Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Faðir minn, bróðir okkar og mágur, GÍSLI KRISTINN GUÐBRANDSSON skipstjóri, Laugateigi 10, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 12. ágúst. Sverrir Gíslason, Guðbjörg H. Guðbrandsdóttir, Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Þorbjörg Jósefsdóttir, Gunnar Pétursson, Gunnar Richardson, Þórarinn Óskarsson. t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR DAGSSON frá Kaldbaksvík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudagin 12. ágúst Njóla Dagsdóttir, Sigvaldi Dagsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, PÉTUR EINARSSON verslunarmaður, Ljósheimum 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, láti Félag sykursjúkra njóta þess, Kristín Björg Sveinsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir minn, ÁRNI VIGNISSON, Hafnarbraut 22, Höfn í Hornarfirði, sem andaðist sunnudaginn 10. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Flafnar- kirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Skjólgarð, Ágústa Margrét Vignisdóttir. t GUÐNÝ JÓHANNA VIGFÚSDÓTTIR frá Hrísnesi, Barðaströnd, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 31. júlí. Útförin hefur farið fram. Aðstandendur. t ALFREÐ GUÐNASON lést á heimili sínu, Hulduhiíð, Eskifirði, að kvöldi föstudagsins 8. ágúst síðastliðins. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 16. ágúst kl. 13.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti dvalarheimilið Hulduhlíð njóta þess. Aðstandendur. t Uppeldissystir okkar, UNNUR JÓHANNESDÓTTIR frá Efra Hofi, Garði, áður til heimilis, á Austurgötu 6, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 15. ágúst kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ellen Einarsdóttir, Júlíus Guðlaugsson. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma. Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálks- entimetrar í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjaliað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í text- amenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í sím- bréfi - 569 1115 - og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Vin- samlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Sturla Jósep Betúelsson fæddist að Görðum, Sæbóli í Aðalvík 27. maí 1932. Hann lést í Reykjavík 4. ágúst, síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristjana Jóseps- dóttir frá Görðum, Aðalvík, f. 23.12. 1898, d. 1975, og Betúel Betúelsson frá Höfn, Hornvík, f. 17.4. 1897, d. 7.3. 1980. Systkini Sturlu eru Anna f, 14.12. 1924, Ingibjörg, f. 27.2. 1926, Margrét, f. 14.5. 1928, og Betúel, f. 6.7. 1930, uppeldis- bróðir þeirra er Jósep Markús- son, f. 12.11. 1924. Sturla ólst upp að Görðum til 1947 er for- eldrar hans brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Útför Sturlu fór fram frá Fossvogskirkju 12. ágúst. Alltaf fær það jafn mikið á okkur fráfall vinnufélaga og þá ekki síst þegar það gerist eins óvænt og í til- felli Sturlu, sem sjaldan kenndi sér meins vegna veikinda. Sturla hóf + Elín Runólfsdóttir fæddist á Hellissandi 12. júlí 1926. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 24. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 3. júlí. Döggin hefur eflaust ekki verið þornuð þessa Jónsmessunótt, þegar Elín Runólfsdóttir lést á heimili sínu [ umsjá elskulegrar dóttur sinnar, Ástu, tæplega 71 árs að aldri, eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm, en allir falla að iokum fyrir manninum með Ijáinn. Elín var þriðja í hópi sex systkina, en yngsta systirin lést í bernsku. Konu minni Aðalheiði var komið í fóstur, og ólust þær Elín því ekki upp saman, og öll samskipti því minni á bernsku- og unglingsárum. Elín var viljaföst og hreinskilin, og kvað oft fast að er hún lét skoðan- ir sínar í ljós. Nokkru fyrir mín kynni af þessari fjölskyldu (1955) missti Ella mann sinn, Gunnar Sím- onarson. Þá var Elín 26 ára, en Gunnar 29 ára. Það var 1953. Elín var við jarðarför föður síns Runólfs Dagssonar, þegar reiðar- slagið dundi yfir. En Ella hafði gef- ið einum manni hjarta sitt. Hún barðist ein með börnin þeirra fjögur og kom þeim til manns. Við Heiða vorum aðeins tvö ár fyrir sunnan, 1955-1957, og vorum þá í Laugar- neshverfinu. Þá áttum við margar ánægjustundir með Ellu og börnum hennar, sem við minnumst með söknuði og einnig fjölskylduboða störf hjá Trésmiðju Reykjavíkurborgar árið 1978 og starfaði sem verkamaður við ýmis störf fram á síðasta dag, meðal annars við end- urbyggingu Viðeyjar- stofu, Austurbæjar- og Miðbæjarskóla. Sturla var maður samviskusamur og stundvís, hann var fremur rólegur og hóg- vær að eðlisfari, alítaf vildi hann hafa snyrti- legt í kringum sig og lagði ríka áherslu á góða umgengni sama hvar hann var við vinnu. Aldrei heyrðist hann hallmæla nokkrum manni og tók ætíð upp hanskann fyrir þá sem áttu undir högg að sækja. Sturia hafði lært útskurð í tré og hafði gaman af að skera út, einnig þótti hann góður gítarieikari á klass- ískan gítar og var mikill unnandi tónlistar. Við vinnufélagar Sturlu munum minnast hans með hlýhug og sökn- uði, um leið og við kveðjum góðan dreng, vottum við félaga hans Rób- ert og systkinum samúð okkar. Vinnufélagar á Trésmiðju Reykjavíkurborgar. hjá Ellu. Eftir að við fluttumst norð- ur í land 1957 hafa samverustund- irnar orðið færri en skyldi. Helst var það þegar við komum suður eða á sorgar- og gleðistundum. Við hittumst seinast á 70 ára afmæli Ellu hinn 12.7. ’96. Þá höfðu systkini Ellu ekki hist öll í tugi ára. Það var innilega góð samverustund, sem skilur eftir sig ljúfar endur- minningar hjá okkur Heiðu, og börnum okkar og Ellu. Eila átti þá góðan dag. „Stund milli stríða". Elín hefur um langt árabil barist við asmasjúkdóm, sem ágerðist mjög hin síðari ár. Elín kom börnum sínum upp, en þau studdu hana svo í veikindum hennar. Elín var mikil húsmóðir og bar heimilið glöggt vitni um reisn og myndarskap. Ella og Gunnar bjuggu sinn bú- skap að Laugarteigi 16 og hún svo með börn sín eftir lát Gunnars. Ein- hveiju sinni kom ég þar að haust- lagi í myrkri og rigningu, og hef ég þá ekki verið frýnilegur með hettu á úlpu upp fyrir haus. Ella spurði þá nokkuð snöggt hver þar færi. Ég svaraði þá: „Þetta er víst hann mágur þinn.“ Var mér þá að sjálfsögðu hleypt inn. Margt leitar nú á hugann yfir liðin ár en mál er að jinni. Elsku Ásta, Gunnar, Björk og Rúnar, barnabörn, systkini Ellu og vinir. Látið ljós hennar og minningu lýsa og ylja ykkur um ókomin ár. Þess óskum við Heiða. Guð blessi ykkur öll. Óttar Viðar. STURLA JÓSEP BETÚELSSON ELIN RUNÓLFSDÓTTIR Crfisdrykkjur f£^|VettlAgohú/ið lekAM-inn Sími 555-4477 Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,- að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stut.t.nefni nndir greinunum. Crjíéyííjur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 HOTEL LOFTLEIÐIR. 0 <CCLAMOA1M M O T í t S Glæsileg KAFFIHLAÐBORÐ FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H ^ Sími 562 0200 ^ iIIIIIIIIIIlJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.