Einkaleyfi á rekstri ökutækjaskrár hefur nú verið komið fyrir í nýju þjónustu- fyrirtæki. Það er trú mín að einkavæðing auki á samkeppni í þjóðfélaginu, bæði þegar opnað er fyrir sam- keppni á sviðum þar sem einokun ríkti áður og einnig þar sem opin- ber fyrirtæki nutu áður samkeppn- isforskots en sitja eftir einkavæð- ingu við sama borð og keppinaut- arnir. Fyrirtæki, sem áður höfðu ríkið að bakhjarli, jafnt þeim sem ný eru á markaði verða þá að standa sig í samkeppni á grund- velli eigin verðleika. Ríkið hefur hvorki ástæðu né þörf á að standa í rekstri í beinni samkeppni við einstaklinga og fyrirtæki þeirra. Því ber að fagna sérhverri einkavæðingarákvörðun og afnámi einkaleyfa sem kemur til með að tryggja öruggari og skilvirkari markað. Höfundur er verkfræðingur. Gunnar Svavarsson Viðhorf foreldra til leikskóla UNDANFARIN ár hefur átt sér stað mikil þróun í starfsemi leik- skóla, faglega og rekstrarlega. Með flutningi grunnskólans til sveitarfélaga hefur þjónusta leikskólans í mörgum tilfellum færst til skólaskrifstofa frá félagsmálastofnunum og unnið er að sam- starfi milli þessara skólastiga. í auknum mæli fylgjast foreldrar meira með starfinu í leikskól- anum, foreldrafélög eru starfandi við marga leikskóla og fer þeim stöðugt ijölgandi. Því er gott að staldra við og meta það hvort við séum ánægð með þá samvinnu sem er milli leikskóla og foreldra og hvort foreldrar hafi velt fyrir sér spurningunni hvað þeim finnist mikilvægast að börnin þeirra læri í leikskólanum. í tveimur leikskólum í Hafnarfirði hefur verið gerð viðhorfskönnun meðal foreldra um innra starf leik- skólanna. Annar leikskólinn hóf þessa könnun fyrir fjórum árum og fylgdi hinn fast á eftir. Úr niðurstöð- unum í ár komu margar góðar ábendingar frá foreldrum um það sem betur má fara í leikskólastarf- inu, en markmið leikskólanna er að vinna að bættu starfi og hefur margt verið tekið til endurskoðunar frá því fyrsta könnunin var gerð. Ein spurning í könnuninni vakti athygli mína öðrum fremur. Hvað finnst foreldrum mikilvægast að börnin þeirra læri í leikskólanum? Niðurstöðurnar eða spurningin komu mér ekki á óvart heldur hversu gott það er að hugleiða þessa spurningu um leið og sótt er um leikskóladvöl fyrir barnið. Vissulega eru væntingar og kröfur foreldra misjafnar og verður aldrei hægt að uppfylla þær allar. I niðurstöðum beggja leikskól- anna settu foreldrar almenn sam- skipti í fyrsta sæti en fast á eftir kom agi, virðing, tillitssemi, hegðun, umhyggja/vinátta og félagsleg að- lögun. Þá var ýmislegt tekið fram eins og sjálfstæði, jákvæðni, frum- kvæði og gleði. Margar athyglis- verðar setningar komu fram hjá foreldrum og nefni ég nokkur dæmi: - mikilvægt er að það sé gaman að vera í leik- skólanum - náungakærleikur, að ailir séu vinir og góðir hver við annan - snerting, en kannski er hún of lítið notuð sem tjáningarform hér á landi - að börn fái að njóta sín eins og þau eru - sjálfstæði og ábyrgð - umburðarlyndi, drengskapur og að efla alhliða þroska barnsins - læra að takast á við mismunandi verkefni eftir þroska og aldri ein- staklingsins - að vera sátt við sjálfan sig og aðra. í öðrum leikskólanum kom fram að 98% foreldra af þeim 70% sem svöruðu könnuninni voru ánægð með starfshætti leikskólans. Hinn leikskólinn fór nýja leið í ár og bað Foreldrar, segir Signr- laug Einarsdóttir, settu almenn samskipti í fyrsta sæti. foreldra að gefa leikskólanum „gæðaeinkunn" í starfi (0-10) og varð útkoman 9,23 en skil foreldra voru 89,9%. Á þessu ári hefur þriðji leikskól- inn lagt upp með slíka könnun og er nú beðið eftir niðurstöðum. Ég tel nauðsynlegt í leikskóla- starfi framtíðarinnar að slík við- horfskönnun fari fram meðal for- eldra í hverjum leikskóla, og er þá markmiðið að fá fram það sem bet- ur má fara í starfinu, börnunum og foreldrum til heilla. Þetta tel ég vera einn þátt í þeirri gæðaumræðu sem snýr að leikskólastarfinu og hefur verið í umræðu undanfarin ár. Ánægðir foreldrar eiga glöð og sátt leikskólabörn sem gerir góðan leikskóla enn betri. Höfundur er leikskólafulltrúi. Sigurlaug Einarsdóttir Tillitssemi í umferðinni NU LIÐUR að lok- um sumars, menn flykkjast til vinnu að loknu leyfi og skólarnir taka brátt til starfa á ný. Fyrstu haustdagar einkennast af miklum umferðarþunga í Reykjavík. Bílar eru með mesta móti á göt- unum og farþegum strætisvagna fjölgar að mun. Varúð á biðstöðvum Vagnar SVR eru í förum um borgina alla daga. Samtals eru þeir keyrðir um 5,3 millj- ónir km á ári með um 7-8 milljón- ir farþega. Umferðarmenning í FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR T: U-M ® Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 borginni skiptir vagn- stjóra og farþega verulegu máli. Vagn- ana þarf að stöðva á biðstöðvum þar sem fólk fer inn og út. Gangandi fólk þarf að komast yfir götur. Því miður er algengt að ekið sé á fullri ferð framhjá strætisvagni á biðstöð. Það skapar mikla hættu því búast má við gangandi veg- farendum á leið úr eða í vagninn. Lilja Ég vil í því sam- Olafsdóttir bandi minna á nokkrar greinar umferðarlag- anna (nr. 50/1987) þar sem fjallað er sérstaklega um tillit sem taka skuli til hópbifreiða, þ.m.t. strætis- vagna. 18. gr. Okumaður, sem í þétt- býli nálgast biðstöð þar sem hóp- bifreið hefur numið staðar, skal, ef ökumaður hennar hefur gefið merki um að hann ætli að aka af stað, draga úr hraða og, ef nauð- syn ber til, nema staðar þannig að hópbifreiðin geti ekið frá bið- stöðinni. Ökumaður hópbifreiðar- innar skal eftir sem áður hafa sér- staka aðgát til að draga úr hættu. í 28. gr. umferðarlaganna segir m.a. að eigi megi stöðva ökutæki eða leggja því i minna en 15 metra fjarlægð frá merki fyrir biðstöð hópbifreiða. I 35. gr. umferðarlaga segir að sérstök skylda hvíli á ökumanni að aka nægilega hægt miðað við aðstæður m.a. þegar ökutæki nálg- ast hópbifreið eða merkta skólabif- reið, sem numið hefur staðar til þess að hleypa farþegum inn eða út. Forgangur á Hverfisgötu Á fáeinum stöðum í borginni er strætisvögnum veittur sérstakur forgangur á götunum umfram það sem hér hefur komið fram. Það er t.d. á Hverfisgötunni, þar sem akstur vestur götuna er aðeins leyfður strætisvögnum og leigubíl- um. Á leið austur hafa strætis- vagnar forgang á umferðarljósum á þrem gatnamótum á Hverfis- götu. Við þessi gatnamót mega strætisvagnar aka áfram af beygjuakrein og þar kvikna sérstök umferðarljós fyrir vagnana áður en grænt ljós kviknar fyrir al- menna umferð. Þessi forgangur nýtist þó aðeins ef ekki er bíll á undan sem ætlar að taka hægri beygju. Vegna vanþekkingar á þessum forgangsljósum strætis- vagna er algengt að kvartanir ber- ist um að vagnstjórar fari of fljótt af stað og aki yfir gatnamótin á rauðu ljósi. Undirrituð vill vekja sérstaklega athygli á þessari til- Vagnstjórar SVR þurfa að koma allt að 30 þúsund farþegum á milli áfangastaða. Lilja Ólafsdóttir hvetur vegfarendur að létta þeim störfin með því að sýna tillitssemi. högun á ljósunum á Hverfisgötu og að vagnstjórar eru ekki að bijóta umferðarreglur þótt þeir aki yfir gatnamótin áður en almennt grænt ljós kviknar. Virðum skiptistöðvar Yfirbragð umferðar í Reykjavík ber þess ekki ætíð vott að borg- arbúar sýni hver öðrum tillitssemi. Algengt er að bílum sé lagt á staði þar sem bifreiðastæði eru greini- Íega bönnuð, ekki síst í miðborg- inni. Það veldur strætisvögnum sérstaklega óþægindum og tefur för þeirra. Einnig sjást ökumenn gefa hressilega í og skella sér í gegnum vagnastæði á skiptistöðv- um SVR þar sem allur óviðkom- andi akstur er bannaður. Nýlega urðu slys á fólki vegna aksturs yfir gönguleið fólks á skiptistöðinni við Lækjartorg og um svipað leyti var fólksbifreið ekið utan í strætis- vagn inni á vagnastæði sömu skiptistöðvar. Gangandi vegfarendum ber að sýna sérstaka tillitssemi í umferð- inni. Það á bæði við um þá sem eru á leið úr og i strætisvagna og aðra. Vagnstjórar SVR gegna því vandasama hlutverki að koma allt að 30 þúsund farþegum milli áfangastaða í borginni á annasöm- um degi. Léttum þeim störfin með því að sýna sérstaka aðgætni á leiðum þeirra. Samskipti öku- manna á götunum ættu að ein- kennast af kurteisi, lipurð og bros- mildi og það þarf að leggja ríka áherslu á að ökumenn virði þær reglur sem settar hafa verið til að stuðla að umferðaröryggi. Höfundur cr forstjóri SVK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.