Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 11 FRÉTTIR Umboðsmaður biður fjármálaráðuneytið að vanda betur vinnubrögð Lagði ekki sjálfstætt mat á takmarkanir verkfallsréttar UMBOÐSMAÐUR Alþingis beinir þeim tilmæl- um til fjármálaráðuneytisins að framvegis vandi það betur undirbúning og gerð skráa yfir þá starfsmenn ríkisins, sem hafa ekki heimild til verkfalls vegna nauðsynlegustu heilbrigðisþjón- ustu. Umboðsmaður segir að við breytingar á skránni í ársbyijun 1995 hafi ráðuneytið ekki séð til þess að fullnægjandi upplýsingar og gögn lægju fyrir og ekki gætt þess að leggja sjálf- stætt mat á breytingarnar. Umræddar breytingar voru felldar úr gildi með úrskurði Félagsdóms í janúar í fyrra, á þeim forsendum að það ráðrúm sem stéttarfélög fengu til að kynna sér breytingarnar væri í allra knappasta lagi og í sumum tilfellum óhæfilega lítið. Bandalag Háskólamanna-BHMR kvartaði við umboðsmann fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félags íslenskra náttúru- fræðinga, Meinatæknafélags íslands, Röntgen- tæknafélags íslands og Stéttarfélags sjúkra- þjálfara í ríkisþjónustu. Málavextir voru þeir, að ijármálaráðuneytið tilkynnti sjúkrahúsum 11. janúar 1995 að það myndi fyrir 1. febrúar sama ár auglýsa nýja skrá um störf þeirra sem féllu undir takmarkanir á verkfallsrétti samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Sjúkrahúsin lögðu fram tillögur sínar og voru þær misvel rökstuddar og stundum ekk- ert, að því er fram kemur í áliti umboðsmanns. Viðkomandi stéttarfélögum voru kynntar tillög- urnar og lögðu þau fram umsagnir sínar. Fjár- málaráðuneytið tók fram í bréfi sínu til umboðs- manns vegna málsins, að reynt hefði verið að fara bil beggja. Hins vegar yrði að hafa í huga að á stofnunum ríkisins, en ekki í ráðuneytinu, væri að finna þá sérþekkingu sem þyrfti til að meta þörfina á starfsfólki við nauðsynlegustu öryggis- og heilbrigðisþjónustu. Umboðsmaður segir í áliti sínu, að hann hafi kannað skrá ráðuneytisins og tillögur stofnana. „Enda þótt fullt samræmi sé ekki á milli tillagna sjúkrastofnana og breytinga samkvæmt skránni, tel ég einsýnt, að í meginatriðum hafi tillögur sjúkrastofnananna verið lagðar til grundvallar af ráðuneytisins hálfu,“ segir umboðsmaður og bendir á að þetta sé í raun í samræmi við lýs- ingu ráðuneytisins á vinnubrögðum sínum. Umboðsmaður bendir á, að lögum samkvæmt eigi að hafa samráð við stéttarfélög áður en skrár eru birtar. Hins vegar sé ekki til að dreifa neinum ákvæðum um að leita beri tiliagna við- komandi stofnana. Þar með sé ekki sagt, að óheimilt hafi verið að leita tillagna þeirra. Hins vegar eigi stjórnvald að sjá til þess að eigin frum- kvæði, að málsatvik stjórnsýslumáls séu nægi- lega upplýst, áður en ákvörðun sé tekin. Stofnan- irnar hafí ríkra hagsmuna að gæta af því, að starfsemi þeirra raskist sem minnst í verkfalli og viðbúið sé að tillögur þeirra beri merki þess. Spaugstofu- menn ekki ákærðir RÍKISSAKSÓKNARI, Hall- varður Einvarðsson, hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að ákæra Spaugstofumenn vegna þáttar þeirra, sem sýndur var í sjón- varpi laugardagskvöldið fyrir páska. Mikil umræða varð um meint guðlast í þættinum og varð hann umtalsefni í stólræðum nokkurra presta í messum um páskana, þ.á m. biskups Is- lands. Kæra var ekki lögð fram vegna þáttarins en ríkissak- sóknari ákvað að fela Rann- sóknarlögreglu ríkisins að rannsaka málið. Yfirheyrslur yfir Spaugstofumönnunum fimm voru hluti rannsóknarinn- ar hjá RLR en nú er niðurstað- an orðin sú að ekki verður gef- in út ákæra. Tælend- ingurinn fór til Halifax SAUTJÁN ára tælenskur piltur, sem lögregla leitaði á þriðjudag, fór úr landi með Flugleiðavél til Halifax í Kanada á mánudag. Pilturinn, sem er búsettur í Sví- þjóð, hafði komið hingað til lands með íslenskum kunningja sínum og skólafélaga frá Svíþjóð. Hér bjó hann hjá foreldrum kunningjans og stundaði vinnu í um tvo mánuði. Hann átti að fara aftur til Svíþjóðar á þriðjudag en á mánudagskvöld lét fjölskyldan lögregiuna vita að hans væri saknað. Strax vöknuðu grunsemdir um að hann myndi reyna að komast úr landi þar sem vitað er að hann unir hag sínum illa í Svíþjóð og vill kom- ast til Tælands. Á síðasta ári fannst hann á landamærum Frakklands og Spánar og hafði þá farið á reiðhjóli og á puttanum alla leið frá Svíþjóð. Hafði undirbúið för sína Á þriðjudag var leitað á farþega- listum flugvéla á leið héðan en án árangurs, að öllum líkindum vegna þess að nafn piltsins hefur ekki ver- ið rétt stafsett þegar flugmiði hans til Halifax var bókaður. Að sögn lögreglu þykir líklegt að hann hafi undirbúið för sína héðan með nokkr- um fyrirvara og jafnvel komið hing- að til lands gagngert til að flýja. Lýst var eftir piltinum á þriðjudag og taldi fólk sig þá hafa séð hann á nokkrum stöðum, m.a. í Keflavík. Leitað var í rútum, sem fóru frá Keflavík til Reykjavíkur, þar sem ábendingar höfðu borist um að mað- ur, sem svipaði til lýsingar á Tælend- ingnum, hefði verið að spyijast fyrir um rútuferðir til Reykjavíkur. BÍLSKURSHURÐIR HÖrOABAKKA O. U. Ri /KJAVIK SiMI 1 >8/ Ht !>0 í AX Sh fWíi 1 AÐEINS NOKKRIR Baleno 1600 GLX meS ABS hemlum - geislaspilara - álfelgum á tilboðsverði kr. 1.350.00 Smekklegur billfyrirfólk sem kann ao meta faUegar línur í Baleno mætast þægindi og mjúkar, hreinar línur að innan. Að utan var ótímabundinn stíll kjörorð hönnuða Suzuki. STAÐALBÚNAÐUR: aflmikil 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingar • rafdrifnar rúðuvindur • rafstýrðir útispeglar • útvarp og segulband með 4 hátölurum • upphituð framsæti • öryggisloftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitar í hurðum • samlitir stuðarar • hæðarstilling á bílstjórasæti. Gerðu samanburð og taktu stðan dkvörðun. •S js5 SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., ^ Hafnarfjörður: Guövarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Keflavík: BG bílakringlan, Sparneytinn bíllfyrir þá sem vilja njóta lífsins Bensíneyðsla er aðeins 8,5 1 á hverja 100 km. í bæjarakstri og aðeins 5,3 1 á hverja 100 km. við akstur á 90 km. hraða. Hagnýtur bíll fyrir hagsýntfólk Gott rými fyrir fjóra farþega auk ökumanns, óvenju stór farangurs- geymsla (3461) og mikill staðal- búnaður - á einstöku verði. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Grófinni 8, sími 421 12 00. Selíoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00. $ SUZUKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.