Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 35 PENIMGAIVARKAÐURIIMN VERÐBRÉFAMARKAÐUR Sviptingar á #jár- máiamörkuðum FRÉTTIR Miklar lækkanir voru á evrópskum fjármálamörkuðum í gær eftir mikl- ar sviptingar síðdegis. í Wall Stre- et var um töluverðar hækkanir að ræða fyrst eftir að viðskipti hófust um morguninn eftir miklar lækkan- ir á þriðjudag og hækkaði Dow Jones hlutabréfavísitalan um 79,67 stig í 8.040,51 stig. Aftur á móti þegar í Ijós kom að verðbólga reyndist minni en búist var við og fjárfestar á skuldabréfamarkaði högnuðust minna þeir höfðu gert ráð fyrir lækkaði Dow Jones vísital- an um 81,26 stig í 7.879,08 og þegar markaðir lokuðu síðdegis í Evrópu var Dow Jones vísitalan komin í 7.962,70 stig í Bandaríkj- unum. í London nam lækkunin 1,4% sem er mesta fall á einum degi í fimm mánuði. Frönsk hlutabréf lækkuðu um 2,49% og í Frankfurt nam lækkunin 3,21 % en þar óttuð- ust menn yfirvofandi vaxtahækk- anir. Gengi dollars lækkaði í 1,8355/55 mörk í gær úr 1,8665 á þriðjudag. Litlar breytingar urðu á gengi dollars gagnvart jeninu en í gær var hann skráður á 115,70/80 miðað við 115,78 á þriðjudag. í London lækkaði FTSE-100 vísi- talan um 72,2 stig í 5.003,1 stig. í Frankfurt lækkaði DAX-vísitalan um 84,61 stig í 4.278,48 stig og í París lækkaði CAC-40 vísitalan um 74,53 stig í 2.924,04 stig. Hótel Edda styrkir knattspyrnu- deild Hattar NÚ STENDUR yfir hótelbygg- ing á Egilsstöðum. Hótelið mun verða hlekkur í hótelkeðju Eddu-hótelanna, en áætlað er að rekstur þess byrji þann 1. janúar 1998. Ferðaskrifstofa Islands, sem rekur Eddu-hótelin, hefur gert tveggja ára samning við knatt- spyrnudeild Hattar á Egilsstöð- um þar sem fyrirtækið gerðist einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar og auglýsir m.a. á keppnisbúningum meistara- flokks karla. Á myndinni má sjá þá Tryggva Guðmundsson, for- stöðumann Eddu-hótelanna og Hilmar Gunnlaugsson, formann knattspyrnudeildar Hattar skrifa undir samninginn en hjá þeim standa leikmenn úr meist- araflokki karla í aðal- og vara- búningum félagsins. ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. ágúst 1997 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulffeyrir (grunnlífeyrir) .................. 14.541 Vz hjónalífeyrir ....................................... 13.087 Fulltekjutryggingellilífeyrisþega ....................... 26.754 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega ................... 27.503 Heimilisuppbót, óskert .................................. 12.792 Sérstök heimilisuppbót, óskert ........................... 6.257 Bensínstyrkur ............................................ 4.693 Barnalífeyrirv/1 barns .................................. 11.736 Meðlag v/1 barns ........................................ 11.736 Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna .......................... 3.418 Mæðralaun/feðralaunv/3jabarnaeðafleiri ................... 8.887 Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða .......................... 17.604 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ........................ 13.199 Fullurekkjulífeyrir .................................... 14.541 Dánarbæturí8ár(v/slysa) ................................. 17.604 Fæðingarstyrkur ......................................... 29.590 Vasapeningarvistmanna ................................... 11.589 Vasapeningarv/sjúkratrygginga ........................... 11.589 Daggreiðslur Fullir fæðingardagpeningar ............................ 1.240,00 Fullirsjúkradagpeningareinstaklings ..................... 620,00 Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 168,00 Fullirslysadagpeningareinstaklings ...................... 759,00 Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................. 163,00 Bætur almannatrygginga og bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð hafa hækkað um 2,5%. Olíuverð á Rotterdam-markaði (NWE) frá 1. júní I Ð N A Ð A R DÆLUR - til margs konar nota SKEIFUNNI 3E-F SlMI 581 2333 • FAX 568 0215 OPNA úr Stálminni. Morgunblaðið/Ásdís „Stálminni“ dreift til 14.000 unglinga ÆSKULÝÐSRÁÐ ríkisins hefur gengist fyrir útgáfu bókarinnar Stálminni, sem dreift var til rúm- lega 14.000 einstaklinga á aldrin- um 16 til 19 ára síðastliðið vor. í fréttatilkynningu segir að Stál- minni sé eins konar leiðarvísir um íslenskt þjóðfélag og ætluð ungu fólki, sem sé að hefja lífsbarátt- una. „Stálminni er ætlað að veita haldgóðar upplýsingar um hvað- eina sem snertir hið daglega líf ungs fólks og í mörgum tilfellum er um að ræða upplýsingar sem almennt er ætlast til að ungt fólk þekki og kunni skil á, án þess þó að upplýsingarnar séu aðgengileg- ar á neinn hátt. Aðstandendur útgáfunnar vonast til þess að Stál- minni fylli upp í slíkt tómarúm,“ segir í fréttatilkynningunni. í Stálminni er meðal annars fjallað um land, sögu og stjóm- skipan, menningu og listir, mennt- un og margmiðlum, íþrótta- og æskulýðsmál, fjölskyldu- og kyn- ferðismál, heilbrigðismál og fé- lagslega þjónustu, atvinnu- og kjaramál, húsnæði og bíla, fjármál og þjóðarbúskap, neyslu og um- hverfismál, samgöngur og ferða- mál og alþjóðleg samskipti. í bók- inni er jafnframt dagbók fyrir allt næsta skólaár. Ætlunin er að gefa Stálminni út að nýju á næsta ári og þá í stálkápu. Að sögn Steinþórs Gunnarsson- ar, formanns ÆRR, hafa viðbrögð ungs fólks við bókinni verið mjög jákvæð og hafa margir til dæmis sent ráðinu tölvupóst og hrósað framtakinu. Kynningarkvöld Eðalklúbbsins KYNNINGARKVÖLD Eðal- klúbbsins verður haldið á Café Romance föstudagskvöldið 15. ágúst kl. 21. Á meðan á kynningu stendur leikur Símon ívarsson, gítarleik- ari, klassíska og spænska tónlist og Kristján Guðmundsson, píanóleikari, og Rúnar Georgs- son, saxafónleikari, leika létta músík og djass. Óvæntur gestur kemur og ræðir um útlit kynj- anna. Kynningarblöðum verður dreift á staðnum. Dagskrá haustsins verður kynnt fyrir væntanlegum meðlimum klúbbsins. Eðalklúbburinn er ævintýra- klúbbur fyrir jákvæða ógifta einstaklinga sem hafa áhuga á mannlegum samskiptum og að efla einstaklinginn. Efst á dagskrá í klúbbnum eru leikhúsferðir, að fara út að borða, stuttir göngutúrar í ná- grenni Reykjavíkur, lengri göngutúrar á fjöll og náttúra Islands er skoðuð. Stuttar og langar jeppaferðir inn á hálend- ið og upp á jökla. Ferðir til heimsborganna, ævintýraferðir út í heim og sól- arlandaferðir. Vínkynningar, bíóferðir, bjórkvöld, skokk, sund, gufa, sumarbústaðarferð- ir, samkvæmi, keila, dans, veiði- ferðir, jóga, dulspeki, íhugun og líkamsrækt. Alþjóðaforseti Lionshreyf- ingarinnar í heimsókn ALÞJÓÐLEGUR forseti Lions- hreyfíngarinnar kemur til íslands í heimsókn dagana 17. til 19. ág- úst nk. Mun hann hitta að máli forystumenn Li- onshreyfingar- innar hér á landi og ganga á fund forseta íslands að Bessastöðum auk þess sem hann mun skoða ýmis verkefni Lions hérlendis og fara í skoð- unarferð. Á áttugasta alþjóðaþingi sínu kaus Lionshreyfingin sér til forustu Howard L. Patterson Jr., dómara úr þrítugasta umdæmi, Missisippi. Kona hans er Brenda Patterson og koma þau bæði til íslands sunnudaginn 17. ágúst. Þá um kvöldið eiga þau fund með umdæmisstjórnum hreyfingarinn- ar á íslandi og fjölumdæmisstjóra og mökum þeirra. Mánudaginn 18. ágúst verður. farið í heimsókn til forseta íslands og augndeild Landspítalans skoð- uð. Þá verður farið að Reykjalundi og Hlein, hús fjölfatlaðra skoðað. Þá verður farið í ferðalag um Krísuvík, Grindavík og Bláa-Lónið. Um kvöldið verður svo móttaka fyrir forsetahjónin í Lions-heimil- inu við Sóltún 20 og að því loknu kvöldverður í Perlunni með boðs- gestum fyrir Patterson dómara og frú. Þau fara svo af landi brott að morgni 19. ágúst. Núverandi umdæmisstjórar Li- ons á Islandi eru: Halldór Krist- jánsson í umdæmi 109A, sem nær frá Vopnafirði til Reykjavíkur og Sigurður H. Þorsteinsson í um- dæmi 109B sem nær frá Þórshöfn til Reykjavíkur. Fjölumdæmisstjóri er Jón Gröndal, kennari í Grinda- vík. ------» ♦ ♦----- Námskeið í glerungsgerð FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og handíðaskóla íslands heldur nám- skeið um glerungsgerð þar sem^ kennslutími er frá 19. ágúst til 28. ágúst frá kl. 20-22. Kennari er Bjarnheiður Jó- hannsdóttir og fer námskeiðið fram í Barmahlíð, Skipholti 1, 4. hæð. Auk fyrirlestra er gert ráð fyrir tveimur 3ja tíma umræðu- fundum sem haldnir yrðu með nokkurra vikna tímabili í sept.-okt.*- 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.