Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRHALLA ODDSDÓTTIR + Þórhalla Odds- dóttir fæddist á Kleifarstöðum í Gufudalssveit 12. júlí 1899. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Oddur Magnússon, bóndi, f. 27.8. 1868, og kona hans Þuríð- ur Guðmundsdótt- ir, f. 22.7. 1875. Oddur og Þuríður eignuðust 7 börn, Sigríði, Þórhöllu, Magnús, Lilju, Vilhelmínu og tvíburana Tryggva og Harald, en Haraldur er sá eini sem er nú á lífi. Þórhalla giftist 18. desember 1915 Guðmundi Kr. Guðmunds- syni, bónda, f. 6.5. 1890, d. 6.2. 1969. Þeim varð 17 barna auðið. 1) Óskar, f. 24.6. 1917, kvæntur Margréti Hallgrímsdóttur. 2) Svava, f. 1.7. 1918, gift Þor- steini Oddssyni. 3) Hörður, f. 12.9.1919, d. 31.10.1988, kvænt- '•ur Guðrúnu Klemensdóttur. 4) Haukur, f. 10.10. 1920, kvæntur Halldóru Ólafsdóttur, sem er látin. 5) Svanborg, f. 25.12.1921, gift Þórði Jónssyni, sem er lát- inn. 6) Reynir, f. 23.4. 1923, d. 6.4. 1997, kvæntur Svöfu Kjart- ansdóttur. 7) Unnur, f. 7.7.1924, gift Sveini Jónssyni. 8) Karl, f. 2.9. 1925, kvæntur Sigríði Þ. Sigurðardóttur. 9) Þuríður, f. 21.2. 1929, gift Stefáni Guð- mundssyni, sem er látinn. 10) Magnús, f. 23.5. 1931, kvæntur Halldóru Bjarna- dóttur. 11) Guð- mundur J., f. 8.10. 1933, var kvæntur Borghildi Garðars- dóttur. 12) Oddur V., f. 6.11. 1935, kvæntur Eyvöru Friðriksdóttur. 13) Guðbjartur, f. 1.12. 1937, kvæntur Mar- gréti Ásmundsdótt- ur. 14) Víðir, f. 29.10. 1938, var kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur. 15) Fjóla, f. 29.10. 1938, gift Birni G. Daníelssyni. 16) Helgi, f. 21.2.1941, kvæntur Stefaníu S. Víglundsdóttur. 17) Rafn, f. 16.7. 1943, kvæntur Kristborgu G. Aðalsteinsdótt- ur. Þórhalla ólst upp i foreldra- húsum í Gufudalssveit á Kleif- arstöðum og Brekku, en fluttist ung til Tálknafjarðar og bjó lengst af á Kvígindisfelli ásamt manni sínum. Þar ól hún upp börn þeirra og var móðurhlut- verkið stórt ásamt ömmustörf- um og ekki síst húsmóðurstörf- um, þar sem gestkvæmt var af ættingjum og sveitungum, en Guðmundur bóndi hennar starfaði lengi að sveitarstjórn- armálum, sem oddviti og hrepp- stjóri. Afkomendur Þórhöllu og Guðmundar eru nú 174 talsins. Á efri árum fluttu þau til Reykjavíkur Þórhalla verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látin er í hárri elli heiðurs- og heimskonan Þórhalla Oddsdóttir. Við segjum heimskonan þó ekki hafi hún gert víðreist á langri ævi, aldrei komið út fyrir landsteinana og lítið ferðast um landið, en ekki höfum við marga hitt sem hafa verið betur að sér um siði og menn- ingu annarra þjóða eða sem fylgd- ust betur með stjórnmálum utan lands og innan og það alveg fram á síðustu ár. Eða hver var glæsi- legri í útliti og framgöngu en hún og alveg fram á síðasta dag var henni ákaflega annt um útlit sitt og klæðaburð. Þórhalla amma var mjög stolt kona og það átti ekki vel við hana þegar líkaminn fór að þreytast og þörf fór að verða fyrir hjálpartæki, var það henni mjög á móti skapi að láta sjá sig í hjóla- stól og ekki gerði hún mikið af því að nota gleraugu þó að handavinn- an væri oft smá. Hún amma okkar var mikil handavinnu- og saumakona, smekk- + Ástkær sambýliskona min, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ODDNÝ JÓNASDÓTTIR, Laufrima 14a, Reykjavík er lést á Landspítalanum föstudaginn 8. ágúst, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Ólafur Örn Ingimundarson, Unnur Lóa Þorsteinsdóttir, Elias Vairaktaridis, Jónas Þór Gunnhallsson, Camilla Gunnhallsson, Júlíana Guðrún Gunnhallsdóttir, Jimmy Person Þorgils Jónasson, Vilborg Bjarnadóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, fósturföður, tengdaföður og , afa, HALLGRÍMS BJÖRNSSONAR efnaverkfræðings, fyrrv. forstjóra Nóa og Siríus. Ingrid Björnsson, Bjami Jónsson, Marianne Olsen, Inga Birna, Anna Maria, Linda Bjðrk og Bjami Hallgrímur. leg og kröfuhörð við sjálfa sig með útlit og frágang alls er hún lét frá sér fara, en þeir voru margir munim- ir sem hún útbjó bæði fyrir fjöl- skyldu sína og aðra. Fyrst var það fatnaður á bömin, allt saumað heima og mikið á sig lagt til að fötin væm falleg og færa vel. Eftir að Þórhalla amma hætti að halda heimili gat hún farið að sinna þeirri handavinnu sem henni var hugleiknari; sauma út myndir, púða og fleira. Ekki vildi amma sauma hvað sem var, hún vildi hafa handavinnuna fínlega, fal- lega litasamsetningu og allt sem hún saumaði taldi hún út, henni fannst ekki passa að sauma eitthvað sem var ámálað og ef henni líkaði ekki munstrið þá lagaði hún það til eða bjó til nýtt. Fræg era bamateppin sem hún heklaði fyrir bamaböm, bamabamaböm og bamabama- bamaböm, á þeim hefur enginn tölu. Hún amma fylgdist alla tíð mikið með stjórnmálum bæði utanlands og innan og hafði alltaf ákveðnar skoðanir á málunum og var mjög mishrifín af stjórnmálamönnunum og ekki síður ákvörðunum þeirra. Af því væri hægt að segja margar sögur eins og t.d. þegar dóttir henn- ar á áttræðisaldri lýsti áhyggjum sinum yfir því að móðirin yrði sí- fellt róttækari með áranum og hræddust væri hún um að sú gamla væri að verða kommi. En þær áhyggjur vora nú víst óþarfar því hún var trú sínum Framsóknar- flokki alla tíð og fáir stjómmála- menn í meira uppáhaldi en Stein- grímur. Þá hafði hún ekki sérstakar mætur á gömlu herraþjóðinni og fátt var henni meira á móti skapi en dönskuslettur í málinu, en fáir vora betur máli farnir en hún, en ekki kom það til af langri skóla- göngu heldur einstöku næmi og mikilli máltilfínningu. Hafði hún reyndar kynnst og lært að meta bókmenntir á æskuáram í foreldra- húsum. En þó hún væri ekki hrifín af Dönum, þá lærði hún að lesa dönsku án allrar tilsagnar og las danskar ástarsögur sér til ánægju fram á síðustu ár. Eins og gefur að skilja hafði amma ekki mikinn tíma til lestrar meðan hún hélt heimili, en hún þurfti nokkrum sinn- um að dvelja á sjúkrahúsi og þá var tíminn nýttur vel, þá hafði hún tíma til að lesa, las ljóð og sálma sér til ánægju. Síðustu árin þegar hún bjó á Hrafnistu fékk hún margar heim- sóknir og var það alveg ótrúlegt að alltaf þekkti hún afkomendurna um leið og hún sá þá, þó að langt væri liðið frá síðustu heimsókn og fylgdist með öllu sínu fólki alveg fram á síðasta ár. Það var alltaf gaman að heimsækja ömmu, ekki var hún að kvarta eða gera nei- kvæðan samanburð á gamalli og nýrri tíð og öllum þægindum nútím- ans tók hún með opnum huga. Segja má að þrátt fyrir hennar mörgu æviár hafí hún aldrei orðið gömul. Hennar gáfur og bráðfijói hugur gerðu það að verkum að það var upplifun að eiga við hana orðræðu. Best naut hún sín í samræðum við fólk í blóma lífsins sem gat fylgt henni þokkalega eftir í vangaveltum um lífíð og tilverana. Enda sóttist unga fólkið eftir að hitta hana, hvort sem hún var amma þess, lang- amma eða alls óskyld. Það eru reyndar forréttindi hvetjum sem tækifæri fær til að kynnast mann- eskju sem henni; sem fyrst man eftir sér rétt upp úr aldamótunum og getur með öðra rakið gang þjóð- arinnar í gegnum þykkt og þunnt frá þeim tíma, þar með taldar tvær heimsstyijaldir og kreppu. Nú var svo sem ekki að hún sæti auðum höndum meðan þessu fór fram held- ur ól önn fyrir sínum 17 börnum með bónda sínum með fullri þátt- töku í atvinnulífí þess tíma. Það var fyrir utan að fæða og klæða bömin m.a. fólgið í að verka físk sem bónd- inn og síðar synirnir færðu að landi og að sinna búsmalanum. En ekki var hægt að lesa þessa reynslu á minni á efri árunum, allt eins hefði hún getað verið margsigld og for- frömuð í erlendum stórborgum. Slík var reisnin og glæsileikinn. Megi skólakerfið ná að skila æskunni í dag þótt ekki væri nema hluta af þeirri menntun sem hún aflaði sér um ævina. Amma giftist 16 ára gömul afa okkar Guðmundi, þau eignuðust og ólu saman upp 17 börn sem öll urðu góðir þegnar þjóðfélagsins, auk þess vora hjá þeim um lengri og skemmri tíma mörg börn, bæði skyld og óskyld. Amma og afi vora samhent um að sjá vel fyrir heimili sínu. Afí var bóndi en einnig sjó- maður, bæði á eigin bátum og eins nokkrar vertíðir á togara. Það kom því í hlut ömmu að hugsa um heimil- ið og búið þegar hann var á sjónum en þegar börnin stækkuðu fóra þau fljótt að hjálpa til, drengimir fóra á sjóinn en stúlkumar hjálpuðu til með bömin og bústörfín. Hún amma okkar skilur ekki eftir sig mikið af veraldlegum auði þrátt fyrir langa ævi og mikið starf en fáir geta státað af stærri og glæsi- legri hópi afkomenda en hún. Það verður að teljast einstakt barnalán hjá þeim hjónum að eignast sautján böm og koma þeim öllum til manns, öll hafa þau erft í ríkum mæli það besta frá foreldrunum en þau systk- inin eru öll myndarlegt fólk, vel gefín, vilja vera vel til höfð og gjarn- an pínulítið stjórnsöm. Afí lést árið 1967, eftir það var amma til heimil- is hjá syni og tengdadóttur sem tóku við búi að Felli, þar til hún fór á Hrafnistu í Reykjavík árið 1978. Þar var hún til æviloka, undi sér vel við handavinnu, lestur og heim- sóknir ættingja og vina en afkom- endur hennar eru 174 talsins. Ættingjar og vinir Þórhöllu kveðja hana í dag með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning þeirra hjóna Guðmundar Kristjáns Guð- mundssonar og Þórhöllu Oddsdótt- ur frá Kvígindisfelli. Helga og Bima Þorsteinsdætur. Elsku amma, með þessum orðum langar okkur að þakka þér sam- fylgdina í gegnum árin. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur, þótt látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syng- ið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gef- ur, og ég, þótt látin sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífinu. (Neistar frá sömu sól, óþ. höf.) Blessun fylgi minningu mætrar konu á ferð hennar heim í ríki ljóss- ins. Örn, Elsa, Brynja, Harpa og Sigrún. Kær vinkona er kvödd. Hjá henni mátti heyra óm aldarinnar sem er að líða. Hún mundi hana næstum alla. Hvernig var að vera húsmóðir á stóru sveitaheimili, hvernig þjóð- málin voru, sjálfstæðisbaráttan og kaupfélögin. Ekkert var henni óviðkomandi. Svipmyndir úr lífi Þórhöllu Oddsdóttur líða mér fyrir hug- skotssjónir. Hún flytur lítil telpa með foreldrum sínum úr Gufudals- sveitinni að Stóra-Laugardal í Tálknafírði. Þar var tvíbýli. Á hin- um bænum bjó ungur maður Guð- mundur Kristján Guðmundsson. Réði það örlögum beggja. Þau sett- ust að á Kvígindisfelli í sömu sveit, eignuðust 17 börn og komu þeim öllum til manns. Þórhalla flutti ung brúður inn á mannmargt heimili stórfjölskyld- unnar. Bóndinn og bræður hans réru á vertíðum frá Hvannadal og víkunum ásamt hásetum, sem gjarnan höfðu fjölskyldurnar með sér. Var þá oft mannmargt á Felli. Stundum sat ég inni á Hrafnistu og hlustaði á Þórhöllu segja frá. Hvernig þurfti að hugsa fyrir öllu og gera svo margt. Það þurfti að þvo ull og þurrka og koma henni í fat, gera nóg af skóm fyrir alla, stundum úr sauðskinni en oftast úr steinbítsroði. Það þurfti að taka upp mó, hreinsa tún og mala tað, hjúkra þeim sem veiktust, taka á móti börnum, sjá fyrir öllu og ann- ast allt. Og eignast svo öll þessi börn sjálf. Kvígindisfell var útgerðarheim- ili. Sjómennirnir flöttu fiskinn og tvísöltuðu hann i verinu, komu svo heim á vorin með dekkhlaðinn bát- inn, hlóðu fiskinum upp í stæði og förguðu. Þarna tók konan við. Sú vinna sem eftir var var algjörlega á ábyrgð hennar. Á vorin vann Þórhalla við að rífa fiskinn upp úr stæðunum, vaska hann og þurrka, „þá mátti ekki rigna, þá gulnaði fiskurinn og féll í verði.“ Af- raksturinn var svo fluttur til Spán- ar og Ítalíu. Vorróðrar féllu niður frá Hvannadal þegar búskaparhættir breyttust, en haustróðrar voru stundaðir áfram frá Felli. Var þá fiskinum umsaltað á jólaföstu og hann þurrkaður vorið eftir. Nærri má geta hve mikla nákvæmni þurfti til að afurðirnar skemmdust ekki á þessum langa þurrkunar- tíma. Fatagerð var stór þáttur í störf- um Þórhöllu, „Guðmundur gaf mér saumavél í brúðargjöf. Hana notaði ég mikið þótt ég kynni lítið fyrst.“ Færum okkur aðeins nær í tíman- um. Börnin era öll fædd um það leyti sem byggt er upp á Kvígindis- felli. Minna hús, en „það var nýtt og hlýtt“, lindarvatn í eldhúskran- anum og vaskur þar undir. Nú þurfti ekki lengur að bera. Áin Stegla var virkjuð, búskaparhættir óðum að breytast úr sjálfsþurft í framfarir. Þegar Þórhalla og Guð- mundur eru að koma upp síðasta hluta barnahópsins er útgerð aflögð frá Felli. Enn var saumað á sauma- vélina góðu, aðallega á nóttunni. Þórhalla var nærfærin kona, sem kom sér oft vel í læknisleysi sveitar- innar. Enga tölu hafði hún á þeim börnum sem hún hafði tekið á móti. Hún var með á nótunum þegar tal- að var um heilsu og hollustu. Alltaf átti hún nóg af góðum ráðum um það sem annað, sem gefin voru af visku og hógværð. Þórhalla bjó síð- asta aldarfjórðung ævi sinnar á Hrafnistu í Reykjavík. Þótt líkams- heilsunni hafi hrakað var færni handanna óskert, um það vitna hannyrðirnar sem eftir hana liggja. Hún var alltaf jafn sterk og lifandi í andanum og góð heim að sækja. Ég kveð eina af mínum bestu vinkonum Þórhöllu Oddsdóttur frá Kvígindisfelli og þakka henni allan stuðninginn, ylinn og kærleikann. Hvíli hún í friði. Guðný Guðmundsdóttir. n í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.