Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 47 I I ► > > > I > ! INGVAR LINFELDT + Ingvar Linfeldt, vélstjóri, fædd- ist 22. apríl 1937 í Svíþjóð. Hann lést á sjúkrahúsi í Kirk- land í Bandaríkjun- um 25. júní sl. Eftir- lifandi eiginkona hans er Kristín Arngrímsdóttir. Sonur þeirra er Karl Óskar, fæddur 1981. Börn Ingvars af fyrra hjónabandi eru: Ola, búsettur í Svíþjóð og Sofia, sem býr nú í Eng- landi. Ingvar var jarðsettur í Hels- ingborg 21. júlí siðastliðinn. Ingvar Linfeldt er fallinn í val- inn. Hann lést 25. júní síðastliðinn, sextugur að aldri, í Kirkland í Bandaríkjunum, eftir nærri eins árs baráttu við krabbamein. Ingvar er mörgum löndum kunn- ugur vegna starfa sinna á íslandi fyrir sænska fyrirtækið Frigoscand- ia í Helsingborg, sem haslaði sér völl á frystitækjamarkaði um allan heim. Ingvar var helsti sérfræðing- ur þjónustudeilda fyrirtækisins við uppsetningu tækjanna og setti sem slíkur mark sitt á íslensk fisk- vinnslufyrirtæki um land allt. Mér varð strax ljóst, að Ingvar var afburðamaður, þegar leiðir okk- ar lágu fyrst saman í Stykkishólmi á sjöunda áratugnum. Hann var með stærstu mönnum, mikilleitur og mikill fyrir. Flinkur var hann, kunni sitt fag manna best og var forkur til allrar vinnu, hann var skýr og skori- norður í máli, þéttur fyrir og óþolinmóður við ruglukolla. Fram- koman var hrjúf á köfl- um, en hann var samt réttsýnn og sanngjarn að lokum. Hann var líka gæddur kímnilgáfu, sem féll vel í kramið hjá stólp- akjöftum Breiðafjarð- arbyggða. Það tókust kærleikar með okkur Ingvari. Hann kom oft til íslands á þessum árum starfa sinna vegna og var margt brallað í starfi og leik í Stykkishólmi sem og annars staðar. Allt það grín varð að eftirminnileg- um atburðum, því Ingvar hafði næmt auga fyrir því sérkennilega í fari þjóða og var lagið að draga slíkt fram í okkur íslendingum. Fór hann aldrei í manngreinarálit í því efni og fengu allir sinn skerf. Á íslandi í þann tíð kynntist Ingv- ar seinni eiginkonu sinni, Kristínu Arngrímsdóttur, og átti með henni son, Karl. Af fyrra hjónabandi átti Ingvar tvö börn. Ola, sem dvaldi á íslandi við sumarvinnu fyrir nokkr- um árum, býr í Svíþjóð með konu og syni, og Sofiu, sem býr í Eng- landi. 011 börn Ingvars voru við dánarbeð hans. Það vildi til, að við fluttum báðir um svipað leyti fyrir rúmum áratug til starfa á vesturströnd Bandaríkj- anna. Ingvar og Kristín settust að í Redmond í Washington-fylki, þar sem hann hóf störf hjá dótturfyrir- tæki Frigoscandia. Sökum nálægð- KRISTINN WIUM VILHJÁLMSSON •+■ Kristinn Wíum ' Vilhjálmsson var fæddur í Reykjavík 11. mars 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 22. júlí sl. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju 30. júlí. Elsku pabbi. Ég skuldaði þér allt- af eitt bréf og hér er það komið, það síðasta. Ég vissi alveg hvað fyrir lá þegar ég kom heim frá Ameríku til þess að hugsa um þig og mömmu á meðan þú værir veikur. Þú vissir það líka held ég þó svo að ekki hafí verið minnst á það. Það stendur einhvers staðar að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og það eru orð að sönnu. Þegar ég hugsa til baka til þeirra stunda er við sátum í eldhúsinu og þú varst að segja frá, vissi ég ekki hvílíkan íjársjóð minninga ég var að hlusta á, en núna þegar ekki er lengur hægt að koma til þín, drekka með þér morgunkaffíð og spyija þig um eitt og annað frá því í gamla daga rennur það upp fyrir manni að með þér fara minningarnar af atburðum og fólki sem flestum er gleymt í dag. Það var oft með að- dáun sem ég horfði á eftir þér skríð- andi undir bilaða bíla með verkfær- in í höndunum, stundum í bijáluðum veðrum, kominn yfir sjötugt. Þig munaði heldur ekki um að skjótast til Akureyrar eða Dalvíkur í heim- sókn eftir vinnu á föstudegi til þess að vera fram á sunnudag, kominn fast að áttræðu. Sem betur fer átt- ir þú því láni að fagna að vera heilsuhraustur alla þína ævi. Og með óbilandi viljastyrknum og bjartsýninni tókst þér að halda í skefjum veikindunum sem byrj- uðu fyrir rúmu ári. Og fram á síðustu dagana varstu enn að beijast, gafst ekki upp sama hvað gekk á. Skrokkur- inn gaf sig að lokum en hugurinn og andinn hélt velli, það var þér líkt. Með þér, elsku pabbi, fer ekki bara faðir heldur kær vinur sem alltaf var til staðar þegar eitt- hvað bjátaði á. Þú varst trúr þinni fjölskyldu og ávallt tilbúinn að veija okkar málstað hvenær og hvar sem var. Það var aðdáunarvert hvernig þú hugsaðir um mömmu etir að hún missti sjónina, allt snerist um að létta henni lífíð og fyrir það vil ég þakka þér. Það verða mikil viðbrigði fyrir mömmu þegar þín nýtur ekki lengur við og víst er að enginn fyllir í það skarð sem þú skildir eftir en við systkinin munum passa það fyr- ir þig að henni líði vel. Þið eigið það margfalt inni hjá okkur. Elsku pabbi, þó svo að þú sért farinn og komir aldrei aftur verður minningin um þig ávallt í mínum huga og hjarta. Ég veit að þú ert á stað þar sem þér líður vel, og eins og fyrr munt þú hljóðlega fylgjast með öllu sem gerist. Þakka þér fyrir allt, elsku pabbi, guð geymi þig. Þinn sonur, Halldór Þór Wíum Kristinsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vei frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld f úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins I bréfasima 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni i bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilcga linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. MINNINGAR arinnar var kannski meira um fundi og símtöl en ella, en. við sóttum iðulega hvor til annars, skiptumst á ráðum og rugli og hlógum hvor að öðrum. Ingvar var nefnilega ekki einasta góður félagi, heldur líka skemmtilegur sögumaður. Af nógu var að taka og stöðugt bætt- ist í safnið, mann- og hænsnarækt í Arkansas, ammóníak og forynjur í Kína, fótum fjör að launa í innrás í Panama. Minningarathöfn um Ingvar fór fram í Redmond 30. júní sl. að við- stöddum fjölmörgum vinum og samstarfsmönnum. Ingvar var grafinn í Helsingborg, þar sem móðir hans býr enn, í síðustu viku. Kristín og Karl munu búa áfram í Redmond. Kristín rekur sitt eigið fyrirtæki þar og Karl hyggst ljúka skólanámi í Washington. Héðan fylgja kveðjur til allra á íslandi, sem höfðu gaman og félagsskap af Ing- vari, og sérstakar samúðarkveðjur fylgja til fjölskyldu Kristínar. Menn mótast mjög af umhverfi sínu, en það er ekki sist fólkið í kringum mann, sem gefur lífinu gildi. Það verður mér alltaf ánægju- efni, að Ingvar Linfeldt var einn af þeim, sem settu mark á mitt lífs- hlaup. Hann var hvortveggja í senn, lærifaðir og fóstbróðir, en verður mér eins og svo mörgum öðrum ekki síst minnisstæður fyrir ein- staka tryggð og trausta vináttu. Með honum er genginn einn albesti maður sem ég hef þekkt. Magnús Þrándur Þórðarson, San Francisco. Við andlát vinar, kemur fyrst sorgin og missirinn, hluttekning við fjölskyldu og svo sektarkenndin. Sektarkennd yfir því að hafa ekki sinnt honum sem skyldi, sérstak- lega þegar á móti blés, og þörf var fyrir stuðning vina. Vegir okkar Ingvars lágu fyrst saman á matvælasýningu í Þýska- landi árið 1978. Reyndi hann að fræða mig um lausfrystingu á fisk- afurðum almennt, en missti fljótt þolinmæðina þar sem honum fannst móttökutæki í mér vera seinvirk. Við skiptum um umræðuefni og náðum góðu sambandi hvor við annan. Þannig vildi þó til að Ingvar kom í fyrsta skipti til íslands um haust- ið 1979, til þess að gangsetja fyrstu lausfrystana frá Frigoscandia. Urðu þessar ferðir hans margar á þessum tíma og var það óskráð regla að Ingvar fylgdi hveijum lausfrysti eftir sem seldur var hingað. Var það mikið honum að þakka hversu vel tókst til þegar lausfrysting var að ryðja sér til rúms hér í upphafi. Fljótlega eftir að hann kom hing- að fyrst, kynntist Ingvar eftirlifandi konu sinni, Kristínu Arngrímsdótt- ur. Þau giftu sig 1980 og stofnuðu heimili í Helsingborg. Þau eignuð- ust son, Karl Óskar, sem fæddist á árinu 1981. Hann varð strax auga- steinn þeirra og miðpunkturinn í lífi þeirra. Ingvar var mikill „sendi- herra“ íslands hvar og hvenær sem var, talaði oft mikið um það sem var gott á íslandi en gerði góðlát- legt grín að því sem honum fannst miður fara. Hann hafði þann hæfi- leika sem prýðir alla góða húmor- ista, að hann gat gert meira grín að sjálfum sér en öðrum, þó hann gæti líka verið beinskeyttur og kaldhæðinn inn á milli. Ymsar skemmtilegar sögur eru til um hnyttin tilsvör hans, en eftirfarandi saga finnst mér lýsa honum vel. Ingvar var mikill golfari og var einhvern tíma að þvælast á sínum heimagolfvelli, þegar hann rakst á eiginkonu starfsbróður síns sem var að koma í fyrsta skipti á völlinn með nýja golfsettið sitt. Af sinni alkunnu greiðvikni bauðst Ingvar til þess að fara með henni og Ieið- beina fyrsta hringinn. Á ýmsu gekk og tók hringurinn langan tíma, en frúin spurði Ingvar að honum lokn- um, hvernig honum hefði litist á spilamennsku sína. Hann þagði við, en sagði svo: Dinglaðu við þetta í svona tvær vikur enn, en eftir það skaltu selja settið! Heimili þeirra hjóna í Helsing- borg og svo síðar í Seattle, var opið íslendingum. Þau voru miklir gestgjafar, Ingvar óvenjugóður kokkur og eiga margir landar hjartahlýjar minningar um það. Ingvar tók strax ástfóstri við ísland og kunni vel við lífsmátann hér, sérstaklega þó úti á lands- byggðinni, þar sem raunveruleikinn snerist um það að gera sem mest verðmæti úr sjávarafla okkar. Hon- um fannst þó hægt ganga í átt að fullvinnslu, og hélt margar ræður um það. Þessi áhugi hans hélst al- veg til dauðadags og bar hann hag íslands ávallt fyrir bijósti hvar sem hann var. Undir hijúfu yfirborði hans bjó viðkvæmni, hjartahlýja, hjálpsemi með eindæmum og mikil greiðvikni. Hann var tryggðatröll, illa við lognmollu og vildi helst dreifa sem mestri gleði í kringum sig, sem hann og gerði. Færi vel á því að geta sótt styrk í einhvern af hans góðu kostum, þó ekki væri nema að hluta til. Með okkur munu lifa hlýjar minningar um Ingvar. Við sendum aðstandendum sam- úðarkveðjur, sérstaklega Kristínu og Kalla í Seattle. Ásgeir Hjörleifsson, Hjördís og börn. JENS GUÐMUNDSSON + Jens Guðmundsson fæddist á Lónseyri við Kaldalón 9. nóvember 1910. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá ísa- fjarðarkirkju 21. júlí. Útför Jens fór fram frá ísafjarð- arkirkju mánudaginn 21. júlí sl. að viðstöddu miklu íjölmenni. Prestar voru séra Baldur Vilhelmsson, próf- astur og sóknarpresturinn á ísafirði, séra Magnús Erlingsson. Kór ísafjarðarkirkju söng og Hulda Bragadóttir var organisti. Eftir hátíðlega en látlausa athöfn í kirkj- unni var jarðsett í kirkjugarðinum innan við Kirkjubæ, síðasta heimili Jens og hans fjölskyldu. Jens Guðmundsson var næst- yngstur í hópi ellefu barna þeirra Sigríðar Jensdóttur og Guðmundar Engilbertssonar að Lónseyri, en auk þess átti hann tvö hálfsystkini sem voru börn Sigríðar frá fyrra hjóna- bandi. Vel hefur verið rakinn þessi ættbogi hér í blaðinu, en Jens kvaddi síðastur þeirra jarðvistina hér. Eiginkona Jens er Guðmunda Helgadóttir frá Tröð í Súðavík og eignuðust þau sex myndarleg börn, sem öll eru á lífi. Énnfremur ólu þau upp nokkur fósturbörn og höfðu hjá sér fjölda barna lengri og skemmri tíma, sem gefur til kynna vinsældir og traust sem þetta ágæta fólk naut. Því var oft mannmargt í kringum Guðmundu og vil ég telja að þar hafi verið á ferð ein öflug- asta húsmóðir í sinni tíð við ísa- fjarðardjúp og sjálf hefur hún sagt mér að þegar flest var hafði hún 36 manns í mat. Haft var fyrir satt að tæpast hefði dugað lambs- skrokkur í mat handa fólkinu. Guð- munda var oft heilsutæp og því meira á hana lagt. Fyrstu búskaparárin að Lónseyri bjó Jens með Engilbert yngsta bróð- ur sínum, en 1945 festi Engilbert kaup á jörðinni Hallsstöðum í Naut- eyrarhreppi og hóf þar búskap ásamt Olafíu systur þeirra. Jens sýndi alla tíð systkinum sínum á Hallsstöðum stuðning og drengskap sem við krakkarnir nutum í ríkum mæli, enda sýndi Jens okkur ávallt nærgætni og hlýju og allt hans heimafólk. Mér er minnisstætt eitt skipti þegar ég fékk að fara með fósturforeldrum mínum út að Lóns- eyri. Er við komum út í Kaldalón Ármúlamegin, blasti við augum átta til tíu hesta heybandslest innan úr Lóni og út að Lónseyri. Þetta var tilkomumikil sjón fyrir barnsaugu í góðu veðri Kaldalónsins. Dugnaður Jens og hans fólks var mikill, enda varð að afla fanga hvar sem færi gafst á harðbýlu koti þar sem takmarkaður var heyfengur. Jens stundaði einnig sjó, svo og fugla- og selveiðar, að ógleymdri sjóbleikjunni. Árið 1950 festi hann kaup á Hærribænum í Bæjum og flutti þangað ásamt fjölskyldu sinni. Þar hafði hann meiri umsvif og möguleika og nýtti sér þá vel. Hann átti góða nágranna í Snæfjalla- . hreppnum, Hólhúsinu, Neðribæ, Lyngholti, Unaðsdal, Tyrðilmýri og Æðey. Honum leið vel í þessu sam- félagi og hélt ávallt órofa tryggð við Kaldalónið sitt Til að merkja búsæld Jens í Bæjum minnist ég þess árið 1954, er hann kom um sumarið að Hallsstöðum með Mummu og alla krakkana á splunku- nýjum Land Rover, sem var nú ekki í hvers manns hlaði á þeim tíma. 1989 flutti hann bú sitt og fjölskyldu að Kirkjubæ við Skutulsfjörð, þar sem hann bjó til dauðadags. Jens Guðmundsson hafði mjög áræðinn og skemmtilegan persónu- leika, hrókur alls fagnaðar, afar vel inni í öllum málum, enda var hann . til margra ára fréttaritari fyrir ' Morgunblaðið og ritaði fyölda greina um margvísleg málefni í blöð. Það sem prýddi þó mest þennan öðlings- mann var hjartahlýjan í garð þeirra sem minna máttu sín. Hér með fylgja kveðjur til Guð- mundu, bamanna og annarra vina og vandamanna frá Hallsstöðum. Gylfi Guðjónsson. t Bróðir okkar, SIGURÐUR HANNESSON frá Bjargi, Djúpárhreppi, verður jarðsunginn frá Oddakirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Ólafur Hannesson, Ingólfur Hannesson. t Bróðir minn, BJARNI GUNNARSSON bóndi, Auðbjargarstöðum, verður jarðsunginn frá Garðskirkju laugardaginn 16. ágúst. Athöfnin hefst kl. 13.00. Jarðsett verður ( heimagrafreit að Fjöllum. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Karólína Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.