Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 54
 54 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM EMMA Thompson hlær hér trúlega að pólitiskum brandara eins og hæfir tilvonandi forsetafrú. Travolta forseta- frambjóðandi ►LEIKARINN John Travolta virðist njóta sin til fullnustu í hlutverki sínu sem forsetafram- bjóðandinn Jack Stanton við tökur á myndinni „Primary Col- ors“ í New York nú á dögunum. Fregnir herma að myndin sé lauslega byggð á kosningabar- áttu þeirra Bill og Hillary Clin- ton en hlutverk eiginkonu fram- bjóðandans er í öruggum hönd- um bresku leikkonunnar Emmu Thompson. Vel virðist fara á með þeim Travolta og Emmu sem virðist skemmta sér hið besta sem tilvonandi forsetafrú. Hver veit nema leikarastéttin fái forseta úr sínum röðum innan fárra ára enda þótti leikarinn og fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna Ronald Reagan standa sig með ágætum. FORSETAFRAMBJÓÐANDINN sem John Travolta leikur ásamt eiginkon- unni sem leikin er af Emmu Thompson. ATVINNU AUGLÝSINGAR Grunnskólinn í Ólafsvík Kennara vantartil starfa næsta skólaár. Kennslugreinar: Sérkennsla, almenn bekkjar- kennsla í 1.—7. bekk, íþróttir, myndmennt og raungreinar. Möguleikar á kennslu í stærðfræði og tölvufræði í 1. bekk Fjölbrautaskóla Vestur- lands í Ólafsvík, ennfremur mikil vinna við félagsstörf nemenda en í skólanum er félags- miðstöð barna og unglinga. Nauðsynlegt er að nýir kennarar getið hafið störf sem fyrst, því auk hefðbundins undirbún- ings skólaársins skulu allir kennarar skólans sitja Lion's quest námskeið svo og námskeið í ritun. Bæði námskeiðin verða haldin í skólan- um, það fyrra hefstfimmtudaginn 28. ágúst nk. en hið síðara að lokinni fyrstu kennsluviku í september. r> Nánari upplýsingar veita Gunnar Hjartarson, skstj., s. 436 1150/436 1293 og Sveinn Þór Elin- bergsson, aðstoðarskstj., s. 436 1150/436 1251. Hveragerðisbær Hundaeftirlitsmaður óskast Hveragerðisbær óskar eftir að ráða hundaeftir- litsmann til starfa frá og með 8. september nk. Starf hundaeftirlitsmannsfelstaðallega í eftir- liti með lausagöngu hunda í Hveragerði sam- kvæmt samþykktum bæjarins þar að lútandi, : en einnig er um önnur verkefni að ræða tengd hundaeftirliti s.s. umsjón með árlegum hundhreinsunum o.fl. Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu t Hveragerðisbæjar, Hverahlíð 24,810 Hvera- 4 gerði, fyrir 1. september nk. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri ‘t í síma 483 4000. ?> ________________________________________________ „Au pair" — Noregur Ert þú að leita að áhugaverðu „au pair" starfi? Við búum rétt við Ósló og vantar „au pair" frá ágúst '97 til júlí '98. Við bjóðum upp á ferð til London og margt fleira. Óskum eftir „au pair", sem tekur þátt í heimilisstörfum, er reyklaus og barngóð. Upplýsingar gefur Dóra í síma 0047 66 783604. í- Sf VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI íslenskukennarar! Kennarastaða í íslensku við Verkmenntaskól- ann á Akureyri er auglýst aftur. Umsóknarfrestur ertil 20. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 461 1710. Skólameistari. Laus störf Landsbókasafn íslands — Háskólabókasafn auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Aðfangadeild: Starf bókavarðar í skylduskilum og hálftstarfviðtímaritahald. Háskólamennt- un áskilin. Handritadeild: Starf við lesturog undirbúning handrita vegna tölvutöku þeirra. Próf í íslensku áskilið og reynsla við lestur handrita. Ráðið er í starfið tímabundið. Húsvarsla: Starf vaktmanns. Unnið er að jafnaði á 8 tíma vöktum. Útlánadeild: Staða aðstoðarmanns við af- greiðslu og fleiri störf. Veitingastofa: Tvö störf við framreiðslu í veit- ingastofu bókasafnsins. Þjóðdeild: Starf fólgið í afgreiðslu, upplýs- ingaþjónustu og vinnu við kortasafn safnsins. Menntun í bókasafnsfræði áskilin. Auk þess er auglýst starf aðstoðarmanns í stjórnsýslu og hálft starf við Ijósritun og um- önnun Ijósritunarvéla. Bókasafnið er reyklaus vinnustaður. Umsóknirsendist Landsbókasafni íslands — Háskólabókasafni, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, fyrir 27. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Þórir Ragnarsson aðstoðarlandsbókavörður, s. 525 5600. THE BODY SHOP S k i n & H a i r C a re P r o d u c t s Verslunarstjóri á Akureyri The Body Shop á íslandi óskar eftir að ráða verslunarstjóra, ekki yngri en 25 ára, í verslun okkar, sem við munum opna á Akureyri um mánaðamótin sept./okt. '97. Um framtíðarstarf er að ræða. Við leitum að einstaklingi sem hefur: ★ Áhuga á umhverfis- og velferðarmálum. ★ Þekkingu og áhuga á snyrtivörum. ★ Þjónustulund og reynslu af sölustörfum. ★ Frumkvæði og getur starfað sjálfstætt. ★ Enskukunnáttu. ★ Skipulögð vinnubrögð. ★ Er jákvæður og getur komið í starfsþjálfun í Reykjavík, lágmark 2—3 vikur, fyrir opnun verslunarinnar. Auk þess óskum við eftir: Starfsmanni til afgreiðslustarfa í hlutastarf e.h., ca. 50%-60%. Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem hefur: ★ Reynslu af sölustörfum og þjónustulund. ★ Frumkvæði og getur starfað sjálfstætt. ★ Áhuga á umhverfis- og velferðarmálum. ★ Áhuga á snyrtivörum. Umsóknir eru trúnaðarmál og þeim verður öll- um svarað. Vinsamlegast sendið ítarlegar skrif- legar umsóknir, ásamt mynd og meðmælum fyrir 23. ágúst nk. til: The Body Shop á íslandi, Laugavegi 51, pósthólf 1742, Rvík. Patreksfjörður — verkstjóri/gæðastjóri Oddi hf. óskar eftir að ráða til starfa verkstjóra/ gæðastjóra í fiskvinnslu fyrirtækisins á Patreks- firði. Ódýrt húsnæði í boði. Oddi hf. hefur starfað í sjávarútvegi í 30 ár og rekur m.a. þrjá báta og fiskvinnslu, sem jöfnum höndum frystir og saltar hráefnið. Oddi hf. hefur sett sér það markmið að auka nýsköpun í framleiðslu sjávarafurða og efla gæðastjórnun innan fyrirtækisins. Oddi hf. er þátttakandi í Eureka verkefni þar sem gæðamál eru meg- inþáttur verkefnisins. Ert þú áhugasamur aðili, sem ert tilbúinn til þess að takast á við spennandi verkefni við framtíðaruppbyggingu á sjávarútvegsfyrir- tæki? Ef svo er, vinsamlegast hafðu þá samband við Skjöld Pálmason í sím 456 1209 eða 456 1200. Rafvirki óskast til uppsetningar á öryggiskerfum. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 19. ágúst, merktar: „R — 1706." 5MÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Dagsferðir næstu helgi: Sunnudaginn 17. ágúst Fjalla- syrpan 7. áfangi. Bláfell á Kill. Gengið af Bláfellshálsi. Brottför frá BSI kl. 09.00^ Sunnudaginn 17. ágústÁr- ganga. Gengið með Hvítá frá Gullfossi niður að Brúarhlöðum. Hvítárgljúfur skoðuð. Brottför frá BSÍ kl. 09.00. Spennandi jeppaferðir: 23.-24. ágúst Lakagígar. Jarö- fræðiferð á þetta einstaka svæði. Gengið um svæðið í fylgd Gylfa Einarssonar, jarðfræðings. Gist í skála. 13.-14. september Haustferð jeppadeildar í Setrið. Ferð fyr- ir flesta jeppa. Gist i skála. Laus sæti í nýjar ferðir hjá jeppadeild: 20.-21. sept. Veiðivötn, 27. sept. Hágöngur, 4.-5. okt. Tindfjöll. Helgarferðir í ágúst: 22.-24. ágúst Laugavegurinn, hraðferð. Brottför frá Reykjavík á föstudagsmorgni. Gengið í Hvanngil og gist í skála. A laug- ardegi er gengið í Bása. 22.-24. ágúst. Hvanngil-Strúts- laug-Landmannalaugar. Ekið í Hvanngil og gengið í Strúts- laug. Farið yfir Torfajökul í Hatt- ver og þaðan i Landmannalaug- ar. Gist í tjöldum. 22.-24. ágúst. Vestmannaeyj- ar, pysjuferð. Skoðunar- og gönguferðir um Heimaey. Gist á farfuglaheimili. 29.-31. ágúst Veiðivötn. Á föstudagskvöldi er farið ekið í Veiðivötn. Farið verður að Tröll- inu við Tungná, gengið að Hreysinu og Veiðivatnasvæðið skoðað. Á heimleið verður virkj- anasvæðið við Sigöldu skoðað. Sumarleyfisferðir: 16.-21. ágúst. Snæfell-Lónsör- æfi. Ferðin hefst á Egilsstöðum. Ekið að Snæfelli þaðan sem gengið er að Geldingafeili, i Eg- ilssel og niður að lllakambi um Tröllkróka. Gist i skálum. 19.-23. ágúst Landmannalaug- ar-Strútslaug-Básar. Uengið úr laugum i Hattver og yfir Torfa- jökul í Strútslaug. Frá Strútslaug er farið að Bláfjallakvísl um Emstrur og gist í Botnum. Á fjórða degi er gengin Rjúpna- fellsleið i Bása. 26.-30. ágúst. Laugavegurinn. Gengiðfrá Landmannalaugum í Bása. Gist í skálum. Heimasíða: centrum.is/utivist FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferð Ferðafélagsins: Laugardagur 16. ágúst kl. 09.00 Langavatnsdalur. Öku- og gönguferð á Árbók- arslóðir. Verð kr. 2.800. Forvitni- leg ferð á fáfarnar slóðir. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin, og Mörkinni 6. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 I kvöld kl. 20.30 Lofgjörðarsam- koma i umsjá Miriam Óskars- dóttur. Allir hjartanlega velkomnir. DULSPEKI Fimm daga ævintýri undir Jökli við heilun, slökun og sjálfsrækt. Ennþá laust í síðustu dvöl sumarsins 17.-22. ágúst. Verð 29.500. Allt innifalið. Reiki III 23.-24. ágúst Frábært tækifæri til að taka 3. stigið í orku og krafti jökulsins. Verð 14.900. Allt innifalið. Heilum konuna 27.-31. ágúst Námskeið fyrir konur sem þurfa að heila tilfinningaleg áföll. Verð 29.500. Allt innifalið. Mannræktarmiðstöð Snæfellsás samfélagsins, Brekkubæ, Hellnum, sími 435 6754. «W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.