Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ I I I ) > > > > > > í I ; MAGNÚS GUNNAR JÖR UNDSSON + Magnús Gunnar Jörundsson, fæddist á Hafnar- hólmi i Steingríms- firði hinn 3. október 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur sunnudaginn 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Magnús- dóttir og Jörundur Gestsson. Hálf- systkini hans, börn Elínar Lárusdóttur og Jörundar, eru Ingimundur, látinn, Ragnar, Guðfinna, Lárus , Víg- þór og Guðlaugur. Hálfsystkini hans, börn Níelsen og Önnu sem bjuggu í Silkiborg í Dan- mörku, eru Haukur og Júlía sem er látin. Árið 1940 kvæntist Magnús Árnýju Guðrúnu Rósmundsdótt- ur frá Bolungarvík, f. 20. 5. 1916, d. 29. 7. 1995. Þau Magn- ús og Árný eignuðust fimm börn. Áður átti hún Hörð Snæv- ar Sæmundsson. Magnús gekk Herði í föðurstað. Börn þeirra eru: 1) Hörð- ur Snævar, f. 27.9.1936, d. 1.11.1966, kvæntur Guðrún Þóru Jó- hannesdóttur, f. 18.6. 1943. 2) Krist- ján Hafsteinn, f. 2.2. 1939, kvæntur Elsu Kristrúnu Stefáns- dóttur, f.19.11. 1938. 3) Anna Guð- laug, f. 20.3. 1942, gift Guðfinni Ing- varssyni, f. 11.6. 1946, d. 19.1. 1986. 4) Aðalheiður Kristín, f. 18.1. 1945, Aðalheiður var tví- gift en býr nú ein. 5) Ingimund- ur Reynir, f. 27.4. 1951, kvænt- ur Helgu Jónsdóttur, f. 5.1. 1952. 6) Gunnar Þór, f. 24.4. 1957, kvæntur Sjöfn Sóleyju Þórmundsdóttur, f. 24.12. 1958. Magnús verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi okkar, nú ert þú dá- inn og við söknum þín öll, þú varst svo sterkur persónuleiki og vildir hafa líf og fjör í kringum þig, samt þráðir þú að fá frið í sál þína og dauðinn kemur með friðinn. Þú þráð- ir svo mikið að geta verið hjá mömmu og nú eruð þið saman á ný. Síðustu árin voru ykkur erfið þegar mamma þurfti að fara á Hrafnistu vegna lélegrar heilsu, þá ákvaðst þú að verða eftir heima í Efstasundi og spjaraðir þig bara vel en þið vor- uð ávallt í sambandi hvort við annað og söknuðurinn var mikill hjá þér þegar hún dó fyrir tveimur árum og þú varst farinn að tala um að hún biði eftir þér. Þið voruð svo samrýnd og þú sagðir alltaf að Guð hafi ver- ið ykkur svo góður að gefa ykkur heilbrigð og dugleg börn og barna- börn, svo komu barnabarnabörnin. Þú varst svo stoltur og glaður með þennan fríða hóp og það komu tár í augun á þér þegar þú leiddir hug- ann að okkur öllum. Þú varst líka svo góður pabbi og lófinn þinn var svo stór og traustur þegar litlu hend- urnar okkar smeygðu sér í sitthvora höndina og þú leiddir okkur telpurn- ar þínar tvær um þorpið því við feng- um alltaf að vera með þér þegar þú varst ekki á sjónum og svona hélstu utanum barnahópinn þinn eins og klettur þó oft væri erfitt að veita okkur það sem við þurftum en þar fór saman dugnaður þinn og útsjón- arsemi mömmu sem saumaði allt sem þurfti, en þú smíðaðir. Við erum líka svo þakklát fyrir þennan góða tíma sem þú gast gefið okkur þegar við vorum lítil og þörfnuðumst þín mest og við munum góðu stundirnar þegar við vorum með þér í smíðahús- inu þá varst þú ýmist að smíða stóla og borð, skápa, já og skíði, dúkku- vagn sem var málaður rauður og mamma saumaði svo í hann rúmföt- in, og vörubíla fyrir strákana, allt var þetta svo haganlega gert, það var ekkert til sem þú gast ekki smíðað og þess nutum við óspart. Þá var nú ekki lítið fjörið þegar þú tókst til við harmonikkuna, því tóneyrað þitt var svo gott að þú spilaðir allt sem þú vildir og aðrir vildu heyra og seinna þegar yngri dóttir þín var búin að ganga í gegn- um tónlistarskóla uppgötvaði hún, þegar þið voruð að æfa saman söng og harmonikku að þú gast spilað í hvaða tóntegund sem var og þetta hafðir þú allt á hreinu og spilaðir snilldarlega, þó vantaði þig einn fíngur á hægri höndina sem þú misstir ungur, þegar þú varst á sjón- um. Nei, það var ekkert vandamál með tónlistina á þeim bæ og aldrei komið að tómum kofunum og litlu jólin eru lengi í minnum höfð, þegar þú spilaðir jólalögin og Árni frændi lék jólasvein svo sannfærandi að þó við vissum að þetta væri Árni í bún- ingi þá trúðum við samt á jólasvein- inn, og það var ekki síst þér að þakka, þessar góðu minningar, vegna þess að þú gerðir þetta í svo mikilli gleði og þér þótti svo vænt um okkur börnin þín og svo öll hin börnin líka. Svo voru haldin böll á Hólmavík, Drangsnesi og inni í Bjarnarfirði, þá varst þú kominn með harmonikkuna og hélst uppi fjörinu og allir dáðu þig og þú áttir það líka skilið, því þú gafst sál þína í spilamennskuna og ekki man ég eftir að þér væri réttur peningur fyrir. Það tíðkaðist ekki þá en þú gerðir þetta vegna þess að þú naust þess að spila og þurftir þetta tjáning- arform. Þú hafðir líka ótrúlegt þrek og varst sterkur líkamlega, því oft stóðstu við að spila fram á nótt þó þú værir búinn að vera á sjónum allan daginn. Það þurfti sko enga trommu með því takturinn var í fætinum á þér sem þú stappaðir í gólfið með hljómfallinu, ég held að það séu ekki margir sem geti leikið þetta eftir þér og ef þú varst svo ekki að spila eða smíða og ditta að heimilinu þá varstu að lesa fram- haldsögur fyrir okkur börnin þín og það var oft þröngt í rúminu ykkar mömmu þá á kvöldin. Þú varst mjög jákvæður og það hjálpaði þér í gegnum lífið og núna í endaðan júlí síðastliðinn ætlaðir þú að fara og vitja æskustöðvanna og á næsta ári varstu að plana Danmerk- urferð en þangað fórstu síðastliðið sumar og þig langaði aftur. Þú komst til æskustöðvanna en þar varðstu svona veikur og náðir þér ekki eftir það. Þið voruð kölluð frá okkur á svipaðan hátt, þú og mamma, þið láguð stutta banalegu og þar kom fram það sem þú sagðir alltaf. Guð hefur verið okkur svo góður. Elsku pabbi, við munum bara góðu stund- irnar með þér. Við geymum í hjarta okkar minning- una um þig. Anna og Aðalheiður. Öll getum við átt von á því að fá af því fréttir, að einhver samferð- armaðurinn sé látinn. Það er gangur lífsins að eftir því sem árin líða kveðja þeir sem áður settu svip sinn á mannlífið og umhverfi líðandi stundar. Að sjálfsögðu snertir það hvern einstakan misjafnlega eftir því hve viðkomandi hefur staðið honum nærri. Til þess að minnast Magnúsar Jörundssonar frænda míns, þarf ég að gangsetja hugarflugið og rekja ofan af tímahjólinu ein sextíu ár. Fyrstu kynni mín af Magnúsi Jör- undssyni frænda mínum eru á Kleif- um í Steingrímsfirði, ég þá sex ára. Túnið á Kleifum var orðið nokkuð stórt og grasgefið á mælikvarða þeirra tíma. Það orð fór af Magga Jör að hann væri hamhleypa við slátt og biti vel á hjá honum Ijárinn. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 45 MINNINGAR Hann kunni að laga til þau verkfæri í hendurnar á sér sem hann átti að vinna með. Maggi ræðst vinnumaður á Kleifum þá um sumarið. Já, örlög- in réðu því að þetta voru hans gæfu- spor í túninu á Kleifum, því um haustið er framhaldsvist hans ákveð- in og reri hann því með föður mínum á litlum véjbát þá um haustið og næsta vor. Ég nefndi áðan gæfuspor Magga, það sama ár seinnipart vetr- ar, líklega mars-apríl, kemur vinnu- kona til okkar að Kleifum, hún var frá Hnífsdal við ísafjarðardjúp. Ég man hvað okkur bræðrum þótti hún falleg, það geislaði bókstaflega frá henni fjörið og lífsgleðin. Seinna fréttum við að þetta væri frænka okkar alveg eins og Maggi var frændi okkar. Seinna um sumarið þegar engjasláttur var hafinn, þótti okkur þessi frændsemi þeirra Öddu og Magga eiginlega ekki ganga upp. Jú, við fórum í fræðslutíma hjá mömmu og fengum fullnægjandi skýringu. Faðir minn Guðmundur Jóhannsson og móðir Öddu, Guðlaug Árnadóttir, voru hálfsystkin frá móðurinni Guðrúnu Guðmundsdótt- ur, og móðir mín Ingimunda Gests- dóttir og Jörundur Gestsson frá Hellu voru alsystkin. Þannig eru ættartengsl foreldra minna við fjöl- skyldu Magga og Öddu óvenjusterk að þessi leyti. Adda eignaðist sitt fyrsta barn á Kleifum, sem hún gekk með þegar hún kom þangað, hinn 27. sept 1936. Móðir mín var þá ljós- móðir í Kaldrananesi og tók þarna á móti yndislega fallegum dreng sem var gefið nafnið Hörður Sævar. Magnús gekk honum í föðurstað með opnum huga. Fyrstu búskapar- ár Magga og Öddu voru á Hellu, þ.e. neðri Hellu, sem kölluð var, næsta bæ fyrir innan Kleifar. Þar eignaðist hann bát, opna trillu, og reri henni einhvern tíma þaðan. Næsta búseta þeirra hjóna er á Drangsnesi í einhver ár. Þá hafði Magnús fengið vélstjóraréttindi, sem var síðan hans ævistarf. Það voru ekki margir á þeim tíma við Stein- grímsfjörð, sem höfðu vélstjórarétt- indi, var því Magnús eftirsóttur í það hlutverk hjá útgerðarmönnum, enda annálaður fyrir hreysti og dugnað að hveiju sem hann gekk. Vélstjóri var hann t.d. á bátum Ingi- mundar Guðmundssonar frá Byrgis- vík nokkuð lengi. í einni sjóferðinni verður Maggi fyrir slysi, lendir með hægri hönd í tannhjóladrifi að línu- spili þannig að aðeins þumall og litli fingur sleppa óskaddaðir. Magnús byrjaði mjög ungur að spila á hnappaharmonikku sem móðir hans Anna Magnúsdóttir hafði gefið hon- um. En eftir slysið á hendinni þjálf- aði hann sig á píanóharmonikku á flest öllum dansleikjum á heimaslóð- um sem ég man eftir og þess vegna mikill gleðigjafi dansunnenda. Síðan flytja þau hjón til Hólmavíkur, þar verður Magnús vélstjóri á mb. Guð- mundi ST-55, útgerð Gunnars Guð- mundssonar undir stjórn Jóhanns Guðmundssonar. Málin æxlast þann- ig að þeir félagar Maggi og Jói kaupa mb. Guðmund sem er 16 sml bátur, vel útbúinn, og gekk sú útgerð mjög vel. Nú taka þau hjón sig upp og flytja til Reykjavíkur. Þá gerist hann vél- stjóri á mb. Guðmundi Þórðarsyni RE undir stjóm hins landskunna afla- manns Haraldar Ágústssonar. Það þarf ekki mörg orð um það. Hjá Haraldi þurfti að vera valinn maður í hveiju rúmi, þetta voru líklega bestu æviár Magnúsar a.m.k. tekjulega. Seinna gerist hann starfsmaður Rafmagnsveitu Ríkisins, lagermaður þar til starfslok urðu. Heimili Magga og Öddu í Reykjavík var lengst af í Efstasundi 4, en síðast var hann í Jökulgrunni 6, Hrafnistu, Reykjavík. Á lífsgöngunni er straumurinn mis- jafnlega sterkur, stundum móti, stundum með. Þú stóðst þetta allt þokkalega vel af þér. Þú kunnir vel að beita fyrir þig orfi og ljá. En sláttumanninn mikla, ofjarl þinn, hittir þú einmitt norður á Hellu, þar sem hugur þinn var svo sterkur. Enginn veit hver annan grefur allt er líf í drottins hendi. Menn vita best er misst hann hefur mætan vin er vel ég kenndi. (J.G.) Ingimundur Guðmundsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR S. ÁGÚSTSSON verkfræðingur, Rauðalæk 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 15. ágúst kl. 13.30. Ásdís Einarsdóttir, Sigríður Á. Ingólfsdóttir, Þórdís Á. Ingólfsdóttir, Einar Sv. Ingólfsson, Björn Ingólfsson, Kristín Lynch, Kristján Óskarsson, Gísli Ragnarsson, Ingibjörg Hauksdóttir, Anna M. Jóhannesdóttir, Charles T. Lynch og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGDÍS INGIMARSDÓTTIR, Þinghólsbraut 26, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 6. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandanda, Valgeir Friðþjófsson, Sólveig Auður Friðþjófsdóttir, Eysteinn Guðmundsson, Bóthiidur Friðþjófsdóttir, Finnbogi Þ. Baldvinsson, Valgerður Friðþjófsdóttir, Ólafur Jónsson, Helgi Friðþjófsson, Fjóla Friðþjófsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGÓLFUR MAGNÚS INGÓLFSSON, Sævargörðum 10, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Ingibjörg Ottósdóttir, Jóhann Ingólfsson, Magnea Ingólfsdóttir, Guðjón Antoníusson, Hrönn Ingólfsdóttir, Stefán Eiríkur Stefánsson, Halldór Ingólfsson, Elín Ása Þorsteinsdóttir, Ásgeir Ingólfsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, RÚTUR SKÆRINGSSON, Víkurbraut 9, Vfk í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugar- daginn 16. ágúst kl. 14.00. Guðbjörg Jónsdóttir, Sigurjón Rútsson, Kristfn Einarsdóttir, Kristín Rútsdóttir, Eysteinn Helgason, Heiðrún Rútsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, ÞORKELLJÓNSSON frá Hólmavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu- daginn 15. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hólmavíkurkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Þorkelsdóttir. "5? L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.