Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 33 STOFNAÐ 1918 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UTHAFSVEIÐAR OG ÞJÓÐARBÚIÐ SJÁVARÚTVEGURINN hefur lengi verið þungamiðjan í íslenzkum þjóðarbúskap. Sveiflur í sjávarútvegi, bæði í veiðum og verðþróun, hafa haft ríkuleg áhrif á afkomu íslendinga á 20. öldinni. Þannig leiddi hrun norsk-íslenzka síldarstofnsins til mikilla efnahagsþreng- inga upp úr miðri öldinni. Minnkandi stofnstærð og veiði- þol annarra nytjafiska, einkum þorsks, þrengdi og mjög að þjóðarhag og leiddi til aflatakmarkana og veiðistýring- ar, sem byggð hefur verið á fiskifræðilegum niðurstöðum. Aflatakmörkunum á heimamiðum var mætt með stórauk- inni úthafsveiði, það er sókn á fjarmið, sem fært hefur mikinn feng í þjóðarbúið um nokkurt árabil. Nú er hins vegar ljóst að við getum ekki reitt okkur á úthafsveiði í þeim mæli sem gert hafði verið ráð fyrir í rekstraráætlun- um sjávarútvegsfyrirtækja. Úthafsveiði íslenzkra togara hefur ekki verið í sam- ræmi við væntingar á líðandi ári. Á Flæmingjagrunni hafa veiðst 3.200 tonn af 6.800 tonna úthafsrækjukvóta íslendinga, en í fyrra veiddu íslenzk skip yfir 20 þúsund tonn á þessum slóðum. Á Reykjaneshrygg hafa aðeins veiðzt um 33 þúsund tonn af 45 þúsund tonna úthafs- karfakvóta, sem er hinn sami og í fyrra og veiddist þá að fullu fyrir miðjan júní. Ef fram fer sem horfir bregzt veiðin í Smugunni annað árið í röð, þótt auðvitað verði ekkert fullyrt um það á þessu stigi málsins. í fyrra veiddu íslenzk skip rúmlega 20 þúsund tonn í Smugunni, saman- borið við 35 þúsund lestir árið áður. Tvennt skiptir meginmáli í þessum efnum þegar horft er til framtíðar. í fyrsta lagi að haga veiðisókn á heima- miðum á þann veg að nytjastofnar geti náð hámarks- stærð, miðað við aðstæður í lífríki sjávar á hverjum tíma. Með þeim hætti næst mestur arður af sjávarauðlindinni. í annan stað að vinna að samkomulagi viðkomandi fisk- veiðiþjóða um skynsamlega nýtingu fjarmiðanna, það er veiðistjórn, sem hefur það að markmiði að nytjastofnar haldi ákjósanlegri stofnstærð og veiðiþoli. Jafnframt þarf að hyggja að nýjum sóknarfærum fyrir íslenzkan sjávarútveg. I því sambandi er vert að hyggja að Hatton-banka og nærliggjandi hafsvæði, sunnan ís- lenzku lögsögunnar, sem verður óumdeilt alþjóðlegt haf- svæði 25. ágúst nk., þegar hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna gengur í gildi gagnvart Bretlandi. Frá þeim tíma afsala Bretar sér tilkalli til 200 mílna fiskveiðilögsögu út frá Rockall-kletti. Árangur af hafrannsóknum og til- raunaveiðum Breta á þessu svæði hefur að vísu verið fremur lítill, en það er ómaksins vert fyrir okkur Islend- inga að kanna, fyrr en síðar, hvað þetta svæði hefur upp á að bjóða. Norska dagblaðið Nordlys gerði því skóna í grein 8. ágúst sl. að Hatton-bankinn gæti orðið „ný Smuga“ og spáði kapphlaupi íslendinga, Norðmanna og Evrópusambandsins í leit að veiðanlegum fisktegundum þar. Fleiri möguleikar koma til skoðunar, m.a. kaup á kvóta í Barentshafi. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, komst svo að orði í viðtali við sérblað Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál, Úr ver- inu, í gær: „Það eru hins vegar ekki margar smugur eft- ir. Ég tel að menn ættu að horfa til þess á næstu misser- um að leitast við að ná samkomulagi við aðrar þjóðir um úthafsveiðar og huga að möguleikum á kvótakaupum af öðrum þjóðum, t.d. Rússum, líkt og Færeyingar hafa verið að gera.“ Það eiga að vera töluverðir möguleikar á að kaupa veiðiheimildir af Rússum í Barentshafi. Vel má vera, að deilan um fiskveiðar okkar í Smugunni hafi neikvæð áhrif á Rússa í því sambandi, en æskilegt er að stjórn- völd leggi með viðræðum við rússnesk stjórnvöld grunn að slíkum viðskiptum milli íslenzkra og rússneskra við- skiptaaðila. Áfli veiðiskipa á fjarmiðum, þ.e. á Flæmingjagrunni, á Reykjaneshrygg og í Smugunni, hefur dregizt verulega saman, ef marka má veiðireynslu líðandi árs. Tímabært virðist að viðkomandi fiskveiðiþjóðir nái samkomulagi um að laga veiðar á þeim hafsvæðum, sem ósamið er um, og öðrum, að veiðiþoli nytjastofnanna, þannig að þeir gefi af sér hámarksarð í næstu framtíð. Áð því ber okk- ur íslendingum að vinna, jafnhliða því að hyggja að nýj- um sóknarfærum fyrir íslenzkan sjávarútveg. 4 Hvernig kemur land og þjóð breskum útvarpsmanni fyrir sjónir? ÞAÐ gerist aðeins einu sinni á ferli útvarpsmanns hjá BBC; að vera spurður spjörunum úr í íslensku sjónvarpi og standa í engu öðru en sundskýlu með jarðhitavatn upp að mitti. Eg hafði nýlokið við fyrsta útvarpsþátt BBC í beinni útsend- ingu frá Islandi þegar íslensku fjölmiðlarnir stungu sér í Laugar- dalslaugina til að afla frétta. „Stattu í lauginni svo við getum náð góðum myndum með sundfólk- ið í bakgrunni,“ sagði fréttamaður Stöðvar 2, sem virtist ekki vita af linnulausu regninu. „Við skulum tala saman í lauginni, er þér nokk- uð of kalt... Segðu mér nú hvað þér finnst um ísland." Ég hafði komið til íslands sem kynnir í daglegum fréttaþætti um evrópsk málefni, Euronews, til að flytja hálfrar klukkustundar þátt frá landi sem margir Bretar myndu eiga erfitt með að finna á Ianda- korti. Ef maðurinn á götunni væri spurður hér í London hvað hann vissi um ísland myndi hann þurfa að klóra sér í kollinum og svara loks: Magnús Magnússon, Björk og fiskur. Síðustu mánuði hefur þekk- ing okkar Breta á íslandi þó aukist með látlausum fréttum um ástar- samband hljómsveitarinnar Blur og íslands, ástarævintýri Spice Girls og íslenskra karlmanna og svo auð- vitað ástarsamband Islendinga sjálfra og eldgosa og hlaupa í Vatnajökli. Ákveðið var því eftir hugmyndafund á skrifstofunni í London að útvarpa þættinum í beinni útsendingu frá stað sem gegnir svipuðu hlutverki og krárnar í Bretlandi — sundlaug — og við myndum útskýra fyrir hlustendum okkar hvers vegna Island er einn af heitustu og vinsælustu stöðum í Evrópu! Til að hægt yrði að útvarpa þættinum frá Laugardalslauginni þurftum við hjálp Pósts og síma. Símamennirnir lögðu sérstaka út- sendingarlínu að lauginni fyrir okk- ur. Islenska ríkisútvarpið Iagði einnig til tæknimann og reiðinnar býsn af leiðslum og tenglum til að koma þættinum til London. Því miður var veðrið ekki ákjósanlegt fyrir þennan sögulega þátt — úr- hellinu um nóttina slotaði að lokum og upp rann mjög blautur og grá- móskulegur föstudagsmorgunn með endalausri súld. Reyndar var þetta eins og febrúarmorgunn í London. Þetta var þó í júlí og hitinn var aðeins ellefu stig! Vegna þess- ara aðstæðna hafði stjórnandi þátt- arins, Emma Rippon, áhyggjur af því að enginn myndi mæta í laugina — sem hefði verið raunin í Bret- landi — og tóm útisundlaug gat varla talist heppilegur staður fyrir fjörlega útsendingu. Við brostum þó breitt þegar við komum með leigubíl frá Hótel Loftleiðum að Laugardalslauginni og sáum tugi höfða skjótast upp og niður í heitu vatninu. Morgunblaðið/Jim Smart LIÐSMENN BBC slappa af í heitum potti í Laugardalslauginni eftir útsendingu. BBC kemur til Islands ísland er heillandi land en verðlagið er hneisa fyrir þjóðina, veðrið oft ömurlegt og byggðarlögin drungaleg, skrifar breski útvarpsmaðurinn James Proctor, sem tók þátt í beinni útsendingu BBC frá Laugardalslauginni nýlega og kveðst þrátt fyrir allt enn vera hugfanginn af landinu. Tískan og Páll Óskar Þátturinn hófst með glæsibrag. Unaðsfögur kona, Þórey Vilhjálms- dóttir frá Eskimó Módels, var á staðnum til að útskýra ________ fyrir okkur hvers vegna Hvers vegna íslendingum væri svo þarf vera annt um að fylgja tísk- svonadvrtað unni. „Þetta er æði,“ sagði = ÍLÍ|? hún. „Sama máli gegnir ^ um farsíma í landinu. All- ir vilja eignast þá. Auk þess viljum við vera vel til höfð og tolla í tísk- unni.“ Þórey hafði einnig komið með eina af föngulegu karlfyrirsætun- um sínum, Guðjón Vilhjálmsson, og honum virtist mjög hugleikið að koma því til skila að karlar sem legðu þetta starf fyrir sig væru ekki allir hommar. Hann sagði okk- ur að vinir sínir teldu það frekar óvenjulegt að hann skyldi hafa val- ið fyrirsætustörf og foreldrarnir væru alltaf að spyija hvenær hann ætlaði að fá sér almennilegt starf. Þetta var allt afbragðsefni í þátt- inn. Og þau töluðu líka svo frábæra ensku! Næst sendum við út innskot frá kvöldinu áður þegar við fórum á veitingahúsið Ástro við Lækjar- torg. Ungmenni útskýrðu þar fyrir mér íslenska hugtakið „forspil“, sem þau sögðu nauðsynlegt til að komast hjá því að greiða óheyri- lega hátt verð fyrir áfengi á börum og skemmtistöðum. Þau höfðu ekki lokið frásögninni af næturlífinu í bænum þegar þau ráku upp óp til að heilsa Páli Oskari sem var ný- kominn á staðinn. Ég varð hissa á _______ því hvað þetta var óform- legt. Ég vissi aðeins að Páll Óskar hafði verið fulltrúi Islands í söngva- keppni Evrópu — og taldi það ekki ástæðu til jafn- ofsafenginna viðbragða. Ég komst þó fljótlega að því að Páll Óskar er í reynd átrúnaðargoð á íslandi. Hann var í gráum jakka með háum kraga — sem ég taldi mjög þýskt — og hvítum buxum og fékk aðdáendur sína til að titra af æsingi með óvæntri komu sinni. Páll Óskar var hreint frábær og skemmti okkur með sögum um kynni sín af Spice Girls, tónlistar- feril sinn, sem hefur verið undir miklum áhrifum frá Björk, og um líf sitt sem poppstjörnu í litlu landi eins og íslandi. „Fólk reynir ekki að rífa af mér fötinn þegar ég geng á götunum hérna,“ sagði hann. „Þeir einu sem blístra á mig á götunum eru ætt- ingjar mínir. En ég verð að segja að Eurovision bjargaði lífi mínu.“ Hafði ég skilið hann rétt? „Fólk tók mig miklu alvarlegar eftir að ég söng fyrir landið mitt og ég hef fengið mörg atvinnutilboð." Kíminn forsætisráðherra Næsti gestur okkar var maðurinn sem sagðist vilja líta á sig sem skáld, Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Við ræddum mál sem rædd eru við íslenska forsætisráðherra; fisk, aðild að Evrópusambandinu og meiri fisk. Það sem er ef til vill athyglisverðast við Davíð Oddsson er kaldhæðnisleg kímnin sem Bret- ar kunna alltaf vel að meta. Ég kvartaði yfir því að pitsur væru fokdýrar á íslandi og sagði að góð pitsa kostaði 1.500 krónur eða meira. „Eru þær virkilega svona dýrar?“ svaraði Davíð. „Reyndar hef ég ekki borðað pitsu í langan tíma, eru þær svona óskaplega dýr- ar? Þetta hlýtur þá að vera pitsa á stærð við Trafalgar Square.“ Seinna sagði einn af stjórnmála- fréttamönnum BBC í London við mig að hann hefði aldrei heyrt jafn áhugaverðan forsætisráðherra. Þátturinn hélt áfram með inn- skoti frá Bláa lóninu. Mjög erfitt er að lýsa þessu furðulega lóni fyr- ir breskum hlustendum sem hafa aldrei séð það; svörtu hrauninu sem er út um allt, hvítri gufunni og ljós- bláu vatninu. Og þvílíkar móttökur sem við fengum þar! Anna Sverris- dóttir veitti mér margvíslegar upp- lýsingar um staðinn, Ásdís Jóns- dóttir sagði mér frá lækningamætti vatnsins og bætti við að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur og gæti ver- ið sallarólegur með leðjuna úr lón- inu á andlitinu í meira en tuttugu mínútur! Ása Brynjólfsdóttir fékk síðan það erfiða verkefni að sann- færa mig um að hvíta leðjan sem hún hefur á boðstólum væri góð fyrir hörundið. Ég efast enn! Að lokum ræddi ég við eldfjallaherra, Villa Knudsen, um eldgosin í Grímsvötnum og jarð- skjálftann mikla sem ríð- ur yfir Island á hverri öld. Villi var frábær; stórkost- legar frásagnir hans af því hvernig það er að taka myndir af hrauni, sem vellur upp úr jörðinni, og tak- markalaus áhugi hans á sérsviði sínu er frábært útvarpsefni. Álit mitt á íslandi Áður en ég hóf störf við Euro- news var ég fréttaritari BBC í Sví- þjóð og á þeim tíma kom ég fyrst til íslands. Lega landsins á miðju Atlantshafsins hafði lengi heillað mig. Það var ekki fyrr en ég tók að kynna mér eyjuna frekar að ég komst að því hve landið er fá- mennt; ég hafði haldið að þar byggju fjórar til fimm milljónir manna. Það er þess vegna ekki lít- ið afrek hjá svo fámennri þjóð að reka flugfélag í millilandaflugi sem býður upp á flug til 21 ákvörðunar- staðar. Fyrir tveimur árum var ég svo lánsamur að geta dvalið allan júlí- mánuð á íslandi og sótt sumarnám- skeið í íslensku við Háskóla ís- lands, sem Úlfar Bragason, hjá Stofnun Sigurðar Nordals, skipu- lagði frábærlega. Dvölin gerði mér kleift að kynna mér betur þjóðina og lífshætti hennar. Því miður er þekking mín á íslenskri tungu enn átakanlega lítil þótt ég tali sjö önn- ur tungumál eins og sænsku og þýsku sem kemur sér vissulega vel við íslenskunámið. Þennan mánuð ferðaðist ég mikið um ísland, fór til ísafjarðar og Látrabjargs, Papeyjar og Eg- ilsstaða, auk ýmissa staða nær Reykjavík. Mér fannst fólkið mjög opið og vingjarnlegt þótt það væri svolítið hissa á því að ég skyldi vilja læra íslensku. Ég fyllist andagift vegna fegurðar eyjunnar í hvert sinn sem ég stíg þar fæti. Ferskt loft, ómengað vatn og víð- áttumikil óbyggð svæði er nokkuð sem við höfum ekki lengur í Bret- landi. Eftir að hafa dvalið í Sví- þjóð sakna ég vissulega þessara kosta. Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég gæti búið á íslandi. Því miður hygg ég að svarið sé að öllum líkindum nei. Vegna reynslu minnar af dimmum vetrum í Svíþjóð veit ég að mér lætur ekki vel að vera í myrkri allan sólarhringinn. Ég er sólarbarn sem þarf dagsljós í augun til vera ánægt; ef til vill gegnir öðru máli um þá sem alast upp við myrkur í nokkra mánuði á hverju ári. Þótt ég hafi tekið ástfóstri við ísland get ég auðvitað nefnt ýmis- legt sem ergir mig. Landkynningar- árátta íslendinga getur orðið hræði- lega hvimleið. Vissulega er landið fallegt, hreint og ómengað. En það er einnig dýrasta land í Evrópu. Verðlagið getur fælt menn frá. Hvers vegna þarf flaska af hvers- dagslegu ítölsku víni, Pinot Grigio, að kosta 3.850 krónur á veitinga- stöðum? Hvers vegna þarf að vera svona dýrt að leigja bíl? Þegar ég dvaldi á íslandi ferðaðist ég til Húsavíkur til að fara í stórkostlega hvalaskoðunarferð með Norðursigl- ingu og leigði bíl í einn dag; það kostaði rúmar 14.000 krónur. I liðn- mánuði var ég á Korsíku og heila viku fyrir sömu Landkynning arárátta ís- lendinga hvimleið. um leigði bíl fjárhæð. íslendingar ættu að varast að skjóta sig í fæturna. Yfirgengilegt verðlag getur auðveldlega komið í veg fyrir að ferðamenn sjái nokkra af fallegustu stöðum íslands. Hvað Flugleiðir varðar tel ég að tíma- bært sé að flugfélagið fái sam- keppni í millilandafluginu. Verðið er hreint út sagt hneisa fyrir þjóð- _________ ina. í augum þeirra, sem hafa ferðast um heiminn, er ísland ekki besti stað- urinn á jarðríki. Byggð- arlögin eru drungaleg: Reykjavík líkist til að mynda niðurníddu fátækrahverfi og veðrið er oft svo ömurlegt að fallegt landslagið er hulið mistri. Þrátt fyrir það eru til menn sem koma til þessarar afskekktu eyju og festa ást á henni. Ég er einn þeirra og kem brátt aftur. Höfundur er útvarpsmaður lijá BBC i London. 100 milljónir fara í að innheimta 150 milljóna króna sektir Minnka kostnað með nýju kerfi Sektainnheimtu vegna umferðarlagabrota hefur verið breytt með nýjum lögum. Markmið með breytingunni er að minnka til- kostnað við innheimtu, m.a. með tölvuvæðingu á meðferð sektamála. NEFND, sem skipuð var til að gera tillögur um úr- bætur á innheimtu sekta og sakarkostnaðar komst að því í aðdraganda lagasetningar- innar, að árlega innheimtist sektir að fjárhæð um 150 milljónir króna hjá lögreglustjóraembættum. Þar séu 35 ársverk unnin við álagningu og innheimtu sekta og kostnaður við meðferð sektamála gróflega áætlað- ur um 100 milljónir króna. Tölvu- vinnsla sektamála á að geta sparað um 18% af vinnuafli við málsmeðferð og afsláttur af sektarfjárhæðum og lögbundnar vararefsingar um 12% til viðbótar. Gert er ráð fyrir að heim- ilt verði að veita 25% afslátt af sekt- um vegna umferðarlagabrota ef greitt er innan 30 daga frá því að sektin var lögð á. í athugasemdum með frumvarpi að lögunum segir að verði þessi hag- ræðing að veruleika gæti skapast möguleiki á að færa allt að 10 starfs- menn lögregluembætta úr innheimtu sekta í almenna löggæslu eða sérstök aðkallandi verkefni. Á að skikka fólk í þegnskylduvinnu? Danskir lagaprófessorar hafa varpað fram þeirri hugmynd að hætt verði að leggja minniháttar sektir á fólk sem augljóslega geti ekki greitt en verði frekar dæmt í þegnskyldu- vinnu. Þeir benda m.a. á þann mikla kostnað sem lagt sé út í til inn- heimtu sekta sem aldrei greiðist máli sínu til stuðnings. Þetta var borið undir Símon Sigvaldason, skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneytinu. Símon segir um 70% sekta inn- heimtast í fyrsta umgangi með því að mönnum séu send sektarboð í formi gíróseðla o.þ.u.l. Eftir standi 30% sem ekki séu greidd, annað hvort vegna þess að menn séu ósátt- ir við sektirnar eða þeir séu ekki borgunarmenn fyrir skuldunum. „Þá erum við, með ærnum tilkostnaði, að reyna að hafa uppi á mönnum sem geta ekki greitt og munu aldrei greiða. Kerfið býður ekki upp á aðra möguleika í dag en að þetta sé reynt til þrautar. Það getur komið til þess að menn séu látnir afplána i fang- elsi sem vararefsingu. En um það hvort hætt verði að dæma menn, sem eru ekki borgunarmenn, til sekta- greiðslna og láta þá taka út einhvers konar þegnskylduvinnu í staðinn, hef ég ekki heyrt neinar hugmyndir, a.m.k. ekki ennþá,“ segir hann. Ekki komin reynsla á nýja kerfið Aðspurður um nýtt sektainn- heimtukerfi segir hann í sjálfu sér enga reynslu komna á það en áður- nefnd lög, sem breyta almennu hegn- ingarlögunum, tóku gildi 1. júlí sl. „Menn eru að reyna að koma góðri mynd á kerfið sem verið er að leggja grunn að með þessum breytingum. Það á eftir að láta reyna á það yfir einhvern tíma og að sama skapi á mannskapurinn eftir að þjálfast í að vinna eftir nýju reglunum þannig að reynslan er ekki komin á þetta enn- þá.“ Simon segir fjármálaráðuneytið standa frammi fyrir sama vanda og réttarvörslukerfið þegar t.d. skatt-"' sektir eru annars vegar og að ráðu- neytin tvö hafi með sér samstarf um úrbætur. „Málin hafa verið skoðuð í sameiginlegum nefndum. Bæði lýt- ur þetta að því að menn eru með almennar hugleiðingar um framtíð- arstefnu og bætta innheimtu og svo eru ákveðin kerfi sem vinna saman til þess að auðvelda hinum úrvinnslu mála. Það má segja að þetta sé umræða og framkvæmd í reynd,“ segir Símon. Hjá réttarvörslukerfinu er aðal- lega um að ræða sektir vegna um- ferðarlagabrota. Hægt er að beita vararefsingu sem er fangelsisvist og einnig má taka lögveð hjá sektar- þola til tryggingar sektum fyrir umferðarlagabrot. Símon segir ekki mikið um að menn afpláni vararefs- ingu. Sjaldgæft að litlar sektir séu afplánaðar „í sumum tilvikum er þó um veru- legar fjárhæðir að ræða og vararefs- ingin að sama skapi nokkuð margir dagar. Sjaldgæft er að þessar litlu sektir þar sem ekki er um nema tveggja, þriggja daga vararefsingu að ræða séu afplánaðar. En ef menn^ eru komnir upp í einhveijar milljónir í skuld þá er það orðið algengara. Þá þurfa menn líka að sitja fleiri daga inni,“ segir hann. „Sú leið að gera fjárnám í eignum manna fyrir sektum er erfið vegna þess að á sama tíma og menn eru ekki borgun- armenn eða vilja ekki greiða sektir, þá eru þeir oft eignalausir líka.“ .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.