Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ríkið hefur að mestu lokið samningum við starfsmenn sína Samningar gerðir við lög- reglumenn og siúkraliða SAMNINGAR tókust milli samninganefndar rík- isins og lögreglumanna og sjúkraliða í nótt. í fyrrakvöld var undirritaður samningur við bóka- safnsfræðinga. Gunnar Bjömsson, formaður samninganefnd- ar ríkisins, sagði að samningarnir væru ólíkir en hefðu sömu kostnaðaráhrif. Bókasafnsfræð- ingar hefðu gengist inn á tilboð um nýtt launa- kerfi, líkt því sem samið hefði verið um við nokk- ur önnur félög. I samningi við lögreglumenn hefðu verið gerðar breytingar á launatöflu sem vörðuðu röðun starfsheita. Þetta færði lögreglu- mönnum hækkanir, en á móti hefðu prósentu- hækkanir verði hafðar heldur lægri en almennt gerðist í öðrum samningum. Samningurinn við sjúkraliða væri hefðbundinn samningur, en aðal- ágreiningsefnið hefði verið greiðslur fyrir nám- skeið sem ríkið hefði kosið að greiða með öðrum hætti. Allir samningamir gilda frá 1. ágúst 1997 til 31. október árið 2000. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélagsins, sagðist vera nokkuð sátt við þann samning sem gerður hefði verið. Ekki væri búið að reikna út hvað hann gæfí félagsmönnum miklar hækkanir, en gmnnhækkanir væm svip- aðar þeim sem aðrir hefðu samið um. Hún sagði að meginágreiningsefni samninganna hefði verið launaflokkahækkanir fyrir námskeið, en ákvæði um þessar hækkanir komu inn í samningana eftir verkfall sjúkraliða í árslok 1994. Samninganefnd ríkisins hefði krafist þess að greiðslur fyrir námskeið yrðu felld úr samningn- um og langur tími hefði farið í að ræða þessa kröfu og hvað gæti komið í staðinn. Þegar ríkið hefði boðist til að falla frá kröfunni hefði skrið- ur komist á samninga. Hún sagði að til viðbótar hefði samninganefnd sjúkraliða tekist að fá inn í samninga hækkanir sem tækju mið af reynslu sjúkraliða. Níu samningum ólokið Samninganefnd ríkisins á eftir að gera níu kjarasamninga, en samtals gerir hún 114 samn- inga. Stærstu hóparnir sem eftir eru eru sjúkra- húslæknar, þroskaþjálfar, flugumferðarstjórar, starfsmenn Sinfóníunnar og sjómenn á skipum Landhelgisgæslunnar og Hafrannsóknastofnun- ar. Ríkið er með fáa leikskólakennara í vinnu og flytjast þeir allir tii sveitarfélaganna á næstu tveimur árum. . x ,s- ....... :.jf* Vanar fyrirsætur Morgunblaðið/Amaldur ÞÆR virtust alvanar fyrirsætustörfunum, þessar kvígur sem stilltu sér svona settlega upp fyrir ljós- myndarann, þegar hann átti leið hjá girðingu þeirra á dögunum. SS lýsti áhuga á að kaupa Afurðasöluna Uppsagnir hjá SVR Varðar starf þeirra LILJA Ólafsdóttir, forstjóri SVR, segir að ástæðan fyrir því að tveimur vagnstjórum SVR var sagt upp störf- um varði starf þeirra og frammistöðu í starfi, en vill ekki greina nánar frá því í fjölmiðlum hver ástæðan er. Lilja sagði að stjómendur fyrir- tækisins hefðu rætt við þessa starfs- menn oftar en einu sinni um það sem betur mætti fara í störfum þeirra. Þessi viðtöl hefðu ekki skilað árangri og það kæmi að því að stjómandi fyrirtækisins teldi fullreynt. Þá væri ekki um annað að ræða en að enda ráðningarsamning. Hún sagði að það væri tilviljun að þessi tvö mál kæmu upp á sama tíma. Hafa þyrfti í huga að SVR væri 240 manna vinnustaður og þar kæmu upp margvísleg mál, smá og stór. Lilja sagði að ástæðan fyrir því að starfsmönnunum hefði verið gert að hætta samdægurs og vinna ekki út uppsagnarfrestinn væri sú að það væri sitt mat að hvorki starfsmanni eða fyrirtækinu væri gerður greiði með þvi að láta hann vinna út tím- ann. Þess væri vart að vænta að hann bætti sig í starfí eftir uppsögn og því væri betra að gefa honum færi á að leita sér að nýju starfi í þessa þijá mánuði. Starfsmennimir fengju hins vegar laun út uppsagnar- frestinn í samræmi við samninga. Lilja sagði að rætt hefði verið við trúnaðarmenn vagnstjóra í tengslum við þessi mál. Hjá SVR störfuðu mjög ábyrgir trúnaðarmenn sem sæju til þess að ekki væri brotið á starfsmönn- um, enda hefði það ekki verið gert í þessu tilviki. Hún sagði það sitt mat, að ekki ríkti ólga meðal starfsmanna vegna þessara uppsagna. ----»♦-♦---- Veggjakrot á Háteigs- kirkju HÁTEIGSKIRKJA var vanvirt með veggjakroti í fyrrinótt. Grétar Jóns- son kirkjuvörður sagði að krotað hefði verið á veggi við anddyri, á norðurhlið kirkjunnar og safnaðar- heimili. Hann sagðist ekki skilja hvaða tilgangi öðmm þetta ætti að þjóna en að skemma. Þetta er í annað sinn á nokkmm árum sem kirkjan er vanvirt með þessum hætti. VIÐRÆÐUR hafa farið fram milli Sláturfélags Suðurlands og Afurða- sölunnar hf. í Borgarnesi um kaup SS á Afurðasölunni. Samningar skil- uðu ekki árangri og hefur viðræðum verið hætt. Samkeppni í sauðfjár- slátrun hefur aukist talsvert að und- anförnu og bjóða sláturleyfíshafar bændum yfírborgun á verð og stað- greiðslu afurðanna. Vemlegt tap hefur verið á Afurða- sölunni í Borgamesi undanfarin ár, en hún er í eigu Kaupfélags Borgfirð- inga, bænda á félagssvæði þess og Borgarbyggðar. Þórir Páll Guðjóns- son, kaupfélagsstjóri og stjómarfor- maður fyrirtækisins, sagði að rekstur kjötvinnslunnar hefði ekki gengið nægilega vel, en unnið væri að þvi að bæta reksturinn. SS bauðst til að hætta slátrun við Laxá Þórir Páll sagði að áhugi væri á því að ná fram meiri hagræðingu í sauðfjárslátmn á Vesturlandi og m.a. þess vegna hefðu verið teknar upp viðræður við SS. Menn hefðu ekki fundið sameiginlegan takt í við- ræðunum ef svo mætti að orði kom- ast og þess vegna hefði þeim verið slitið. Hann sagði ekki útilokað að menn ræddu frekar saman síðar. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði að í viðræðum SS og Afurða- sölunnar hefði verið rætt um að SS keypti Afurðasöluna, en menn hefðu ekki náð saman um verð. Hann sagði að samningarnir hefðu gert ráð fyr- ir að samhliða kaupum á Afurðasöl- unni hætti SS rekstri sláturhússins við Laxá í Leirársveit. Steinþór sagði að slátmn í slátur- húsinu við Laxá hefði aukist á síð- ustu ámm og myndi aukast enn á þessu hausti. Allmargir bændur, sem skiptu áður við Afurðasöluna, hefðu snúið sér til SS með sláturfé sitt. Nokkuð hefði verið um það í ágúst að bændur af Vesturlandi hefðu slátrað hjá sláturhúsi SS á Selfossi, en slátmn við Laxá er ekki hafín. Þrír keppa um slátrun á Vesturlandi Samkeppni milli sláturleyfishafa hefur aukist vemlega á allra síðustu ámm. Hún birtist m.a. í því að bænd- um em boðnar yfirborganir á gmnd- vallarverð og staðgreiðsla fyrir sum- arslátrun. í sumar áttu bændur kost á yfir 16% álagi á verð, auk þess sem Markaðsráð sauðfjárafurða greiddi álag í þeim tilgangi að auka sumarslátrun. Samkeppnin á Vesturlandi birtist í því að þrír sláturleyfíshafar sækj- ast eftir því að slátra fyrir bændur, þ.e. Afurðasalan í Borgarnesi, SS og svokallað Norðvesturbandalag hf., en það er nýtt fyrirtæki sem tekur til starfa um mánaðamótin. Eigendur Norðvesturbandalagsins eru Kaupfélag V-Húnvetninga á Hvammstanga, Kaupfélag Hrútfirð- inga á Borðeyri, Kaupfélag Stein- grímsfjarðar á Hólmavík, Afurða- stöðin í Búðardal, búnaðarsambönd, Byggðastofnun, Kjötumboðið, Sam- vinnusjóðurinn, Skinnaiðnaður, VÍS og fleiri. Norðvesturbandalagið ætlar að slátra á Hvammstanga, Hólmavík og í Búðardal, en slátmn á Borðeyri verður hætt. Norðvestur- bandalagið ætlar sér aukinn hlut í slátmn og hefur m.a. sent bændum á félagssvæði Kaupfélags Borgfirð- inga bréf þar sem þeim er boðið að slátra hjá fyrirtækinu. Aðalsam- keppnisaðili Norðvesturbandalags- ins er þó Ferskar afurðir á Hvamms- tanga, sem er í samstarfí við Hag- kaup um sölu sauðfjárafurða. Rafmagnaðir * áldraumar ►Mikil alvara virðist vera í könn- unarviðræðum íslenskra stjóm- valda og Hydro Aluminium um byggingu og sameiginlegan rekst- ur álbræðslu ogtilheyrandi virkj- unar. /10 Ný ísöld á norður- hveli í nánd? ►Komið hefur fram kenning um að breytingar á vatnsbúskap Mið- jarðarhafs geti innan næstu tveggja alda ýtt undir nýtt ísaldar- skeið á norðurhveli. /16 Hvergi skjól ►Hvað verður um einstaklinginn og einkalíf hans í hinu tölvuvædda eftirlitsþjóðfélagi? Getur hann skriðið í skjól fyrir Stóra bróður? /24 Gull í grelpar Breiðafjarðar ►í Viðskiptum/Atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Bjarna Ósk- ar Halldórsson hjá Þörungaverk- smiðjunni í Reykhólum. /26 B ► 1-20 Sumar í Sólheimum ►Sólheimar í Grímsnesi er elsti staður sinnar tegundar í veröldinni þar sem fatlaðir og ófatlaðir lifa og starfa í sjálfstæðu samfélagi. /1,16-17 í fótspor Eiríks rauða ►Æ fleiri íslendingar eru að upp- lifa íslendingasögurnar með nýjum hætti eins og segir frá í þessu dagbókarbroti frá Grænlandi. /4 Kúba og íslenska byltingin ►Áhugi ungs fólks á marxisma virðist vera að aukast eftir ára- langa lægð. /24 c FERÐALOG ► 1-4 Skakki turninn í Písa ►Eitt af undrum veraldar, heldur áfram að síga. /2 Laugarganga ►Léttur göngutúr til og frá Laug- ardalslaugunum. /4 BÍLAR_____________ ► 1-4 Benz 220 árgerð 1952 orðlnn sem nýr ► Mercedes Benz 220 árgerð 1952 má fínna í Siglufirði. /2 Reynsluakstur ►Um torleiði á Land Cruiser. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMA 1-16 Hugbúnaðarstefna ríkisstofnana ►RUT boðar til ráðstefnu á Hótel Loftleiðum 4. september. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 42 Leiðari 28 Stjömuspá 42 Helgispjall 28 Skák 42 Reykjavíkurbréf 28 Fólk í fréttum 46 Skoðun 30 B(ó/dans 50 Minningar 34 Otv./sjðnv. 44,55 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 8b Hugvekja 42 Gárur 28b ídag 42 Mannlífsstr. 28b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 > ) I \ \ L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.