Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 34
' 34 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞORGEIR SIG URÐSSON + Þorgeir Sigurðs- son fæddist að Húsavík við Borgar- fjörð eystri 14. nóv- ember 1899. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sunneva Þor- geirsdóttir og Sig- urður Arnason. Systkini hans voru Lukka Amýna, Mar- grét, dó í berasku, Þorgeir, dó í bemsku, Guðrún, dó í bemsku, Árni Jón og Margrét Gróa. Þorgeir var þeirra yngstur en þau siðast nefndu náðu öll hárri elli. Þor- geir ólst upp með systkinum sínum í Húsavík, _ þaðan fluttu þeir Ami Jón til SeyðisQarðar og stunduðu þar m.a. útgerð. Árið 1936 flytja þeir til Engeyjar við Reykjavík og stund- uðu þar útgerð og búskap. Árið 1940 kaupa þeir bræður Urðir við Engjaveg og þar bjó Þorgeir þangað til hann flutti á Hrafnistu hinn 13. apríl 1987 og dvaldi hann þar til hinstu stundar. Utför Þorgeirs fór fram í kyrrþey að eigin ósk 20. ágúst. Látinn er í hárri elli og saddur lífdaga Þorgeir Sigurðsson, eða „frændi" eins og flestir kölluðu hann föðurbróðir minn. Ég man hann frá því ég leit ljósið - fyrsta sinn, eða því sem næst. Hann bjó á heimili foreldra minna í mörg ár. Þá myndaðist kærleikur með hon- ”* um og okkur systkinunum sem hélst allt til dauðadags. Hann giftist aldr- ei, en missti unnustu sína unga úr berklum. Seinna eignaðist hann son- inn Hreggvið sem ólst upp hjá móður sinni. Kona hans er Herborg Hall- dórsdóttir og eiga þau þijú börn. Öll litu þau til með „frænda“ og reynd- ust honum vel, allt til síðasta dags. Mér hefur nú alltaf fundist ég eiga mikið í „frænda", hann tók þátt í öllu með fjölskyldu minni, bæði gleði og sorgum á meðan heilsa leyfði. Margar ferðir fór hann með okkur út á land, og dvaldi hjá okkur á hátíðum á heimili okkar í Keflavík. Á jólum var hann jafnsjálfsagður og jólapakkarnir, enda fá jól haldin án hans. Hann „frændi" var dálítið sérstakur, ekki allra, en eignaðist góða vini, þó stundum slettist upp á vinskapinn lagaðist það yfirleitt fljótt. Hann hafði sínar skoðanir á hlutunum og vildi jafnvel að ég hefði þær sömu. Hann var eins og lækur- inn, liðaðist hljóðlega áfram, en stundum kom hlaup í hann sem svo sjatnaði aftur. Við deildum oft og á ýmsu gekk, ég var kannski ekki allt- af sammála og fékk ég þá að heyra stór orð, sem enduðu ekki alltaf fal- lega, en allt jafnaði sig og stúlkan mætti aftur í heimsókn, fyrirgefning og faðmlag. „Ég hélt þú kæmir ekki aftur,“ heyrði ég oft. Guð veit að mér þótti vænt um hann „frænda“, og gott var að koma til hans. Eftir að hann fór á elliheim- ili fyrir tíu árum heimsótti ég hann eins oft og ég gat. Við ræddum sam- an og tókum í spil, en er ég flutti af landi brott fyrir nokkrum árum fannst honum ég vera að svíkja sig og var ósáttur við mig, en allt jafn- aði sig og alltaf var hann glaður ef ég birtist. Ég ákvað að dvelja á ís- landi í sumar, hvað hann var glaður og ég þakklát fyrir að hafa fengið að eyða síðustu vikunum sem hann lifði með honum. Frændi var dugnaðarforkur, hlífði sér hvergi í vinnu, fannst að allir ættu að vinna meðan stætt væri, hann var vanur því, bæði til sjós og lands. Kominn yfir miðjan aldur réðst hann í stórvirki, byggði verslunar- húsnæði sem hann íeigði út. Þar var starfrækt ein af fyrstu sjálfsaf- greiðsluverslunum í mörg ár. Hann efnaðist vel, en naut þess ekki mik- ið sjálfur, nema þá að leggja öðrum lið og eiga honum margir mikið að þakka þó stundum fyndist honum ekki alltaf rétt að farið með fé. Að lifa hartnær heila öld og sjá öll umskipti sem hafa átt sér stað hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir gamlan mann og oft vitnaði hann í fortíðina þegar honum fannst hrað- inn á öllu helst til mikill. Hann kenndi mér margt og ég á honum mikið að þakka. Þakklátust er ég forsjóninni fyrir þann tíma sem ég + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, PÉTUR GUNNAR ÞJÓÐÓLFSSON, Laufrima 6, Reykjavík, lést á Reykjalundi fimmtudaginn 28. ágúst. Magnea Lena Björnsdóttir, Guðni Freyr Pétursson, Hinrik Pétursson, Jóel Pétursson, Sigurborg Pétursdóttir, Jón Holbergsson, Rut Jónsdóttir, Sóley Jónsdóttir, Hoiberg Jónsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Björn Guðmundsson. + Okkar hjartkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTIAN BREIÐFJÖRÐ JACOBSEN, Maurásvegen 26A, Porsgrunn, Norge, lést að morgni 29. ágúst í Telemark sentral sykehús. Jarðsett verður frá Porsgrunnkirkju miðvikudaginn 3. september kl. 11.00. Agnar Breiðfjörð Kristiansson, Guðrún Þóranna Ingólfsdóttir, María Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR átti með honum síðustu vikurnar, að fá að vera með honum þennan tíma tel ég vera forlög. Við trúðum bæði á líf að loknu þessu, hann dó sáttur og fannst löngu tímabært að vitja ástvina og vina sem farnir eru hér af jörð. Eg veit að vel hefur verið tekið á móti honum og nú er hann hjá þeim sem honum þótti vænst um í þessu lífí. Ég þakka öllum „stúlkunum" á deild E-2 Hrafnistu og öðrum starfs- mönnum fyrir frábæra umhyggju þann tíma sem hann dvaldi hjá ykk- ur. Hann var þakklátur ykkur öllum, Guð veri með ykkur. Elsku „frændi," þakk fyrir sam- fylgdina, Heiða Árnadóttir. Jæja, elsku besti frændi minn, þá kom að því sem þig dreymdi svo óendanlega oft fyrir á þínum tæp- lega níutíu og átta árum á meðal okkar. Ég þakkaði jafnoft fyrir að þú skyldir ekki vera berdreymnari en raun bar vitni, en samt gerði ég mér grein fyrir að í lokin værir þú hvíldinni fegnastur, þó svo að aldar- afmælið hafí verið freistandi. Alveg frá því að ég man fyrst eftir mér var ég alltaf að reyna að útskýra fyrir öðrum hvernig tengsl- um okkar var háttað, þegar krakkar voru að telja upp hversu marga afa og ömmur þau áttu á lífí, þá taldi ég alltaf upp afa minn, ömmu, langömmu og svo átti ég sko líka frænda. Ég man hins vegar ekki eftir því hvenær ég komst fyrst að því hvað þú hést, enn þann dag í dag spyija vinir mínir hvað heitir hann frændi aftur? En í mínum huga þýddi orðið frændi svo miklu meira heldur en Þorgeir eða Geiri svo að ég notaði það alltaf. Þú eyddir með okkur mörgum jól- um, áramótum, páskum og ferðalög- um í gegnum tíðina. Varðst vitni að allri okkar gleði og sorgum og varst alltaf fastur punktur í tilveru okkar. I hvert skipti sem við fórum til Reykjavíkur heimtuðum við krakk- amir að komið væri við á Urðunum, enda vissum við að þú myndir gefa okkur gos og seytt rúgbrauð með heimatilbúinni kæfu eða rúllupylsu. Urðirnar voru líka ævintýri út af fyrir sig, ég var aldrei búin að sitja lengi á hné þér þegar að ég bað um að fara á klósettið til að sjá baðið með arnarlöppunum eða klósettið með kassanum uppi við loftið eins og í bíómyndúnum. Þú varst líka óþreyt- andi við að fara með þulur og kenna okkur að leggja kapal, svo réðumst við á skenkinn með öllum leynihólfun- um og fengum þig til að sýna okkur hvemig ætti að opna þau. + Sturla Þorgeirsson fæddist í Reykjavík 11. mars 1982. Hann lést 10. ágúst síðastliðinn á barnadeild Sjúkrahúss Reylgavíkur og fór útför hans fram frá Hveragerðiskirkju 22. ágúst. Sturla var minn nánasti og besti vinur. Ég kynntist honum þegar við vorum 8 ára, þá kom hann í skól- ann í Hveragerði. Það myndaðist fljótt sterkt samband á milli okkar, eitthvað sem hélst alltaf eftir það. Þegar ég flutti til Reykjavíkur fór- um við fljótlega að vera stundum hvor hjá öðrum um helgar. Það var oft fjörugt í kring um okkur, við „sveifluðum skönkunum", klifruð- um í fjöllum, stukkum í Varmá, spiluðum tónlist og höfðum stund- um hátt. Við stóðum alltaf saman á hveiju sem gekk og spauguðum alltaf hvernig sem á stóð, líka þeg- ar Sturla var orðinn veikur og lá á sjúkrahúsinu. Þá reyndum við að gera það besta úr öllu, við bulluð- um, horfðum á videó, rúntuðum í hjólastólum og gerðum áætlanir um að fara upp á Mont Blank og ef það gengi ekki færum við bara undir það. Við fundum okkur alltaf eitt- hvað að gera þegar við vorum sam- an. Þó varst þú nú kannski ekki þol- inmóðasti maður í heimi, sterkustu jólaminningar mínar eru af þér taut- andi inni í eldhúsi á aðfangadag og mamma að kalla á okkur krakkana til að skiptast á að spila við þig rommí. Það var ekki fyrr en seinna sem ég skildi tilganginn með kon- íaks-pelanum í eldhússkápnum enda lyftist nú á þér brúnin þegar líða fór að matnum. Það er önnur mynd sem oft kemur upp í huga mér; þegar ég sat inni í stofu að lesa „Undir Kalstjörnu". Þú komst inn og ég fer að segja þér frá bókinni. Þú fórst að hlæja og sagðir mér frá öllu því sem ég var að lesa eins og þú upplifðir atburðina á sínum tíma. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hveiju þú hafðir orðið vitni að í gegnum tíðina og í staðinn fyrir að glugga í „Öldina okkar“ til að lesa um liðna tíð, þá gat ég einfald- lega spurt þig um alla þessa atburði og þú sagðir frá þeim eins og kjafta- sögum líðandi stundar. Ég þreyttist aldrei á því að ræða við þig um allt milli himins og jarðar. Seinna þegar þú varst kominn á Hrafnistu, orðinn eldri og svolítið úrillari, var mér oft bent á það að ég ætti nú kannski bara að segja það sem að þú vildir heyra. Ég fékk það aldrei af mér, einfaldlega af því að mér fannst of gaman að tala við þig, þó að það kostaði stundum smá fýlu. Enda kom það oft í ljós að þú hafðir umburðar- lyndi gagnvart hlutum sem aðrir yngri (sem flestir íslendingar voru nú reyndar) hefðu aldrei getað skilið. Þá man ég helst eftir því þegar við vorum að ræða um þá ný-útgefíð leyfi samkynhneigðra til að staðfesta sambúð og þú sagðir mér frá því þegar þú varst ungur vinnumaður hjá bóndakonu sem átti í nánu sam- bandi við vinnukonu sína. Þær voru duglegar og góðar og komu mun betur fram við þig heldur en margur annar sem þú hafðir unnið hjá. Þá fannst mér komið ljóslifandi atriðið úr leikriti Tennessee Williams „Kött- ur á heitu blikkþaki" þar sem Stóri- pabbi segir frá mönnunum sem arf- leiddu hann að öllu. Rétt eins og Stóri-pabbi varst þú ekki ýkja um- burðarlyndur gagnvart yfírborðs- góðmennsku og öðru skrumi en leist fram hjá því sem aðrir í þjóðfélaginu dæmdu og leitaðir að því í fólki sem skipti máli. Mamma sagði mér oft að þú og afi hafi einu sinni verið sagðir sterk- ustu menn á Austurlandi, ég sé oft fyrir mér litla hönd í stórri krumlu þegar þú þuldir fyrir mér „Fagur, fagur fískur í sjó“ en svo kom að því að krafturinn þvarr og maðurinn sem hossaði mér á hné sér þurfti á stoð minni að halda til að setjast Ég ætla að minnast hans eins og ég kvaddi hann síðast, þá var hann glaður og þreyttur eftir fjöruga helgi sem við áttum saman í Reykjavík. Ég bið Guð að blessa alla sem sakna hans. Skúli Júlíusson. Ef ég ætti að líkja Sturlu við ein- hvern gæti ég það ekki því hann átti engan sinn líka. Hann var ein- stakur á svo margan hátt. Ég man þegar ég sá hann fyrst, það var á ganginum í skólanum í Hveragerði. Eg sá þar ljóshærðan dreng, ljósar krullur, stór og falleg augu. Hann fór hratt eins og hann þyrði ekki að stoppa af ótta við að finna til, líkt og særð hind. Þarna á gangin- um tengdumst við Sturla vináttu sem aldrei brást. Hann átti alltaf sérstakan stað í hjarta mínu eftir það og alltaf aðgang að mínu heim- ili. Ég dáðist að æðruleysi hans í veikindinum, oftast gat hann slegið á létta strengi þótt vissulega væru sumar stundir daprar. Hann átti svo einlægt hjarta og einlæga trú að fullvissan um að Guð hann geymir nú er okkur huggun. Ég votta fósturforeldrum hans og ættingjum mína innilegustu samúð. Ásdís Hallgríms. upp í rúminu. Samt fylgdistu alltaf með öllu sem var að gerast, allt fram í það síðasta og alltaf var til nýtt gos og góðgæti í ísskápnum þínum sem ég fékk í skiptum fyrir að luma til þín smá bijóstbirtu og neftóbaki. Mér þykir fyrir því að hafa ekki getað verið hjá þér undir það síðasta en ég veit að mamma sendi' þér kveðju mína og kossa á hveijum degi. í sjálfselsku minni á ég erfítt með að sætta mig við orðinn hlut; ég er viss um að þú myndir fussa og sveia yfir kjánaskapnum í mér, því nú ertu loksins með ástvinum þínum sem fyrir svo löngu urðu einungis að myndum á veggnum hjá þér. Ég get huggað mig við það að þú varst bú- inn að lofa að koma að heimsækja mig í þinni fyrstu utanlandsför þegar þú værir laus við þreyttan búkinn. Verst að ég get ekki ráðið þig sem bamapíu eins og til stóð. Bless, elsku frændi minn, við sjáumst síðar._ Ragna Aumý Lárusdóttir. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblað- inu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er ennfremur unnt að senda greinar i símbréfí - 569 1115 - og í tölvupósti (minning@mbl.is). Vinsamleg- ast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. STURLA ÞORGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.