Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ráðherraefni Khatamis Irans- forseta gagnrýnd harðlega ALLT útlit er fyrir að Mohammad Khatami, forseta írans, muni ekki takast að fá íranska þingið, Majlis, til þess að samþykkja útnefningu allra þeirra ráðherraefna sem hann hefur til- nefnt í ríkisstjórn sína. Blöð í íran greindu frá því í gær að andstæðingar Khatamis á þinginu, þar sem íhaldsmenn eru í meirihluta, segðust tregir til að samþykkja fjölda umbótasinnaðra ráðherraefna í nauðsynlegri atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu. Khatami fékk 70% atkvæða í forsetakosning- um sem fram fóru í maí. Hann er sagður hóf- samur shíta-klerkur og hefur lagt áherslu á að hann verði ekki hlaðinn lofi í Qölmiðlum. í kosn- ingabaráttunni lagði hann áherslu á að hann myndi beita sér fyrir umbótum með því að auka frelsi í félags- og viðskiptalífi í landinu. Hann lagði fram ráðherralista sinn, sem á eru 22 nöfn, á þriðjudag. Þingið mun hefja umræð- ur um hvert ráðherraefni fyrir sig á þriðjudag og væntanlega verða greidd atkvæði um þau daginn eftir. Sumir íhaldsmenn á þinginu hafa þegar gefið í skyn að Khatami kunni að verða fyrir vonbrigð- um með sum lykilembætti. Þeirra á meðal eru stöður menningarmála-, innanríkis- og jafnvel utanríkismálaráðherra. Það var aðallega stuðningur ungs fólks, kvenna og miðstéttarfólks sem tryggði Khatami stórsigur í kosningunum. Vænti fólk þess að klerkurinn, sem þykir frjálslyndur, myndi létta nokkrum þeirra hafta sem eru á daglegu lífi fólks í landinu, þar á meðal ákvæðum um klæða- burð. Tilnefning Ataollahs Mohajeranis til embætt- is ráðherra menningarmála og íslamskrar leið- sagnar vakti hörð viðbrögð í sumum íhaldssinn- uðum blöðum í gær. Ónafngreindur þingmaður sagði að líklegt væri að Mohajerani yrði skipt út. Mohajerani er sagnfræðingur að mennt og verið gagnrýndur harðlega af íhaldsmönnum eftir að hann mælti með beinum viðræðum við Bandaríkjamenn 1990 og hvatti til aukins frels- ins í menningarmálum. Menningarmálaráðu- neytið gegnir lykilhlutverki í innanlandsmálum í íran, því það ræður hvernig bækur má prenta og hversu mikið frelsi skuli ríkja í fjölmiðlun. „Mohajerani á ekki skilið að fá sæti í ríkis- stjórninni. Maður, sem var talsmaður beinna viðræðna við Bandaríkin, hefur neikvæð áhrif á ímynd ríkisstjómarinnar á erlendum vettvangi. Við munum þurfa að hreinsa til eftir hann,“ sagði m.a. í leiðara hægrisinnaða kvöldblaðsins Resalat. Áhyggjur af minni eyðniótta Boston. Reuter „NIÐURSTÖÐUR okkar benda til þess að nýjar upp- götvanir í baráttunni gegn HlV-veirunni hafi nú þegar áhrif á ákvarðanatöku eyðni- smitaðra karla,“ segir dr. James Dilley sem starfar við Kalifomíuháskóla í San Francisco. Að því er fram kemur í New England Joumal of Medicine bendir könnun, sem háskólinn gerði meðal samkynhneigðra karla í borginni, til þess að bæði smitaðir og ósmitaðir séu nú tilbúnir til að lifa áhættusamara kynlífi en áður. Þessa niðurstöðu má rekja til þess að þeir hafi minni áhyggjur af smithættu þar sem þeir telji möguleika á lækningu fyrir hendi. Hverfur ekki Á undanförnu ári hafa rannsóknir bent til þess að ákveðin lyfjablanda dragi verulega úr fjölda vírusein- inga í blóði smitaðra. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að leifar af vírusnum verða eftir í blóðinu sem gæti þýtt það að lyfjablandan fresti ein- ungis einkennum sjúkdómsins en lækni hann ekki. Flugmenn segja Guam- flugvöll erfiðan í illvirði Reuter KISTUR með jarðneskum leifum tíu þeirra er fórust með þotu KAL voru fluttar til Seoul í gær. Stjórnarformaður flugfélags- ins var viðstaddur er kisturnar voru bornar frá borði. FLUGMENN sem þekkja til að- stæðna á flugvellinum á Kyrrahafs- eynni Guam segja að hæðimar sem Boeing 747-300 þota suður-kóreska flugfélagsins Korean Air (KAL) fórst í geti villt mönnum sýn í ill- viðri og litið út eins og ský. Hefur þetta komið fram í viðtölum rann- sóknarmanna bandaríska sam- gönguöryggisráðsins (NTSB) við flugmenn, að því er fréttastofan Associated Press greinir frá. Viðtöl NTSB við flugmenn sem þekkja til aðflugsaðstæðna á flug- vellinum á Guam er hluti rannsóknar á orsökum þess að þota KAL, með 254 innanborðs, fórst í Nimitz-hæð- um 6. ágúst. 226 létust í slysinu. Veður var mjög vont er slysið varð, úrhellis rigning og skyggni slæmt. Rannsóknin beinist m.a. að því hvort veðrið hafí hamlað útsýn flugmanna. Fram hefur komið að aðvörunar- tæki á flugvellinum, sem gefa á til kynna ef flugvél kemur of lágt inn til aðflugs, var óvirkt. Einnig var svifhallageisli, aðflugstæki er leið- beinir flugmönnum inn til lendingar í slæmu skyggni, óvirkur vegna við- gerðar. Fulltrúi nefndar NTSB sem rann- sakar slysið á Guam segir í samtali við Associated Press að jafnvel þaul- reyndir flugmenn telji næturaðflug yfir hæðirnar vandkvæðum bundið í slæmu veðri. „Þessar aflíðandi hæðir líkjast stundum skýjum," seg- ir hann. Ekki er að fullu ljóst hvort flugmenn KAL-vélarinnar notuðu mælitæki við lendinguna eða voru í sjónflugi, og því of snemmt að fullyrða um hvern þátt skyggni kunni að hafa átt í slysinu, að sögn rannsóknarmanna. Annar fulltrúi NTSB sagði að flugstjóri þotunnar hafí síðast lent á Guam 4. júlí og þá í sjónflugi. Hann hafi séð æfingarmyndband af vellinum og hefði því átt að vera undirbúinn fyrir lendingu þar. Full- trúinn sagði að athugun á ratsjár- upplýsingum um veður nóttina sem slysið varð hafi leitt í ljós úrhellis- rigningu en ekki sérstaklega vara- samar aðstæður að öðru leyti. Ekk- ert hafi bent til ókyrrðar eða högg- vinds. Rannsókn á slysstað á Guam er nú lokið og einbeita rannsóknar- menn sér nú að úrvinnslu gagna, er fram fer í Washington. Tapar líf- vörðurinn húfunum? London. Reuter. LAGT hefur verið til í Kanada, að brúna birninum þar i landi verði hlíft við þeirri niðurlæg- ingu að enda sem höfuðfat fyrir breska hermenn. Lord Gilbert, varnarmálaráð- herra Kanada og mikill dýravin- ur, hefur skipað hernum að svip- ast um eftir gerviefni, sem hent- ugt sé í lífvarðahúfurnar, en fyrri tilraunir með slík efni hafa engan árangur borið. „Þegar gerviefnahúfurnar eru þurrar, er svo mikið stöð- urafmagn i þeim, að lífverðirnir minna mest á pönkara með hár- ið í allar áttir og i rigningu líkj- ast þeir helst konu, sem er ný- stigin út úr sturtu,“ sagði tals- maður hersins. Ér Nærri 3.000 hermenn, þar á meðal lífverðirnir við Bucking- hamhöll, bera nú bjarnarskinns- húfurnar og þær hafa verið not- aðar síðan í orrustunni við Wat- erloo 1815. Er brúnn feldurinn litaður svartur og sagt er, að húfurnar geti enst næstum því að eilífu. Auglýsingasími gerir lukku á Italíu Róm. Reuter. ÍTÖLUM, sem tala mikið í síma en verða að greiða það dýrara verði en flestir aðrir Evrópubúar, hefur nú verið boðið að nota símann ókeypis. Það er að segja ef þeir kippa sér ekki upp við eina og eina auglýsingu meðan á símtalinu stendur. ítalska dagblaðið Corriere della Sera skýrði frá því í gær, að símafyr- irtækið Promotion System Phone, PSP, hefði byijað með tilraunir af Siessu tagi í þremur bæjum á Norður- talíu en auglýsingasímafyrirtækið Gratistelefon byijaði með sams kon- ar þjónustu í Svíþjóð í fyrra. Talsmaður Gratistelefon sagði í janúar sl., að það afgreiddi 30.000 svona símtöl á dag en eftir fyrstu mínútu símtalsins kemur inn 10 sekúndna auglýsing og síðan einu sinni á þriggja mínútna fresti. Það er athafnamaður í Toskana, Paolo Balestri, sem kostar tilraun PSP-símafyrirtækisins, og segir hann, að viðtökurnar hafi verið miklu betri en nokkurn óraði fyrir. Byijað á auglýsingum Á Ítalíu er framkvæmdin önnur en í Svíþjóð því að þar verður fólk að byija á því að hlusta á þijár auglýsingar, þriggja til fimm sek- úndna langar, áður en símtalið hefst. Síðan er það rofið eftir hveij- ar 100 sekúndur með nýrri auglýs- ingu. Má símtalið vera 15 mínútna langt innan svæðisins en sé hringt milli svæða verður að greiða fyrir það en þó 30% minna en hjá öðrum símafyrirtækjum. Corriere della Sera sagði, að til stæði að færa út kvíarnar með þessa þjónustu og bjóða hana í meira en 60 borgum, þar á meðal í Róm, Mílanó og Flórens. Karadzie boðið hæli? BILJANA Plavsic, forseti Bosníu-Serba segir að Banda- ríkjamenn hafi boðið Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga þjóðarbrotsins, hæli í þriðja landi, en að hann hafi hafnað. boðinu. Karadzic er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. Plavsic kveður Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt til- boðið fram í júní sl. Albright bar þetta til baka í gær. 135 fórn- arlömb flóða AÐ MINNSTA kosti 135 manns fórust eða eru taldir af eftir að flóðbylgjur skullu á byggð í Chirgaon-héraði í Himalayafjöllum á Indlandi. Ástæðan er miklar monsún- rigningar að undanfömu. Breskir ferðalangar skotnir BRESKUR maður lést en unnusta hans lifði af er mað- ur, sem hafði tekið þau upp í bíl sinn í Negev-eyðimörk- inni í ísrael, skaut þau fyrir- varalaust. Parið ferðaðist á puttanum en ekki er vitað hvað tilræðismanninum gekk til. Hann hefur ekki náðst. Þetta er í annað sinn sem ráðist er á breska ferðamenn í ísrael á einum mánuði. Keypti hús handa Díönu? BRESK blöð spá nú brúð- kaupi Díönu prinsessu og Dodi Fayed en í gær var full- yrt að þau hefðu farið til sjá- anda og að Díana hefði komið brosandi út að eyrum af þeim fundi. Þá sagði New York Post frá því að Fayed hefði fest kaup á húsi fyrir Díönu í Kalifomíu að andvirði tæpar 700 milljónir ísl. kr. Kyrkislanga í klósettinu DANINN Thor Skule vaknaði allsnarlega í fyrradag er hann lyfti lokinu á saleminu og horfðist í augu við kyrki- slöngu. Kallaði hann á slökkviliðið en áður en það kom, hafði annar íbúi hússins sturtað niður og slangan sog- ast með. Hún skaut upp koll- inum í salerninu fjórum tím- um si'ðar og náðist þá. Slang- an hvarf í apríl en eigandi hennar bjó þá í íbúð Skules. Dregur úr kynhvötinni HIN annálaða kynhvöt Frakka fer nú dvínandi ef marka má skoðanakönnun sem gerð var á vegum tímaritsins L’Evene- ment du Jeudi. Þar kemur fram að yfir helmingur aðspurðra segist geta afborið að vera skírlífur um lengri tíma. Þá kváðust 38% lifa minna kynlífi nú en þeir hefðu gert en 42% sögðu ástandið óbreytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.